Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 37 Nokkrar fyrirspurnir til formanna HFÍ og FHH Guðrún Guðmundsdóttir sjúkra- liði skrifar: „Mig langar til að leggja nokkr- ar fyrirspurnir fyrir formenn HFÍ og FHH: Rýrir aukin menntun sjúkraliða gæði heilbrigðisþjónustunnar? Gildir þar ekki það sama um framhaldsmenntun hjúkrunar- fræðinga? Er það alræðisvald um málefni heilbrigðisþjónustunnar í landinu sem hjúkrunarfræðingar eru að fara fram á, þegar þess er óskað af hálfu samtaka þeirra, að samráð sé haft við stéttarfélög hjúkrunar- fræðinga, ef í bígerð séu einhverj- ar breytingar á þessari starfsemi? Hvað aðstoðarhjúkrunarfræð- ings-starfsheiti sjúkraliða varðar, sem fer svo mjög fyrir brjóstið á hjúkrunarfræðingum, vil ég benda á, að þetta er bein þýðing á al- þjóðastarfsheiti sjúkraliða frá WHO: Auxiliary Nurses. Ég bið hjúkrunarfræðinga að athuga starfsheiti sjúkraliða í nágrannalöndum okkar, t.d. Nor- egi, Danmörku, Svíþjóð, Finn- landi, Þýskalandi, Bretlandi og Sviss, sem alls staðar kemur heim við þetta: aðstoðarhjúkrunarfræð- ingar. Én ég vona að við sjúkraliðar fáum að halda okkar gamla starfsheiti sem áður, þó að mennt- un okkar verði aukin. Hafa félög hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða rætt þessi mál? Ef ekki: Væri þá ekki tímabært að það yrði gert, stríðsaxir grafnar og teknar upp friðarpípur til marks um gott samstarf þessara stétta. Svar óskast á sama vettvangi. Með bestu kveðjum." Orð í tíma töluð 8488-9288 skrifar: „Velvakandi. Mig langar að koma á fram- færi þakklæti til dr. Gunn- laugs Þórðarsonar fyrir þátt- inn „Um daginn og veginn", sem hann flutti 10. þ.m. Einn- ig langaði mig til að vita, hvort ekki væri hægt að fá þáttinn birtan á prenti í ein- I)r. Ounnlaueur D*R™n l*órftarson Krisljánsdoltir hverju blaðanna. Dr. Gunn- laugur fjallaði um málefni sem ég hefi mikinn áhuga á. Eg veit um marga sem einnig hefðu viljað heyra erindið, en höfðu ekki tök á að hlusta þetta kvöld. Þeim væri akkur í því að geta lesið það. Eins vil ég þakka Dagrúnu Kristjánsdóttur fyrir þátt hennar á sama vettvangi síðla nýliðins árs. Það voru orð í tíma töluð, sem líka væri gott að kæmu fyrir almennings- sjónir. Þökk fyrir birtinguna." Þessir hringdu . . . Hafa þessa þjónustu við bæjardyrnar S.S. á Húsavík hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er mikið talað um vægi at- kvæða þessa dagana, og að það þurfi að vera hið sama hvar sem er á landinu. Þessu markmiði er m.a. talað um að ná með fjölgun þingmanna. Fólk á suðvestur- horninu nefnir gjarnan jafnrétti í þessu sambandi og telur á sig hallað í atkvæðavægi. Þá gleym- ist jafnan, að við sem búum úti á landsbyggðinni höfum ekki sama rétt og sömu möguleika og íbúar höfuðborgarsvæðisins til að notfæra okkur þá menningu sem þar er að finna, t.d. í Þjóðleik- húsi o.fl. o.fl. Ef við ætlum okkur í leikhús þjóðarinnar, þá kostar það okkur mikla fjármuni að komast það. Ibúar Reykjaness hafa hins vegar þessa þjónustu við bæjardyrnar og eiga þægi- legt með að veita sér hana. Er þetta ekki misrétti? En þannig er þetta líka um fjölmarga aðra þjónustu sem við á landsbyggð- inni verðum að sækja við ærinn kostnað til höfuðborgarsvæðis- ins. Er það þá ósanngjarnt, að okkur sé að einhverju bættur upp þessi aðstöðumunur með hærra vægi atkvæða okkar? GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: ísraelsmenn réðust á Palestínumenn og varð mannfall í liði beggja. Rétt væri: ... og varð mannfall í liði hvorra- tveggju. (Ath.: Báðir er einungis hægt að segja um tvo, en EKKI um tvenna.) Elísabet F. Eirfksdóttir Leiðrétting í smápistli, sem birtist hér í dálk- unum á þriðjudag, undir yfirskrift- inni „Aldrei heyrt þetta lag áður“, var sagt að Elísabet Erlingsdóttir hefði sungið lag Kristins Magnús- sonar, „Faðir vor“ við guðsþjónustu í Neskirkju. Hið rétta er að það var Elísabet F. Eiríksdóttir, sem lagið flutti við þetta tækifæri. Eru þær nöfnur beðnar velvirðingar á mis- tökunum. STEYPU- DÞORF ariviula.H MetsöhHadá hverjum degi' Djúpslökun og spennulosun I fræðslumiðstööinni Miðgarðar veröa haldin tvö helgarnámskeiö í djúpslökun og spennulosun. Fyrra námskeiöiö er 28.—30. janúar og þaö síðara 4.—6. febrúar. Á námskeiöunum veröur kennt djúpslökun- arkerfi sovéska læknisins A.G. Odessky en þaö er talið meöal áhrifaríkustu aöferöa til tauga- og vööva- slökunar. Djúpslökunarkerfið byggir á áhrifum sí- gildrar tónlistar, sjálfsefjun, öndunartækni og beit- ingu ímyndunaraflsins. Notaö veröur „Bíófeed- back“-tæki sem gefur þátttakendum upplýsingar um spennu- og hvíldarástand eigin vööva. Á námskeiö- unum veröur einnig fjallaö um: • Draumastjórn • Myndun innri ráögjafa • Breytta sjálfsímynd • Varnir gegn streitu Upplýsingar og skráning er í Miðgarði Bárugötu 11, sími: 12980, milli kl. 11—20. /V1IÐG/4RÐUR ALLTAF A FIMMTUDÖGUM BROSTU! MYNDASÖGURNAR KOMA Á-r MORGUN Vikuskammtur afskellihlátri AUGLYSINGASTOA KHISIINAM Mf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.