Morgunblaðið - 25.01.1983, Side 16

Morgunblaðið - 25.01.1983, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 Endurskoðun stjórnarskrárinnar — 2. grein: Stórt og greinilegt takkaborö Vinnsluteljari • Strimill Ijósa takka minni og Fjölhæf reiknivél fyrir allan reikning KJARAWI HF Ármúli 22 — Reykjavík — sími 83022 Ur aftursætí venjulegs fólksbös eru margar útgönguleiðir fyrirböm án þess aö nofa cfymar! Öll viljum við tryggja sem best öryggi barnanna okkar í umferðinni. Við vitum að það er ekki nóg að láta þau sitja í aftursætinu, heldur er mikilvægt að þau séu örugglega skorðuð, hvort sem það er * bílstól, burðarrúmi eða bílbelti. Við höfuM sérhæft okkur í öryggisbúnaði fyrir börnin,-búnaði sem hentar í flestar gerðir fólks- bifreiða. Barnastólar (fyrir 9 mán. - 6 ára) verð frá kr. 1.077,- Barnapúðar (fyrir 6-12 ára) verð kr. 357,- Burðarrúmsfestingar (fyrir 0-9 mán.) verð kr. 995,- Beltastóll (fyrir 6-12 ára) verð kr. 1.029.- VELTIR HF Simi 35200 Bráðabirgðalög- um þrengri stakkur skorinn Eftir Gunnar G. Schram prófessor Útgáfa bráðabirgðalaga hef- ur lengi verið umdeild hér á landi. Þau eru lög, sem ríkis- stjórnin setur upp á sitt ein- dæmi, án nokkurs atbeina Alþingis. Af þeim sökum hefur útgáfa bráðabirgðalaga verið ýmsum takmörkunum bundin, þar sem öðrum aðila en Alþingi, fram- kvæmdavaldinu, er hér fengið hlutverk þess um skeið. í fyrsta lagi mega ráðherrar einungis setja bráðabirgðalög á milli þinga — þegar Alþingi sit- ur ekki á rökstólum. í öðru lagi verður brýn nauðsyn að vera á lagasetningunni. Og í þriðja lagi falla þau úr gildi, ef þingið sam- þykkir þau ekki. Jafnvel þótt bráðabirgðalögin séu ekki form- lega felld á þingi falla þau alltaf úr gildi við næstu þinglausnir. Hér áður fyrr kom Alþingi að- eins saman annað hvert ár og var sú skipan í gildi allt til 1921. Á þeim tíma var augljós þörf á heimild til þess að gefa út bráðabirgðalög. Að vísu var þá, og er enn, heimilt að kveðja saman aukaþing, en það er nokkurt fyrirtæki og sú heimild hefur sára sjaldan verið notuð í þau 109 ár, sem stjórnarskráin hefur verið í gildi. Nauðsynleg heimild Þessvegna er heimildin til þess að gefa út bráðabirgðalög milli þinga nauðsynleg. Þeir at- burðir geta orðið í þjóðfélaginu, sem kalla á skjótar lausnir með lagasetningu. Má þar nefna erf- iðleika í atvinnulífinu, náttúru- hamfarir svo sem eldgos, ófyr- irséða efnahagsörðugleika og vinnudeilur, sem brýnt er að leysa án tafar, eftir að samn- ingaleiðin hefur verið reynd til þrautar. Dæmi um hið síðast- nefnda eru deilur, sem leitt hafa til stöðvunar fiskiskipaflotans og flugsamgangna. Ef litið er á útgáfu bráða- birgðalaga á tímabilinu 1944—1975 var heildartala þeirra 177. Af þeim fjölluðu flest um sjávarútvegsmál eða 46. Um skatta og tolla fjölluðu 14, um lausn vinnudeilna 12 og um ábyrgð á lánum og lántöku- heimildir fjölluðu einnig 12 lög. Næst komu lög um vísitölu og verðlagsmál, eða alls 11 talsins. Stundum heyrist því haldið fram að heimildin til útgáfu bráðabirgðalaga sé misnotuð hér á landi. Fjöldi slíkra laga gefur þó ekki til kynna að svo sé í miklum mæli. Yfirleitt hafa verið gefin út 3—7 bráðabirgða- lög á ári síðustu árin. Árið 1979 sker sig að vísu hér úr. Þá voru gefin út alls 15 bráðabirgðalög. Á árinu 1980 voru þau hinsvegar 7 talsins og árið 1981 voru að- eins gefin út ein bráðabirgðalög. Brotalöm á valdinu Sú gagnrýni, sem ríkisstjórnir hafa löngum sætt vegna útgáfu bráðabirgðalaga, beinist aðal- lega að tvennu. Fyrra atriðið er það að ríkis- stjórninni er alveg í sjálfsvald sett hvenær þingtímans hún leggur bráðabirgðalögin fram. í því felst viss hætta á misnotkun þessa valds. Þannig gæti ríkis- stjórn dregið að leggja umdeild lög fyrir þingið þar til örfáum dögum fyrir þinglausnir. Útilok- að væri þá að láta þau fá þing- lega meðferð. Að vísu falla þau úr gildi þegar þingi er slitið, en ekkert er því til fyrirstöðu, eins og stjórnarskráin er nú, að dag- inn eftir þinglausnir gæfi ríkis- stjórnin út önnur bráðabirgða- lög, nákvæmlega samhljóða hin- um fyrri. Þau lög gætu síðan verið í gildi fram til þinglausna árið eftir og þannig mætti endurtaka þennan leik koll af kolli. Strax skal tekið fram að engin ríkisstjórn hefur beitt bráða- birgðalagaréttinum á þessa lund, en slíkt atferli myndi í dag teljast löglegt, þótt siðlaust væri. Hitt atriði, sem oft hefur ver- ið gagnrýnt, er matið á hinni brýnu nauðsyn. Stjórnarand- staðan hefur iðulega haldið því fram að engin nauðsyn hafi ver- ið til útgáfu slíkra laga. Beðið sé með útgáfu laganna þar til al- þingismenn séu komnir í leyfi til þess að forðast langvinnar um- ræður og deilur um málið á þingi. Hefur sú gagnrýni tví- mælalaust stundum verið á rök- um reist. Rétturinn mjög þrengdur Þetta eru helstu ástæðurnar fyrir því að stjórnarskrárnefnd leggur til að rétturinn til útgáfu Sauðárkrókur: 67 íbúðir í smíðum um áramót Sauðárkróki, 19. janúar. SAMKVÆMT yfirliti byggingafulltrú- ans á Sauðárkróki, Jóhanns Guð- jónssonar, um byggingaframkvsmdir árið 1982, voru 67 ibúðir í smúðum um síðustu áramót en voru 69 á sama tíma fyrra. Byrjað var á smíði 17 ibúða, 23 bilskúra og 4 annarra bygg- inga, sem er mjög svipað og árið áður. Á árinu 1982 voru 19 íbúðir tekn- ar í notkun, sama tala og 1981. Með- al bygginga sem eru í smíðum nú um áramótin má nefna íþróttahús, hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða, verslunarhús K.S. við Ár- torg, veiðarfærahús sjómanna og hús Fiskiðjunnar á Eyrinni, heilsu- gæslustöð og iðnaðarhús við Borg- arflöt og Borgartún. Þá er í bygg- ingu verslunarhús í Hlíðarhverfi og unnið að stækkun Sælkerahússins, veitingahúss við Aðalgötu, sem tók til starfa á sl. ári. Gert er ráð fyrir, að nokkrar þessara bygginga komist í gagnið að hluta eða öllu leyti á þessu ári, en áfram er unnið við aðrar eftir því sem fjármagn leyfir. Bygginga- fulltrúi segir nokkra óvissu ríkja um framkvæmdir á árinu 1983. Þó er víst að byrjað verður á sambýl- ishúsi — verkamannabústað — með 14 íbúðum. Þá er ráðgert að hefja byggingu nokkurra einbýlishúsa og eru lóðir tiltækar. Kári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.