Morgunblaðið - 26.01.1983, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 26.01.1983, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 Fylkir með forystuna LIÐ Ögra fékk enn einn skellínn er það mætti Skallagrími í þriðju deildinni á laugardaginn. Lokatölurn- ar uröu 29—11, eftir aö staö- an í hálfleik var 14—4. Lið Skallagríms var nokkuð jafnt að getu þótt helst hafi borið á þeím Þorsteini, Stefáni og Kristmari. Hjá Ögra var Traustí skástur í markinu ásamt bróður sínum Olgeiri. Mörk Skallagríms: Krist- mar 8, Þorsteinn og Stefán 6, Jón og Þóröur 3, Ingí Rafn 2 og Karl eitt mark. Mörk Ögra: Otgeir 6, Tadu- es 3, Rafn og Jóhann eitt hvor. Fyrir stuttu sigraöi Reynir Sandgerði Skallagrim meö 46 mörkum gegn 14. Staðan er nú þannig í 3. deild: FjrSúr 9 9 0 0 199—141 18 Reynir S. 10 7 1 2 258—188 15 Þór Ak. 9 5 2 2 234—165 12 Akranet 9 5 1 3 244—178 11 Keflavík 9 5 1 3 211—167 11 Týr Ve. 8 3 1 4 173—151 7 Dalvík 7 2 0 5 164—165 4 Skallagrtmur 11 2 0 9 192—304 4 Ögri 10 0 0 10 111—337 0 Næstu leikir í 3. deild fara fram á föstudagskvöldiö. Þá leika Reynir og Þór Akureyrí í Sandgeröi kl. 20.00 og Ak- urnesingar mæta Dalvíking- um á Akranesi kl. 20.30. Úrslitaleikurinn um næstu helgi Laugardaginn 29. janúar næstkomandi veröur úrslita- leíkur um sæti í 1. deild í liðakeppni í badminton milli B-tiðs Badmintonfélags Akraness og Vals. Þessi lið skildu jöfn eftir líðakeppnina á Selfossi á dögunum og vegna veöurs varð að fresta úrslitaleiknum. Leikur þessi fer fram í íþróttahúsinu á Akranesí og hefst kl. 14.30, og er full ástæða til að hvetja Akurnesinga til að fjölmenna i íþróttahúsið og hvetja sína menn, en uppistaðan í liðinu er hiö unga badmíntonfólk Akurnesinga sem um sið- ustu helgi vann það afrek að vinna 24 af 27 gullverðlaun- um i opnu unglingamóti sem haldið var á Akranesi. Firmakeppni hjá mfl. Vals í knatt- spyrnu í febrúar Meistaraflokkur Vals í knattspyrnu heldur firma- keppni 19. og 20. febrúar næstkomandi. Allar upplýs- ingar er hægt aö fá i íþrótta- húsi Vals við Hlíöarenda. Stjörnugjöf- in: VÍKINGUR: Viggó Sigurðsson ★ ★ ★ Steinar Birgisson * * Guðmundur Guðmundsson* Kristján Sigmundsson ★ ÞRÓTTUR: Ólafur Benediktsson ★ ★ ★ Páll Ólafsson ★ ★ Ólafur H. Jónsson ★ Þorvaldur Geirsson ★★★ Viðar Þork. ★★ Páll Kolbeinsson ★ Jón Sigurðsson ★ Rafn Viggósson: „Fannst tapið gegn Noregi heldur stórt „ÞAD má segja að ég sé ánægöur með árangurinn. Ég bjóst ekki viö sigri gegn Þjóðverjunum en við unnum Möltu eins og ráð var gert fyrir. Ég hef ekki enn fengiö nógu góðar upplýsingar um leikinn gegn Norðmönnum til að geta dæmt um hann, en 2:5 tap finnst mér of stórt, þar sem ég hafði heyrt að tveir bestu Norðmenn- irnir yrðu ekki með,“ sagði Rafn Viggósson, formaður Badminton- sambands íslands, í spjalli við Mbl. í gær. Eins og við sögðum frá á laug- ardaginn tapaði ísland fyrir V-Þjóðverjum og vann síðan Möltu. Um helgina var síðan leikið gegn Tékkum, Norðmönnum og Finnum í keppni um 5.—8. sætið, og hafnaöi island í sjöunda sæti. ísland sigraði Finnland 6:1, tapaöi síðan með sömu tölum gegn Tókk- um og leikurinn gegn Norðmönn- um tapaöist eins og áöur sagöi. ísland hafnaði því í sjöunda sæti. „Ég haföi sætt mig viö 4:3 tap gegn Noregi, en mér fannst 2:5 heldur stórt,“ sagöi Rafn. „Er ég heyrði að tveir bestu úr þeirra liöi, sem eru systkini, yrðu ekki meö, geröi ég mér jafnvel vonir um sig- ur. Ég hef það helst á tilfinningunni aö okkar menn hafi verið of sigur- vissir fyrst þau voru ekki meö,“ sagöi Rafn. Um keppnina sagði Rafn aö Island heföi aldrei náö svo langt fyrr, hvort þetta væri besti árangur sem landslið heföi náð væri matsatriöi. „Við náöum mjög góðum árangri á Evrópumótinu í Þýskalandi í apríl, og ég tel þaö jafnvel betri árangur en nú náöist." — SH. Páll í „400 leikja-klúbbinn“ HINN gamalkunni handknatt- leiksmaöur, Páll Björgvinsson, kemst í hinn eftirsótta „400 leikja klúbb“ í næsta leik Víkings. Páll lék sinn 399. leik fyrir Víking gegn KR á dögunum. Páll hefur veriö í eldlínunni síðan 1967 og hann mun ákveöinn i að leggja skóna á hilluna eftir þetta keppn- istímabil. Þeir munu ekki vera margir handknattleiksmennirnir hér á landi, sem náö hafa aö leika 400 leiki fyrir félög sín í hand- knattleik. Auk þess hefur Páll leik- iö 67 landsleiki fyrir ísland. • Páll Björgvinsson — kominn í „400 leikja klúbbinn". • Broddi Kristjánsson — einn þeirra sem keppti með landsliðinu í Basel í Sviss um helgina. r ■ IBR fjallaði um gervigrasið STJÓRN íþróttabandalags Reykjavíkur hefur nýlega fjallað um lagningu gervigrass ó hallar- flötina í Laugardal. Á fundinum í ráðinu kom fram, að allir voru sammála um aö þessi fram- kvæmd væri ein hin nauðsynleg- asta í íþróttamannvirkjagerð í Reykjavík. Rætt var við formenn knattspyrnufélaganna í Reykjavík og voru þeir sammála um aö þetta mál þyrfti aö hafa forgang. Jafnframt aö byggja þyrfftí að- stöðu viö nýja völlinn fyrir áhorf- endur og leikmenn. — ÞR. Þorbergur Aðalsteinsson: „Frekar aö vera með sex lið í einni deild“ • Þorbergur Aöalsteinsson er nú óðum aö ná sér af meiðslum sem hann hlaut í Evrópuleik Víkings og Dukla Prag í haust. Þorbergur telur heppilegra að hafa sex lið í 1. deild og leika fjórfalda umferð en aö halda því fyrirkomulagi sem nú er notað. „ÉG ER ekki alveg orðinn nægi- lega góöur í hendínni ennþá en er óðum að ná mér. Ég á allt eins von á þvt að ég leiki með lands- liðinu í Hollandi og ég verð ör- ugglega með Víkíngi í 4-liöa úr- slitakeppninni um Islandsmeist- aratitilinn í handknattleik, því ætla ég ekki að missa af,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson hand- knattleiksgarpur úr Víkingi. Þor- bergur meiddist á hægri hendi í Evrópuleik Víkínga úti í Tékkó- slóvakíu, er liðið lék gegn Dukla Prag. Þorbergur er nú aö verða góður eftir nokkurt hlé. Þorbergur var spurður álits á hinu nýja mótafyrirkomulagi og á útkomu Víkinga í deildarkeppninni. „Það er álit mitt að það eigi frekar að hafa sex liö í einni deild og leika fjórfalda umferð,“ sagöi Þorbergur. „Eins og deildin er núna þá er of mikið að leikjum sem draga ekki að sér áhorfendur og hafa litla þýðingu fyrir liöin, hand- knattleikslega séð. Leikmenn leyfa sér kæruleysi og því skila þeir ekki nægilegri æfingu fyrir leikmenn. Ef sterkari liðin léku oftar saman, og þá ekki eins þétt og gert veröur í úrslitakeppninni þar sem hætta er á meiöslum, þá held ég að útkom- an yröi betri. En allt er þetta nú skref í rétta átt. „Lið mitt, Víkingur, lék ekki nægilega vel framan af. Okkur hef- ur vantað öllu meiri snerpu. En viö misstum líka leikmenn vegna meiösla og það hefur sett strik í reikninginn. Ég er ekki í nokkrum vafa um að um að við verðum sterkir í lokakeppninni. Viö ætlum okkur að vinna íslandsmeistaratit- ilinn fjóröa árið í röð. Það verður þungur róöur, þar sem öll liöin fjögur sem leika til úrslita Víkingur, FH, KR og Stjarnan geta leikiö vel og eru sterk þegar þeim tekst vel upp," sagði Þorbergur, sem greini- lega var farið aö klæja í lófana og beið þess aö geta fariö aö leika aftur. Hann hefur haldiö sér vel viö með líkamlegum æfingum og hlaupum, en ekki átt þess kost að æfa skot- eða boltaæfingar. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.