Morgunblaðið - 25.01.1983, Síða 30

Morgunblaðið - 25.01.1983, Síða 30
J i ) 34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 Sölutækni — Starfsþjálfun Námskeiö eru að hefjast í starfsþjálfun og sölutækni. Námskeiðið fjallar um: 1. Hvernig á að muna mannanöfn — sem hjálpar þér að ná betra sambandi viö fólk. 2. Að skilja sjálfan sig og aöra betur — læra hvernig við getum stýrt okkar viðhorfi. 3. Að gera starfið skemmtilegra — til þess að verða ánægöari einstaklingar. 4. Að ákveða þarfir viöskiptavinarins og draga fram staðreyndir og kosti vörunnar. 5. Að verða þakklátari einstaklingur — gera sér grein fyrir verömæti jákvæörar hugsunar. 6. Að bregðast vinsamlega við kvörtunum — aö leysa úr vandamálum viðskiptavinarins á réttan hátt. 7. Að hjálpa viðskiptavininum aö taka jákvæða ákvörö- un — beina sölunni í réttan farveg. 8. Aö skilja verðmæti eldmóðsins og setja sér mark- mið til aö auka söluna. 9. Að Ijúka sölunni á öruggan hátt. 10. Að lifa og starfa árangursríkara með öðru fólki. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upp- lýsingar í síma 82411 Einkaleyfi á íslandi. STJÓRNUNRSKÓLINN Konráö Adolphsson. Síðumúla 35 DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐIN IM 1 J FtCHTENNAOti SCHAUI Furunála- K.S. FREYÐIBAÐ Jafn ómissandi og sápa. Ódýrt og endingargott. Fæst um land allt. Heildsölubirgðir KRISTJÁNSSON HF. símar 12800 og 14878 Gréta Björnsson listmálari 75 ára Gréta Björnsson listmálari er 75 ára í dag. Það er ekki löng bæj- arleið milli Laugarness og Lauga- tungu, en þar bjuggu hjónin Gréta listakona og Jón Björnsson mál- arameistari, þegar ég var að alast upp í Laugarnesi. Eg hafði heyrt mikið talað um þessa sænsku, glæsilegu, ljóshærðu listakonu, sem skreytti kirkjur og ræktaði garðinn sinn af álíka eljusemi og smekkvísi. Samt liðu allmörg ár þar til ég hafði uppburði til að líta inn í Laugatungu, koma í garðinn sem liktist útlendri paradís með íslenskum gróðri og í lága húsið, sem var svo þrungið persónuleika og framandi smekkvísi, að yfir mann þyrmdi í fyrstu. Eftir þessa fyrstu heimsókn var ísinn brotinn. Ég kynntist dætr- unum og tengdasyninum og síðan lágu leiðir okkar Grétu oft saman. Gréta Björnsson hefur mest fengist við skreytilist undir sterk- um áhrifum frá átthögum sínum. Hún kann sitt verk til hlítar og hefur til að bera auðmýkt og sam- viskusemi hins sanna listamanns. Ég óska Grétu hjartanlega til hamingju með afmælið og vona að þessi kveðja berist henni þar sem hún dvelur í dag kát og hress með- al fjölskyldu og vina á Akranesi. Gestur Þorgrímsson frá Laugarnesi. Snæfellsnes: Röskun á samgöngum vegna vatnavaxta Stykkishólmi, 23. janúar 1983. UM þessa helgi hefir gengið hér ofsaveður af suðri. Hellirigning hefir svo fylgt með, og hér eru götur orðn- Borg, Miklaholtshrcppi, 24. janúar. UNDANFARNA daga hefur verið mikið vatnsveður þar til í nótt er kólnaði aftur. Mikið hefur fónnin sigið og minnkað en þó mikið eftir ennþá. Mikill krapaelgur er á öllu flatlendi en þó er þetta nokkuð mis- jafnt á milli sveita. í Kolbeinsstaðahreppi og Hnappadal er sunnanáttin hvöss og þíðir þar meira í þessari átt heldur en í sveitum vestan Haf- fjarðarár. Nú er kominn norðvest- anruddi og spáð kólnandi veðri, nokkuð hefur fennt í nótt. Nái þessi mikli krapaelgur að frjósa og sitja einhvern tíma á jörð, þá er einsýnt að stórfellt kal verður í túnum á komandi voru. Nokkuð hefur orðið um vegaskemmdir í þessu vatnsveðri. í dag og í gær hefur vegagerðin verið að endur- bæta skemmdir sem urðu. Einna ar mest til auðar af snjó en voru hlaðnar áður, og þá voru samgöngur erfiðar . Símasamband hefir verið erfitt á Skógarströnd, Staðarsveit og mestar skemmdir hafa orðið við Laxá í Stóru-Þúfum, áin stíflaðist og rann yfir þjóðveginn. Þá hefur Þverá í Eyjahreppi runnið yfir veginn og skemmt þar töluvert. Þá kom stórt skarð í þjóðveginn fyrir sunnan Brúarhraun, einnig hafa orðið nokkrar skemmdir á vegin- um í Hnappadal og Heydalsvegi. í Staðarsveit urðu nokkrar skemmdir á vegum þar sem ár stífluðust og runnu úr farvegi sín- um. Ekki hefur Kerlingarskarð verið mokað ennþá. Er það mjög bagalegt, að öll umferð þurfi að fara um Heydalsveg, sem lengir leið til Stykkishólms verulega. Þetta kannski stendur allt til bóta. Vegagerðin hefur sent hingað veghefil og verði dvöl hans hér eitthvað áfram höfnum við þá ör- yggisráðstöfun sem því er sam- fara. Páll eins í Breiðuvíkurhreppi, en byrjuð er athugun á biluninni þar. í Stykk- ishólmi hefir farið jarðstrengur svo mörg númer eru úr sambandi og mun verða hafin viðgerð sem allra fyrst. Þrátt fyrir erfið veður hafa áætlunarferðir ekki raskast mikið, og við fengið blöðin þó nokkuð reglulega. Aætlunarbifreiðin sem átti að koma hingað í gær, sneri við um Heydal sökum vatnavaxta, en þar voru vegir á löngum kafla á kafi í vatni. Fór bifreiðin með farþega og póst um Fróðárheiði til Ólafsvíkur þar sem gist var í nótt. Kerlingar- skarð er ófært. Bilun í vegi milli Stykkishólms og Grundarfjarðar var lagfærð og eins er nú fært um Hey- dal og áætlunarferð fer tii Reykja- vikur kl. 6 i dag eins og ráð var gert fyrir, enda veður nú óðum að lægja. — FrétUriUri. Rafmagnsbilun í Borgarfirði VATNAGANGUR í Grímsá í Borg- arfirði olli þvi að staurar brotnuðu við ána, og rafmagnslaust varð nokkra stund í Norðurárdal af þeim sökum. Baldur Helgason að- stoðarrekstrarstjóri Rafmagns- veitna ríkisins sagði í gær að beðið væri eftir því að vatnió sjatnaði til að unnt yrði að komast að til við- gerða. Rafmagnslaust væri hins veg- ar ekki á svæðinu, þar sem tekist hefði að tengja fram hjá bilun- inni yfir Grímsá. Rafmagnslaust hefði því aðeins orðið skamma stund, og allir hefðu nú rafmagn, þó það væri að vísu í ótryggara lagi. Sundþjálfari Sundsamband íslands óskar eftir aö ráöa þjálfara til þess aö sjá um þjálfun íslenska landsliösins í sundi á tímabilinu febr. ’83—sept. ’84. Umsóknir sendist skrifstofu SSÍ íþróttamiöstöðinni fyrir 28. jan. ’83. Nánari upplýsingar veitir Guöfinnur Ólafsson daglega eftir kl. 20.00 í síma 72379. Landsliösnefnd. Borg, Miklaholtshreppi: Einsýnt að stórfellt kal verður í túnum Nái þessi krapaelgur að sitja og frjósa Fróðleikur og skemmtun fyrirháa sem lága!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.