Morgunblaðið - 25.01.1983, Side 1
48 SÍÐUR
19. tbl. 70. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hér sést glögglega hvllíkur ógnarkraftur bjó í snjóflóðinu. Það hefur rifið upp ytri enda hússins að Hjöllum 2, ruðzt niður yfir húsin fyrir neðan og ýmist stórskemmt þau eða hreinlega sópað þeim
burt. Björgunarmenn eru að störfum í farvegi flóðsins og varpskip lónar úti á friðinum. Morsunblaðið/Rax.
„Sá flóðið vaða niður úr
gilinu og húsin tætast upp“
Fjórir létust og 33 heimilislausir eftir snjóflóðin á Patreksfirði
„ÉG SÁ flóðið vaða niður úr gilinu
og húsin tætast upp. Eftir það hugs-
aði ég aðeins um að komast inn í
húsið til unnustu minnar,“ sagði
Helgi Páll Pálmason, í samtali við
Morgunblaðið, en tvö snjóflóð féllu
með stuttu millibili á kauptúnið á
Patreksfirði á laugardag. Urðu þau
fjórum mönnum að bana, eyðilögðu
og skemmdu að minnsta kosti 20
hús og fjölda bifreiða. Fjárhagslegt
tjón vegna þessa hefur enn ekki ver-
ið metið.
Björgunarstörf hófust þegar, en
síðustu líkin fundust aðfaranótt
sunnudagsins og á sunnudags-
morgun. Nöfn þeirra, sem létust
eru: Marteinn ólafur Pétursson,
Aðalstræti 79, fæddur 9. desember
1941, 42 ára; Sigrún Guðbrands-
dóttir, fædd 3. desember 1976, 6
ára, dóttir hjónanna Vigdísar
Helgadóttur og Guðbrands Har-
aldssonar, Hjöllum 2; Sigurbjörg
Sigurðardóttir, Brunnum 13, fædd
13. ágúst 1924, 58 ára, og Valgerð-
ur Jónsdóttir, Aðalstræti 79, fædd
23. janúar 1906, 77 ára. Alls
misstu 33 manns heimili sín.
Fyrra flóðið féll klukkan 15.40
úr gili í fjallinu Brellum ofan
miðrar Geirseyrar og gjöreyði-
lagði þrjú hús og stórskemmdi eða
eyðilagði alls um 13 hús þar auk
fjölda bifreiða. Þar létust þrír.
Síðara flóðið féll um tveimur
stundum síðar úr Litladal, hljóp
niður farveg Litladalsár og hreif
með sér eitt hús og stórskemmdi
annað. Ekkert fólk var í húsum
þessum, en flóðið hreif með sér
tvær konur er voru á gangi við
sláturhúsið og lézt önnur þeirra
þegar.
Björgunarstörf hófust þegar er
fyrra flóðið féll og var að mestu
lokið á mánudagskvöld. Alls unnu
um 300 manns að þeim og komu
þeir víða að. I gær var verið að
vinna að lausn húsnæðisvandans,
en heimilislausa fólkið hafðist þá
við hjá vinum og kunningjum.
Ekki er kunnugt um að jafnmik-
il flóð hafi fallið á þessum slóðum
áður, en að sögn heimamanna er
algengt að „smáspýjur" hafi kom-
ið úr gilinu ofan Geirseyrar. Orsök
flóðsins er talin sú að mikil úr-
koma hafi grafið undan miklum
snjóalögum í gilinu og flóðið þá
hlaupið fram.
Sjá nánari frásögn og myndir af
snjóflóðunum á Patreksflrði á blað-
síðum 18, 19, 20, 21, 22, 27, 28, 29 og
baksiðu. Ennfremur eru flóðafréttir
á blaðsíðum 2, 32, 33, 46 og 47.
Fólkið sem lézt í snjóflóðunum
Marteinn Ólafur Pétursson Valgerður Jónsdóttir Sigurbjörg Sigurðardóttir Sigrún Guðbrandsdóttir