Morgunblaðið - 25.01.1983, Qupperneq 47
*
1
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983
25
er KR-ingar tryggðu sér sigur í 1. deildinni í
aslu og réðu Víkingarnir ekkert við hann. Hér
6 sem eru til varnar og síðan hafnaði hann í
Ljósm. KÖE.
jöu 23
^hlaupum
ir í Hafnarfirði
FH-ingar voru allir góölr enda
mótstaöan nánast engin. Kristján
Arason var var mjög sterkur í
sókninni og einnig í vörn, Sverrir
varöi mjög vel, Þorgils, Pálmi og
Sveinn voru einnig góöir og skor-
uöu mikið. Voru þeir ætíö snöggir
fram og skoruöu mikið úr hraöa-
upphlaupum. Hans var heillum
horfinn í sóknarleiknum en bætti
þaö að nokkru leyti upp meö góö-
um varnarleik.
Frammarar voru mjög lélegir.
Þaö var bersýnilegt aö þeir fram-
kvæmdu lítiö af því sem fyrir þá
var lagt áöur en leikurinn hófst og
þeir áttu sór aldrei viöreisnarvon
gegn góöum FH-ingum.
Dómarar voru Gunnlaugur
Hjálmarsson og Óli Ólsen og geröu
þeir sín mistök, en þaö kom
kannski ekki aö sök þar sem mun-
urinn var svona mikill.
Mörk FH: Þorgils Óttar Mathies-
en 10, Pálmi Jónsson 8, Kristján
Arason 7, Sveinn Bragason 5,
Hans Guðmundsson 4 og Guö-
mundur Magnússon 2.
Mörk Fram: Dagur Jónasson 3,
Gunnar Gunnarsson 3/3, Egill Jó-
hannesson 2, Erlendur Davíösson
1, Hinrik Ólafsson 1, Hermann
Björnsson 1, Brynjar Stefánsson 1
og Jón Árni Rúnarsson 1.
Valgarö Valgarösson, Sveinn
Bragason og Hans Guömundsson
FH voru allir reknir út af í tvær
mínútur og sömuleiöis Framararnir
Hermann Björnsson og Hinrik
Ólafsson. Þá var Bent Nygaard,
þjálfari Fram, rekinn út úr húsinu í
lokin. Fékk rauöa spjaldiö. Gunnar
Gunnarsson misnotaði eitt víta-
kast — Haraldur Ragnarsson varöi
það.
Stórgóður leikur KR-inga
færði þeim 9 marka sigur
á móti íslandsmeisturunum
ÞAÐ VAR sterk liðsheild KR-inga sem vann sannfærandi og öruggan
sigur á liði Víkings í 1. deildinni í handknattleik síðastliðið sunnu-
dagskvöld. KR sigraði með níu marka mun, 27—18, eftir að staðan
hafði verið 13—10 í hálfleik fyrir KR.
KR náði strax
yfirhöndinni
Leikmenn KR náöu strax yfir-
höndinni í leiknum gegn Víkingum.
Þeir voru mjög ákveðnir í leik sín-
um, bæöi í vörn og sókn. Eftir aö-
eins átta mínútna leik haföi KR
skoraö 4 mörk gegn einu marki
Víkings. Þegar fyrri hálfleikur var
hálfnaöur haföi KR tveggja marka
KR— 27
Víkingur 18
son 2, Páll Björgvinsson 1, Hilmar
Sigurgíslason 1.
Mörk KR:
Alfreð Gíslason 10, 1 v, Guðmund-
ur Albertsson 4, Anders Dahl 6, 2
v, Gunnar Gíslason 3, Haukur
Ottesen 3, Jóhannes Stefánsson 1.
Brottrekstur af leikvelli:
Alfreö Gíslason KR 4 mín., Gunnar
Gíslason KR 2 min., Anders Dahl 2
mín., Viggó Sigurösson Víking 2
mín., Hilmar Sigurgíslason Víking
2. mín., Ólafur Jónsson Víking 2
mín.
Varin vítaköst:
Kristján Sigmundsson varöi hjá
Anders á 17. og 59. mín. og Gunn-
ari Gíslasyni á 30. mín. Gísli Felix
varöi viti hjá Viggó á 47. mín.
Stjörnugjöfin:
KR:
Alfreö Gíslason ★ ★★
Jens Einarsson ★ ★
Guðmundur Albertsson ★ ★
Gunnar Gíslason ★
Haukur Ottesen ★
Víkingur: Kristján Sigmundsson ★ ★★
Viggó Sigurösson ★ ★
Hilmar Sigurgíslason ★ ★
Guömundur Guömundsson ★
Steinar Birgisson ★
— ÞR.
Stjarnan- 32
ír 17
Eyjólfur Bragason gerði sér lít-
ið ffyrír og skoraði 19 mörk er
Stjarnan burstaði ÍR í Hafnarfiröi
á sunnudagskvöldið (1. deildinni.
Nítjánda mark sitt geröi Eyjólfur
nokkrum sek. fyrir leikslok og var
það hans 100. mark í 1. deildar-
keppninni í vetur. Lokatölur uröu
32:17 fyrir Stjörnuna en í hálfleik
var staðan 11:5.
Eins og tölurnar bera með sér
var mótstaöa ÍR-inga ekki mikil og
má segja aö Eyjólfur hafi getað
skoraö þegar hann vildi. Þeir sem
lögöu leiö sína í Hafnarfjörðinn á
sunnudaginn — á þá tvö leiki í 1.
deild sem þar fóru fram — fengu
aö sjá mikla markasúpu, því þar
voru skoruöu hvorki fleiri né færri
en 98 mörk. Fyrr um daginn haföi
FH nefnilega sigraö Fram 36:13.
Á köflum var nánast um hreina
forskot, 7—5. Allan leikinn var for-
skot KR tvö mörk eða meira. Vík-
ingar geröu allt hvaö þeir gátu til
þess aö jafna metin, léku fast í
vörninni og léku oft vel í sókninni
en allt kom fyrir ekki, þeim tókst
aldrei aö ná tökum á liöi KR. Jafn-
vel ekki þó aö markvarsla Krist-
jáns Sigmundssonar væri mjög
góö og leikmenn KR misnotuöu
um tíma hvert dauöafærið af ööru.
Þegar flautaö var til leikhlés var
KR meö örugga þriggja marka for-
ystu.
Sterk liðsheild
KR-inga
Það sama var upp á teningnum
í síöari hálfleiknum. Mjög sterk
liösheild KR-inga þar sem allir
unnu vel saman, jafnt í vörn og
sókn, héldu forystunni og bættu
smátt og smátt viö forskotiö eftir
því sem leið á síöari hálfleikinn.
Þegar leiknum lauk var sigurinn
oröinn 9 mörk.
Allir leikmenn KR léku vel. Og
lið KR lék einn af betri leikjum sín-
um i deildinni á keppnistímabilinu.
Varnarleikurinn var sterkur og
Jens Einarsson, markvöröur liös-
ins, varöi allan tímann vel. Alls
varöi Jens 17 skot í leiknum.
Sóknarleikur KR var mjög harður
og fékk boltinn aö ganga vel á milli
manna.
Alfreö Gíslason átti sérlega góö-
an dag, skoraöi 10 mörk, var Al-
freð mjög ógnandi í leiknum. Þrátt
fyrir aö hann væri í strangri gæslu
reif hann sig lausan hvaö eftir ann-
aö og skoraði glæsileg mörk. Þá
var Anders Dahl mjög góöur. Leik-
maöur meö mikla yfirsýn á leiknum
og jafnframt sýnir hann klókindi í
leik sinum. Guðmundur Albertsson
skilaöi sínu hlutverki mjög vel svo
og þeir Haukur Ottesen og Gunnar
Gíslason. Jóhannes Stefánsson
var hinsvegar eitthvaö miöur sín í
sóknarleiknum og fór illa meö góö
marktækifæri sem hann fékk á lín-
unni. Liö KR hefur sýnt þaö í vetur
aö liöið getur spilaö framúrskar-
andi vel. Og þaö verður spennandi
að fylgjast meö því í fjögurra liöa
úrslitakeppninni um meistara-
titilinn í lok mars.
Þaö var vissulega skarð fyrir
skildi hjá Víking að hvorki Þor-
bergur Aðalsteinsson né Árni Indr-
iöason léku meö gegn KR. Þeir
eiga eftir aö styrkja liö Víkings
mikiö í lokakeppninni. Víkingar
léku alls ekki illa gegn KR. Liöiö
mætti einfaldlega ofjörlum sínum í
þessum leik. Þeir Viggó Sigurðs-
son og Kristján Sigmundsson voru
bestir Víkinga í leiknum. Þó var
Viggó stundum fullbráöur aö
skjóta í sókninni. Kristján varði af-
bragðsvel í leiknum og þar á meö-
al þrjú vítaköst. Hilmar Sigurgísla-
son lék mjög vel í vörninni. Harö-
skeyttur leikmaöur sem gefur
aldrei eftir. Þá átti Steinar ágætan
leik þó svo aö hann hafi oft leikið
betur.
í stuttu máli: Islandsmótiö 1.
deild: Laugardalshöll:
Víkingur — FH 18—27(10—13)
Mörk Víkings:
Viggó Sigurösson 9, 1 v, Steinar
Birgisson 3, Guömundur Guö-
mundsson 2, Sigurður Gunnars-
Eyjólfur Bragason skoraði hvorki fleiri né færri en nítján mörk er Stjarnan rótburstaði ÍR í Hafnarfirði á
sunnudaginn. Skoraði hann því 100 mörk í 1. deildinni í vetur — aöeins þremur minna en Kristján Arason
sem varö markahæstur. Á mynd KÖE hér aö ofan er eitt marka Eyjólfs í fæðingu og markvöröur ÍR-inga
aleinn til varnar eins og iðulega kom fyrir í leiknum.
leikleysu aö ræöa i leik Stjörnunn-
ar og ÍR, slík voru lætin og vitleys-
an á vellinum. ÍR-ingar voru mjög
slakir en náöu þó aö skora 17
mörk og segir það sína sögu um
aö varnarleikur Stjörnunnar hafi
ekki verið beisinn allan tímann.
Ekki er ástæöa til aö rekja gang
leiksins í smáatriöum, Stjarnan
hafði mikla yfirburöi allan tímann
og yfirburðir liösins geysilegir eins
og reyndar veriö hefur í flestum
leikjum ÍR í vetur. ÍR fer i úrslita-
keppni botnliöanna án stiga og
Framarar eru meö níu stig í næst
neösta sæti. Liöin í þeirri úrslita-
keppni fara meö stigin með sér úr
deildarkeppninni þannig aö Ijóst er
aö ÍR fellur niöur í 2. deild.
Það hefur lengi veriö Ijóst aö liö-
ið er þaö slakasta í deildinni. í liö-
inu eru þó ungir strákar sem hafa
öðlast leikreynslu í vetur og gætu
gert góöa hluti í framtíöinni. Upp-
lagt er fyrir þá aö byggja upp í 2.
deildinni.
Svo viö snúum okkur aftur aö
leiknum þá var Eyjólfur auövitaö
yfirburöamaöur í sóknarleiknum
hjá Stjörnunni. i fyrri hálfleiknum
skoraöi hann t.d. fimm mörk í röö
fyrir liöiö og í þeim síöari geröi
hann á kafla átta mörk fyrir Stjörn-
una án þess að samherji hans
næöi aö skora. Brynjar Kvaran
stóö í marki Stjörnunnar á ný í
leiknum og varöi mjög vel. Gunnar
Einarsson, þjálfari liösins, kom inn
á er um 20 mín. voru til leiksloka
og skemmti hann áhorfendum
með skemmtilegum uppátækjum,
fallegum línusendingum og fleiru
sem ekki sést oft í leikjum hér á
landi.
Varla er hægt aö nægt aö tína
einstaka leikmenn út úr liöi ÍR til
aö hrósa þeim. Þegar lið tapar
meö 15 marka mun er Ijóst aö
leikmenn hafa ekki náð sér á strik.
Mörk Stjörnunnar: Eyjólfur
Bragason 19/9, Magnús Andrés-
son 4, Viðar Símonarson 2, Ólafur
Lárusson 2, Gunnar Einarsson 2,
Guðmundur Óskarsson 1, Sigurjón
Guömundsson 1, Björn Elíasson 1.
Mörk ÍR: Björn Björnsson 4, Þórar-
inn Tyrfingsson 3, Einir Valdi-
marsson 3/2, Atli Þorvaldsson 2,
Ólafur Vilhjálmsson 2, Gunnar
Finnbogason 2 og Einar Ólafsson
1 — SH.
Eyjólfur skoraði
nítján mörk gegn ÍR
— skoraöi 100 mörk í deildinni
—SH.