Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 Kófdrukkn- ar kýr f.ondon, 2.». janúar. Al*. ALBERT Priday, bóndi í Glou- chestershire skildi ekki í því hvers vegna kýrnar hans voru jafn veikar í hnjánum og raun var. I>ær hrösuðu og duttu og mjólkuðu illa. Eitt sinn kom hann að 18 þeirra úti á túni og gátu þær ekki staðið í fætuma. Grunaði hann að þær hefðu fengið einhvern dularfullar vír- ussjúkdóm. Áður en að dýralæknir gæti litið á dýrin, rak Albert hins vegar í rogastans. Hann var að hlúa að gripum sínum er vit hans skynjuðu kunnuglega lykt úr vitum dýranna. Áfeng- isþefur. Kýrnar voru drukkn- ar, og það ekki lítið. Verstar væru þær svo er timburmenn- irnir lögðust á þær. Bóndi var fljótur að átta sig á ástæðunni. Hann hafði blandað sykurreyr við heyfóð- ur kúnna, og höfðu þær aðeins étið sykurinn, en skilið heyið eftir. Sykurjurtin myndaði síð- an graut í fjórhólfa mögum dýranna og gerjaðist þar með þeim afleiðingum að víma sveif á gripina. „Þær gátu ekki staðið í fæturna og minntu í flestu á drukkið fólk. Þær voru meira að segja glaseygar," sagði Albert við fréttamenn. Blóðnasir gervihjarta- þegans eru úr sögunni Salt l.akt ('Ny, -■'■ janúar. AP. BARNEY ('larke, gervihjarta- þeginn, var í gær á batavegi eftir eina aögeróina enn. Hann fékk þrálátar blóónasir og hætti ekki aó blæóa fyrr en hann var lagóur undir hnífinn og slagæðaendar nærri nefinu saumaóir saman. I gær voru umbúöirnar teknar af og var blæóingin þá hætt, í bili aó minnsta kosti. „Hann er enn mjög máttfar- inn, en gat þó setið uppréttur allan daginn," sagði John Dwan, talsmaður líflækna Clarks í gær. Gærdagurinn var 55. dagur Clarks í tölu lifenda frá því að hið fyrirferðarmikla gervihjarta var grætt í hann. Hann hefur gengist undir nokkra uppskurði síðan vegna aukaverkana ýmiss konar, en jafnan náð sér á strik. Læknar eru bjartsýnir að hann nái sér fullkomlega eftir blóðmissinn. Silungar í súru vatni l.anra*tcr, Knglandi 25. janúar. Al*. EITIR þriggja ára leit, hafa líf- fræóingar fundið silungastofn sem lifað getur í mjög sýróu vatni, súrara vatni en aórir fiskar fá lifað í. Sýruregn hefur verið vax- andi áhyggjuefni umhverfis- verndarmanna síðustu árin og ekki að ástæðulausu, því vax- andi sýrumagn í vatni eyðir í yví flestu eða jafnvel öllu lífi. Þessi fundur í Galloway-skóg- inum í suðurhluta Skotlands, er því afar merkur og mega viðkomandi silungar reikna með því að þeir fái lítinn frið fyrir rannsóknarmönnum á næstunni. Jarðbundinn ET “yna AF • Þessi hnokki var skírður ET er hann kom í heiminn fyrir skömmu, enda þykir hann meira en lítiö líkur hinu vel þekkta fyrirbæri úr kvikmynd Stephen Spielbergs, ET. Þetta er annars nokkurra daga gamall ungi gibbon-apahjónanna í dýragaróinum í Vestur-Berlín. Myndin var tekin er ET „kom fram“ í fyrsta skipti opinberlega. Eitt mesta refsimál Svíþjóðar: Lokuðust inni í 23 daga Peking, 25. janúar. AP. TVEIR kínvcrskir námumenn björg- uðust úr göngum sem hrunið höfðu saman í gær og voru Þ« liönir 23 dagar frá því að óhappið varö. Voru þeir nær dauöa en lífi er að var kom- ió og óljóst hvernig þeir skrimtu. Óhappið átti sér stað um miðjan desember og voru 15 námuverka- menn í göngunum. Brast þá vatns- æð og hrundu göngin saman. 13 manns björguðu sér af eigin rammleik, en hinir tveir lokuðust inni. Síðan hafa vinnufélagar þeirra lagt nótt við dag að reyna að ná til þeirra við hin erfiðustu skilyrði. Hafa þeir þurft að grafa sér leið með berum höndunum í gegn um vatn og aur. Það tókst að lokum og þótti það ganga krafta- verki næst að mennirnir skuli hafa verið á lífi er að þeim var komið. Náðu 80 kg af heróíni Flórens, Ítalíu, 25. janúar. AP. ÍTALSKA lögreglan haföi hendur í hári umfangsmikils eiturlyfjasmygl- hrings i Flórens um síðustu helgi og voru 12 manns handteknir í sömu borg, auk Mílanó og Palermo. Búist er við fleiri handtökum á næstunni, en aðalmiðstöðvar hringsins voru í Flórens. Lagði lögreglan hald á 80 kílógrömm af heróíni sem smygla átti til Banda- ríkjanna í skókössum, en kassarn- ir voru hluti af mikilli skósend- ingu frá Ítalíu til Bandaríkjanna. Stöðumælaverðir í Stokkhólmi stálu meira en 7 millj. skr. Stokkhólmi, 25. janúar. AP. NÆR allir stöóumælaveröir í Stokkhólmi og aóstoóarmenn þeirra hafa verið fundnir sekir um þjófnaó á alls 50 tonnum af mynt, sem ökumenn borgarinn- ar hafa greitt í stööumæla. Hefur undirréttur dæmt 47 borgarstarfsmenn til fangelsisvistar og nema dómarnir 6—22 mánaóa fangelsi fyrir þjófnaö. Tíu borgarstarfsmenn til viðbótar fengu skilorósbundna dóma á meóan enn aörir voru sektaðir. Þeir, sem fengu fangelsisdóma, voru fundnir sekir um að stela frá 25.000 og upp í 680.000 sænskra kr. Aðrir höfðu stolið minna fé. Dóm- ar þessir voru kveðnir upp á föstu- dag að afstöðum þriggja mánaða réttarhöldum. Að hálfu dómstólsins, sem dóm- ana kvað upp, var skýrt frá því, að sakborningarnir, sem voru 58 að tölu, hefðu haft samtals 7,2 millj. sænskra kr. af stöðumælasjóði Stokkhólms, sem ræður yfir 14.000 stöðumælum. Brot þessi hafa ver- ið framin undanfarin fjögur ár. Er hér um eitt stærsta refsimál að ræða í allri sögu Svíþjóðar. Allir sakborningarnir voru reknir úr störfum sínum og dæmdir til þess að greiða aftur það fé, sem þeir höfðu stolið. Verjendur sumra sakborning- anna sögðust áfrýja dómunum yfir skjólstæðingum sínum. Að- eins einn af 35 stöðumælavörðum var fundinn saklaus af allri hlut- deild í brotinu, en hann er félagi í Hjálpræðishernum. Til viðbótar stöðumælavörðunum voru 24 bíl- stjórar, sem tóku þátt í eftirliti og tæmingu stöðumælanna fundnir sekir. Það var verkefni stöðu- mælavarðanna að taka hylkin úr stöðumælunum og afhenda þau síðan bílstjórunum, sem svo áttu að afhenda þau á borgarskrifstof- urnar. Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að stöðumælaverðirnir hefðu í sam- ráði við bílstjórana notað lykla, sem þeir hefðu látið smíða, til þess að opna hylkin sjálfir og stela síð- an peningunum. „Maður á að vera heiðarlegur, það var mér kennt í Hjálpræðis- hernum," sagði Gösta Jansson, 63 ára, eftir réttarhöldin, en hann var sá eini, sem alfarið var sýkn- aður. „Peningarnir tilheyrðu mér ekki,“ var hin einfalda skýring hans á því, hvers vegna hann tók ekki þátt í þjófnaðinum. Það komst upp um þjófnaðinn í ágúst sl. Strauss hafnar „núll-lausninni“ Bonn, 25. janúar. AP. FRANZ JOSEF STRAUSS, einn hclzti leiótogi hægrimanna í Vestur-Þýzka- landi, lýsti sig í fyrradag sammála þeim, sem vilja, að Vesturlönd leiti málamiól- unar vió Sovétríkin í afvopnunarvióræðum þeim, sem fram fara í Genf. Sagöi Strauss, aó svonefnd „núll-lausn“ Bandaríkjamanna væri „frálcit og muni aldrei nást" og að vestræn ríki yrðu aó ganga aó málamiólun, ef unnt ætti aó vera að fá Sovétríkin til þess aö eyóileggja einhverjar af þeim meóaldrægu kjarnorkueldflaugum, sem þau miöa nú á Vestur-Evrópu. „Sovétríkin hyggjast ekki ganga nauðsynlegt er. Það sem unnt er að að „núll-lausninni“ í hinum vest- ræna skilningi hennar," sagði Strauss í viðtali við vestur-þýzka útvarpið á sunnudag, en hann ræddi í síðustu viku við Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna. Strauss sagði enn- fremur í útvarpsviðtalinu: „Það er fráleitt að ætla, að Sovétríkjn séu reiðubúin til þess að eyðiieggja kjarnorkuvopn sín í þeim mæli, sem fá framgengt, er að Sovétríkin fækki þeim eldflaugum, sem þau hafa þegar komið fyrir, svo að Vest- urlönd geti viðhaidið hervæðingu sinni innan samsvarandi þröngra marka.“ Strauss, sem var í kjöri til kansl- araembættis í Vestur-Þýzkalandi árið 1980, sagði hins vegar, að Vest- urlönd yrðu að vera reiðubúin til þess að mæta þeirri hótun, sem fæl- ist í þeim eldflaugum, sem Sovét- ríkin héldu eftir. „Ef Evrópumenn neita að koma upp mótvægi sem samsvarar því, sem hinn aðilinn ræður yfir með tilliti til fjölda og styrks, þá myndi slíkt hafa í för með sér óbætanlegan klofning inn- an NATO,“ sagði Strauss. Hann kvaðst ekki vilja ásaka Bandaríkja- menn fyrir að vilja koma „núll- lausninni" í framkvæmd. Sagði Strauss, að þeir hefðu gert það sök- um þrábeiðni Helmut Schmidts, fyrrverandi kanslara. „Bandaríkja- menn létu tilleiðast til þess að taka upp þessa fráleitu „núll-lausn“, sem þeir viidu alls ekki sjálfir,“ sagði Strauss ennfremur. Nú, þegar mjög margir vestur- Franz Josef Strauss þýzkir stjórnmálamenn hafa orðið til þess að mæla með málamiðlun á þessu sviði, virðist Helmut Kohl kanslari hafa einangrast meir og meir, en hann hefur mælt mjög með „núll-lausn“ Bandaríkjamanna. Samkvæmt henni mun NATO hætta við að koma upp fyrirhuguð- um 572 kjarnorkueldflaugum í Vestur-Evrópu síðar á þessu ári, ef Sovétríkin eyðileggja allar meðal- drægar eldflaugar sínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.