Morgunblaðið - 26.01.1983, Side 22

Morgunblaðið - 26.01.1983, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra: Þingmenn flokksins í tveim efstu sætunum Lárus Jónsson, alþingismaöur varö efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra, sem fram fór um helgina. Hann fékk 1120 atkvæöi í 1. sæti, en 1765 at- kvæöi alls. Annar í rööinni varð Halldór Blöndal alþingismaður. Hann fékk 1274 atkvæði í 1. og 2. sæti og 1669 atkvæði alls. Þriðji í röðinni varð Björn Dagbjartsson, en hann fékk 878 atkvæði í 1.—3. sæti, 1248 í heild. í fjórða sæti varð Vigfús B. Jónsson. Hann fékk 992 atkvæði í 1,—4. sæti. Heildaratkvæðatala hans var 1219. I fimmta sæti varð Júlíus Sólnes. Hann hlaut 1047 at- kvæði í 1,—5. sæti, 1097 í heild. í sjötta sæti varð Svavar B. Magn- ússon. Hann hlaut 1047 atkvæði i 1.—6. sæti, en einungis var raðað í sex sæti. Sverrir Leósson bauð einnig fram í prófkjörinu og hlaut hann 907 atkvæði í 1.—6. sæti. Alls neyttu 2064 atkvæðisréttar síns, en prófkjörið var bundið við flokksbundna sjálfstæðismenn og þá sem undirritað höfðu stuðn- ingsyfirlýsingu við flokkinn. Kjör- sókn var góð að sögn Ragnars Steinbergssonar formanns kjör- stjórnar, því að 2350 voru á kjör- skrá. 107 atkvæði voru ógild og 3 seðlar auðir. Til samanburðar má geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2762 atkvæði í Norðurlands- kjördæmi eystra í síðustu kosn- ingum. Talning gekk vel fyrir sig. Svo til öll gögn voru komin til Akur- eyrar klukkan 14.00 á mánudag og og lá niðurstaða úr prófkjörinu fyrir um klukkan 00.45. Kosning hófst klukkan 10.00 á laugardags- morgun og var kjörstöðum yfir- leitt lokað kl. 19.00 á sunnudag, þó sums staðar væri það gert fyrr. Lárus Jónsson: Kosningin mjög eindregin fyrir okkur Halldór „Þetta var að okkar mati ágæt þáttaka og kosningin var mjög eindregin fyrir okkur Halldór og það út af fyrir sig er mjög ánægju- legt,“ sagði Lárus Jónsson alþing- ismaður, sem varð í 1. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Norð- urlandskjördæmi eystra, en hann skipaði einnig það sæti í síðustu alþingiskosningum. „Ég vil nota tækifærið og þakka mínu stuðningsfólki mjög vel unn- ið starf og ég vona að niðurstaðan verði okkur öllum til styrktar í næstu alþingiskosningum. Ég er mjög bjartsýnn á komandi kosn- ingar, það er mikill byr með okk- ur, ég varð greinilega var við það, enda sýnir þáttakan í prófkjörinu það ótvítætt. Sérstaklega er þátt- akan góð miðað við það, að fcik í þessu kjördæmi er nú yfirleitt heldur á móti prófkjörum," sagði Lárus Jónsson ennfremur. Halldór Blöndal: Mjög ánægöur yfir þessum úrslitum „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður yfir þessum úrslitum og þakklátur öllu því fólki sem veitti mér stuðning. Ég er í engum vafa um það að listinn er sterkur eins og hann liggur fyrir og hef fundið að Sjálfstæðisflokkurinn á auknu fylgi að fagna í kjördæminu," sagði Halldór Blöndal alþingis- maður í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann hlaut 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, en það sæti skipaði hann einnig í síð- ustu alþingiskosningum. „Prófkjörið fór vel og drengi- lega fram og styrkir flokkinn í þeim átökum sem framundan eru,“ sagði Halldór Blöndal enn- fremur. ríkur og ánægjulegur. Ég varð ekki var við annað en heiðarlega og drengilega baráttu og ég skil ekki í öðru, en þetta prófkjör hafi orðið flokknum til stuðnings og framdráttar. Ég hafði ekki mikið af fólki til að vinna fyrir mig, en það voru traustir og ötulir menn, sem það gerðu, og ég kann þeim bestu þakkir fyrir," sagði Björn ennfremur. „Það er greinilegur vilji fólksins sem þarna kemur fram. Þetta eru nokkuð hrein úrslit og þar af leið- andi hlýtur þetta að vera sterkasti listinn. Ég held að allir hljóti að vera ánægðir með að listinn fékkst fram með þessum hætti, þó það geti vel verið að hann hefði ekki orðið ósvipaður án prófkjörs. Ég held að nú sé virkilega lag til stærri hluta. Sjálfstæðisflokkur- inn átti þrjá þingmenn í kjördæm- inu um langan aldur og við skulum vona að það verði aftur,“ sagði Björn Dagbjartsson að lokum. Björn Dagbjartsson: Greinilegur vilji fólksins sem þarna kemur fram „Ég held ég hljóti að vera mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Ég byrjaði ekki að hugsa um þetta fyrr en einhvern tíma í september og þetta er stuttur tími. Ég er nýr í þessu og mér þykir vænt um að svona margir skuli hafa það álit á manni að gefa mér sitt atkvæði," sagði Björn Dagbjartsson, sem varð í þriðja sætinu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðurlands- kjördæmi eystra. „Þessi tími hefur verið reynslu- n Vigfús B. Jónsson: Líst vel á kom- andi kosningar „Ég er ánægður með minn árang- ur. Ég vann ákaflega lítið í þessu og get því verið ánægður með hann, en þó svo sé, er ekki þar með sagt að ég hefði ekki viljað hafa heildarniðurstöðuna eitthvað öðru vísi. Mér finnst athyglisverðast við niðurstöðuna það mikla fylgi sem Lárus og Halldór fengu," sagði Vigfús B. Jónsson, bóndi á Laxamýri í Aðaldal, en hann varð í fjórða sæti í prófkjörinu í Norð- urlandskjördæmi eystra. „Ég er nokkuð ánægður með listann sem heild, en hann hefði ef til vill getað verið sterkari að mínu mati. Ég vona að þetta prófkjör hafi engin eftirmál í för með sér og vona að þetta verði sterkur listi og að Sjálfstæðis- menn standi fast að baki honum. Mér líst vel á komandi kosningar, straumurinn liggur til okkar eins og þessi þátttaka í prófkjörinu bendir eindregið til, þannig að Sjálfstæðismenn geta litið fram- tíðina björtum augum,“ sagði Vig- fús B. Jónsson. Júlíus Sólnes: Meginfylgi mitt á Akureyri „Ég er tiltölulega ánægður með niðurstöðuna miðað við þann stutta tíma sem ég hafði til þess að kynna framboð mitt, sérstak- lega vegna þess að ég komst ekki út í kjördæmið, meðal annars vegna ófærðar og því var megin- fylgi mitt á Akureyri," sagði Júlí- us Sólnes prófessor, en hann varð í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. „Ég fann í minni kosningabar- áttu að Sjálfstæðisflokkurinn á mikið fylgi í kjördæminu og ég er því vongóður með útkomuna í næstu alþingiskosningum fyrir hönd listans, en það mætti skipu- leggja flokksstarfið í kjördæminu betur. Árangur Halldórs Blöndal er einkum glæsilegur og kom einna helst á óvart, en að öðru leyti held ég að úrslitin hafi verið eins og við var að búast. Það var þrátt fyrir allt, mjög ánægjulegt fyrir mig sem gamlan Akureyring að koma þarna norður aftur í mitt gamla byggðarlag og endurnýja kynnin við fólk sem maður þekkti í æsku. Ég hef lýst því yfir, að það mun ekki standa á mér að vinna fyrir þennan lista, ef óskað verður eftir," sagði Júlíus Sólnes að lokum. Svavar B. Magnússon: Sérstaklega góö útkoma hjá þingmönnunum „Ég er ánægður með minn hlut og ég held að þetta verði sterkur og góður listi þegar búið verður að ganga frá honum, það eru ekki nema fjögur sæti þar sem kosn- ingin er bindandi,“ sagði Svavar B. Magnússon á Ólafsfirði, sem varð í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. „Þetta er sérstaklega góð út- koma hjá þingmönnunum og ég held að þeir njóti þar verka sinna. Þáttakan í prófkjörinu var góð og það boðar góðar kosningar fyrir flokkinn. Ég er mjög ánægður með minn hlut. Ég var óþekkt stærð í þessu prófkjöri og var þar að auki svolítið utanveltu þar sem ég var lokaður inni hér á Olafsfirði vegna samgönguerfiðleika. Meðal annars komst ég ekki á sameiginlegan framboðsfund með öllum fram- bjóðendunum á Akureyri. Þess utan gaf ég ekki kost á mér í efstu sætin, svo ég má vel við una,“ sagði Svavar B. Magnússon enn- fremur. Sverrir Léosson: Flokkurinn í sókn „Ætli maður verði ekki að segja að listinn sé vel skipaður. Það var mikil þáttaka í prófkjörinu og það kom mér síður en svo á óvart, flokkurinn er í sókn í kjördæm- inu,“ sagði Sverrir Leósson, sem varð í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra. „Maður fer í prófkjör með því hugarfari að búast við nánast hverju sem er og maður verður að taka niðurstöð- unni, hver sem hún verður," sagði Sverrir ennfremur. Sundurliðun heildaratkvæðatölu frambjóðenda í Norðurlandkjördæmi eystra 1. sæti 2. 3. 4. 5. 6. alls Lárus Jónsson 1120 293 180 123 31 18 1765 Halldór Blöndal 263 1011 193 140 39 23 1669 Björn Dagbjartsson 247 266 365 259 66 45 1248 Vigfús B. Jónsson 41 89 508 354 136 91 1219 Júlíus Sólnes 251 200 251 235 110 50 1097 Svavar B. Magnússon 5 37 215 499 181 110 1047

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.