Morgunblaðið - 25.01.1983, Síða 5

Morgunblaðið - 25.01.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 5 r Ijúlímánuði 1982 ákvað Alþjóðahvalveiðiráðið með yíirgnœfandi meirihluta atkvœða(25:7). að hvalveiðum í verslunarskyni skuli hœtt um óákveðinn tíma eigi síðar en 1986. Meðal þeirra þjóða, sem greiddu tillögunni atkvcEði. voru nokkrar fyrrverandi hvalveiðiþjóðir og ein þjóð, sem enn stundar hvalveiðar (Spxínverjar). íslendingar vom meðal þeirra sjö þjóða sem lögðust gegn þessari ákvörðun. Hin 25 atkvœði greidd með tillögunni endurspegla áhuga fólks víða um heim á að tryggja íramtíð stórhvelanna og vaxandi áhyggjur vísindamanna al ástandi hvalastofna í öllum heimshöfum. X Iumrœðum um stöðvun hvalveiða kom lram, að skyndilegt bann kynni að valda fyrirtœkjum sem tengjast hvalveiðum og starfsfólki þeirra verulegum vandrœð- um. A1 þeim sökum. ,jneð núverandi þaríir fólks í huga", var greinilega tekið fram í tillögunni, að aðlögunartími að hvalveiðibanninu „yrði nœgilega langur til að komist yrði hjá að baka hvalveiðiiðnaðinum óþarfa erfiðleika". Fallist var á að veita hval- veiðiiðnaðinum þriggja ára aðlögunartíma. Fjögur af þeim sjö löndum. sem greiddu atkvaeði gegn tillögunni, bám fram formleg mótmaeli innan níutíu daga og firrtu sig þar með ákvœðum hennar. Það vakti innilega ánœgju okkar og fjölmargra annarra að heyra að íslendingar mót- maeltu ekki þá. ví miður eru málalok enn ekki ljós. Frestur til að skila mótmœlum hefur verið framlengdur til 2. febrúar 1983. Það er von okkar, að íslendingar hunsi ekki vilja yfirgncefandi meirihluta aðildarríkja Alþjóðahvalveiðiráðsins. en reynsla okkar aí framkomu íslendinga í Alþjóðahvalveiðiráðinu kennir okkur að vera við öllu búin. Við leyíum okkur að nefna 3 dœmi: Iíslendingar hafa margoft haft ráðleggingar vísindamanna að engu, íarið fram á háa kvóta og hvað eftir annað veitt Japönum, Sovétmönnum og öðrum hvalveiðiþjóðum stuðning í viðleitni þeirra til að íá háa aílakvóta af hvalastofnum, þar sem mat á stoínstœrð og veiðiþoli var óáreiðanlegt eða ekki íyrir hendi. Það sem verra er, íslendingar hafa veitt slikan stuðning í tilvikum, þar sem gögn sýndu að hvalastofnar minnkuðu geigvœnlega og vœru jaínvel í útrýmingarhœttu. 2Árið 1980 mótmœltu íslendingar ásamt nokkrum öðrum hvalveiðiþjóðum annarri meirihlutaákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins, ákvörðun um bann við notkun sprengiefnalausra eða, Jcaldra" skutla við hrefnuveiðar, þar eð notkun þeirra veldur óþarflega löngu og sársaukafullu dauðastríði. íslendingar halda enn áíram að veiða hreínur á þennan ómannúðlega hátt. 3íslendingar veiða enn langreyðar og sandreyðar og flytja út afurðir þeirra. Árið 1981 vom þessar tvœr tegundir fœrðar inn í Sáttmála um alþjóðaviðskipti með tegundir í útrýmingarhœttu (CITES), og því lýst yíir að ekki mœtti versla með þessi dýr eða afurðir þeirra í milliríkjaviðskiptum. Öll nema þrjú af þeim rúmlega sjötíu ríkjum sem aðild eiga að sáttmálanum studdu ákvörðunina. íslendingar veiða nú sand- reyði einir þjóða þrátt fyrir skort á vísindalegri úttekt á ástandi sandreyðarstolnins. Einungis íslendingar og Spánverjar veiða nú langreyði, sem er að öðm leyti friðuð, og Spánverjar haía ákveðið að hœtta hvalveiðum fyrir umsamdan tíma, 1986. Nú stöndum við andspœnis þeim möguleika, að íslendingar mótmœli tímamóta atkvœðagreiðslu Alþjóðahvalveiðiráðsins. Félagar og stuðningsmenn nokkurra undirritaðra samtaka hafa sent biéf til islenska sendiráðsins í Bandaríkjunum, svo og til forstjóra Flugleiða. íramkvœmdastjóra Iceland Seafood Corporation og lram- kvœmdastjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Þar er lýst yíir óánœgju vegna þess hversu lengi íslendingar skorast undan þeirri ábyrgð að taka þátt í varðveislu náttúmverðmœta, sem em sameiginleg aríleifð okkar allra. Tekið er fram. að mót- maeli íslendingar ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins munu þessi samtök taka þátt í mótmœlaaðgerðum, og margir hyggjast jafnvel hafa í frammi áróður gegn íslensk- um íiskaíurðum. Við hörmum þá erfiðleika sem aðgerðimar kunna að valda olangreindum fyrir- tœkjum, en við hörmum enn frekar að stórhveli skuli enn vera deydd, ekki einungis vegna þeirrar eftirsjár sem yrði aí þeim. verði þeim útrýmt, heldur einnig vegna þeirra afleiðinga sem hvarf stórhvelanna kann að hafa á aðrar lífverur sjávar, á lífkerfi og heilbrigði hafanna. Þœr breytingar hafa einnig áhrií á mannkynið í heild, en líkast til mest á eyþjóðir sem búa í nánu sambýli við hatið. líkt og íslendingar. Við hörmum að álit meirihluta þjóða heims, sem óskar þess að hvalveiðum verði hœtt, skuli hvað eftir annað virt að vettugi. Þegar árið 1972 var þetta álit ljóst af samþykkt ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhveríi mannsins. íslendingar studdu þá tillögu. en hún gerði ráð íyrir tíu ára banni við hvalveiðum. Síðan haía birst fjölmargar kröfur sem undirstrika óskina um að vemda hvali gegn oínýtingu. Ein markverðasta kraían er í Stefnumörkun um varðveislu heimsins (World Conservation Strategy), en hún er studd af fjölmörgum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Steínu- mörkunin var birt árið 1980 af World Wildliie Fund, Alþjóðlegu náttúruvemdarsam- tökunum (IUCN) og Umhverfisáœtlun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), með aðstoð Matvœla og landbúnaðarstofnunar S.Þ. (FAO) og Menningar og vísindastoínunar S.Þ. (UNESCO). Allt em þetta virtar alþjóðastofnanir með mikla þekkingu í þessum efnum. Sameiginlegar ráðleggingar þeirra til ríkisstjóma heimsins voru, að nauðsyn- legt vœri að leggja niður hvalveiðar um óákveðinn tíma vegna vemdunarsjónar- miða. Loks skal þess getið, að á síðasta fundi Norðurlandaráðs lýstu Danir yíir áhyggjum sínum vegna afstöðu íslendinga og Norðmanna í hvalveiðimálum. Nokkru seinna sendu 19 danskir þingmenn, frá átta stjómmálaflokkum, bréí til forsœtisráð- herra íslands og til Alþingis, þar sem þakkað er fyrir að íslendingar skuli ekki hafa mótmœlt hvalveiðibanninu og bent er á mikilvœgi samhœfðrar viðleitni Norður- landanna um að eíla náttúmvemd. akka þér fyrir að kynna þér oíangreind sjónarmið. Við vonum innilega að ríkisstjóm þín ákveði að virða samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins. Slíkri ákvörðun verður vel tekið af ríkisstjómum, náttúruvemdarmönnum og áhugamönnum um víða veröld. Greenpeace Intematlonal World Wlldlile Fund Intemational The Royal Society tor the Prevention of Cruelty to Animals Intemational Fund lor Animal Wellare World Wildlile Fund Germany World Wlldlile Fund U.K. Friends ot the Earth U.K. Friends ot the Earth U.S. Les Amis de la Terre Humane Society ot the Unlted States (Bretlandi) (Þýskalandi) (Bretlandi) (Bretlandi) (Bandarikjunum) (Frakklandi) (Bandaríkjunum) The Animal Wellare Institute (Bandarikjunum) Canadian Federation of Humane Societies (Kanada) Intemational League tor the Protection ol Cetaceans Projed Jonah (Ástralíu) The American Cetacean Society (Bandaríkjunum) The American Sodety tor the Prevention ofCmeitytoAnimals (Bandaríkjunum) Centrum för Studier av Valar och Delfiner (Sviþjóð) Deutsche Tierschutzbund (Þýskalandi) Finlands Naturskyddstorbund (Finnlandi) Foreningen öl Dyrenes Beskyttelse (Danmörku) Forsögsdjurens Vem (Finnlandi) Gesellschaít zum Schutz und Rettung der Meeressaugetiere Gröne Korset Ligue Frangaise des Droits de l'Animals National Audubon Sodety Natur och Miljö Natur og Ungdom Nature 2000 Peoples Trust lor Endangered Species RaddaValama The Whale Center World Conservation Strategy Group (Þýskalandi) (Fínnlandi) (Frakklandi) (Bandarikjunum) (Finnlandi) (Danmörku) (Belgiu) (Bretlandi) (Sviþjóð) (Bandarikjunum) (Hollandi)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.