Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn: Argentínumenn fá 2,2 milljarða dollara lán TILKYNNT var í Washington í vikunni, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefði ákveðið að lána Argentínumönnum 2,2 milljarða Bandaríkjadollara, vegna stöðugt versnandi efnahagsástands í landinu. Efnahagsástandið er sérstak- lega slæmt um þessara mundir vegna síminnkandi útflutnings- tekna landsmanna. Lánið verður greitt út á næstu 15 mánuðum, en Argentínumenn fá þegar liðlega 530 milljónir doll- ara til ráðstöfunar, til að hrinda í framkvæmd endurreisnaráætlun sinni. Eins og áður sagði eru það sí- minnkandi útflutningstekjur Argentínumanna, sem hafa gert stjórnvöldum erfitt fyrir, að auk þess má nefna, að verðbólguhrað- Um 57,5% gjald- eyristekna inn vegna sjávarafurða UM 57,5% gjaldeyristekna þjóðarinnar komu inn vegna sölu á sjávarafurð- um á árinu 1981 og er það sama hlutfall og árið 1980. Hins vegar ef litið er lengra aftur í tímann, eða aftur til ársins 1970 var þetta hlutfall um 48%. Hlutur iðnaðarvara í gjaldeyris- öflun þjóðarinnar á árinu 1981 var um 14,1% og hafði hlutfall þeirra heldur minnkað frá árinu 1980, þegar það var um 16,6%. Hins vegar var hlutfall iðnaðarvara ár- ið 1970 aðeins 10%. Hlutfall landbúnaðarvara var á árinu 1981 um 1,0%, og hafði lækkað úr 1,3% árið 1980. Hlutur landbúnaðarvara var hins vegar mun meiri árið 1970, eða um 4% af heildinni. Hlutfall svokallaðra „annarra vara“ var um 0,8% árið 1981 og hafði fallið úr 1,3% á árinu 1980. Hins vegar var hlutur „annarra vara“ árið 1970 um 2,0%. Gjaldeyrisöflun vegna vara al- mennt var því um 73,4% á árinu 1981 og hafði fallið úr 76,7% á ár- inu 1980. Hins vegar ef litið er til ársins 1970 var þetta hlutfall um 61%. Hlutfall þjónustu í gjaldeyris- öflun var á árinu 1981 um 26,6%, en var til samanburðar um 23,3% á árinu 1980. Hins vegar ef litið er til ársins 1970, þá var hlutfall þjónstu um 39%. Þegar talað er um þjónustu er átt við tekjur af samgöngum, varnarliðinu, ferðalögum, trygg- ingum, vöxtum og fleiru. inn í Argentíunu er nú í námunda við 200%. Auk lánsins frá Alþjóða gjald- eyrissjóðnum fengu argentínsk stjórnvöld nýlega 1,1 milljarð doll- ara að láni frá ýmsum viðskipta- bönkum til skamms tíma. Auk þess standa yfir viðræður stjórn- valda við ýmsa viðskiptabanka um lán til lengri tíma, að upphæð 1,5 milljarðar dollara. Þess má loks geta, að Argentínumenn skulduðu Alþjóða gjaldeyrissjóðnum ekkert fyrir lántökuna nú. Innflutnmgur jókst um 80% í nóvembermánuði sl.; Aukningin tímabilið janúar — nóvember 62% * — Utflutningur jókst aö verðmæti um 28% janúar — nóvember VERÐMÆTI innflutnings fyrstu ell- efu mánuðina á sídasta ári var lið- lega 10.508 milljónir króna, borið saman við liðlega 6.487 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Verð- mætaaukningin milli ára er því tæp- lega 62%, sem er nokkurn veginn í takt við almennar verðlagsbreyt- ingar í landinu á þessu tímabili. Verðmæti innflutnings í nóv- embermánuði var liðlega 1.378 milljónir króna, borið saman við liðlega 763,6 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Þar er verð- mætaaukningin milli ára tæplega 80,5%. Því má skjóta inn í, að hækkun á meðalgengi Bandaríkja- dollars frá nóvember 1981 til nóv- ember 1982 er liðlega 101%. Verðmæti útflutnings íslend- inga fyrstu eliefu mánuðina á síð- asta ári var liðlega 7.254 milljónir króna, borið saman við tæplega 5.656 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Verðmætaaukningin milli ára er því liðlega 28%, sem er mun minni hlutfallslega, en al- mennar verðbreytingar í landinu. Verðmæti útflutningsins í nóv- embermánuði sl. var liðlega 933,6 milljónir króna, borið saman við um 735 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Verðmætaaukn- ingin milli ára er þar því aðeins 27%. Vöruskiptajöfnuður lands- manna var mjög óhagstæður fyrstu ellefu mánuðina á síðasta “ ári, eða upp á tæplega 3.253,8, milljónir króna, sem er sem hlut- fall af heildarútflutningi um 45%. Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður um liðlega 444,6 millj- ónir króna í nóvembermánuði ein- um, en það sem hlutfall af heildar- útflutningi í mánuðinum er tæp- lega 48%. Japanskir bílaframleiðendur: Samdráttur í útflutningi í fyrsta sinn í 20 ár Bflaútflutningur japanskra fram- leiðenda dróst saman á síðasta ári í fyrsta sinn síðustu 20 árin, í kjölfar metárs, sem var árið 1981, sam- kvæmt upplýsingum samtaka fram- leiðenda. Talsmaður samtakanna sagði aðalástæðuna fyrir þessum sam- drætti vera erfiðari markaðsað- stæður í Bandaríkjunum og Evr- ópu, en um 60% af öllum bílaút- flutningi Japana fer til þeirra svæða. Erfiðleikarnir hafa m.a. skapazt vegna innflutningshafta í Bandaríkjunum og í löndum Efnahagsbandalags Evrópu, EBE. Auk erfiðra markaðsaðstæðna sagði talsmaðurinn hinn almenna efnahagssamdrátt í heiminum hafa haft sitt að segja til að gera málið erfiðara. Heildarútflutningur japanskra bílaframleiðenda á síðasta ári var um 5,59 milljónir bíla, en það er um 7,6% færri bílar en á árinu 1981, en þá voru fluttir út tæplega 6,05 milljónir. Á síðasta ári voru fluttir út 3.770.036 fólksbílar, sem er 4,5% samdráttur frá fyrra ári. Alls voru fluttir út 1.773.547 flutninga- og vörubílar, en þar er samdrátt- urinn frá fyrra ári nokkru meiri, eða 12,1%. Mestur varð þó sam- drátturinn hlutfallslega í útflutn- ingi á stærri fólksflutningabílum, eða 44,4% milli, ára. Alls voru fluttir út 46.890 slíkir bílar á síð- asta ári. Bflaeign þjóða heims: íslendingar í efsta sæti Evrópuþjóðanna „Ef litjð er á skýrslu um bflaeign nokkurra landa 1. janúar 1982 þá kemur í Ijðs að ísland er þar í 5. sæti á eftir Bandaríkjunum, Kanada, Nýja Sjálandi og Ástralíu. Á árinu 1982 voru fluttar inn 9.843 nýjar bifreiðar, eða svo til alveg jafn margar bifreiðar og á árinu á undan. Á árinu 1982 voru fluttir inn aðeins fleiri notaðir bflar heldur en árið áður þannig að heildarinnflutningur árið 1982 var 10.500 bflar eða rúmlega 100 bflum fleiri en árið áður“, sagði Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bflgreinasambandsins í samtali við Mbl. Bæði árin voru fluttir inn um 8.500 nýir fólksbílar og má reikna með að bílafjöldinn nú í ársbyrjun pr. íbúa sé heldur meiri en í fyrra þannig að verið getur að við höf- um eitthvað nálgast Kanada, Ástralíu og Nýja Sjáland í fjölda fólksbíla þó svo að tölurnar frá þeim löndum séu reyndar eldri eða frá ársbyrjun 1981 og frá miðju ári 1981. Nokkur munur virðist vera á heildarbílaeign þar sem fleira er í þessum löndum af öðr- um bílum s.s. vörubílum og fólks- flutningabílum heldur en hér. Þannig virðist að við séum í 5. sæti af þessum löndum í bílaeign og einnig að ísland sé hæst Evrópulanda skv. þessum tölum. Eitt verður þó að hafa í huga, að töluvert af þeim bílum, sem á skrá eru, eru alls ekki í notkun eða orðnir ónytir en ekki verið teknir af skrá. Hvað þetta er mikið er ekki vitað, en á þessu ári á að vera hægt, a.m.k. fyrir Reykjavík, að sjá hve mikill hluti bíla á skrá í Reykjavík hefur komið í skoðun 1982 og sjá þannig hver raun- verulegur fjöldi bíla er. Erlendis hefur verið nokkuð erf- itt að fá menn til að afskrá bíla, og jafnvel eru lögð gjöld á bíla sem endurgreiðast þegar þeir eru af- skráðir, en skráning og úrvinnsla þar er fullkomnari en hér þannig Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bflgreinasambands- ins. að gera má ráð fyrir meiri skekkju hér á landi. Eins og að framan segir fæst nánari vitneskja um þetta síðar á árinu, en mismunur á skráðum og raunverulegum fjölda bíla hefur veruleg áhrif á spá um bílafjölda og þróun hans og spár um bíla- innflutning á grundvelli slíkra upplýsinga og upplýsinga um af- skráningu og meðalaldur. COrl.ii' •* :: (i(A 'ímiM •'».« i.i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.