Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 5 Vetrarvertíðin: Slæmar gæftir hamla veiðum VETRARVERTÍÐ er nú að hefjast en afli er enn tregur, meðal annars vegna gæftaleysis. Viðmælendur Morgunblaðsins í verstöðvum á Suð- ur- og Vesturlandi treystu sér því ekki til að spá neinu um horfur á vertíðinni, en Sigfús Schopka fiski- fræðingur, sagði fyrir skömmu í samtali við blaðið, að búast mætti við því að afli yrði svipaður og hugs- anlega meiri en á síðustu vertíð. Fer hér á eftir spjall við verstöðvarmenn. Vestmannaeyjar Fréttaritari vor í Vestmanna- eyjum tjáði okkur að nokkrir bát- ar hefðu byrjað strax eftir áramót að reyna við ufsann, en þorsk- veiðibann var í gildi fram í miðjan mánuðinn. Gæftaleysi hefði verið mikið og samfelld ótíð frá áramót- um og afli tregur, sem ekki væri óvenjulegt í janúar. Með hverjum deginum núna bættust fleiri og fleiri vertíðarbátar í hópinn. Togararnir hefðu aflað nokkuð frá áramótum. Breki væri kominn með 250 tonn í tveimur veiðiferð- um, Vestmanney með rúm 100 tonn einnig í tveimur veiðiferðum og Sindri með 68 tonn í einni. Keflavík í Keflavík hefur lítið aflast Alþýðuflokkurinn: Fimm I prófkjör á Reykjanesi UM næstu helgi fer fram prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Kosið er um skipan þriggja efstu sætanna. Fjórir bjóða sig fram í öll sætin, einn i annað til þriðja sæti. í fyrsta til þriðja sæti bjóða sig fram eftirtaldir. Ásgeir Jóhann- esson Kópavogi, Gunnlaugur Stef- ánsson Hafnarfirði, Karl Steinar Guðnason Keflavík og Kjartan Jó- hannsson Hafnarfirði. Kristín H. Tryggvadóttir Garðabæ býður sig fram í annað til þriðja sæti. vegna ótíðar. Einn bátur, Happa- • sæll, væri kominn með rúm 100 tonn af ýsu, aðrir væru með minna. Þorskveiðarnar hefðu byrjað um miðjan mánuðinn, en nokkrir línubátar hefðu hafið róð- ur áður með ýsunet. Sandgeröi í Sandgerði hafa verið miklar ógæftir eins og annars staðar. Afli hefur almennt verið fremur rýr, en þó hafa sumir bátanna verið með reytingsafla. Þar eru um 20 bátar byrjaðir. Ólafsvík Frá fréttaritara Mbl. í Olafsvík: Frá Ólafsvík hófu bátar róðra strax upp úr áramótum og eru nú tíu bátar á línu. Gæftir hafa verið afar stopular, því ótíð sú sem hér hefur ríkt að undanförnu, hefur vissulega náð til miðanna líka. Afli hefur verið allt frá því að vera tregur og upp í að kallast þokkalegur afli, eða 3—8 tonn í róðri, en hafa verður í huga að ekki hefur verið hægt að leggjast á fisk vegna ótíðarinnar. Þrír bát- ar hafa lagt net, en afli þeirra er rýr, eða 2—4 tonn eftir nóttina. Fleiri bátar eru svo að búast til veiða. Togarinn Lárus Sveinsson er í klössun, en Már er á heimleið úr söluferð. Fátt er komið hingað af vertíðarfólki, en með betri tíð er vissulega þörf fyrir aðkominn vinnukraft. Höfn, Hornafirði Að sögn Ingvalds Ásgeirssonar stýrimanns, er vertíðin nýlega hafin frá Höfn og er afli almennt tregur. Níu bátar eru nú á línu með 42 bjóð, flestir hafa undan- farið verið með 4 til 5 lesta afla, en í upphafi losaði afii þeirra 8 lestir. Gæftir hafa verið slæmar framan af, en síðustu daga hefur gefið vel á sjó. Einn bátur lagði net á föstu- dag, en í gær hafði hann ekki kom- izt til að draga þau vegna veðurs. Sagði Ingvaldur að menn biðu spenntir eftir því að sjá hvað kæmi í netin. Þessi mynd var tekin við úthlutunarathöfnina hinn 20. desember sl. Talið frá vinstri: Stefán Skaftason yfirlæknir, Ásmundur Brekkan yfirlæknir, Sigurður M. Magnússon cand. scient. og Páll Gíslason formaður stjórnar sjúkrastofn- ana Reykjavikurborgar. Á myndina vantar Bjarna Hannesson yfirlækni. Þrír læknar Borgarspít- alans hlutu styrk úr Vísindasjóði spítalans HINN 20. desember sl. var úthlutað styrkjum úr Vísindasjóði Borgarspít- alans. Að þessu sinni var úthlutað 211 þúsund krónum, en 8 umsóknir bárust um styrki úr sjóðnum, sam- tals að fjárhæð kr. 421.000. Eftirtaldir læknar hlutu styrk: Stefán Skaftason yfirlæknir Háls-, nef- og eyrnadeildar hlaut kr. 125.000 til að vinna að dokt- orsritgerð um „Otosurgery in Ice- land since 1970, clinical study of 1001 patient operated by the same surgeon". Ásmundur Brekkan yf- irlæknir Röntgendeildar og Sig- urður M. Magnússon cand. scient. hlutu kr. 80.000 til tækjakaupa vegna rannsókna þeirra á stærð geislaskammta. Bjarni Hannesson yfirlæknir Taugaskurðlækninga- deildar hlaut kr. 6.000 til að tölvu- vinna hjá Erfðafræðistofnun Há- skóla Islands könnun á ættar- tengslum sjúklinga með subarach- onidal-heilablæðingar á árunum 1972 til 1982. Vísindasjóður Borgarspítalans var stofnaður 1963, til minningar um þá Þórð Sveinsson lækni og Þórð Olfarsson flugmann. Til- gangur sjóðsins er að örva og styrkja visindalegar athuganir, rannsóknir og tilraunir er fara fram á Borgarspítalanum eða í náinni samvinnu við hann, segir í fréttatilkynningu um styrkveit- ingu þessa. Alþýöubandalagið: 16 taka þátt í síðara forvali 1 Reykjavík Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svarað — um áfengismál og önnur vímuefni Eins og skýrt var frá f Morgunblaðinu sl. sunnudag, mun blaðið á næstunni birta spurningar og svör um áfengisvanda- málið og önnur vímuefni. Lesendum Morgunblaðsins er gefinn kostur á því að hringja inn spurningar um hvað eina, sem snertir þessi málefni og mun SAÁ hafa milligöngu um að afla svara sérfróðra aðila við þessum spurningum. Þeir, sem hafa áhuga á eru beðnir að hríngja í síma 10100 frá kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og verða þá spurningar teknar niður. Spurningar og svör birtast síðan í Morgunblaðinu nokkrum dögum síðar. Hér fara á eftir fyrstu spurningar og svör: Hringið í síma 10100 frá mánudegi til föstudags Engar þekktar auka- eða hliðarverkanir Hefur langvarandi, stöðug notk- un (Ld. 6 mán.) á antabus og diez- epan auka- eða hliðarverkanir? Þórarinn Tyrlingsson, læknir SÁÁ á Silungapolli svarar. Engar ákveðnar auka- eða hliðarverkanir eru þekktar af þessum lyfjum einum sér. Hins vegar kvarta menn oft um ýmis- legt, en þær kvartanir má skýra út frá drykkjunni sem'á undan er gengin. Helstu kvartanir eru þreyta, mikill svefn, svimi og getuleysi til kynlífs. Þetta eru algengar kvartanir fyrstu vik- urnar sem lyfið er tekið, en oft á tíðum eru þessar kvartanir átylla sjúklings til að hætta að taka lyfið. Nafngift sem byggd er á fáfræði Af hverju er farið að kalla drykkjumenn „alkóhólista**, eru þetta ekki bara þeir sömu og við kölluðum róna á góðri islensku? Sigurður Gunnsteinsson, dag- skrárstjóri á Sogni, svarar. Því er til að svara, að fyrr á árum var sjúkdómurinn alkóhól- ismi ekki viðurkenndur af fólki almennt. Almenningi hætti til að stimpla alkóhólistann og kalla hann ýmsum nöfnum t.d. róna, ræfil, drykkjuhrút o.fl. Þessi nafnagift var og er í dag þegar hún heyrist, byggð á þekk- ingaskorti og eða fáfræði. Það eru u.þ.b. 30 ár síðan bandaríska læknafélagið yfirlýsti alkóhól- isma sem sjúkdóm, og aðrar vís- indastofnanir og heilbrigðiskerf- ið fylgdu í kjölfarið. Þá sjaldan að orðið „róni“ heyrist í dag er oftast átt við alkóhólista sem er í mjög slæmu ástandi félagslega, andlega og líkamlega. Alvarlegur hlutur aó drekka sig alltaf mjög ölvaðan Guðjón Sigurðsson spyr: Afréttarinn er oft nefndur sem fyrsta merki um að viðkomandi sé haldinn alkóhólisma. Er það rétt? Þórarinn Tyrfingsson, læknir, svarar. Ekkert eitt einkenni segir til um hvort maður er alkóhólisti eða ekki. Til þess að gera sjúk- dómsgreiningu þarf að hafa greinargóðar upplýsingar um sjúklinginn. Ef nefna ætti eitt einkenni sem er einna þyngst á metunum mundi margur tala um morgunafréttara eða þegar menn trassa skyldur sínar eða vinnu vegna áfengisdrykkju. Venjan er þó sú að löngu fyrr má marka einkenni sem gefa vís- bendingu um að illa sé að fara. Má t.d. nefna aukið drykkju- þol, menn verða argir, þunglynd- ir eða ruglaðir undir áhrifum í stað þess að vera kátir og glaðir. Felusjússar, „forhleðslur", menn drekka hratt, minnistap við drykkju og margt fleira eru einnig algeng einkenni. Ég vil benda mönnum á hversu alvar- legur hlutur það er að drekka sig alltaf mjög ölvaða í hvert skipti sem vín er haft um hönd. SÍÐARI hluti forvals hjá Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík fer fram um næstu helgi, þ.e. föstudag, laug- ardag og sunnudag. Sextán gefa kost á sér í forvalinu, þar af allir núverandi þingmenn Reykjavíkur. Frambjóðendur eru eftirtaldir: Álfheiður Ingadóttir, Arnór Pét- ursson, Bjargey Elíasdóttir, Elísa- bet Þorgeirsdóttir, Ester Jóns- dóttir, Grétar Þorsteinsson, Guð- mundur J. Guðmundsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Guðrún Helga- dóttir, Gunnar H. Gunnarsson, Ól- afur Ragnar Grímsson, Margrét S. Björnsdóttir, Ragna Ólafsdóttir, Svavar Gestsson, Tryggvi Jakobs- son og Vilborg Harðardóttir. Nú stendur yfir síðari hluti for- vals Alþýðubandalagsins á Vest- fjörðum og einnig á Suðurlandi. Á Vestfjörðum hófst forvalið 22. janúar og lýkur 30. janúar nk. í Suðurlandskjördæmi hófst það 22. janúar en lýkur 27. janúar. Bæ, Höfðaströnd: Vegir furðan- lega greiðfærir Bæ, Höfúaströnd, 25. janúar. ÓHEMJU óstillingar eru en snjóa hefur þó tekið mikið upp, svo aðeins er flekkótt nema úti í Fljótum, þar sem er mjög mikil fönn, en stórfenni er hér innar í firðinum og svellalög mjög mikil og hált á vegum, sér- Leiðrétting Innritunarsíminn hjá Skákskóla Friðriks Ólafssonar misrítaðist í blaðinu í gær. Rétta númerið er 25550. Skráning stendur yfir á milli 17 og 19 alla virka daga, nema laugardaga, fram til 11. febrúar. Kennslan hefst síðan 15. febrúar eins og frá er greint í blaðinu í gær. staklega á úthéraðinu. Hlákan nú undanfarna daga var mikil og vatns- elgur með meira móti en skemmdir hafa þó ekki orðið miklar og vegir furðanlega greiðfærir eftir svo mikið úrfelli. Þorrablót eru byrjuð og verða á einum til tveimur stöðum í hérað- inu um hverja helgi. Ekki er litið við sjó á smærri bátum vegna sí- felldra stórviðra, en tveir togarar Skagfirðinga stunda veiðar frá Sauðárkróki en láta lítið yfir veiði vegna sífelldrar ótíðar. Er því at- vinna við fiskvinnslu stopul í frystihúsunum, en heilsufarið á fólki og fénaði er talið gott. Björn í Bæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.