Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 37 Sigurvegararnir í tvímenningskeppninni, Lars Blakset og Steen Möller. Þetta er í annað sinn sem Steen Möller vinnur Stórmót Flugleiða. Einhverjir höfðu á orði að hann hefði haft sterkari stöðu en aðrir keppendur þar sem „betri helmingurinn", Kirsten Möller, var einnig meðal þátttakenda. Meðspilari Alan Sontag, Kyle Larsen, vakti mikla athygli í mótinu fyrir frumlega hegðan. Myndin var tekin þegar hann var að íhuga íferð í spaða. f sveitakeppninni á sunnudagskvöldið hlustaði hann á útvarp á meðan hann spilaði og virtist það ekkert há spilamennskunni. Stórmót Bridgefélags Reykjavíkur og Bridgesambandsins: Danir unnu — Þórarinn og Guðmund- ur Páll misstu niður afgerandi forystu Mörg stórstirni úti í kuldanum í sveitakeppninni og Guðjón Stefánsson og Jón Björnsson með 55 stig eins og Möller og Blakset. Staðan eftir 20 umferðir: Guðmundur — Þórarinn 227 Möller — Blakset 190 Larson — Sontag 111 Guðm. P. — Hörður Blöndal 90 Ingvar — Orwell 82 Hermann og Ólafur Lárussynir 82 í næstu umferðum skoruðu Guðmundur og Þórarinn mikið og nokkrum umferðum síðar voru þeir orðnir langefstir. Kom þá fyrir atvik sem skipti sköpum hjá þeim í keppninni. Kom upp svo- kölluð hikstaða þar sem Guð- mundur Páll var talinn hafa hugs- að óeðlilega lengi og sagt síðan pass og þegar kom að spilafélaga hans Þórarni, hafi hann sagt sögn og þá hugsanlega vegna „óeðli- lega“ langs umhugsunarfrests Guðmundar Páls. Keppnisstjóri dæmdi í málinu með því að leið- rétta skor, en málið var kært til dómstóls sem dæmdi Guðmundi og Þórarni mjög í óhag. Mjög skiptar skoðanir voru um máls- meðferðina svo ekki sé meira sagt, bæði hvað dóm og forsendur varð- aði svo og skipan dómstólsins. Út í það verður ekki farið nánar hér. Eftir þetta atvik gekk þeim félög- um afar illa í keppninni og í 38. umferð var svo komið að þeir höfðu tapað forystunni sem þeir höfðu haft lengst af. Staða efstu para eftir 38. umferðir: Möller — Blakset 240 Guðmundur — Þórarinn 234 Larson — Sontag 184 Mittelman — Molson 168 Aðalsteinn — Stefán 148 Jón Haukss. — Vilhjálmur 110 Auken — Werdelin 100 Fimm umferðir voru eftir og gat því allt gerst enn. Það vakti at- hygli að Aðalsteinn Jörgensen og Stefán Pálsson voru á jafnvel enn hraðari endaspretti, en Banda- ríkjamennirnir og skoruðu mikið eftir að hafa haft sig lítið í frammi fyrri hluta mótsins. Það má segja að það hafi verið heppni í allri óheppni Guðmundar og Þórarins að aðeins voru 5 um- ferðir eftir því stigatala þeirra lækkaði með hverri umferðinni. Virðist sem landanum sé fyrir- munað að vinna barometer- keppnir stórmótanna en vonandi eiga okkar menn að fáfleiri tæki- færi á stórmótum sem þessu til að klekkja á gestunum. Færeyingar áttu eitt par í þessari keppni og fannst mér fengur að að hafa þá enda þótt þeir blönduðu sér ekki f toppbaráttuna. Þá kom á óvart hve bresku pörin áttu erfitt upp- dráttar. Keppnisstjóri var Agnar Jörg- ensson og reiknimeistarar sem ætíð vinna vanþákklátt starf voru Vilhjálmur Sigurðsson og Sigur- jón Tryggvason. Stórmót Flugleiða Undanrásir í stórmóti Flugleiða hófust á sunnudag og mætti 21 sveit af 24 sem höfðu skráð sig til keppninnar. Spilað var í þremur riðlum — 7 sveitir í hverjum riðli (yfirseta) og voru spilaðir 10 spila leikir. A-riðill: Sveit Ólafs Lárussonar sigraði örugglega í þessum riðli, vann alla leikina. Sveit Tony Sowter varð í öðru sæti en sveit Sævars Þor- björnssonar sem er núverandi Is- lands- og Reykjavíkurmeistari varð að láta sér nægja 3. sætið og er þar með úr leik. Ólafur Lárusson 112 Tony Sowter 105 Sævar Þorbjörnsson 71 B-riðiIl: Keppnin í þessum riðli var mest spennandi og skemmtilegust. Sveit Hrólfs Hjaltasonar kom nokkuð á óvart og vann hvern leikinn á fæt- ur öðrum og svo fór að sveit hans stóð uppi sem sigurvegari í riðlin- um. Gífurleg keppni var um hitt sætið í úrslitunum sem lauk með sigri sveitarfélaga Þórarins Sig- þórssonar, en Þórarinn og Guð- mundur tóku ekki þátt í undan- keppninni. Hrólfur Hjaltason 93 Þórarinn Sigþórsson 85 Karl Logason 81 Steen Möller 80 Jón Hjaltason 75 Það voru því ekki ómerkari sveitir en danska sveitin og sveit Jóns Hjaltasonar sem nýlega vann undankeppni Rvíkurmótsins með yfirburðum sem voru úti í kuldan- um. C-riðill: í þessum riðli var mjög skemmtileg keppni sem lauk með óverðskulduðum sigri Bandaríkja- mannanna. Þá skutust Aðalsteinn Jörgensen og félagar hans nokkuð óvænt upp í annað sætið í síðustu umferðinni, þegar bæði Karl Sig- urhjartarson og Egill Guðjohnsen töpuðu leikjum í síðustu umferð. Þess má geta að Karl Sigurhjart- arson vann þessa keppni örugg- lega í fyrra. Alán Sontag 91 Aðalsteinn Jörgensen 89 Karl Sigurhjartarson 86 Egill Guðjohnsen 83 Stórmóti Flugleiða lauk seint í gærkvöldi. Þátturinn mun segja frá úrslitakeppninni við fyrsta tækifæri. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddason, setti Stórmótið. Hann sagði síðan fyrstu sögnina fyrir Steen Möller sem eftirlét honum scti sitt á meðán. í.jósm. Mbl. Arnór Heimili: Staöur: Æf of London Ifccmoft/ Sendist til: FREEMANS OF LONDON, Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnartirði, sími 53900 Nafn: Eg hlakka til Vorsins Sendið mér Fmemans.. pontunarhstann strax LUNDABAGGAR BRINGUKOLLAR HRÚTSPUNGAR HANGIKJÖT SVIÐASULTA SVIÐAKJAMMAR HÁKARL BLÓÐMÖR LIFRARPYLSA FLATKÖKUR RÚGBRAUÐ HARÐFISKUR SMJÖR RÓFUSTAPPA érverslun meö k|otvörur Borgar kjör Grensásvegi 26 Símar 38980-36320

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.