Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 + Maöurinn minn og faöir okkar, HARALDUR GÍSLASON, framkvæmdastjóri, Sæviöarsundi 96, er látinn. Björg Ingólfsdóttir og börn. + ÁGÚST KVARAN, fyrrvorandi leikstjóri, Brekkugötu 9, Akureyri, andaöist i Borgarspítalanum sunnudaginn 30. janúar. Axel Kvaran, Anna Lilja Kvaran, Hjördfs Briem, Ágúst Kvaran. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, BENEDIKT GUTTORMSSON, fyrrverandi bankaútibússtjóri, andaöist sunnudaginn 30. janúar. Fríöa Austmann, Guölaug Benediktsdóttir, Hreinn Benediktsson. + SIGURDUR EINARSSON fró Gvendareyjum, lést í Landspítalanum mánudaginn 31. janúar. Börn hins lótna. + Faöir minn, KARL KRISTÓFER STEFÁNSSON, Haukshólum 2, andaöist í Landspítalanum 28. janúar. Fyrir hönd vandamanna, Halldóra Karlsdóttir. + Faðir okkar, ÁSGEIR BJARNASON, Víghólastfg 6, andaöist að morgni 30. janúar. Börn hins lótna. + Konan mín, GUÐNÝ ELLA SIGURDARDÓTTIR, yfirkennari, Hóaleitisbraut 117, lóst ( Landspítalanum 29. janúar. Örnólfur Thorlacius. + Móðir okkar, NANNA HALLGRlMSDÓTTIR, Reynimel 38, lést í Landakotsspítala 30. janúar 1983. Edda Filippusdóttir, Sturlaugur Grótar Fílippusson. + Utför eiginkonu minnar, tengdadöttur, móöur, tengdamóöur og ömmu, HJORDÍSAR JÓNSDÓTTUR, Rauöalæk 12, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 2. febrúar kl. 10.30. Þeir sem vilja minnast hennar, láti Krabbameinsfólag íslands njóta þess. ívar Andersen, Guömundur Guöjónsson, Ingibjörg ívarsdóttir, Kjartan Pólsson, Erla Ivarsdóttir, Haraldur Sigursteinsson, Guömundur ívarsson, Qrétar fvarsson og barnabörn. Kristrún Guðmunds- dóttir — Minningarorð Fædd 18. aprfl 1933 Dáin 20. janúar 1983 f dag verður gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför Kristrúnar Guðmundsdóttur. Á kveðjustundu koma margar myndir upp í huga mínum. Skýr- ust er myndin af hreinskiptinni konu, sem gædd ar sérstakri hjartahlýju. Skapferli hennar minnti oft á okkar íslenzka veð- urfar, engin lognmolla. En þegar sól hennar skein, sem var oftar en ekki, þá voru geislarnir heitir og náðu til okkar án þess að úr þeim drægi. Eins var farið með ástúð Kristrúnar, hún var hrein og fölskvalaus. Á þyngstu sorgarstundu lífs síns horfðist hún í augu við hið óafturkallanlega með þeirri ró og stillingu, sem fáum er gefin. Þannig háði hún einnig sína sjúkdómsbaráttu, aldrei heyrðist æðruorð. Markmið hennar var ávallt sigur og eftir hvert undan- hald hófst ný sókn. í þessari bar- áttu var það ætíð sannfæring hennar að hvernig sem færi, ætti hún endurfundi með ástkærum vinum og vandamönnum. Það er mín sannfæring, að vel muni verða tekið á móti henni. Ég kveð Kristrúnu í dag með söknuði og þakklæti fyrir margar góðar stundir. Eftirlifandi eiginmanni, móð- urbróður mínum, Engilbert Sig- urðssyni og börnum þeirra, Þóru, Guðlaugur Narfason verkstjóri - Minning Fæddur 27. júlí 1903 Dáinn 22. desember 1982 Þann 4. janúar sl. var gerð frá Kapellunni í Fossvogi útför Guð- laugs Narfasonar, er lést að heim- ili sínu Baldursgötu 25 hér í borg. Guðlaugur hafði látið af störf- um loftlínuverkstjóra hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur fyrir nokkrum árum, enda þá búinn að ná starfstíma opinberra starfs- manna, sem leyfði ekki fullt starf lengur, þó svo heilsan væri allgóð. Guðlaugur vann um tíma hluta- starf hjá Rafveitunni sem vakt- maður þar til fyrir fáum árum að hann sagði því starfi lausu. Hafði hann þá gegnt fullu starfi í 32 ár. Guðlaugur fæddist 27. júlí 1903 að Hverárkoti í Grímsnesi, sem nú heita Sólheimar. Foreldrar hans voru hjónin Narfi Gíslason frá Vífilsstöðum og Guðríður Þor- kelsdóttir frá Ormsstöðum í Grímsnesi. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, og var Guð- laugur yngstur, hin hétu Þorkell, Gísli, báðir látnir og Ingibjörg, sem býr hér í Reykjavík. Guðlaugur varð fyrir þeirri bitru reynslu, að missa móður sína, á þriðja aldursári, faðir hans varð tveimur árum síðar að leysa upp heimilið og systkinin urðu að skilja samvistum. Nýr ábúandi tók við jörðinni og Guðlaugur var lát- inn vistast hjá nýjum fósturfor- eldrum, sem reyndust honum vel. í Hverárkoti, hjá fósturforeldrun- um, varð Guðlaugur öll sín upp- vaxtarár, ef frá er talinn sá tími, sem hann réri í verstöðvum í Grindavík. Guðlaugur vandist því fljótlega við öll bústörf, eins og þá var títt um börn og unglinga. Á þessum árum var vinnuharkan oft meiri en kraftar ieyfðu fyrir litla hand- leggi, sérstaklega um heyskapar- tímann þegar allt var unnið í höndum. Það þýddi því ekki að sýna letimörk ef menn ætiuðu að halda virðingu sinni meðal jafn- aldra og sveitunga. Guðlaugur hóf störf hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur í ágúst 1941, sem línumaður og síðar verkstjóri. Hann hafði þá áður starfað hjá Bæjarsíma Reykjavík- ur við línustörf í 11 ár, eða frá 1930. Það var því eðlilegt að starf hans hjá Rafmagnveitunni yrði í tengslum við línubyggingar og því sem lýtur að loftlínuvinnu. Hann sótti námskeið línumanna fyrir allmörgum árum og veitti það honum nokkra undirstöðu- þekkingu í þeim störfum, sem hann gerði að ævistarfi sínu. Guðlaugur gifti sig 1931, Sigríði Sigurjónsdóttur, ættaðri úr sömu sveit. Þeim varð ekki barna auðið. Húsfreyjan átti við mikla van- heilsu að stríða í fjölda ára, og + Útför mannsíns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÓLAFS ÞÓRDARSONAR, símafræöings, verður gerö frá neskirkju í dag, þriöjudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Hildigunnur Halldórsdóttir, Guöfinna Dóra Ólafsdóttir.Rúnar Einarsson, Áslaug Björg Ólafsdóttir, Halldór Vilhelmsson, Hjördís Inga Ólafsdóttir, Jón Kristjónsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát sonar okkar, bróöur og barnabarns, SIGURÐAR PÉTURSSONAR, prentara. Sigríður Sveinsdóttir, Pótur Sigurðsson, Ásta Pétursdóttir, Skúli Pétursson, Margrét Pétursdóttir, Ásta Fjeldsted, Birna Hafliöadóttir. + Þökkum af alhug öllum sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur okkar, KRISTJÁNS ÁSGEIRS ÁSGEIRSSONAR, húsasmíóameistara, Miövangi 121. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks taugalækningadeildar og ööru starfsfólki Landspitalans fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Sigrún Arnbjarnardóttir, Arna Viktoría Kristjónsdóttir, Ásgeir isak Kristjónsson. Guðmundi Má, Sigurði Hauki og Gunnari Val votta ég mína inni- legustu samúð með von um, að æðruleysi og viljastyrkur Krist- rúnar verði þeim leiðarljós. Kristín Sigurðardóttir hygg ég að aðeins örfáir vinnufé- lagar hafi um það vitað. Hann flíkaði því lítt, en bar slíkt mót- læti með sinni óvenjulegri ró og æðruleysi og gekk til sinna starfa af þeim dugnaði og samviskusemi, sem honum var í blóð borin. Guðlaugur var eftirsóttur línu- maður. Hann naut trausts sinna yfirmanna og var góður félagi starfsmanna. Þegar línubygging Skeiðfossvirkjunar var gerð á ár- inu 1944 var mikill skortur á þjálf- uðum línumönnum, ef takast ætti að ljúka línulögn áður en veður lokaði fjöllum með fannfergi og veðraham. Guðlaugur var þá feng- inn til að vinna að þessu verkefni með dönskum linumönnum. Línan er sem kunnugt er lögð yfir Siglu- fjarðarskarð í yfir 600 metra hæð. Þar sem lengst er á milli turna var lengi vel lengsta spenn víra hér á iandi. Kunnugan mann hef ég fyrir því að línan sé vel byggð, þrátt fyrir það að óveður hafi valdið þar tjóni á árinu 1946—’47, þá hafi línan staðið sig vel, þegar tekið er tillit til aðstæðna og þeirra tíma sem línan er byggð. Þegar ég hitti Guðlaug síðast var það nokkuð fyrir andlát hans. Barst þá tal okkar að vinnubrögð- um fyrr á árum og þá aðallega skaðaveðrum, sem urðu á árunum 1949—’52. En Guðlaugur taldi þessi veður sér seint úr minni líða. Á þessum árum var flest í mótun hjá okkur, og loftlínustarfsmenn urðu oft að þola mikla vosbúð í sínu starfi því oft lögðu þeir nótt við dag í að endurreisa brotna staura og slitnar línur. Tækja- kostur var lítill, til dæmis voru ekki til gröfur til að létta mönnum störfin eins og við þekkjum í dag. Guðlaugur var manna skemmti- legastur, enda minnugur vel og glöggur á eðli málanna og krydd- aði gjarnan mál sitt og frásagnir með spaugi. Guðlaugur var einfari seinni ár- in. Konan var látin og margir vina og eldri vinnufélaga höfðu kvatt. Hann var því nokkuð farinn að þynnast vinahópurinn, því hygg ég að honum hafi ekkert verið að vanbúnaði að leggja upp í ferðina, sem enginn okkar kemst hjá að fara. Ég kveð þennan gamla vin minn með þökk og virðingu. Við sam- starfsmenn hans hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur þökkum sam- fylgdina á liðnum árum og vottum aldraðri systur, vinum og frænd- fólki samúð. Guðm. Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.