Morgunblaðið - 25.01.1983, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.01.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 13 íslendingar í Ástralíu héldu fullveldisdaginn hátíðlegan MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi frétt frá Garðari Bergmann, ritara íslendingafélagsin.s í Nýja Suður-Wales í Astralíu, en þar héldu menn fullveldisdaginn 1. desember hátíðlegan: íslendingafélagið í Nýja Suður- Wales minntist 1. desember með því að boða til almenns útiskemmti- fundar í einum skemmtilegasta, en um leið hljóðlátasta og sérkenni- legasta skemmtigarði í miðri Syd- ney, þar sem allir voru ótruflaðir af umferðinni eða borgarhávaðanum. Er skemmtigarður þessi nefndur „Cooper Park“. Minnti þessi skemmtigarður töluvert marga á Almannagjá, því háir hamraveggir umlykja þrjár hliðar staðarins, og ef farið er niður í gjána, þar sem stigi liggur, er 100 tröppur niður að ganga. Var ákveðið að þessu sinni að hafa ástralskan „Barbecue" sem þýðir að hver og einn kemur með matinn hráan, og er maturinn síðan steiktur á teinum eða plötu við hæga glóð, ásamt ýmsu kryddi og grænmeti er þykir herramanns matur. Að sjálfsögðu kom hver með sína brjóstbirtu, bjór eða vín. Var þar saman kominn fjöldi manns. Auðvitað blakti íslenzki fáninn við hún, og vakti athygli utanað- komandi gesta. Eftir matreiðsluna kvaddi for- maður sér hljóðs og minntist 1. des- ember og vakti ræða formanns at- hygli allra áheyrenda. Eftir það hófust útileikir sem voru jafnt fyrir börn sem fullorðna. Þar var pokahlaup, boðhlaup, en að síðustu reiptog milli „Víkinga" og „útlendingadeildarinnar" er við köllum svo, það er að segja íslend- ingar tókust á við Ástralina, er lauk með jafntefli. Voru þetta leikir sem flestir viðstaddir tóku þátt í og höfðu gam- an af. Að lokum vill íslendingafélagið í Nýja Suður-Wales flytja vinum og ættingjum sínar innilegustu jóla- og nýjársóskir. \^{T u I ■ * 1 j mrlá1 V <♦ m ð jf ■ 1 '~"Tm yV a jÆM K 0 < ~ mi ' ll W II Æ. Æ m /y § íslenzk börn i Ástralíu halda 1. desember hátíðlegan. "E&6ERT MRTTI EKKl VERR RP ÞVI RD KOMR, EN HflNN 5ENDI Ml&’ í Milano starfar Eimskip meö stærstu vörumóttöku- stöð Ítalíu, Eurodocks. Þar sjá þrautreyndir menn um að sækja vöruna til seljanda og setja hana í gáma áður en hún er send af stað til Rotterdam þar sem áætlunarskip Eimskips taka við. Nú er flókið mál orðið einfalt- Eimskip annast flutninginn alla leið. Umboðsmaður í Milano: Thomas Carr & Son SPA c/o Eurodocks Via Dante 132 20090 Limito Pioltello Milano Sími: 02-6701451 Telex: 334857 carrmi Beintsamband viö MÍLANO á ítaliu Með nýrri þjónustuhöfn fyrir Eimskip á Ítalíu tengjum við nýtt land við vikulegarsiglingar frá meginlandi Evrópu. Árangurinn er styttri flutningstími, lægri flutnings- kostnaður, betri vörumeðferð og áreiðanlegt upplýsinga- streymi frá fyrsta til síðasta hlekks í flutningakeðjunni. Alla 'nd fka(tu meó EIMSKIP Sími 27100 *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.