Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1983 29 Minning: Asgeir Ragnar Sigurðs- son útsendingarstjóri Sú óvænta harmafregn barst starfsmönnum Sjónvarpsins sunnudaginn 16. janúar að Asgeir R. Sigurðsson, útsendingarstjóri, væri látinn. Hann var aðeins tæpra 35 ára gamall, fæddur 27. febrúar 1948 í Reykjavík, sonur hjónanna Ingi- bjargar Jónsdóttur og Sigurðar Kr. Þórðarsonar, gjaldkera. Arið 1973 kvæntist hann Sigrúnu Guð- geirsdóttur, og áttu þau tvö börn, Vilhjálm Geir og Asdísi. Þau hjón slitu samvistum. Að lokinni al- mennri skólagöngu starfaði As- geir um tíma hjá Stálumbúðum, en hóf síðan nám í símvirkjun hjá Landssíma íslands, sem hann lauk haustið 1968. Hann starfaði áfram á radíóverkstæði Landssímans til októbermánaðar 1970, en hóf þá störf hjá Sjónvarpinu. í fyrstu starfaði hann í kvikmyndasýn- ingadeild. Þar vakti hann þegar athygli sem mjög glöggur tækni- maður og áreiðanlegur starfsmað- ur í hvívetna. Þegar starf útsend- ingarstjóra varð laust vorið 1973 var honum falið það, og gegndi hann því með mikilli prýði til síð- asta ævidags. Starf útsendingarstjóraf'.ai'^að sjá til þess að dagskrá Sjónvarps- ins komist snurðulaust til áhorf- enda. Ótal hlutir geta farið úr- skeiðis í þeim margbrotna tækja- búnaði sem útsendingin krefst. Óvænt atvik verða sífellt sem krefjast skjótra viðbragða, með því að allar tafir og öll mistök ger- ast fyrir augum alþjóðar. Örugg dómgreind Ásgeirs, snarræði hans og fumleysi, ásamt góðum verk- stjórnarhæfileikum voru eigin- leikar sem nýttust hér til fulls. í daglegri umgengni var Ásgeir mikið prúðmenni. Hann var hlé- drægur og seintekinn í kynningu og afar dulur um eigin hagi. Á þessari stundu er minnst með þakklæti hinna ágætu starfa hans í þágu Sjónvarpsins og aðstand- endum hans votta ég innilega samúð. Pétur Guðfinnsson Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minningargreinar verða að berast blaöinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðastu lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaöur. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góöu línubili. Kveðja frá starfsfélögum í sjónvarpinu Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr e( sama. Kn orðstírr deyr aldrigi, hveims sér góöan getr- (í'r llávamálum) Félagi okkar, Ásgeir Sigurðs- son, er horfinn af sjónarsviði jarðneskrar tilveru, langt um ald- ur fram. Sunnudaginn 16. janúar sl. barst samstarfsfólki Ásgeirs heitins sú harmafregn, að hann væri látinn. Starf Ásgeirs var að hluta stjórn útsendingar sjón- varpsdagskrár. Hann var ávallt fyrstur til vinnu og það vakti óljósa undrun okkar að hann var ekki til staðar á réttum tíma. Annríkið í sjónvarpinu var að færast í eðlilegt horf eftir starfs- þunga árskipta og þennan dag var jafnvel griður gefinn í stríði vetr- arveðra. Aðeins ein skýring kom í hugann — tafir í umferðinni. Staðfesting á fjarveru Ásgeirs fékkst litlu síðar og hún kom sem reiðarslag. Hann var látinn. Það var þögull hópur sem tók til starfa. Ásgeir var jarðbundinn per- sónuleiki. Hann var maður stað- reynda og rökvísi, maður sannana og sannleiks. Hann var hnyttinn, hann var dapur og hann var glað- ur eins og gerist og gengur, en dýpstu tilfinningar sínar bar hann ekki á torg. Ásgeir var félagi í starfi og leik, ekki sízt þegar leita þurfti aðstoðar eða álits varðandi réttindi og skyldur, tölvur eða gang himintungla. Hann var traustur liðsmaður í baráttunni um hagsmuni tækni- manna og var sjaldan hlutlaus. Hann var haukur í horni. Undarleg er sú tilfinning að eiga eftir að ganga um sali sjón- varpsins án þess að hitta Ásgeir, skiptast á skoðunum, ræða starfið eða spyrja ráða. Eftir stendur vandfyllt skarð í hópi félaga og minning um góðan dreng. Við vottum aðstandendum, ætt- ingjum og vinum okkar einlægu samúð í sorg þeirra. Gunnar Guðmundsson Selfossi — minning Fæddur 10. maí 1926 Dáinn 1. janúar 1983 Kveðja frá félögum í Karla- kór Selfoss. Þegar Karlakór Selfoss kemur saraan til æfinga á nýbyrjuðu ári hefur skarð verið rofið í hópinn, vinur er horfinn á braut. Gunnar Guðmundsson var virkilegur vinur og félagi allra sem hann umgekkst. Ávallt með spaugsyrði á vör, reiðubúinn að lífga upp á hversdagsleikann. Hin eðlislæga orðhnyttni Gunnars heitins naut sín vel í glaðværum hópi og á góðum stundum. Það þótti því lítil skemmtisamkoma hjá Karlakórnum ef þar var ekki eitthvert gamanmál samið eða flutt af Gunnari heitnum. Frá þeim tímá sem Karlakórinn var stofnaður 1965, þótti ávallt sjálf- sagt að leita til hans þegar þörf var fyrir gamanefni af einhverju tagi, enda reyndist Gunnar heit- inn ætíð reiðubúinn og sá ekki eft- ir þeim tíma sem hann þurfti þannig að sjá af. Ein síðasta minningin af þessum vettvangi er frá myndakvöldi Karlakórsins á sl. hausti, þar sem Gunnar sat við sýningarvélina og fléttaði saman í máli og myndum, vorferðalagi kórsins, eins og honum einum var lagið. Gunnar heitinn var einn af stofnendum Karlakórsins og áhugasamur kórfélagi alla tíð. Af þeim sökum m.a. gegndi hann störfum formanns í kórnum árin 1970—1974. Til marks um stöðug- an áhuga Gunnars heitins má geta þess að hann var einn fárra sem verðlaun hlaut fyrir að hafa mætt á allar æfingar sl. vetur. Þegar við kórfélagarnir stönd- um nú svo óvænt frammi fyrir þeirri staðreynd að sjá á bak þess- um félaga okkar yfir landamæri lífs og dauða, þá brennur efst í huga okkar tregablandinn söknuð- ur en jafnframt þakklæti fyrir all- ar þær ánægjustundir sem við nutum í samvistum við þennan lifsglaða félaga. Við vottum aðstandendum Gunnars heitins okkar innilegustu samúð. Kórfélagar og stjómandi Síðasti skiladagur fyrir einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur er 15. mars. Ríkisskattstjóri J ITTGLOT TAIJMri Einn rraml(M<kiMli • Eitt umboð Viö höfum tekið að okkur umboð fyrir Talbot bifreiðar fyrir Automobiles Peugeot í Frakklandi. Eftir þessa sameiningu getum við boðið upp á tugi mismunandi gerða bifreiða. Peugeot bifreiðaverksmiðjurnar eru með elstu bílaframleiðendum heims og hafa lengi verið í fararbroddi og bjóða nú 6 ára ryðvarnarábyrgö fyrstir manna. CM I lf> mmi 00 ifl rr < II o LL ljl <1 J. (D < >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.