Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 23 Sjálfstæðismenn í Suðurlandskjördæmi: Þorsteinn, Arni, Egg- ert og Siggeir efetir Þorsteinn með flest atkvæði í 1. sæti og flest atkvæði samtals Guðmundur Karlsson alþingismaður varð í 5. sæti með samtals 1876 atkvæði ÞORSTEINN Pálsson varð efstur í prófkjöri sjálfstæóismanna í Suóur- landskjördæmi, sem fram fór um helgina. Þorsteinn hlaut 1.571 at- kvæói í 1. sæti, og samtals 2.348 atkvæói i 1. til 4. sæti. og varð at- kvæóahæstur allra i prófkjörinu. Arni Johnsen varð í 2. sæti meó sam- tals 1.353 atkvæói í 1. og 2. sæti. Eggert Haukdal varð í þriója sæti meó samtals 1.882 atkvæói í 1. til 3. sæti. I fjóróa sæti varó Siggeir Björnsson meó samtals 2.235 at- kvæði í I. til 4. sæti, og varó hann næsthæstur að heildaratkvæóa- magni í prófkjörinu. Nánari skipting atkvæða varð sem hér segir: Þorsteinn Pálsson: 1. sæti: 1.571. 2. sæti: 529. 3. sæti: 200. 4. sæti: 48. Samtals: 2.348 at- kvæði. Árni Johnsen: 1. sæti: 616. Allar aðstæður til að Sjálfstæðisflokkur- inn standi samein- aður og öflugur „Ég met mikils það traust er okkur var sýnt, sem að mínu framboði stóðu," sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. „Ég vil færa öllu því fólki miklar þakkir sem lagði hönd á plóginn,“ sagði Þorsteinn ennfremur. „Það er mikið verk framundan; 2. sæti: 737. 3. sæti: 573. 4. sæti: 188. Samtals: 2.114 atkvæði. Egg- ert Haukdal: 1. sæti: 653. 2. sæti: 697. 3. sæti: 532. 4. sæti: 182. Sam- tals: 2.065 atkvæði. Siggeir Björnsson: 1. sæti: 18. 2. sæti: 306. 3. sæti: 463. 4. sæti: 1.448. Samtals: 2.235 atkvæði. Guðmundur Karls- son: 1. sæti: 394. 2. sæti: 756. 3. sæti: 520. 4. sæti: 206. Samtals: 1.876 atkvæði. Óli Þ. Guðbjarts- son: 1. sæti: 829. 2. sæti: 365. 3. sæti: 239. 4. sæti: 49. Samtals: 1.482 atkvæði. Aðrir fengu færri atkvæði, en alls voru 12 menn í framboði í prófkjörinu. Árni Johnsen hlaut sem fyrr segir 1.353 atkvæði í 1. til 2. sæti, en Eggert Haukdal hlaut 1.350 í sömu sæti. Er talningu var lokið um klukkan 3 í fyrrinótt óskaði allar aðstæður til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn geti staðið sameinaður og öflugur að loknu þessu prófkjöri, því það er málefn- abarátta hans sem mestu máli skiptir." Árni Johnsen: Kosningabaráttan fór vel og drengi- lega fram „Ég er ánægður með úrslit prófkjörsins og þakklátur þeim mikla fiölda er veitti mér stuðn- fulltrúi Eggerts því eftir endur- talningu milli Árna og Eggerts, og var þegar í stað orðið við óskinni. Endurtalning breytti hins vegar engu, og lauk henni um klukkan 5 um morguninn, að því er formaður kjörstjórnar, Ólafur Helgi Kjart- ansson á Selfossi, tjáði Morgun- blaðinu í gær. Ólafur Helgi sagði að samtals hefðu gild atkvæði verið 4.290. Auðir seðlar voru 6. Ógildir seðlar voru 441. Samtals kusu því í prófkjörinu 4.737 stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskjördæmi. Ólafur sagði að flestir ógildu seðlanna hefði verið merktir með krossum framan við nöfn frambjóðenda í stað númera og eins hefðu allmargir merkt við fleiri en einn frambjóðanda í hverju svæði kjördæmisins. ing,“ sagði Árni Johnsen er blaða- maður Morgunblaðsins ræddi við hann í gærkveldi. „Ég vil sérstak- lega þakka þvi baráttuglaða fólki sem stóð að baki mér í þessari baráttu um allt kjördæmið, en prófkjörsbaráttan fór að mínum dómi vel og drengilega fram, enda ekki ástæða til annars. Öðrum frambjóðendum vil ég þakka þessa drengilegu baráttu, en nú er næsta verkefni okkar að snúa bökum saman og vinna Sjálf- stæðisflokknum fylgi í kosningun- um. Auðvitað eru ekki allir á eitt sáttir þegar upp er staðið, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur byr nú, og þessi hópur er sterkur og nær miklum árangri ef hann stendur vel saman." Eggert Haukdal: Stödug lygi um hrossakaup spillti fyrir mér „Að sjálfsögðu er ég óánægður með mína útkomu og hafði ég von- ast eftir að hún yrði betri,“ sagði Eggert Haukdal í gærkveldi. „Ég þakka öllum þeim er studdu mig í þessu prófkjöri. í sjálfu sér hef ég ekki miklu við þetta að bæta,“ sagði Eggert, „en það geta verið margar ástæður fyrir þessum úrslitum. Ef til vill tók ég þessu of rólega, var ekki með neina kosningavél í gangi, miðað við hvað sumir aðrir gerðu. I annan stað voru fjölmiðlarnir mér ekki vinsamlegir á meðan á þessu stóð, með stöðuga lygi um hrossakaup og hvers kyns vinnu- brögð, svo sem sjónvarpið sagði. Svo lengi má endurtaka hverja lygi að henni verði trúað." Siggeir Björnsson: Þakklátur þeim er studdu mig „Ég er þakklátur þeim er studdu mig og ánægjulegt er hve þátttak- an í prófkjörinu var mikil," sagði Siggeir Björnsson í Holti í samtali við Morgunblaðið í gær. „Af þess- um úrslitum má ráða, að Guð- mundur Karlsson hverfur af Al- þingi, og ég sakna hans, þó vissu- lega komi góðir menn í staðinn og allir þessir menn séu ágætir. Annað hef ég ekki að segja að svo stöddu,“ sagði Siggeir, „en vil ítreka þakkir mínar til stuðnings- manna minna og kjósenda." Guðmundur Karlsson: Vil ekkert segja „Ég vil ekkert segja, hef engan áhuga á því,“ sagði Guðmundur Karlsson, er blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við hann í gær- kveldi. Óli Þ. Guðbjartsson: Vona að Mbl. reyni ekki að efast um að úrslitin séu marktæk „MÉR er efst í huga að loknu þessu opna prófkjöri okkar sjálf- stæðismanna, hin gífurlega þátt- taka“ sagði Óli Þ. Guðbjartsson í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi. „Ég vona bara að Morgun- blaðið reyni ekki að efast um að úrslitin séu marktæk, eins og blaðið gaf í skyn um úrslitin í Norðurlandi vestra. Hvað gengi sjálfs mín varðar, þá get ég allvel við unað að verða í öðru sæti um samkeppnina um 1. sæti listans. Ég vil koma á fram- færi sérstöku þakklæti til fjölda stuðningsmanna minna, sem lögðu á sig feikilega vinnu og ósér- plægni. Þeim fæ ég seint fullþakk- að. Auðvitað stefni ég áfram að því að vinna Suðurlandi allt það gagn sem ég má, og stuðla að samstöðu og sigri Sjálfstæðisflokksins úr því sæti listans sem ég hreppti í þessu prófkjöri, ekki síður en formaðurinn úr sínu sjöunda," sagði Óli að lokum. w iw VI^UIII \/l IU eintök eftir af þessum frábæru jeppum árgerð '82 8cyl. 318 ci. Sjálfskiptur meö aflstýri, aflbremsum og Deluxe innréttingu. Bjóddu veðurguðunum byrginn - á Dodgc Ramchargcr SE *B Tryggðu þér einn, - strax í dag. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.