Morgunblaðið - 26.01.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.01.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 7 HEFURÐU ÁHYGGJUR AF MORGUNDEGINUM? LÍÐUR ÞÉR ILLA í MARGMENNI? ÁTTU ERFITT MEÐ AÐ HALDA UPPI SAMRÆÐUM? HEFUR PÚ NÁÐ ÞEIM ÁRANGI SEM ÞÚ ÆTLAÐIR? ÁTTU ERFITT MEÐ AÐ HALDA RÆÐU? Dale Carnegie námskeiöin hafa hjálpaö um 6000 manns hér á landi til aö veröa hæfari einstaklingar og hver veit nema viö getum gert þaö sama fyrir þig. Nýtt námskeiö er aö hefjast í þessari viku — nokkur pláss laus. Námskeiðið hjálpar þér aö halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. Starfa af meiri lífskrafti og byggja upp meira hugrekki og sjálfstraust. Stækka vinahóp þinn, gera þig aö betri ræöumanni. Fjárfesting í menntun gefur þér arö æfilangt. QO/111 Innritun og upplýsingar í síma Qib | Einkaieyfi á íslandi. STJÓRNUNRSKÓLINN Konráð Adolphsson. Síðumúla 35 DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐ/N Úr aftursætí venjulegs fólksbils eru margar útgönguleiðír fyrirböm án þess að nota dvmar! Öll viljum við tryggja sem best öryggi barnanna okkar í umferðinni. Við vitum að það er ekki nóg að láta þau sitja í aftursætinu, heldur er mikilvægt að þau séu örugglega skorðuð, hvort sem það er í bílstól, burðarrúmi eða bílbelti. Við höfum sérhæft okkur í öryggisbúnaði fyrir börnin,-búnaði sem hentar í flestar gerðir fólks- bifreiða. Barnastólar (fyrir 9 mán. - 6 ára) verð frá kr. 1.077,- Barnapúðar (fyrir 6-12 ára) verð kr. 357,- Burðarrúmsfestingar (fyrir 0-9 mán.) verð kr. 995,- Beitastóll (fyrir 6-12 ára) verð kr. 1.029.- VELTIR HF. Simi 35200 Samkennd þjóðar A örlagastundum, þegar náttúruhamfarir höggva skörö í okkar fámennu þjóö, finnum viö íslendingar til sterkari samkenndar en í annan tíma. Viöbrögö dagblaöanna, sem títt deila, spegalaði þessa samkennd í gær, en forystugreinar þeirra fjölluöu nær allar um eitt og sama efniö. Staksteinar birta í dag kafla úr forystu- greinum þriggja dagblaöa, sem skrifa um snjóflóðin í Patreks- firði. Látiö er nægja aö vísa til forystugreinar Morgunblaösins, sem bar yfirskriftina „Sorg á Patreksfirði". Áföll frá nátt- úrunnar hendi Tíminn segir m.a.: „Enn einu sinni hafa óblíð náttúruöflin valdið dauða, þjáningum og gíf- urlegu eignatjóni í islensku sjávarplássi. Snjó- og aurskriður, sem féllu á byggð á Patreksfirði, kost- uðu fjögur mannslíf, og gerðu margar fjölskyldur heimilislausar. l>essi ógnartíðindi bárust um það leyti sem tíu ár voru liðin frá náttúruhamlorunum í Vestmannaeyjum. Og enn skemmra er liðið síðan snjóflóð féll á Neskaupstaö með hörmulegum afleið- ingum, eins og alþjóð er í minni. Við þessar hörmulegu fréttir frá Patreksfirði leit- ar hugurinn að sjálfsögðu fyrst til þeirra, sem misstu ástvini sína í þessum nátt- úruhamförum. peirra miss- ir er mestur. En margir fleiri hafa orðið fyrir alvar- legu tjóni, misst heimili sín og aðrar eigur. l*að er tjón sem allt þjóðfélagið mun bera eins og í náttúruham- förunum í Vestmannaeyj; um fyrir einum áratug. í okkar harðbýla landi eru slík áföll frá náttúrunnar hendi sameiginlegt tjón þjóðarinnar alirar og er með viðlagatryggingu bætt sem slíkt. En þótt eigur manna séu þannig bættar í náttúru- hamförum þá er auðvitaö Ijóst, að slikir ógnaratburð- ir skilja eftir djúpt sár sem tíminn einn fær læknað. Hugir allra landsmanna eru hjá Patreksfirðingum í erfiöleikum þeirra. Fjöl- margir sjálfboðaliðar víða að hafa tekið rösklega til hendinni við björgunar- og hreinsunarstarf i bænum og sýnt þannig í verki þann samhug, sem býr meö þjóð- inni allri á slíkum harma- stunduin." • • Oxlum tjónið sameiginlega Dagblaðið og Vísir segir: „Patreksfjörður er til- tölulega afskekktur, þrátt fyrir bættar samgöngur. Aður en flugvöllur var lagöur i nágrenni bæjarins, þurfti að fara um erfiða fjallvegi og langan veg til að komast til og frá Pat- reksfirði. Kauptúnið sjálft stendur undir brattri fjalls- hliðinni og köld „innlögn- in“ af opnu hafinu gerir það að verkum að naprir vindar næða og gerir land- ið hrjóstrugt og lífsbarátt- una haröa vestur þar. Pat- reksfjörður er verstöð sem íbúarnir hafa af ótrúlegum dugnaði byggt upp og hald- ið tryggð við. I>eir eru ekki óvanir því V’estfirðingar að takast á við náttúruna og veðurhaminn, þótt sú við- ureign sé á stundum ójöfn. A slíkum stundum sem þessum, þegar hætta og neyð vofir yfir íslensku byggðarlagi, standa lands- menn saman. Örlög Pat- reksfirðinga, alveg eins og vandi Vestmanneyinga á sínum tíma, eru örlög og ógnir allrar þjóðarinnar. I>að sýna viðbrögð björg- unarmanna sem sumir hverjir hafa lagt sig i lífs- hættu til að veita aðstoð. Tugir manna voru í við- bragðsstellingum strax og neyðarkallið kom. Enginn þarf að efast um, að ís- lendingar munu sameigin- lega axla það tjón, sem hér hefur orðið. Mannslífin verða ekki endurheimt, og sorgin og söknuðurinn verða ekki afmáð. En saga Patreksfjarðar og annarra sjávarplássa við strendur landsins sannar og stað- festir, að Patreksfirðingar munu ekki gefast upp. Keynslan af endurreisn Vestmannaeyja verður þeim og öðrum til eftir- breytni. l>essir atburðir minna okkur fslendinga á, að sambýlið við náttúruöfl- in er ekki leikur heldur líf, harðncskjulegt líf. Við bjóðum því byrginn.“ „Milli 800 og 900 mannslíf“ Korystugrein l'jóðviljans lýkur á þessum orðum: „Yfir okkur gnæfir fjall- ið bert og grátt, og hafið svngur ögrandi ljóð.“ „l'annig sjáum við Pat- reksfjörð í Ijóði Jóns úr Vör, sem tengist fjalli og hafi æskustööva skáldsins þar vestra. Á íslandi stendur víða byggð undir bröttum fjöll- um, og þegar fannfergi hleðst í fjallabrúnir, en hálka undir, þá er hætt við snjóflóðum ekki síst við veðrabrigði. l»ví fer fjarri, að við Islendingar höfum lagt þá áherslu á snjóflóða- varnir, sem vert væri. Þótt fullkomnar varnir gegn ógnarafli snjóflóðanna séu engar til, þá er með nútímatækni hægt að draga mjög verulega úr hættunni svo sem dæmin sanna. 1 þeim efnum var hafist handa allvíða eftir mannskaðann mikla af völdum snjóflóðs í Nes- kaupstað fyrir fáum árum. Langtum öflugra átaks er þó þörf á þessu sviði og þurfa ríkisvald og sveitar- félög að taka þar höndum saman með skipulegum hætti. 1 aldanna rás höfum við Islendingar misst svo vitað sé á milli 800 og 900 mannslíf af völdum snjó- fióða og skriðufalla, þar af hafa nokkuð yfir 600 farið í snjófióðum samkvæmt yf- irlitsriti Olafs Jónssonar um þessi efni. Á síðari ár- um hefur slysavörnum fleygt fram á flestum svið- um fyrir samciginlegt átak margra góðra manna. Lát- um ekki lengur bíða skipu- legar varnaraðgerðir gegn þeim mikla vágesti sem snjóflóðin eru. Þjóðviljinn vill að lokum minna á það mikla björg- unarstarf, sem unnið var á Patreksfirði bæði af heimafólki og aðkomu- mönnum. Fyrir harðfylgi og atorku björgunarmanna tókst að bjarga nokkrum manneskjum lifandi undan snófarginu. Aðstandendum hinna látnu vottum við samúö.“ r REGINA C MEÐ LEIÐRÉTTINGU Nýja rafritvélin frá Olympia er léttbyggó og fyrirferóar- lítil, en hefur þó kosti stærri ritvéla. ,,Skjalataska“, 31 sm vals, 8 endurtekningarvinnslur, hálft stafabil, léttur ásláttur og áferóarfalleg skrift. Sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður léttir og eykur afköstin. o Olympia Wm&mm KJARAINI HF l ÁRMULI 22 - REYKJAVÍK - SlMI 83022

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.