Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 19 Kína: Háar sektir vid „umframbörnum“ /honglan, Kína, 25. janúar. AP. HVERT barn sem fer yfir kvóta sem stjórnvöld hafa sett kostar bænda- fjölskyldur um 4.000 yen eða um 2.000 dollara og kona sem er með barni og reynir að koma sér undan fæðingareftirliti stjórnarinnar á von á gífurlegum sektum í nokkrum hér- uðum. Þessi nýju lög í Zhongtan-hér- aði voru kynnt þar á veggspjöld- um á laugardag og staðfestir að stjórnvöld eru farin að sýna meiri hörku í málefnum þessum úti á landsbyggðinni en áður, en bænd- ur hafa jafnan talið það sitt stærsta hlutverk að eiga stóran og myndarlegan hóp barna eða sona. Kínverjar mega nú almennt ekki samkvæmt lögum eignast meira en eitt barn án þess að greiða stórar fjárhæðir í sektir, nema í undantekningartilfellum. Bændur mega ekki eiga fleiri en tvö börn. Genscher á leið til Washington Bonn, 25. janúar. AP. HANS-DIETRICH Genscher, utanríkisráðherra V'estur-Þýskalands, ræddi í dag við Paul Nitze, aðalsamningamann Bandaríkjastjórnar í Genfar-viðræð- um í Briissel, áður en hann hélt til Washington. Þeir munu hafa rætt stöðu mála í afvopnunarviðræðunum í Genf. Genscher var á leið til Banda- ríkjanna til viðræðna við Ronald Reagan forseta, George P. Schultz, utanríkisráðherra, og fleiri stjórn- armenn til að kynna þeim fram- gang mála í þeim viðræðum er hann átti við utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Andrei Gromyko, í Bönn í síðastliðinni viku. Genscher og Nitze „ítrekuðu mikilvægi afvopnunarstefnunnar sem gengið hefur undir nafninu o-lausnin“, segir í yfirlýsingu sem gefin var út að loknum fundi ' "úrra. Þar segir einnig að þeir ' lagt áherslu á að allra mögu- legra leiða verði leitað í Genfar- viðræðunum og voru sammála um að þeim ætti að ljúka sem fyrst og niðurstöður þeirra ættu að grundvallast á ákvörðunum NATO 1979. Akvarðanir NATO fela í sér að samningaviðræður fari fram við Sovétmenn um að þeir fjarlægi þær SS-20-eldflaugar sínar sem beint er að Vestur-Evrópu með því skilyrði að hætt verði við að koma fyrir meðaldrægum Pershing II og stýrieldflaugum í Evrópu fyrir árslok 1983. Fyrrum CIA-maður: Lagði á ráðin um sjö morð úr fangaklefa V\ ashington, 25. jan. AP. EDWIN WILSON, fyrrum starfs- maöur CIA, sem réttarhöld hófust yfir i fyrradag, reyndi að skipuleggja sjö morö úr fangaklefa sínum í Houston Texas skömmu áður en réttarhöldin hófust. Hann taldi sig korninn í samband við leigumorð- ingja og með því að nota son sinn, Eric, sem millilið, borgaði hann 10.000 dollara fyrirfram, en í staðinn átti morðinginn að myrða tvo sak- sóknara og fimm höfuðvitni gegn sér. Leigumorðinginn reyndist vera starfsmaður FBI sem villti á sér heimildir til að koma Wilson í opna skjöldu. Wilson hefur verið sakaður um stórfellt vopnasmygl til Líbýu. Var hann staðinn að því að flytja þangað 22 tonn af sprengiefni, auk þess sem hann sá líbönskum skæruliðaskóla fyrir vopnum og sprengiefni um hríð. Þetta var í síðasta mánuði og er í fangelsið kom freistaði hann þess að ná sambandi við undirheimamorð- ingja. Færði hann það í tal við samfanga sinn, sem þegar tjáði FBI frá ætlun Wilsons. Þannig var það FBI-maður en ekki leigumorð- ingi sem Wilson náði sambandi við. Ekki er ljóst hvort sonur Wilsons er meðsekur eða ekki. Óvíst hvort hann gerði sér nokkra grein fyrir því hvað stóð í bréfum föður síns sem hann flutti úr fang- ERLENT, Veður víða um heim Akureyri -3 skýjað Amsterdam Vantar Aþena 12 rigning Barcelona 13 léttskýjaö Berlín Vantar Briissel Vantar Chicago 1 snjókoma Dublin 10 heiöskírt Feneyjar Vantar Frankfurt þoka Færeyjar 3 skýjaö Genf 0 skýjaö Helsinki 2 akýjaö Hong Kong 16 heiðskírt Jerúsaiem 8 rigning Jóhannesarborg 24 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 skýjað Kairo Vantar Las Palmas 20 skýjaö Lissabon Vantar London 11 skýjaö Los Angeles 16skýjaó Madrid 15 heiðskírt Mallorca 14 léttskýjaö Malaga 14 léttskýjað Mexíkóborg 20 heiðskirt Miami 21 heiðskírt Moskva +11 heíðskírt Nýja Delhi 23 heiöskírt New York 7 skýjað Ósló 2 skýjaö París Vantar Peking 9 heiðskírt Perth 24 skýjað Reykjavík +3 skýjaö Rio de Janeiro 30 skýjað Róm 13 heiðskirt San Francisco 15 rigning Stokkhólmur 2 skýjað Sydney 23 rigning Tel Aviv 16 rigning Tókýó 11 heiðskírt Vancouver 10 skýjaö Vinarborg 5 skýjað Þjónum kirkjunnar bannað að starfa að stjórnmálum Valíkaninu, 25. janúar. AP. JÓHANNES Páll páfi II undirritaði í dag breytt og endurskoðuð kirkju- lög sem fela í sér aukin réttindi kvenna, gera hjónaskilnað erfiðari í framkvæmd og endurlífga lög um að prestar haldi sig frá stjórnmálum. Athöfnin í dag tók tíu mínútur og lögin sem eru í 1.752 greinum munu ganga í gildi þann 27. nóv- ember næstkomandi, eða fyrsta sunnudag í aðventu. Þessi nýju kanónísku lög banna alla starfsemi presta og nunna í verkalýðsfélögum og skýr ákvæði eru um að þeim sé bannað að hafa embætti með höndum, sem fela í sér verald- legt vald, án leyfis biskupa sinna. Cipriotti, sérfræðingur í kan- ónískum lögum og prófessor, út- skýrði lögin á blaðamannafundi áður en undirritunin fór fram og sagði þar að prestar og nunnur hefðu leyfi til að gegna störfum, sem tengist ráðgjöf í stjórnar- nefndum, í sambandi við málefni eins og til dæmis eiturlyfja- vandamál og æskulýðsmálefni. Hann sagði einnig að biskupar gætu gefið prestum og nunnum leyfi til að starfa í stjórnmálum ef það væri talið vera „í þágu almennings eða varna á kirkju- réttindum“. Ekki var hægt að fá nánar upp gefið í dag í hverju þessi nýju kanónísku lög felast, en þau munu síðar verða gefin út. Menachem Begin: Líbanir hafa í aðal- atriðum samþykkt lausn deilunnar Tel Aviv, 25. janúar. AP. MENACHEM Begin, forsætisráð- herra ísraels, sagði utanríkis- og varn- armálanefndum ísraelska þingsins á mánudaginn að Líbanir hefðu í öllum aðalatriðum samþvkkt að binda endi á stríðsástandið sem ríkt hefur með löndunum. En enn greinir á um hvaða • Menachem Begin. dag stríöinu á að Ijúka, eftir því sem útvarpið i ísrael sagði í gær. Útvarpið sagði að Líbanir sættu sig ekki við endanlegan frið fyrr en að allt ísraelskt herlið væri á bak og burt frá Líbanon, ísraelar hafa hins vegar reynt að sannfæra Líb- ani um að þeir séu ekki í stríði við þá sjálfa, heldur við Palestínu- mennina sem hafa hreiðrað um sig í landinu. Þá vilja Líbanir einhliða brottflutning allra ísraelskra, palestínskra og sýrlenskra her- manna. ísraelar hafa hins vegar lagt til brottflutning í tveimur áföngum. Philip C. Habib, sérlegur samningamaður Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum hefur lýst yfir að Sýrlendingar séu reiðubúnir að kalla allt herlið sitt frá Líbanon, en óljóst er hins vegar hver hugur Pal- estínumanna er. Þá eru ísraelar og Bandaríkjamenn mjög á öndverð- um meiði um ýmis veigamikil mál. Eitt slíkt er sú krafa að ísraelskir hermenn manni eftirlitsstöðvar í suðurhluta Líbanon. Bandaríkja- menn og Líbanir eru hins vegar ákveðnir í því að bandarískir her- menn fái þann starfa. Cukor látinn Hollywood. 25. janúar. AP. GEORGE CUKOR, sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leikstjórn myndarinnar „My Fair Lady“, og var virtur leikstjóri með langan feril að baki, lést aðfaranótt þriðjudags á sjúkrahúsi. Cukor, sem var 83ja ára gamall, var fluttur með hraði á sjúkrahús í gærkvöld, en var látinn fimmtán mínútum síðar af völdum hjarta- slags. Hann var þekktur fyrir fágaðar gamanmyndir, en síðasta mynd hans var „Rich and Famous", sem gerð var árið 1981 með þeim Jaqueline Bisset og Candice Berg- en í aðalhlutverkum. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Jan .............. 7/2 Jan ............ 21/2 Jan .............. 2/3 ROTTERDAM: Jan .............. 8/2 Jan ............ 22/2 Jan .............. 8/3 ANTWERPEN: Arnarfell ...... 27/1 Jan .............. 9/2 Jan ............ 23/2 Jan .............. 9/3 HAMBORG: Jan .............. 11/2 Jan ............ 25/2 Jan .............. 11/3 HELSINKI: Dísarfell ....... 1/2 Mælifell ........ 15/2 Helgafell ....... 3/3 LARVIK: Hvassafell ...... 3/1 Hvassafell ....... 14/2 Hvassafell ....... 28/2 Hvassafell ....... 14/3 GAUTABORG: Hvassafell ....... 31/1 Hvassafell ..... 15/2 Hvassafell ..... 1/3 Hvassafell ..... 15/3 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ...... 1/2 Hvassafell ..... 16/2 Hvassafell ...... 2/3 Hvassafell ..... 16/3 SVENDBORG: Helgafell ....... 2/2 Hvassafell ..... 17/2 Dísarfell ....... 3/3 Hvassafell ..... 17/3 AARHUS: Hvasssafell ..... 2/2 Hvasssafell .... 17/2 Hvasssafell ..... 3/3 Hvasssafell .... 17/3 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell ...... 29/1 Skaftafell ..... 26/2 HALIFAX, KANADA: Jökulfell ...... 31/1 Skaftafell ..... 28/2 SKIPADEILb SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 ^^skriftar- síminn er 830 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.