Morgunblaðið - 25.01.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983
19
Pétur Sveinsson, ylírlögregluþjónn, og Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður,
en þeir stjórnuöu björgunarstarfinu á Patreksfirði. (Ljósm. R.\X).
það slapp allt að mestu ómeitt og
af sjálfsdáðum. Ungt par var
meðal annars statt í kjallara húss
síns að Aðalstræti 80 og slapp það
þó hús þeirra eyðilegðist alveg. Þá
var áströlsk stúlka stödd í einu
húsanna. Skriðán fyllti það nán-
ast með öllu og barst stúlkan að
glugga á neðri hlið hússins og var
henni bjargað þaðan mjög fljót-
lega. Hún slapp við alvarleg
meiðsli.
Börnin, sem voru í húsinu á
Hjöllum 2 fundust nær þegar. Lík
mannsins, sem var í húsinu við
Aðalstræti, fannst um klukkan 4
aðfaranótt sunnudagsins og lík
móður hans um klukkan 11 á
sunnudagsmorgun.
Síðara flóðið féll um tveimur
tímum seinna úr Litladal og rann
niður eftir farvegi Litladalsár.
Það olli skemmdum á húsum
ofarlega við farveginn, eyðilagði
húsið Bræðraborg og hreif húsið
Árbæ með sér og bar niður á
fjörukambinn innan við slátur-
húsið. í húsunum á þessum slóð-
um var ekkert fólk, þar sem öll
hús þar höfðu verið rýmd, en tvær
konur voru á gangi við sláturhús-
ið og er flóðið féll á það hreif það
þær báðar með sér. Önnur konan
lézt þegar, en lík hennar fannst
ekki fyrr en á sunnudagsmorgun.
Hin konan skall á hurð á slátur-
húsinu og inn um hana. Mun það
hafa orðið henni til lífs og slapp
hún lítið meidd.
Ekki er vitað til þess að jafn-
mikil snjóflóð hafi fallið á þessum
slóðum, enda hafa húsin, sem
eyðilögðust, staðið á þessum slóð-
um frá því um aldamót.
Er fyrra flóðsins varð vart voru
allir verkfærir menn í bænum
kallaðir til björgunarstarfa og öll
hús í bænum rýmd nema byggðin
á Björgum og hluti byggðar á
Vatnseyri og hafðist fólkið við í
Hraðfrystihúsinu og Félagsheim-
ilinu. Skipverjar af varðskipinu
Tý komu þegar til aðstoðar og
lýstu upp slysstaðinn. Síðar um
daginn og kvöldið komu björgun-
arsveit frá Tálknafirði og sér-
þjálfaðir menn frá Flugbjörgun-
arsveitinni í Reykjavík og menn
með hunda til leitar. Komu sunn-
an menn með þyrlu Landhelgis-
gæzlunnar og leiguflugi Sverris
Þóroddssonar. Á sunnudagsmorg-
un kom varðskipið Ægir með 33
björgunarsveitarmenn að sunnan
og togarinn Sölvi Bjarnason kom
með björgunarmenn frá Bíldudal.
Alls voru um 300 björgunarmenn
að störfum. Eftir að þeir, sem
saknað var, höfðu fundizt var
unnið að því að hreinsa hús og
bjarga húsmunum og kanna
skemmdir. Var því starfi að
mestu lokið á sunnudagskvöld og
héldu þá aðkomnir björgunar-
menn heimleiðis og flutti vél
Landhelgisgæzlunnar sunnan
menn til Reykjavíkur. Fólk var
síðan farið að flytja í yfirgefin
hús sín á sunnudag og mánudag,
en enn var óleystur vandi þeirra
33, sem misstu heimili sín í snjó-
flóðunum. Fjárhagslegt tjón hafði
ekki verið metið í gærkvöldi en
um 20 hús voru talin stórskemmd
eða ónýt. I gær viðraði þokkalega
á Patreksfirði og ekki talin hætta
á frekari snjóflóðum.
Stefán Skarphéðinsson, sýslu-
maður, óskaði þess að koma á
framfæri innilegum þökkum til
allra þeirra, sem að björgunar-
störfum unnu og taldi, að án utan
að komandi manna hefði björgun-
arstarfið ekki gengið eins vel og
raun bar vitni.
HG
SNJÓFLÓÐIN Á PATREKSFIRÐI
Hér má sjá feril flóðsins, sem féll niður Litladal. Vatnsskaði varð í húsunum sem standa efst. Bræðraborg, sem merkt
er númer 2, skemmdist mikið og Árbæ, sem merktur er númer 1, tók flóðið með sér og bar niður á fjörukambinn eins
og örin vísar.
x Hljómplötu
UTSALA
Hljódfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Sími 13656