Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 17 Borgarfjörður eystri: Vindhraði komst upp í 80 hnúta Borgarfirdi eystri, 21. janúar. ÞAÐ SEM af er árinu hefur tíð verið rysjótt og stormasöm og svo um- hieypingasöm, að segja má að naum- ast hafi sama veður haldist einn dag, hvað þá lengur. Nokkrum sinnum hefur skollið á ofsarok, og er þess skemmst að minnast, að í gær fauk bíll hér af veginum, fór l'/j veltu og staðnæmdist á toppnum. Bílstjórann sakaði ekki, en bíllinn dældaðist nokkuð og rúður brotnuðu. Þá komst vindhraðinn upp í 80 hnúta á flugbrautinni hérna, en þess má geta, að 64 hnútar og þar yfir teljast 12 vindstig. Snjór er hér allmikill, og sem stendur mun ófært til Héraðs. Oft hafa flugferðir milli Egilsstaða og Fyrir bíl og fótbrotnaði 25 ÁRA gamall maður varð fyrir bifreið á Laugarásvegi laust eftir klukkan 21 á laugardagskvöldið. Hann varð fyrir bifreið, sem ekið var austur Laugarásveg og mun hafa fótbrotnað. Borgarfjarðar fallið niður vegna veðurskilyrða, og kalla þó flug- mennirnir okkar ekki allt ömmu sína. Enn sem fyrr reyna lækn- arnir á Egilsstöðum að koma til okkar einu sinni í viku, en í svona tíðarfari er erfitt að treysta flug- inu þó ekki sé nema 15 mínútna flug milli staða. Kom það best í ljós fyrir skömmu þegar flugvélin ætlaði að bíða hér á vellinum með- an læknirinn lyki störfum sínum, en varð svo að fara í skyndi þar eð bylur var að skella á og komst hún með naumindum til Egilsstaða áð- ur en ólendandi varð þar. Það má segja að öll atvinna liggi niðri hér nema hvað byggingarfélagið Vagl hefur enn verkefni að leysa. Aðeins einn bátur er á floti, línubáturinn Högni, sem skrapp á sjó í fyrradag og aflaði lítið. En hörðust er lífsbarátta þeirra sem ekkert þak eiga yfir höfði sér, og þá finnur maður til með þeim sem hrekjast um í byljum í leit að skjóli, eins og hross, smáfuglar og hrafnar. Sem betur fer eru þeir margir, sem færa þeim einhverja lífsbjörg út á kalt hjarnið. Sverrir Mývatnssveit: IHviðri skemmdi hús — Vel heppnað þorrablót Mývalnssveil, 24. janúar. MIKIÐ hvassviðri af suðri gekk hér yfir sl. laugardag. Á þremur bæjum, Garði, Grænavatni og Skútustöðum fuku járnplötur af húsum. Ekki er vitað um annað tjón hér af þessu veðri. Mjög fjölmennt þorrablót var haldið í Skjólbrekku sl. föstudag, fyrsta dag þorra. Það var kvenfé- lagið sem stóð fyrir þessari sam- komu. Guðrún Jakobsdóttir, for- maður félagsins, setti blótið klukkan 20.30. Síðan var sest að sameiginlegu borðhaldi og að sjálfsögðu var hinn hefðbundni þorramatur á borðum. Ýmiss kon- ar skemmtiatriði voru flutt meðan snætt var. Aðallega var það í létt- um dúr, og sumt heimagert. Kynn- ir var Guðrún Guðnadóttir, Hrefna Jónsdóttir frá Húsavík söng gamanvísur eftir Hákon Að- alsteinsson, undirleikari var Steingrímur Birgisson. Fjórir jarðvísindamenn á vegum Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar fóru með gamanvísur eftir Sigurð Þór- arinsson við gítarundirleik. Hinn besti rómur var gerður að þessum skemmtiatriðum. Síðan var almennur söngur. Hljómsveit Finns Eydal frá Akur- eyri lék fyrir dansi fram eftir nóttu. Mikla hláku gerði hér aðfara- nótt laugardags og mikla hálku á öllum vegum. Áttu sumir vegfar- enda sem voru að koma af þorra- blótinu þessa nótt í miklum erfið- leikum vegna hálkunnar og hvassviðris. Ekki er þó kunnugt um nein alvarleg óhöpp af þeim sökum. Mjög hefur snjó tekið hér upp síðustu tvo daga, og er færð nú orðin allgóð á flestum vegum. — Kristján Lækurinn var sem straumhörð i þar sem hann beljaði meðfram húsunum. 50 grísir drápust að Lóni og hætta á frekari búsifjum 50 GRÍSIR drápust i svínahúi Benný Jensen á Lóni við Akureyri á laug- ardaginn. Skyndilega hækkaði mjög í lón- inu og lækur við bæinn varð sem straumhörð á. Benný sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að erfitt væri að segja hvert fjár- hagslegt tjón væri þar sem grís- irnir hefðu verið mjög mismun- andi gamlir og auk þess væri ekki orðið ljóst hvort gyltum hefði orð- ið meint af volkinu. Það sagði hann, að yrði ekki endanlega ljóst fyrr en eftir mánaðartíma, en hætta mun vera á ýmsum sjúk- dómum. Flóðið stórskemmdi og tók í sundur veginn yfir Miðdalsá, eins og hér sést. Ljósm. s.s. Strandasýsla: Miklar vegaskemmdir af völdum flóða llólmavík, 24. janúar. MIKIÐ vatnsveður hefur verið hér nyrðra siðustu daga. Á Hólmavík flæddi í nokkur hús, meðal annars útibú Búnaðarbankans og Kaupfé- lag Steingrímsfjarðar, en engar skemmdir urðu þó á eignum. Vegaskemmdir urðu víða í sýslunni. Þær verstu urðu við Selá í Hrútafirði, en þar fór veg- urinn í sundur og miklar skemmdir urðu á vegarköntum sunnan árinnar. Vegurinn fór einnig í sundur við brúna yfir Miðdalsá og Steindalsá, en þar seig annar brúarstöpullinn niður um tæpa 60 sm og er brúin talin ónýt. Ár voru hvarvetna vatnsmikl- ar og voru bæjarhús á Hrófá um tíma í hættu aðfaranótt sunnu- dagsins, er Hrófá flæddi yfir bakka sína. Þessar leysingar eru taldar með þeim mestu sem hér hafa orðið um mjög langan tíma. — Fréttaritarar. Séð heim að bænum Hrófá. Jakaruðningurinn í forgrunni. (Ljósm. I*.K.H.) Albert Jensen og nokkrir grísanna, sem drápust i vatnavöxtunum. Ólafsvík: Mikil úrkoma en engin slys Olafsvík. 24. janúar. HLAKAN mikla um helgina olli ekki neinu umtalsverðu tjóni eða slysum hér svo mér sé kunnugt. Það varð aldrei mjög mikil veðurhæð hér í Olafsvík, en úrkoman var geysi- mikil og samfelld. Aftur á móti var fárviðri hérna úti á firðinum. Bátur, sem var á heimleið úr róðri og búinn er vindmæli, mældi stöðugt 12 vind- stig hér fyrir utan. Mikil hætta skapaðist í Ólafs- víkurrenni og í Búlandshöfða vegna ofsahálku og grjóthruns. Ivögreglumaður, sem á laugardag þurfti að fara Ennisveg, sagði mér, að full ástæða hefði verið til að óttast stórlega enda auglýsti lögreglan þessa vegi lokaða. Hér var geysimikill snjór, eins og kom- ið hefur fram í fréttum, en hann er nú aðeins eftir í sköflum og þiðnaði án tjóns á vegum og mannvirkjum hér í grennd. Snjóflóðahætta er almennt ekki taiin fyrir hendi hér hvað byggð- irnar varðar. Ég get samt ekki orða bundist og spyr hvers vegna Almanna- varnir ríkisins sáu ekki til þess, að útvarp væri haft á aðfaranótt sunnudagsins, þegar hætta vofði yfir fólki í bæ og sveit á Vestfjörð- um og víðar. Nauðsynlegt gat ver- ið að koma áríðandi tilkynningum til fólks innan byggðarlaga eða milli fjarðar og símasamband ótryggt. Minnisstætt er enn, að þegar fárviðrið mikla gekk yfir landið 1981, var hætt að útvarpa aðvörunum og tilkynningum þegar harðasta veðrið var komið norður yfir Holtavörðuheiði. Mönnum finnst að þarna hafi komið fram ótrúlegt sinnuleysi um öryggi fólks og að þeir sem á málum halda verði að hugsa lengra en fram fyrir tærnar á sér. Það er rétt að nota tækifærið og óska eft- ir skýringu. — Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.