Morgunblaðið - 26.01.1983, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.01.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 21 Snjóflóðin á Patreksfirði: Tjónið hleypur á tugum milljóna Patreksfirdi, 25. janúar. Frá Sigurði Sverrissyni, blaðamanni Mbl. ÞAÐ ER óneitanlega sérstök reynsla að kotna til Patreksfjarðar í kjölfar þeirrar ógæfu. sem á kauptúninu hef- ur dunið. I stað þess að sjá sorgmædd andlit og drúpandi höfuð mæta manni einarðlegir andlits- drættir og æðruleysi hvar sem komið er. Það er erfitt aö gera sér grein fyrir því ofurafli, sem farið hefur hendi sinni um þetta þúsund manna sjávarþorp. Þó má nefna til marks um kraft flóðsins, að merkisteinn, sem talinn er vera á þriðja tug lesta á þyngd og hefur staðið óhaggaður í fjallshlíðinni svo lengi sem elztu menn muna, þeyttist langar leiðir eftir henni. Ljóst er að eignatjónið á Pat- reksfirði er gífurlegt. Matsmenn frá Viðlagatryggingu íslands komu hingað í dag og er komið var langt fram á kvöld höfðu þeir enn ekki lokið störfum. Heimamenn telja að tjónið hlaupi á tugum milljóna, en endanlegar tölur verða ekki ljósar fyrr en mats- menn hafa lokið störfum sínum. Björgunarstarfi er haldið áfram sleitulaust. Það óhapp varð í dag þegar verið var að hreinsa til með stórvirkri gröfu að rafmagnskap- all, sem liggur í hlíðinni, slitnaði. Varð að fá þyrlu frá ísafirði til að koma með varahluti til að hægt væri að ljúka viðgerð. Ekki munu hafa orðið mikil óþægindi vegna þessa. llnnid að hreinsun á ytra flóðasvæóinu. Símamynd/ Morgunblaðió/ KEE Séð út eftir Aðalstræti. Billinn er á brúnni yfir Litladalsá, þar sem síðara flóðið féll. Brakið til vinstri eru leyfar hússins Árbæjar, sem flóðið hreif af grunni og þeytti um 70 metra leið. Símamynd/ Morgunbiaðið/ kee. ^ •' Þingmenn Vestfjarðakjördæmis komu til Patreksfjarðar i gær, kynntu sér aðstæður og ræddu við hreppsnefnd Patreks- hrepps. Hér eru þeir staddir í félagsheimilinu og frá vinstri eru á myndinni Þorvaldur (iarðar Kristjánsson, Sighvatur Björgvinsson, Steingrímur Hermannsson, Karvel Pálmason og Olafur Þórðarson. Auk þeirra var Sigurlaug Bjarnadóttir varaþingmaður einnig á Patreksfirði í gær. clm .... ,, ,,, ” Simamynd/ Morjfunblaðið/ KEE. Norðurárdalur í Borgarfirði sem stórt stöðuvatn yfir að líta. Myndin er (ekin niður dalinn. Morgunblaðið/ HBj. Flóðin á Suður- og Vesturlandi: Vatnið farið að síga en hætta á flóðum ef hlánar FLÓÐIN á Suður- og Vesturlandi, sem urðu um helgina, eru nú farin að sjatna talsvert og lif að færast í eðlilegt horf. Ljóst er að talsverðar skeramdir hafa orðið vegna vatna- gangsins og hafa vegagerðarmenn þvi átt annríkt síðustu daga. Töldu viðmælendur Morgunblaðsins, að ef hlánaði mikið að nýju, væri hætta á frekari flóðum. Kristján Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að sem betur færi væru flóðin farin að sjatna, þó ekki væri nærri fallið út enn. Miklar skemmdir hefðu orðið á veginum við síkisbrýrnar, þar hefði flóðið algjörlega brotið veg- inn niður, en hægt væri að komast um Borgarfjarðarbrúna, þannig að samgöngur væru í lagi. Hann sagði ennfremur, að talsverðar skemmdir hefðu orðið á girðingum og túnum vegna grjót- og jaka- burðar. Sagði hann, að nú væri komið 5 stiga frost og snjókoma og ef frost ykist verulega væri hætta á að allt frysi saman. Ef hins veg- ar hlánaði verulega aftur væri hætta á frekari hlaupum. Kristján sagði einnig, að nokkuð hefði orðið um skemmdir á húsum og heyjum, en þó ekki teljandi. Eyþór Einarsson, bóndi í Kald- aðarnesi í Flóa, sagði að flóðin væru farin að sjatna og vatns- borðið lækkað mikið. Jakar hefðu verið hreinsaðir af vegum en enn flæddi yfir veginn á þremur stöð- um og væri hann víða illa farinn. Fært væri þó fyrir stóra bíla og vonaðist hann til að losna við mjólkina í dag, miðvikudag, en síðast hefði mjólk verið flutt frá honum á föstudag. Eyþór sagði, að stífian væri enn í ánni en jakaburður farinn að minnka en jakahraglið meðfram veginum væri orðið nokkurra kíló- metra langt. Færi hins vegar að hlána aftur væri hætta á frekari flóðum þar sem stíflan væri um 8 kílómetra löng eða frá Arnarbæli niður að ósum. Sagði hann, að hætta gæti verið á túnskemmdum vegna sandburðar, en það ætti eft- ir að koma í ljós. Þá sagðist hann hafa náð hrossum sínum heim á mánudag, en þau flæddi á hólma nálægt bænum í flóðunum. Friðrik vann Seirawan sannfærandi FRIÐRIK Olafsson tefdli sína beztu skák til þessa á Wijk aan Zee-skákmótinu er hann lagði unga bandaríska stórmeistarann Yasser Seiravvan að velli í 35 leikj- um. Seirawan er sá af ungu stór- meisturunum sem líklegastur þyk- ir til að geta veitt Garry Kasparov keppni á komandi árum og á Ólympíuskákmótinu á Möltu tefldi hann á öðru borði fyrir Bandaríkin á eftir Browne. Siðastliöið sumar var hann heldur ekki ýkja langt frá því að komast áfram í áskor- endakeppnina. En gegn Friðrik í gærkvöldi sá hann aldrei til sólar. Friðrik, sem hafði hvítt, náði snemma undirtökunum og vann síðan peð í 23. leik. Stöðuyfirburðir hans minnkuðu sízt við það og þegar Seirawan gafst að lokum upp var mannstap með öllu óumflýjan- legt. Hvítt: Friðrik Olafsson Svart: Seirawan (Bandaríkjunum) Tarrasch-vörn 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. Rc3 — e6, 4. e3 — d5, 5. d4 — a6, 6. dxc5 Þetta afbrigði hefur löngum þótt leiða til jafnteflislegrar stöðu og 6. cxd5 talið hvassara. — Bxc5, 7. a3 — 0-0, 8. b4 — Ba7, 9. Bb2 — Rc6, 10. Hcl — De7, 11. b5! Mjög athyglisverð hugmynd. Eftir 11. cxd5 — Hd8 fær svart- ur þægilega stöðu. — axb5. Eftir þetta fær svartur þrönga stöðu, því í framhaldinu lendir hann í vandræðum með biskup- inn á b8 og riddarar hvíts verða öflugir. 11. ... Ra5 kom því vel til greina, því eftir 12. cxd5 — exd5, 13. Rxd5 — Rxd5, 14. Dxd5 — Be6, hefur svartur einhverjar bætur fyrir peðið. T.d. á hvítur langt í land með að hróka. 12. Rxb5 - Bb8, 13. cxd5 - Rxd5, 14. Bd3 — Rf6 Þessi og næsti leikur svarts sýna að eitthvað hefur farið úr- skeiðis. Betra var líklega 14. ... Hd8,15. Dc2 - g6. 15. Dc2 — e5, 16. Rd2! — Hd8, 17. Re4 — Rg4?! Seirawan reynir að skapa sér gagnfæri á kóngsvæng, því hvorki uppskipti á e4, né 17. ... Rd5, 18. Rc5 leysa vandamál hans. 18. h3 — I)h4, 19. 0-0 — Rh6, 20. Rg3 - Kh8, 21. Hfdl — Hf8 Svartur hrökklast stöðugt undan. Ástæðan fyrir erfiðleik- um hans er fyrst og fremst sam- gönguerfiðleikarnir sem gagns- lausi biskupinn á b8 veldur. 22. Be4 Nú freistar Seirawan þess að létta á stöðu sinni með því að gefa peð, en það dugir ekki til að koma skákinni í jafnvægi. — Be6, 23. Bxc6 — bxc6, 24. Dxc6 — Da4, 25. Re4 — Ha6, 26. Db7 — Da5, 27. Bc3! — Db6, 28. Dxb6 — Hxb6, 29. Bb4 — Hg8, 30. Rc3 — Rf5, 32. Rc5 — Rh4, 32. Rxe6 Hvítur er peði yfir í endatafli og sérhver uppskipti færa hann því nær sigri. — Hxe6, 33. Hd7! — Hg6, 34. g3 — f5, 35. Rd5 — Hg5 Mannstap var orðið óumflýj- anlegt. Ef 33. ... he8 þá 34. Re7 — Hg5, 35. Hc8 — Hxc8, 36. Rxc8 og hvítur hótar 37. Hd8 mát og 37. Be7. 36. Be7 — Rf3+, 37. Kg2 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.