Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 37 nokkur sumur fyrir Norðurlandi. Hann ætlaði að verða málari og hóf nám í þeirri iðn hjá Guðna Magnússyni en varð að hætta vegna ofnæmis fyrir þeim sterku efnum sem þá voru í málningunni. Árið 1944 réðst Benedikt til lögreglunnar í Keflavík, þá var sóst eftir afburðamönnum til þeirra starfa, og var það engin dans á rósum á þeim árum, að gegna slíkum störfum. Þegar ríkislögreglan á Keflavíkurflug- velli var stofnuð árið 1947 réðst Benedikt þangað, fyrst sem varð- stjóri og síðar árið 1951 sem yfir- lögregluþjónn og gegndi því starfi til dauðadags. Hann stundaði nám í Banda- ríkjunum, útskrifaðist úr herskóla Bandaríska flughersins árið 1954 var síðan við nám hjá dönsku ríkislögreglunni árið 1961, sótti ýmis fræðslu- og þjálfunarnám- skeið, sem viðkomu starfi hans, tók þátt í stjórnmálum á sínum yngri árum, var formaður Sjálf- stæðisfélags Keflavíkur og vara- bæjarfulltrúi í nokkur ár. Benedikt var slíkur elju- og af- kastamaður að það var með fá- dæmum, hann gat aldrei verið iðjulaus í frístundum sínum. Hann byggði m.a. þrjú tveggja hæða hús í Keflavík, það lék allt í höndunum á honum, hann byggði þriggja stafgólfa baðstofu í göml- um stíl á baklóð húss síns að Hringbraut 65, kom sér þar upp sínu eigin byggðasafni, hann smíðaði sumarbústað við Þing- vallavatn, og eftir að þau hjónin fluttust að Lyngbrekku 19 smíðaði hann að mestu leyti tvo báta þar á hlaðinu. Þeir sem leið hafa átt um Kefla- víkurveginn síðustu ár hafa ef- laust tekið eftir fallegum bát sem legið hefur í lóni þar sem sumar- bústaðirnir eru í Hvassahrauni, það er seinni báturinn sem Bene- dikt smíðaði, allt handbragð og frágangur við þau smíði bar vott um útsjónarsemi, allt handbragð og frágangur við þá smíð bar vott um útsjónarsemi, vandvirkni og snyrtimennsku. Eg spurði hann einu sinni þegar hann var að smiða bátinn, hvað hann ætti að heita. Pípa-Lúk eins og báturinn sem ég átti áður, ég lét hann heita í höfuðið á dóttur danska rithöf- undarins Peter Freuchen, sem ég dái mikið, þetta er grænlenska og þýðir „lítil stúlka". Benedikt hafði nú hugsað sér að fara að njóta efri áranna og ætlaði að skreppa út á sjó þegar tími gæfist til, en það fór á annan veg. Benedikt var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Lilja Jóhannsdóttir, þau slitu samvistum árið 1952. Þau áttu tvo syni, Þorvald vélstjóra sem býr í Reykjavík, hann á tvö börn, og Benedikt Rúnar húsasmið sem býr í Keflavik, kvæntur Hrefnu Sig- urðardóttur og eiga þau 3 börn. Seinni kona Benedikts er Sigríður Guðmundsdóttir, þau voru gefin saman í hjónaband 17. júlí 1954. Sigríður og Benedikt eignuðust tvær dætur, Sigrúnu Ingibjörgu, Fæddur I. júlí 1895 Dáinn 17. janúar 1983 Nú er hann elsku afi dáinn. Það er erfitt að trúa því að hann hafi verið kallaður á burt. Svo stórt skarð verður eftir á Mýró, sem aldrei verður fyllt. Alltaf hefur maður hugsað til þess að þarna verði þau afa og amma í húsinu sínu á Mýró, þar sem börnin uxu upp og barnabörnin þekktu og barnabörnunum leið vel og voru svo ánægð. Kristján Júlíus Sveinbjörnsson, sem aldrei var kallaður langafi, því svo ungur var hann í anda og glaður og náði svo vel til okkar allra. — Hann var gjaldkeri hjá Heimilistækjum hf. Hún er gift Þórði Jónssyni lög- regluþjóni, þau eru búsett í Reykjavík, og Kristínu, sem er að læra uppeldisfræði í Svíþjóð, hún er heitbundin Svía, Ulf Anders- son. Sigríður átti tvö börn frá fyrra hjónabandi, Margréti Ragn- arsdóttur sem er gift Albert Sæ- vari Guðmundssyni múrarameist- ara og eiga þau 4 börn, þau eru búsett í Kópavogi, og Guðmund Örn Ragnarsson sem starfar á reikningsstofnun Húsavíkurbæj- ar, hann er giftir Óiínu Erlends- dóttur og eiga þau 2 börn. Margrét og Guðmundur Örn ólust upp hjá þeim Sigríði og Benedikt ásamt hinum börnunum fjórum. Kynni okkar Benedikts hófust árið 1970, þegar frímúrarar hér á Suðurnesjum stofnuðu með sér fé- lagsskap. Af skiljanlegum ástæð- um mundi mér vefjast tunga um tönn ef ég ætti á þessum vettvangi að skýra nánar frá því, það var mannbætandi fyrir hvern þann sem átti þess kost að kynnast Benedikt, starfa með honum ræða við hann um heima og geima og skiptast á skoðunum um ólíkustu efni. Eg er viss um að ég tala fyrir hönd allra félaga minna hér syðra, þegar ég fullyrði að það skarð, sem nú var höggvið í raðir okkar, verður aldrei fyllt að fullu. Hinir fjölmörgu vinir og sam- ferðamenn Benedikts minnast hins fasta og ákveðna handtaks hans, sem alltaf fylgdi hlýtt og vingjarnlegt bros. Nú þegar leiðir skilur þakka ég mínum vini allar ógleymanlegar samverustundir. Ég sendi þér, Sigríður mín, börn- um ykkar, systkinum, öllum ætt- ingjum og vinum hugheilar samúðarkveðj ur. Guð blessi ykkur öll. Jóhann Líndal Benedikt Þórarinsson, yfirlög- regluþjónn á Keflavíkurflugvelli, lést í Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík að morgni sunnudags- ins 16. janúar sl., eftir samfellda sjúkrahúsvist þar frá þvi í sept- embermánuði síðastliðnum. Verð- ur útför hans gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í dag. bara afi á Mýró, en þegar aldurinn er orðinn hár og við veikindi að stríða, þá samgleðst maður afa að vera búinn að öðlast eilífan frið. Afi giftist ömmu, Guðrúnu Bjarnadóttur, sem nú liggur á Landspítalanum, fyrir rúmum 60 árum. En amma er sterk og dugleg og skilur tilgang lífsins svo vel. — En því er öðruvísi farið með litlu barnabörnin, þeim gengur illa að skilja að það er enginn afi lengur á Mýró, enginn afi til að segja þeim hvar nammidósin hennar ömmu sé, sem alltaf var full af kandís, og enginn afi til að hlæja með lengur. Ég vil með örfáum orðum minn- ast þessa mæta drengs, en við vor- um samstarfsmenn um tæplega aldarfjórðungs skeið. Benedikt var fæddur í Keflavík 25. janúar 1921. Voru foreldrar hans hjónin Þórarinn Eyjólfsson, trésmiður og Elínrós Benedikts- dóttir, ljósmóðir. Ekki kynntist ég foreldrum hans, en tjáð er mér, að þau hafi bæði verið mannkosta- fólk, hvort á sinn hátt. Foreldrar Benedikts munu hafa átt ættir að rekja í sinn hvorn landshlutann, faðirinn sunnan heiða en móðirin í Þingeyjarsýslu og Eyjafjörð. Þau munu þó hafa búið mestan sinn búskap í Kefla- vík, þar sem Benedikt ólst upp og átti sitt heimili, þar til fyrir nokkrum árum að hann flutti með fjölskyldu sinni að Lyngbrekku 19, Kópavogi. Að venju og háttum þess tíma er Benedikt ólst upp á, sat vinnan, sem öflun lifibrauðs, í fyrirrúmi. Benedikt gekk því á uppvaxtarár- um sínum til allrar algengrar vinnu bæði til sjós og lands, unz hann réðst sem lögreglumaður í Keflavík árið 1944. Hann hóf síðan störf við löggæzlu á Keflavíkur- flugvelli árið 1948 og var skipaður fyrsti yfirlögregluþjónn þar árið 1951. Því starfi gegndi hann síðan samfellt þar til síðastliðið haust, er hann varð að hverfa frá störf- um sakir veikinda þeirra, er til láts hans leiddu. Eins og áður er getið, sá hörð lifsbarátta til þess, að skólaganga Benedikts varð ekki löng frekar en hjá þorra ungmenna á þeim tíma. Af kynnum mínum af Benedikt, er mér þó nær að halda að lærdómur samfara skólagöngu hefði hentað honum vel sakir eðlisnæmi og fróðleiksfýsnar hans. Enda var Benedikt vel lesinn og fróður, sér- staklega um ýmsan þjóðlegan fróðleik og minjar. Átti hann mik- ið og gott safn gamalla muna og kunni góð skil á notagildi þeirra og sögu. Þá var Benedikt hag- mæltur vel, en flikaði því ekki, þannig að fáum var það kunnugt sem skyldi. Benedikt var hið mesta ljúf- menni í allri daglegri umgengni, en fastur fyrir ef á hann var geng- ið. Hann átti gott með að stjórna mönnum og var skjótur til ákvarð- ana þegar svo bar við. Kæmi til þess, að lögreglan þyrfti að hafa afskipti af óeirðamönnum eða hópum, mátti ávallt treysta því, að Benedikt stæði í forsvari fyrir sinum mönnum og tæki á málun- um með festu og einurð. Benedikt var í hærra lagi og spengilega vaxinn. Göngulag hans var fyrirmannlegt, og klæddur í einkennisbúning, leyndi sér ekki að þar fór maður sem kunni að bera sig svo sómi var að. Ég átti því láni að fagna að koma á heimili Benedikts og eig- inkonu hans, Sigríðar Guð- mundsdóttur, bæði þegar þau voru búsett í Keflavík og í Kópavogi. Bar heimilisbragur allur vott um Ég bið góðan Guð að styrkja ömmu og alla ættingja okkar, sem nú í dag kveðja afa. snyrtimennsku og smekkvísi hús- ráðenda og haga hönd húsbónd- ans. Mér er tjáð af þeim sem betur til þekktu, og kemur mér ekki á óVart af daglegum áralöngum kynnum af Benedikt, að hann hafi verið sérstaklega umhyggjusamur heimilisfaðir. Samtímis voru á heimili þeirra sex börn, tvö af fyrri hjónaböndum hvors hjón- anna og tvær yngri dætur sem þau áttu saman. Er haft eftir nákunn- ugum heimilisvini þeirra hjóna, að vísu í gamni sagt, að Benedikt hlyti að vera þess óvitandi hvert barnanna hann ætti, vegna þess jafnræðis í umhyggju, sem hann auðsýndi þeim öllum. Þetta segir sína sögu um hvern mann Bene- dikt hafði að geyma. í starfi gegndi sama máli. Hann var rétt- sýnn gagnvart undirmönnum og öðrum sem undir hann þurftu að sækja og trúr húsbændum sínum. Ekki má skilja hið síðastnefnda svo að Benedikt hafi viljað sýna undirlægjuhátt gagnvart þeim, sem yfir hann voru settir. Slík framkoma var honum víðs fjarri og alger andstæða við skaphöfn hans. Hann var hreinskiptinn jafnt í orðum sem athöfnum, gagnvart hverjum sem í hlut átti, og hélt fram skoðun sinni af festu en þó af meðfæddri prúðmennsku. Honum var annt um stofnun þá sem hann starfaði við og vildi veg hennar sem mestan jafnt út á við sem inn á við. Með Benedikt Þórarinssyni er genginn góður og gegn drengur, sem samstarfsmenn hans við lög- reglustjóraembættið á Keflavík- urflugvelli minnast með hlýju og virðingu. Við samstarfsmenn hans sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Þorgeir Þorsteinsson Minningar um liðnar samveru- stundir skutu upp kollinum að morgni 16. janúar sl. er mér var færð andlátsfregn Benedikts J. Þórarinssonar yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. Fyrir tæpum tveimur árum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þeim heiðursmanni er í dag er til mold- ar borinn. Ég hafði kynnst ungri stúlku sem vildi kynna mig fyrir foreldrum sínum og er ég steig út úr bílnum við Lyngbrekku 19 í Kópavogi átti ég fremur von á að hitta fyrir mann er væri að slá túnflötinn eða taka til í bílskúrn- um heldur en stórhuga er byggði bát svo langt uppi á landi. Að sjá þrekinn og kraftmikinn mann saga og slá til kjörvið úr eik minnti mig óneitanlega á þá ímynd er ég gerði mér af Nóa gamla í Biblíunni. Iðinn og fyrirhyggjusamur að sóa ekki tíma sínum, heldur nota hann til að skapa varanlegan hlut er stæði mannsaldur og væri gagnlegur þeim er notaði, staðfesti þann hug að enn væru atorkumenn á ís- landi. „Komdu sæll,“ þróttmikil röddin, hlýleikinn í þéttu og ákveðnu handabandinu, roðinn í kinnum og frískleiki þessa útit- ekna manns vakti þrá í brjósti mér. Ekki vissi ég þá að Pipalúk III, GK-39, 5 tonna báturinn, yrði seinasta stórvirki Benedikts, en auk bátsins standa 2 hús í Kefla- vík og þrír bátar hver öðr- um stærri, en glæsilegastur er sá síðasti, meistarastykkið er nú liggur í nausti í Njarðvík. Bátinn góða ætlaði Benedikt að nota til róðra þegar hann kæmist á eftir- laun, „maður skreppur í róður og nær sér í soðið" var viðkvæðið hjá Benedikt er hann var inntur eftir því hvað hann ætlaði með bátinn. Ekki er hægt að minnast Bene- dikts án þess að nefna hvatann að fyrstu húsbyggingu hans, Sigríði Guðmundsdóttur. Henni kynntist Benedikt í Reykjavík 1954 nokkru áður en hann hélt til Bandaríkj- anna til sex mánaða náms í flug- herskóla þar. „Ég byggi einbýlis- hús í Keflavík og kem svo og sæki þig eftir ár,“ sagði hann. Sigríði leist nú ekki meir én svo á uppá- stunguna, að hún samþykkti hana ef Benedikt stæði við loforðið um húsið. Ári seinna kom Benedikt til Reykjavíkur að sækja konuefnið sitt, búinn að vera við nám í Bandarikjunum og reisa hús við Hringbraut í Keflavík. Með glæsi- brag og reisn bjó Sigríður þeim fallegt heimili og skjól þeim er þangað leituðu. Til að njóta sumarsins og samveru fjölskyld- unnar byggði Benedikt sumar- bústað við Þingvallavatn, þangað leituðu þau hjónin oft í friðsæld- ina og kyrrðina frá bæjarskarkal- anum og komu einatt endurnærð og glöð til baka. Ef ekki gaf á sjó- inn og enginn var til að fara í bústaðinn hélt Benedikt í laxveiði með félögum sínum og ef veiðin brást bætti hann fjölskyldunni það upp með kjarnyrtum og skemmtilegum veiðisögum. Benedikt J. Þórarinsson var fyrsti yfirlögregluþjónninn á Keflavíkurflugvelli, skipaður í það embætti 1951 og gegndi því starfi til dauðadags. Hann hafði allt sem yfirmaður þarf til að bera, útsjón- arsamur og snöggur til úrræða, röddin þróttmikil, og hann var fé- lagi sínum undirmönnum. Bene- dikt þjálfaði menn sína í heiðurs- vörð þeim erlendu gestum er hingað komu i opinberar heim- sóknir, þeir voru margir heiðurs- verðirnir er hann stjórnaði og með hóp samstilltra lögreglumanna á bak við sig brá aldrei fölva á mót- tökuathafnirnar. Þess má einnig geta að Benedikt lét breyta gömlu harðflibbalögreglujökkunum, nýir lögreglujakkar opnir í hálsinn, þægilegir íveru og snyrtilegir voru teknir í notkun á Keflavíkurflug- velli. Þetta þótti djarft tiltæki og byltingarkennd nýjung því þá var brotin gömul hefð íhaldseminnar í fataburði lögreglunnar. Nú eru slíkir búningar notaðir sem hefð- bundinn einkennisfatnaður lögr- eglumanna hér á landi. Fyrir um einu ári kenndi Bene- dikt sér fyrst þess sjúkdóms er leiddi hann til dauða. Inniveran varð löng og rúmlegan erfið, það var honum erfitt að beiða sér að- stoðar sem aldrei hafði kennt sér meins. Móttökurnar sem Benedikt veitti mér voru samt innilegar og var einstaklega gaman að rabba um heima og geima við hann, fróð- ur hugur og frásagnarmátinn var slíkur að mér gleymast seint ævi- sögubrotin, veiðisögurnar og erf- iðleikar við framkvæmd á ýmsu varðandi bátasmið og fleira er hann gerði með djörfung. í ágúst sl. gekk ég að eiga yngstu dóttur Benedikts, Sigrúnu, og brá skugga á þá gleði sem annars var, að Benedikt lá sjúkur á spítala og gat ekki leitt dóttur sína að altarinu, þótti honum það miður því hann hlakkaði til að ganga inn kirkju- gólfið klæddur í kjól og hvítt, reistur og stoltur faðir að fram- fylgja einni af dyggðunum sjö, að gefa öðrum hluttekt í því er hon- um var kært. Ég votta tengdamóður minni, Sigríði Guðmundsdóttur, og fjöl- skyldu mína dýpstu samúð um leið og ég bið góðan Guð að blessa og vernda þann mann er nú hefur byrjað gönguna miklu. Þórður Jónsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Kveðjuorð: Kristján Júlíus Sveinbjörnsson Gulla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.