Morgunblaðið - 25.01.1983, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983
TAFLA 1
K JÖRDÆMI
Reykjavík Reykjanes Vesturland Vestfiröir Norðvesturl. Norðausturl. Austurland Suöurland
Atkvæði 8691 6187 1165 1188 611 1789 414 1535
Þingmenn 2+1=3 1+1=2 1+0=1 1+1=2 0+0=0 1+0=1 0+0=0 1+0=1
A-listi Atkv./þingm. 2897 3093 1165 594 1789 1535
Flutt atkv. 103 103 103 103 103 103
Atkv./þingm. 3000 3196 1268 697 1892 1638
Atkvæði 7252 4430 2812 1645 2506 5896 2963 3357
B-listi Þingmenn 2+0=2 1+0=1 2+0=2 2+0=2 3+0=3 3+0=3 2+0=2 2+0=2
Atkv./þingm. 3626 4430 1406 822 835 1965 1481 1678
Atkvæði 21428 10194 2320 1735 1606 2758 1369 2428
D-listi Þingmenn 5+1=6 2+1=3 1+1=2 2+0=2 1+1=2 1+1=2 1+1=2 1+1=2
Atkv./þingm. 3571 3398 1160 867 803 1379 684 1214
Atkvæöi 10888 4679 1203 808 984 2141 2154 1544
Þingmenn 3+1=4 1+0=1 1+0=1 0+0=0 1+0=1 1+0=1 2+0=2 1+0=1
G-listi Atkv./þingm. 2722 4679 1203 984 2141 1077 1544
Flutt atkv. 73 73 73 73 73 73 73
Atkv./þingm. 2795 4752 1276 1057 2214 1150 1617
Atkvæði 1484
L-listi Þingmenn V 1+0=1
Atkv./þingm. 1484
Sameinað þing:
Stjórn ............. 29%atkvæði
Stjórnarandstaða ...30 V3 atkvæði
Neðri deild:
Stjórn ............. 17%atkvæði
Stjórnarandstaða ...22% atkvæði
Efri deild:
Stjórn ............. 12%atkvæði
Stjórnarandstaða ......8 atkvæði
Atkvæðastyrkur ráðherranna
Það vekur athygli að ráðherr-
arnir ráða aðeins yfir 9 atkvæðum
samtals eða 0,9 atkvæðum á hvern
ráðherra að meðaltali. Þetta skýr-
ist að sjálfsögðu af því að meiri
hluti ráðherranna eru 5. og 6.
flokks þingmenn.
Hvað hefur hver
þing'maður mörg atkvæði
á bak við sig?
Atkvæðastyrkur
þingflokkanna
Ymsir virðast hafa einna mest-
ar áhyggjur af því að atkvæða-
styrkur þingflokka sé ekki í fullu
samræmi við kjörfylgi þeirra.
Meðfylgjandi tafla 3 sýnir hversu
margir kjósendur yrðu á bak við
hvert þingatkvæði. Sjá má að mis-
munur hefur minnkað verulega.
Eftir dr. Ragnar Ingi-
marsson
Jafn kosningaréttur
er grundvallaratriði
Að undanförnu hafa okkur bor-
ist nokkrar fréttir af bollalegging-
um stjórnmálamanna um það
hversu mikill munur skuli verða á
atkvæðavægi manna eftir því hvar
þeir eru búsettir. Ekki virðist vera
á dagskrá að koma á almennum
kosningarétti með því að tryggja
að atkvæði allra kosningabærra
manna verði jafngild, óháð búsetu.
Umræður og jafnvel harðar
deilur um kjördæmamál eru ekki
nýjar hér á landi. Á þingi 1874
barðist Jón Sigurðsson hart fyrir
réttlátri kjördæmaskipun og sagði
þá meðal annars:
„Þingin eru byggð á því, að alls-
herjar-viljinn geti komið fram
fyrir munn fulltrúa þjóðarinnar,
en þetta leiðir til þess að full-
trúafjöldinn verður hvað helzt að
byggjast á íbúafjöldanum og jafn-
ast eftir honum."
í grein sinni Kjördæmaskipunin
(Vaka, 1928) segir Thor Thors
meðal annars:
„Auk þess sem kjördæmaskipun
sú, sem nú ríkir hér á landi, brýt-
ur bág við grundvöll almenns
kosningarréttar, getur hún og
komið í bág við undirstöðu þing-
ræðisins, sem sé þá, að þeir fari
með valdið í landinu, sem meiri
hluti þjóðarinnar fylgir. Það er
vitanlegt, að vegna núverandi
skipulags getur minni hluti kjós-
enda á öllu landinu ráðið meiri
hluta þings og þar af leiðandi
einnig landstjórn. Þar kemur því
fram svo hróplegt og hættulegt
ranglæti, að fyrir þá Sök eina er
brýn þörf breytinga. Ef við hverf-
um af þeim grundvelli, sem óhjá-
kvæmilegur er, hvarvetna þar sem
jafnrétti borgaranna er viður-
kennt, sem sé að meiri hluti þeirra
ráði, þá erum við komnir út á þá
hættulegu braut, að erfitt verður
að finna viðurkenndan réttan
handhafa ríkisvaldsins."
Ég tel ekki þörf á að bæta miklu
við ofanskráð til stuðnings því að
allir landsmenn fái sama kosn-
ingarétt. En hvernig skyldi þá
standa á þvT að núverandi þing-
menn þjóðarinnar vilja ekki
tryggja þennan grundvallarrétt?
Lítinn vafa tel ég vera á því að
samtryggingarkerfi þingmanna
ráði hér mestu um. Sextíumenn-
ingarnir geta líklega ekki til þess
hugsað að margir félaganna yrðu
óhjákvæmilega að víkja af þingi.
Aftur á móti telji þeir að til greina
kæmi að fjölga þingmönnum eitt-
hvað. Verst er að býsna margir
virðast ófúsir að eyða meira fé í
fyrirtækið og fremur á því að
skynsamlegast væri að fækka
þingmönnum til muna.
Kéttlátari ákvarðanataka —
óbreytt kosningafyrirkomulag
En jafnvel þó engar breytingar
yrðu nú gerðar á þingmannafjölda
né kjördæmaskipun má finna leið-
ir til að tryggja það að ákvarðanir
á Alþingi yrðu teknar af þeim
þingmönnum, sem hefðu meiri-
hluta atkvæða að baki sér. Hall-
dór Jónsson, verkfræðingur, hefur
bent á þann möguleika að at-
kvæðavægi einstakra þingmanna
færi eftir því hversu margir kjós-
endur hefðu greitt þeim atkvæði.
Hér á eftir hef ég útfært þessa
hugmynd nokkuð en að sjálfsögðu
verður rúm fyrir betrumbætur.
í meðfylgjandi töflu 1, eru sýnd-
ar atkvæðatölur í síðustu alþing-
iskosningum, fjöldi þingmanna úr
hverju kjördæmi (hvort sem þeir
voru kjördæmiskjörnir eða feng-
ust sem uppbótarmenn) og að lok-
um atkvæðafjöldi á bak við hvern
þingmann. Tveir flokkar (A og G)
fengu engan mann kjörinn í þrem
kjördæmum og hef ég látið at-
kvæði í þessum kjördæmum dreif-
ast jafnt á aðra þingmenn flokk-
anna (þetta er álitamál). Niður-
staðan er sú að léttvægustu þing-
mennirnir hafa minna en 700 at-
kvæði á bak við sig en þeir gild-
ustu hátt á 5. þúsundið.
Ef miðað er við að heildarat-
kvæðamagn á Alþingi verði
óbreytt þ.e.a.s. 60 atkvæði og að
minnsta eining verði >/3 úr at-
kvæði, flokkast þingmenn í 6
flokka eins og sýnt er í töflu 2.
Þingstyrkur stjórnar
og stjórnarandstöðu
Samkvæmt töflu 2 yrði at-
kvæðastyrkur stjórnar og stjórn-
Dr. Ragnar Ingimarsson
arandstöðu (Eggert Haukdal og
Albert Guðmundsson taldir með)
eftirfarandi:
Störf þingmanna innan
þings og utan
Ljóst er að mun meiri ábyrgð
mundi hvíla á herðum sumra
þingmanna en annarra, enda allt
að sjöfaldur munur á atkvæða-
styrk. Þetta leiðir að sjálfsögðu til
þess að þeir léttvægustu gætu eytt
meiri tíma í að sinna fyrirgreiðslu
eða stýra stofnunum úti í bæ.
Álitamál gæti orðið hvernig
háttað yrði um atkvæðavægi í
þingnefndum. Sjálfsagt tel ég að
allir þingmenn sætu við sama
borð í umræðum á þingi. Ekki sak-
ar að öll sjónarmið komi fram þó
svo að afgreiðsla mála yrði í sam-
ræmi við útreiknaðan atkvæða-
styrk.
Tæknileg útfærsla
Einhverjum kann að finnast að
erfitt yrði að koma við atkvæða-
greiðslum þar sem vægi atkvæða
væri breytilegt. Á tölvuöld er
þetta ekkert vandamál. Þegar
þingmaður greiddi atkvæði með
handaruppréttingu myndi hann
jafnframt ýta á hnapp í borði
sínu, sem tengdur væri smátölvu.
Smátölvan myndi þegar í stað
skrá atkvæði þingmannsins í sam-
ræmi við vægi þess og á nokkrum
sekúndum lægi niðurstaða at-
kvæðagreiðslunnar fyrir í sam-
lagningartölu tölvunnar. í reynd
þyrfti ekki að takmarka útreiknað
atkvæðavægi við V3 úr atkvæði,
það mætti nota enn minni eining-
ar.
20. janúar, 1983.
TAFLA3
Kjósendur Þingmenn Þingatkvæði Kjósendur á bak við þingatkv.
Óbreytt Breytt
A-listi 21580 10 11V3 2158 1904
B-listi 30861 17 15 1815 2057
D-listi 43838 21 21 2087 2087
G-listi 24401 11 12 2218 2033
L-listi 1484 1 % 1484 2226
TAFLA2
1. FLOKKUR 2V3 ATKVÆÐI 2. FLOKKUR 1Vs ATKVÆÐI 3. FLOKKUR 1Va ATKVÆÐI 4. FLOKKUR 1 ATKVÆÐI
Geir Gunnarsson G Guðmundur G. Þórarinss. B Matthías Á. Mathiesen D Svavar Gestsson G Stefán Jónsson G
Jóhann Einvarösson B Ólafur Jóhannesson B Ólafur G. Einarsson D Guöm. J. Guðmundsson G Ingvar Gíslason B
Geir Hallgrímsson D Salome Þorkelsdóttir D Ólafur Ragnar Grímsson G Stefán Valgeirsson B
Albert Guömundsson D Kjartan Jóhannsson A Guörún Helgadóttir G Guömundur Bjarnason B
Birgir ísl. Gunnarsson D Karl Steinar Guönason A Árni Gunnarsson A
Gunnar Thoroddsen D Benedikt Gröndal A Þórarinn Sigurjónsson B
Friörik Sophusson D Vilmundur Gylfason A Jón Helgason B
Pétur Sigurösson D Jóhanna Siguröardóttir A
5. FLOKKUR 6. FLOKKUR
V3 ATKVÆÐI 1/3 ATKVÆÐI
Magnús H. Magnússon A Davíö Aöalsteinsson B Guömundur Karlsson D Matthías Bjarnason D Pálmi JónsSon D
Garðar Sigurösson G Lárus Jónsson D Friörik Þóröarson D Þorvaldur G. Kristjánss. D Eyjólfur Konráö Jónss. D
Eggert Haukdal L Halldór Blöndal D Jósef H. Þorgeirsson D Páll Pétursson B Sighvatur Björgvinsson A
Tómas Árnason B Skúli Alexandersson G Helgi Seljan G Stefán Guömundsson B Karvel Pálmason A
Halldór Ásgrímsson B Eiöur Guönason A Hjörleifur Gottormsson G Ingólfur Guönason B Sverrir Hermannsson D
Alexander Stefánsson B Steinþór Gestsson D Ragnar Arnalds G Steingrímur Hermannss. B Egill Jónsson D
Ólafur Þ. Þóröarsorr B