Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn Oy skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö. Prófkjörsúrslit Urslit liggja nú fyrir í tveimur prófkjörum sjálf- stæöismanna sem fram fóru um helgina, Norðurlandskjör- dæmi eystra og Suðurlands- kjördæmi. í báðum kjördæm- um var þátttakan mjög mikil og þó sérstaklega á Suður- landi, þar sem 4.716 kusu í prófkjörinu, en í þingkosning- unum í desember 1979 hlutu Sjálfstæðisflokkurinn og listi Eggerts Haukdal sameigin- lega 3.912 atkvæði. Morgun- blaðið hefur áður vakið máls á því, að kannski sé ekki allt sem sýnist þegar fleiri ljá flokki fylgi í prófkjöri en kosningunum sjálfum, maðkar kunni að vera í mysunni. Hitt er ljóst, að frambjóðendur munu ekki liggja á liði sínu við að afla flokki sínum fylgis í baráttu við aðra flokka frekar en þeir létu sitt ekki eftir liggja í baráttunni við sam- herja fyrir öruggu sæti á framborðslistanum. En þá fyrst eru prófkjör flokki til framdráttar, að atkvæðamagn í þeim skili sér í almennum þingkosningum. Sjálfstæðismenn áttu við al- varlegan vanda að etja bæði í Norðurlandskjördæmi eystra og Suðurlandskjördæmi í síð- ustu kosningum. Þar voru boðnir fram sérstakir listar í nafni sjálfstæðismanna, flokkslisti og listi Jóns Sólness fyrir norðan og Eggerts Hauk- dal fyrir sunnan. Að þessu sinni var ákveðið að láta prófkjör ráða röðun manna á framboðslista meðal annars til að komast hjá þeim ágrein- ingi sem leiddi til klofnings 1979 og voru fulltrúar af báð- um listum 1979 þátttakendur í prófkjörinu að þessu sinni auk þess sem tilhögun þess var þannig háttað í Suðurlands- kjördæmi, að tryggt var að æskilegt jafnræði væri milli byggðarlaga, var um þá skipan gott samkomulag. Oþarft er að kynna þá menn fyrir lesendum Morgunblaðs- ins sem skipa tvö efstu sætin í Norðurlandskjördæmi eystra, alþingismennina Lárus Jóns- son og Halldór Blöndal. Þeir hafa ritað mikið hér í blaðið og verið ódeigir við að kynna skoðanir sínar jafnt á lands- stjórninni, þróun efnahags- mála sem öðrum málum og Björn Dagbjartsson, nýja manninn í þriðja sætinu fyrir norðan, þarf ekki heldur að kynna hér sérstaklega. Les- endur blaðsins þekkja þá einn- ig af góðum kynnum nýju mennina sem skipa tvö efstu sætin á Suðurlandi, Þorstein Pálsson og Árna Johnsen, og um pólitísk umsvif þriðja mannsins á listanum, Eggerts Haukdal, er ekki nauðsynlegt að fjölyrða. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Suðurlandskjördæmi og þjóð- ina alla er mikill fengur að fá Þorstein Pálsson til starfa á alþingi. Alþjóð hefur kynnst því best eftir að hann varð framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands Islands, að þar fer maður sem flytur mál sitt af rökfestu og sanngirni. Er ekki að efa að hann mun með sama hætti standa vörð um hagsmuni umbjóðenda sinna á Suðurlandi og Sjálfstæðis- flokknum bætist maður á þingi sem hefur öðlast mikla stjórnmálareynslu utan þess. Úrslit prófkjörsins á Suður- landi staðfesta það sem oft áð- ur hefur verið sagt hér á þess- um stað, að enginn er þar ör- uggur og kjósendur ráðstafa atkvæði sínu oft með annað í huga en það sem vel hefur ver- ið gert og kunnugleika fram- bjóðenda á sérgreindum mál- efnum. Guðmundur Karlsson, alþingismaður, náði ekki endurkjöri á listann. Hann hefur með málefnalegu starfi á alþingi síðan hann settist þar fyrst 1978 sýnt, að hann er gjörkunnugur málefnum út- gerðar og fiskvinnslu. Er ekki að efa að það skarð verður vandfyllt í þingsölum sem myndast við brottför Guð- mundar Karlssonar þaðan. Með hliðsjón af því að í prófkjörum er hæfileikamikl- um mönnum oft hafnað á ósanngjörnum forsendum og þau leiða til hatrammra átaka milli flokksbræðra og sam- herja, hefur Morgunblaðið löngum varað við oftrú á að þau séu algildur kostur við val á frambjóðendum. En reynsla sjálfstæðismanna í Norður- landskjördæmi eystra og Suð- urlandskjördæmi í kosningun- um 1979 leiddi til þess að þar voru viðhöfð prófkjör nú í því skyni að sætta menn um einn heilsteyptan framboðslista. Nú eru úrslit semsé ráðin með tilstuðlan mikils fjölda kjós- enda og er ekki að efa að menn uni þeim í samræmi við lýð- ræðislegar leikreglur. Hjónin Rósa Hjartardóttir og Högni Halldórsson á heimili sínu. Rósa lenti í síðara flóðinu og slapp naumlega. Símamynd/ Morgunblaðið/ KEE. Snjóflóðin á Patreksfirði: Bjargaði lífi mínu að ég þeyttist inn um dyrnar Patreksnrði, 25. janúar. Frá Sigurði Sverrissyni, blaðamanni Mbl. „ÉG SÁ þett^ koraa æðandi nióur hlíðina. Mér gafst ekki ráðrúm til eins né neins og hreifst með flóðbylgjunni. Það hefur sennilega bjargað mér að ég gat staöið í fæturna og barst upp að veggnum á sláturhúsinu og þeyttist inn um tvennar dyr,“ sagði Rósa Hjartardóttir, er blaðamaður Mbl. ræddi við hana á heimili hennar í dag. Rósa lenti í síðara flóðinu ásamt vinkonu sinni í næsta húsi er þær voru á leið út í félagsheimilið. Voru þær á gangi eftir Aðalstræti þegar flóðið skall á þeim og hreif með sér. Rósa bjargaðist með áðurgreindum hætti, en samferðakona hennar missti fótanna, varð undir flóðinu og lézt. „Þetta tók ekki nema örfáar sek- úndur, það voru ekki nema nokkur skref á milli okkar. Sem betur fer voru engir á undan okkur né eftir en hefði svo verið, hefði getað farið miklu verr. Ég missti aldrei meðvitund á meðan á þessu stóð, en týndi hluta úr atburðarásinni eða þar til ég hafnaði inni í sláturhúsinu. Ég hugsaði um það fyrst og fremst að komast út til samferðakonu minnar, en það var örðugt. Ég var í háum stígvélum, sem fyllzt höfðu af krapi og varð að byrja á að losa þau áður e,n ég gat hugsað mér til hreyfings. Ég komst fljótlega út og í samband við fólk og það leið ekki löng stund þar til mér varð ljóst hver örlög vinkonu minnar höfðu orðið," sagði Rósa. Frekar vatns- en snjóflóö — segir Högni Halldórsson Patreksfirói, 25. janúar. Frá Sigurdi Sverrissyni, blaöamanni Mbl. EIGINMAÐUR Kósu, Högni Hall- dórsson, sagði að hann og fleiri í göt- unni hefðu tekið eftir því, að ekki var allt með felldu uppi í gilinu fyrr um daginn. „Við sáum alltaf af og til hvar vatnið spýttist í mórauðum súlum upp úr snjóbreiðunni. Það mátti því ljóst vera, að mikið vatn hafði safn- azt saman í gilinu og þar kom að því, að allt fór á stað. Það er regin misskilningur að hér hafi verið um snjóflóð að ræða. Þetta var vatn að meginhluta til, blandað aur og krapa." Fleiri hafa tekið undir þessa skoðun Högna og sagt að flóðið hafi að uppistöðu til verið vatn, sem safnazt hafði fyrir í leysingunum. Snjóflóðin á Patreksfirði: Nauðsynlegt að standa við bakið á Patreksfirðingum — segir Sigurlaug Bjarnadóttir, varaþingmaður Patrek.sfirði, 25. janúar. Frá Sigurði Sverrissyni, blaðamanni Mbl. „ÞAÐ ER óhætt að segja, að sjón sé sögu ríkari, en eyðileggingin er gíf- urleg,“ sagði Sigurlaug Bjarnadóttir varaþingmaður er blaðamaður Mbl. ræddi við hana á Patreksfirði í gær. Allir þingmenn Vestfjarðakjör- dæmis, 6 að tölu, heimsóttu Pat- reksfjörð í gær og auk Sigurlaugar voru þarna á ferð þingmennirnir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Karvel Pálmason, Steingrímur Hermannsson, Sighvatur Björg- vinsson og Ólafur Þórðarson. Þingmennirnir skoðuðu verksum- merki á snjóflóðasvæðunum, ræddu við bæjarbúa og áttu síðan fund með hreppsnefnd Patrekshrepps. „Okkur þykir vænt um að kynn- ast þeim kjarki og þeirri bjartsýni, sem einkennir viðmót heima- manna," sagði Sigurlaug. „Það er engan bilbug að finna á Patreks- firðingum." Sigurlaug sagði ennfremur, að greinilegt væri að styrkja þyrfti íbúa bæjarins með ráðum og dáð. „Atvinnulíf stendur veikum fótum," sagði Sigurlaug, „og það þarf að styrkja. Fólkið þar á að halda trú sinni á staðinn þrátt fyrir það sem gerzt hefur. Það er nauðsynlegt að standa við bakið á Patreksfirðing- um, jafnt einstaklingum sem byggðarlagi." Sigurlaug sagði ennfremur, að ljóst væri að Patreksfirðingar ætl- uðu að hjálpa sér sjálfir eins og frekast væri kostur, en þeir treystu ennfremur á þá aðstoð, sem boðin væri og skylda bæri til að veita samkvæmt landslögum. „Við mætum mjög almennum skilningi og vilja til að hjálpa til við uppbygginguna. Það var niðurstaða fundar okkar með hreppstjórninni, að leita bæri allra tiltækra ráða til hjálpar og byggja upp og bæta það tjón, sem orðið hefur," sagði Sigur- laug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.