Morgunblaðið - 25.01.1983, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 25.01.1983, Qupperneq 46
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 Einar átti stórleik er Valur sigraói Þrótt „ÞETTA var frekar dauft hjá okkur, markvarsla og vðrnin var góð en aila heild vantaði í sókn- ina, og þar var það einstaklings- framtakið sem réð lögum og lof- um. Við áttum erfiöan leik á móti Víkingum í vikunni og vorum ekki undir þessi átök búnir.“ Þetta sagði Olafur H. Jónsson þjálfari Þróttar eftir aö liö hans hafði tap- að naumt á móti Val í íslandsmót- inu á laugardaginn. Lokatölur leiksins urðu 18—16, en staöan í hálfleik var jöfn, 8—8. Valur er því kominn með 15 stig og hefur þriggja stiga forskot á Þrótt, og stendur best aö vígi af þeim fjór- um liöum sem berjast munu um botnsætin. Leikurinn var annars fjörugur á að horfa, bauð upp á stórgóða markvörslu hjá báðum liöum ásamt sterkum varnarleik, en slak- ir dómarar leiksins, þeir Ólafur Steingrímsson og Árni Sveinsson settu dökkgráan blett á leikinn og bitnuðu dómar þeirra haröar á Þrótturum. Þaö voru Valsmenn sem skor- uðu fyrsta mark leiksins og var þar aö verki Þorbjörn Jensson, en Þróttarar svöruöu strax fyrir sig, og náöu tveggja marka forystu áö- ur en langt um leið, sem þeir héldu fram undir miöjan fyrri hálfleik. Þá ná Valsarar aö jafna og jafnt var á öllum tölum sem eftir liföi hálf- leiknum og staöan í hléi 8 mörk gegn 8. Valur — 18 Þróttur 10 Valsmenn mættu eldhressir til seinni hálfleiks, bundu vörnina vel saman og náöu forystunni hægt og bítandi. Um miöjan hálfleikinn var staðan oröin 14—10 Val í vil, en þá fór líka aö dofna yfir þeim. Brynjar sem skoraö haföi 4 mörk í þeim síöari var tekinn úr umferð, og Þróttarar sækja verulega í sig veðrið, skora þrjú mörk í röö og staöan 14—13. Valsmenn juku forystuna aftur um 3 mörk 16—13, en Guömundur Sveinsson skorar tvö mörk í röð fyrir Þrótt, tvær mín. eftir og mikil spenna komin í leik- inn. Brynjar kemur Val tveimur mörkum yfir, en Lárus Karl minnk- aöi muninn aftur í eitt mark, 17—16, Þróttarar léku maöur á mann, en allt kom fyrir ekki, Jakob smeygöi sér inn úr horninu og inn- siglaði sigurinn án þess aö Ólafur Ben. kæmi nokkrum vörnum við. í liði Vals var Einar Þorvarðar- son í algjörum sérflokki, varði alls 14 skot og mörg þeirra snilldar- lega. Aörir í liöinu stóöu honum talsvert langt aö baki, Brynjar var ansi mistækur í skotum stnum en átti margar fallegar línusendingar, og skoraöi sjálfur átta mörk. Þorbjörn Jensson var og ágætur í vörninni. Þaö var sömu sögu aö segja í Þrótti, þar var þaö Ólafur Ben. sem var aöalmaöurinn, varöi alls 9 skot og þar af eitt víti. Páll Ólafs- son naut sín ekki sem skyldi, þar sem fariö var vel út á móti honum, og skoraöi hann ekkert mark í seinni hálfleiknum. Mörk Vals: Brynjar 8 (3 v.), Þorbjörn J. Jakob, Theodór og Jón Pétur allir með tvö mörk, Steindór og Þorbjörn G. eitt mark hvor. Mörk þróttar: Jens 4, Páll og Guömundur 3, Ólafur H. og Konr- áö 2, Lárus Karl og Gísli eitt mark hvor. Misheppnuö vítaköst: Ólafur Ben. varöi vítakast Brynjars, og Theodór skaut yfir úr vítakasti. Gísli Óskarsson í Þrótti skaut í stöng úr einu vítakasti Brottvísanir af leikvelli: Þorbjörn Jensson var tvívegis vikiö af leik- velli og Steindóri í tvær mín. Hjá Þrótti var Gísla, Páli og Lárusi vik- iö útaf í tvær mín. hverjum. B.J. Stjörnur Valur: Einar Þorvarðarson ★★★ Brynjar Haröarson ★★ Þorbjöm Jensson ★ Theodór Guðfinss. ★ Þróttun Ólafur Benediktsson ★★ Ólafur H. Jónsson ★ Jens Jensson ★ Alfreð Gíslasyni tókst mjög vel upp í leiknum gegn Víkingi é sunnudagskvöldiö handbolta. Alfreð skoraöi tíu mörk í leiknum þrátt fyrir að vera í mjög strangri ga skorar hann eitt af mörkum sínum, boltinn er kominn framhjá Steinari og Viggi netinu fyrir aftan Kristján Sigmundsson. • Ólafur H. Jónsson, þjálfari Þróttar, hefur átt ágæta leiki í vetur, hér er hann í dauöafæri á línunni. „Slæm æfingasókn hefur hrjáð okkur“ „Stefnum á fimmta sætiö“ Stefán Gunnarsson þjálfari Vals: „Þetta kerfi býöur upp á fjölgun leikja, og ég er ánægður með þaö, liðin sem æfa jafn mikið og raun ber vitni veröa aö fá meira að gera yfir tímabílið. Meö Reykjavíkurmótinu eru leiknir nú um 26 leikir sem er þróun í rétta átt. Áöur fyrr voru leiknir tveir leikir á mánuði en núna allt aö þremur leikjum á hálfum mánuði og síöan hlé vegna landsliðsins. Þetta orsakar þaö aö ekki er nægjanleg stígandi í mótinu en viö þessu er ekkert að gera. Um Valsliðið sjálft sagöi Stefán aö það væri vel undir keppnina um botnsætin búið. Liðið væri að smella saman en nokkur atriöi þyrfti að laga. Nú yröi æft stíft í þessa tvo mánuöi sem eru fram að lokakeppninni og stefnt á fimmta sætið. B.J. Stjörnugjöfin Stjarnan: Eyjólfur Bragason ★ ★★ Brynjar Kvaran ★ ★ Viðar Símonarson ★ Magnús Andrésson ★ Gunnar Einarsson ÍR: Enginn. ★ FH: Kristján Arason ★ ★★ Þorgils Óttar ★ ★ Siguröur Kristinsson ★ ★ Pálmi Jónsson ★ Sveinn Bragason ★ Hans Guömundsson ★ Fram: Dagur Jónsson ★ * Olafur H. Jónsson þjálfari Þróttar: „Ég er hlynntur nýja fyrirkomu- lagínu í deildinni, en þetta er að- eins tilraun, og liöin vita hrein- lega ekkert út í hvað þau eru að fara, en fyrir okkur í neöstu sæt- unum hjálpa stigin vissulega, sem stendur er lið Þróttar ekki tilbúið í slíka keppni, þar sem leikmenn hafa ekki úthald í þrjá leiki í röð. Þessi þrjú liö, Þróttur, Fram og Valur, eru svipuð aö getu og reikna má með að aðal slagurinn veröi á milli þeirra. Hin mikla hvíld sem liðin taka sér núna vegna undirbúnings lands- liðsins mun ekki verka vel á liöin, menn eru búnir aö æfa stíft í 7 mánuði og eru ekki tilbúnir til að æfa í tvo mánuöi aðeins fyrir þessa keppni. Fyrirkomulagið mun því kannski njóta sín betur á næsta tímabili þar sem deildinni lýkur í janúar og síöan hefst úr- slitakeppnin strax á eftir." Hvaö Þróttarliðið sjálft varöaöi sagði þjálfarinn aö þaö sem hefði hrjáð þá í vetur væri slæm æf- ingasókn, þar sem erfitt væri að halda mannskapnum saman svona lengi og með þessum hlé- um inn á milli, spil liðsins hefur því aöallega byggst á einstakl- ingsframtakinu. „Við munum taka okkur stutta hvíld núna en síðan taka til við æfingarnar, og svo er bara að vona að Páll Ólafsson komi ómeiddur frá keppni með landsliðinu,“ sagði Ólafur H. Jónsson. ísiandsmðtlð 1. delld FH-ingar skori mörk úr hraðaupi — Frammarar rótburstaö FH-ingar vissu fyrir leik sinn við Fram í Hafnarfiröi á laugar- daginn að þeir yröu aö vinna með rúmlega 17 marka mun til að eiga möguleika á því að sigra í deild- arkeppninni í handboltanum. KR var með 17 mörkum hagstæðari markatölu en FH og átti aö leika gegn Víkingi um kvöldið. Þaö kom greinilega í Ijós strax í upp- hafi leiksins í Hafnarfiröi, að FH-ingar hugöust kafsigla Fram, og þaö tókst þeim svo sannar- lega. Þeir sigruðu í leiknum með 23 marka mun — 36:13, en staöan í hléi var 18:9. Hreint ótrúlegur munur í leik tveggja 1. deildar liða. Sóknar - og varnarleikur Fram var vægast sagt hryllilega lélegur í leiknum og skoruðu FH-ingar 23 mörk úr hraöaupphlaupum. Segir þaö nokkuö um sóknarnýtinguna hjá Frömmurum. Þeir glutruðu boltanum hvaö eftir annaö og þá voru FH-ingar komnir fram á völl- inn og knötturinn yfirleitt kominn í net Fram-marksins áður en þeir gátu deplaö auga. Mörkin hlóöust upp án þess aö þeir fengju neitt aö gert og þess má geta að FH skor- aöi fjögur síöustu mörk fyrri hálf- leiks og síöan þau sjö fyrstu eftir leikhléð. Frammarar laumuöu einu og einu marki inn annaö slagiö en fengu ekkert aö gert til að stööva FH. Kristján Arason haföi skoraö 96 mörk fyrir leikinn og var fjóröa mark hans því hans 100. í vetur í deildinni. Skoraöi Kristján það úr hraöaupphlaupi, hann óö fram völlinn og þar sem Frammarar voru komnir til varnar aldrei þessu FH- Fram 36:13 Kristján Arason skoraði sjö mörk gegn Fram og varð því marka- hæstur í 1. deildinni með 103 mörk. Kristján var mjög góöur í leiknum - bestur í mjög góöu FH-liði. Hann lék vel bæöi í sókn og vörn og lék meðspilara sína vel uppi. vant var hann ekkert aö fara alveg að teignum heldur lyfti sér upp nokkra metra fyrir utan punktalínu og skoraöi meö þrumuskoti svo markiö nötraöi. Stórglæsilegt mark og áhorfendur fögnuöu Kristjáni innilega. Hann lét ekki þar viö sitja heldur skoraöi þrjú mörk til viðbótar og varð hann því markahæstur í deildarkeppninni meö 103 mörk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.