Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 1
64 SIÐUR MEÐ SKIÐABLAÐI 20. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 Prentsmiöja Morgunblaösins Samstööumenn: ~~w Utvarpa að nýju \arsjá, 25. janúar. AF. ÍTVARP SamstöAu hóf aftur send- ingar í dag í Varsjá eftir nokkurra mánaða þögn, nokkrum stundum eftir að réttarhöld hófust í máli níu manna, sem á sínum tíma stóðu fyrir fyrstu útvarpssendingunum. „Samtök okkar hafa verið bönnuð en ekkert afl mun geta kæft þær hugsjónir, sem við trúum á,“ sagði þulurinn og hyllti sakborningana sem þá „hugrökkustu í okkar hópi. Þeir höfðu þor til að ráðast á einok- un alræðisstjórnarinnar á upplýs- ingum og koma samtökum okkar til varnar þegar að þeim var þrengt." Neðanjarðarhreyfing Samstöðu hafði boðað þessar útvarpssendingar með tilkynningu í kirkju í Varsjá og einnig látið fréttir af henni berast milli manna. Sendingin heyrðist víða í Varsjá en eftir eina mínútu og 49 sekúndur tóku truflunarstöðvar stjórnarinnar við þannig að aðeins mátti greina hana hér og þar. Nokkru áður en sendingin hófst, fjölgaði mjög einkennisklæddum lögregluþjónum í miðborg Varsjár. PAP-fréttastofan pólska sagði, að Zbigniew Romaszewski, einn for- ystumanna Samstöðu, kona hans Ir- ena og sjö menn aðrir hefðu verið dregnir fyrir herrétt og gefið að sök að hafa útvarpað óhróðri um pólsk stjórnmál og þjóðfélagsmál, sem hefði getað valdið ókyrrð og uppþot- um. Líbanir reyna að bjarga viðræðum Bidja Mubarak að beita áhrifum sínum við Reagan Beirút, 25. janúar. AF. LÍBANSKA stjórnin leitaði í dag hjálpar Mubaraks, Egyptalandsfor- seta, til að reyna að koma í veg fyrir, að viðræðurnar við ísraela fari út um þúfur. í þeim gengur nú hvorki né rekur og strandar allt á þeirri kröfu ísraela, að þeir fái að hafa eftirlitsstöðvar i Libanon hvað sem brottflutningi herja þeirra líði. Ekkert stjórnmálasamband er með Líbönum og Egyptum en þeir fyrrnefndu fóru að dæmi annarra Arabaríkja og rufu það vegna friðarsamninganna við ísraela ár- ið 1979. Þrátt fyrir það hafa Líb- anir nú leitað á náðir Mubaraks, sem á morgun fer á fund Reagans í Washington. Biðja þeir hann um að beita áhrifum sínum við Bandaríkjastjórn og fá hana til að leggja enn harðar að Israelum svo að einhver árangur megi verða að viðræðunum. Eins og nú horfir virðast þær vera að sigla í strand. ísraelar krefjast eftirlitsstöðva í Líbanon en ef við því yrði orðið er viðbúið, að Sýrlendingar fari fram á það sama. Gemayel, Líbanonforseti, átti í dag fund með yfirmönnum alþjóð- lega gæsluliðsins í landinu og er haft eftir heimildum, að fundar- efnið hafi verið „ögranir ísraela við bandaríska hermenn“. Líb- anska fréttastofan hafði það eftir stjórnartalsmanni, að með „at- burðum síðustu daga vildu ísrael- ar fá átyllu til aðgerða gegn líb- anska hernum og gæsluliðinu, ein- kum bandarísku hermönnunum". Israelar halda því fram, að skæru- Reagan flytur ávarpið fyrir báðum deildum þingsins og verður því útvarpað og sjón- varpað um öll Bandaríkin. Embættismenn segja, að Reag- an muni hvetja báða þingflokk- ana til að leggjast á eitt við lausn efnahagsvandans, ítreka fyrri skoðanir sínar á bættum samskiptum við Sovétríkin og rekja tillögur Bandaríkjamanna liðar leiki lausum hala á gæslu- svæði Bandaríkjamannanna og hafa krafist þess að fá að fara um það að vild en því hafa bandarísku yfirmennirnir harðneitað. Sagði í afvopnunarmálum. Howard H. Baker, leiðtogi repúblikana á þingi, sagði í dag, að nokkurra breytinga væri að vænta á stefnu stjórnarinnar en hins vegar yrði „stefnunni haldið" í meginatriðum. Vinsældir Reagans sem for- seta eru nú minni en nokkurs fyrirrennara hans og er at- fréttastofan, að fundarmenn hefðu verið sammála um, að mjög væri farið að þykkna í lofti í sam- skiptum Bandaríkjamanna og ísraela. vinnuleysinu einkum kennt um en það er nú 10,8% af vinnufær- um mönnum. Talið er víst að Reagan muni verja mestum tíma sínum í umræðu um það og væntanleg úrræði og muni í því skyni leggja til að skattar verði hækkaðir. Hins vegar er ekki búist við að hann muni gerast langorður um fjárlagahallann, sem nú er sagður 188 milljarðar dollara. Pyrir honum gerir hann grein nk. mánudag þegar fjárlagatillögur hans verða lagðar fyrir öldungadeildina. Reagan flutti stefnuræðu stjórnarinnar í nótt: Atvinnuleysið og efna- hagsmálin meginefnið Washington, 25. janúar. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, mun í nótt klukkan 02 að ísl. tima flytja stefnuræðu stjórnar sinnar og segja frá þeim málum, sem verða höfð í fyrirrúmi á siðari helmingi kjörtimabils hans. Haft er eftir embættismönnum í Hvita húsinu, að útlitið i efnahagsmálum muni ekki verða málað í mjög björtum litum. EBE-þjóðir: Samkomulag um fiskveiðar kaupmannahöfn, 25. janúar AF. Frá fréttaritara Mbl., Ib Björnbak. AÐILDARÞJÓÐIR Efnahagsbanda lagsins hafa loks náð samkomulagi um fiskveiðistefnuna og eru Danir því einnig samþykkir. Til þessa hafa þeir verið þversum einir þjóðanna og fund- ist hlutur sinn rýr. Nú hefur hann verið réttur nokkuð. Með þessu nýja samkomulagi fá Danir að veiða nokkru meiri fisk en fyrr hafði verið ákveðið, einkum makríl, og einnig 2.000 tonn af þorski samkvæmt sérstökum samn- ingum við Norðmenn. Ekki eru allir ánægðir með samninginn og lét Kent Kirk, útgerðarmaður og þing- maður, sem lagðist í vesturvíking á dögunum, hafa það eftir sér, að hér væri um nauðungarsamninga að ræða. Hafa sumir aðrir tekið í svip- aðan streng. Sovétmenn taka konur sem gísla Islamabad. 25. janúar AF. SOVÉSKIR hermenn fara nú hús úr húsi í borginni Mazar-E-Sharif í leit að tólf rússneskum ráðgjöfum, sem skæruliðar rændu fyrir nokkru. Er haft eftir heimildum, að þeir hafi tekið konur sem gísla og að líf þeirra velti á því, að ráð- gjöfunum verði skilað heilum á húfi. Eftir þeim fréttum, sem vest- rænir sendimenn hafa frá Kabúl, höfuðborg Afganistan, leita rússneskir hermenn ráðgjafanna í hverju einasta húsi í Mazar-E- Sharif, borg í Norður-Afganist- an, um 64 km frá landamærun- um við Sovétríkin. Borgin er um- kringd og er fáum leyft að fara frá henni. Ferðamenn, sem komið hafa til Kabúl frá héruðunum í kring- um Mazar-E-Sharif, segja, að rússneskir hermenn hafi tekið allmargar konur sem gísla og hóti að skjóta þær allar nema ráðgjöfunum verði sleppt ómeiddum. Brenndu bæinn til kaldra kola kaupmannahöfn, 25. janúar. Krá Ib Björnbak, rréttaritara Mbl. DANIR vona nú, að gin- og klaufa- veikin sé um garð gengin en ekki hef- ur orðið vart annars nýs tilfellis en þess, sem upp kom á Fjóni 13. janúar sk í fyrrasumar varð að slátra búfé svo þúsundum skipti og grafa skrokkana í jörð vegna veikinnar og hefur faraldurinn valdið Dönum gífurlegu fjárhagstjóni. Dýralækn- ar telja víst, að tilfellið, sem upp kom um daginn, stafi af því að ein kýrin hafi borið í sér veiruna án þess að veikjast sjálf en hins vegar getað sýkt aðrar. Dönsk stjórnvöld eru ákveðin í að grípa ekki til bólusetningar gegn gin- og klaufaveiki því að sú aðgerð gæti útilokað Dani frá ýmsum mörkuðum til langframa. Af þess- um sökum bætir stjórnin bændum að fullu búfjármissinn og lætur sótthreinsa bæina á sinn kostnað. Svo mikið þótti við liggja nú síðast, að bærinn þar sem veikin kom upp var brenndur til grunna til að hindra útbreiðslu hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.