Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 27 Þorra fagnað Kgilsstöðum, 22. janúar. {GÆR efndu Egilsstaðabúar til þorra- blóts í Valaskjálf samkvæmt venju og sóttu fagnaðinn um 300 manns að sögn Guðmundar Þorleifssonar, for- manns undirbúningsnefndar. í undir- búningsnefnd sátu 32 einstaklingar, 15 hjón og 2 einhleypingar. Undirbún- ingsnefnd samdi og flutti öll skemmti- atriði, bakaði laufabrauð og sá um framreiðslu á þorramatnum og drykkj- arfóngum. Þorrafagnaöur þessi þótti takast hið besta og góður rómur gerð- ur að skemmtiatriðum jafnt sem Ijúf- fengum veitingum. Stiginn var dans allt til klukkan fjögur í nótt. Það hefur verið föst venja allt frá stofnun Egilsstaðahrepps 1947 að efna til þorrafagnaðar fyrsta dag í Þorra. Hér á árum áður sóttu nær allir íbúar hreppsins, a.m.k. þeir sem vettlingi gátu valdið, þorrablót- in — en með vaxandi byggð hefur hlutfallslega dregið úr þátttöku — eins og gefur að skilja. Ibúar hinna eldri hreppa á Héraði hafa fagnað Þorra með sérstöku þorrablóti samkvæmt siðvenjum allt frá 1896 eða 1897 — og svo mun einnig verða nú. Munu íbúar Fella- hrepps halda sitt þorrablót um næstu helgi. — Ólafur. * * Islandsmyndir — Islandskort í TEXTA undir teikningu af verzlun frá fyrri tímum sem birtist á forsíðu blaðs tvö af Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sl. sunnudag, er ranghermt að óvíst sé hvaðan myndin er komin upphaflega. í bók Hjálmars R. Bárðarsonar „Island, svipur lands og þjóðar" segir eftirfar- andi um teikninguna. „Teikningin hér að ofan sýnir verzl- un í Reykjavík árið 1874. Það ár komu margir fréttamenn til íslands vegna þúsund ára landnámshátíðar. Margir þeirra voru drátthagir fréttamynda- teiknarar, raunar „fréttaljósmynd- arar“ síns tíma. Þessi teikning er eft- ir brezkan listamann, Melton Prior að nafni, sem kom til landsins á vegum blaðsins The Illustrated London News, og teikningin birtist í blaðinu 30. desember 1876 ásamt skemmti- legri lýsingu á slíkri verzlun í Reykja- vík 1874. Þar segir að búðir kaupmanna beri engin nöfn eða merki utandyra, en séu þó auðfundnar og snúi allar fram- hliðar til sjávar... Innan við þröngt anddýri er bæði almenn búð og vöru- lager en á bak við járnrimla standa bókhaldari og gjaldkeri við skrifpúlt sín. í þessum búðum er hið margvís- legasta framboð á mjög svo fjarskyld- um vörum: efni í ströngum, silki og satín, flatjárn til járnsmíða, vír og saumur, verkfæri og áhöld til smíða, skóflur og ljáir, saumavélar, fiskilín- ur og önglar, riflar og skotfæri, kornvara, kandíssykur, rúgsykur og hvítsykur, smjör, stundum erlent, sveskjur, rúsínur og fíkjur. Neðan úr loftbitum og rjáfri hanga ýmsar gerð- ir af pottum og pönnum, vatnsfötum, trektum, steinolíulömpum og olíu- lömpum. Þá er áberandi framboð áfengra drykkja. Ekki verður betur séð, segir í þessum texta, en að lista- teiknarinn Príor hafi tekist vel að lýsa þeirri búð sem hér var lýst í orð- um.“ Landslagskort af hafsbotni MEÐ samlali sem birtist sl. sunnudag við Hans G. Anderscn, sendiherra, átti að fylgja kort af landslagi af hafsbotn- inum umhverfis ísland. Þvi miður urðu þau mistök við síöustu handtök- in, að öfug hlið á kortablaðinu var birt og við lesendum blasti yfirborð jarðar- kringlunnar með hefðbundnum hætti en ekki leyndardómur hafdjúpanna. Hér verður reynt að bæta um betur um leið og mistökin eru afsökuð. Kortið sýnir landgrunnshryggina og misfellur á sjávarbotninum um- hverfis ísland. Samið hefur verið um skiptingu la'ndgrunnsins í áttina að Jan Mayen og sameiginlega stjórn íslands og Noregs á því svæði. Á Reykjaneshrygg geta ís- lendingar helgað sér landgrunnið allt að 350 mílur út frá grunnlínum og niður eftir hlíðum hryggsins í samræmi við ákvæði Hafréttar- sáttmálans. Ákvörðun um mörkin í hlíðunum verður að taka í samráði við sérstaka landamæranefnd sem skipuð er samkvæmt Hafréttar- sáttmálanum. Suður undir Bretlandseyjum og Irlandi er Rockall-svæðið, en íslend- ingar gera tilkall til yfirráða á því og byggja þær óskir á ákvæðum Hafréttarsáttmálans. Benti Hans G. Andersen á það í fyrrgreindu sam- tali, að viðræður við Breta, íra og Færeyinga um yfirráð á Rockall- svæðinu yrðu flóknar og erfiðar vegna málavaxta, en rökin í okkar málflutningi byggjast á jarðfræði- legum og jarðeðlisfræðilegum atrið- um. WATERPLUG I tti WwPW ■ '' !i steinprýði Viðgerðarefni sem stöðvar rennandi vatn Sementsefni sem þenst út viö hörönun og rýrnar ekki. Þetta efni er talin alger bylt- ing enn í dag. v/Stórhöföa 16, símar 83340 — 84780. Meira úrval... af alls konar fatnaði á börn, dömur og herra. Og prísarnir koma öllum til að brosa. ^UÐURLfíNDSBRnur Opnunartími: Mánud.—miövikud. 10—19. Fimmtud. og föstud. 10—22. Laugardaga 10—19. LflUGfl^^yCÖLL Og nú geturðu verslan út á kreditkortid þitt Verksmiðjuútsalan Blossahúsinu — Ármúla 15. Sími 86101. Áskriftcirsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.