Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 Ragnar Jónsson og Kristján DavíAsson. Innfellda myndin er af mál- verkinu sem Kristján málaði. Minningargjöf um Sigurjón Ólafsson NÝLEGA afhentu þau Ragnar Jónsson, Björg Ellingsen og Kristján Davíðsson Listasafni ASÍ málverk aö gjöf, til minningar um náinn vin þeirra, Sigurjón Ólafsson, myndhöggvara, sem lést nýlega, að því er segir í fréttatilkynningu frá Listasafni ASÍ. Málverkið er eftir Kristján Davíðsson og heitir Vetrarsól við sæ. Listamaðurinn málaði verkið sérstaklega til að minnast vinar síns og hóf vinnu við það, þegar hann frétti af láti hans. Málverkið var afhent Lista- safni ASÍ á heimili þeirra Bjarg- ar og Ragnars, þar sem með- fylgjandi mynd var tekin af þeim Ragnari og Kristjáni. Inn- fellda myndin er af málverkinu. Auk ofangreindrar gjafar hafa Listasafni ASÍ einnig bor- ist gjafir frá tveimur lista- mönnum, þeim Eiríki Smith og Gunnari Erni Gunnarssyni. Gaf Eiríkur safninu stórt málverk sem var á sýningu hans í Lista- safni ASÍ í desember sl. Verkið heitir Stúlka við haf. Gunnar Örn gaf safninu tússteikningu sem ber heitið Verkakona. Listasafnið þakkar gefendum öllum þann hlýhug sem því er sýndur með þessum gjöfum. Þorrablót í Króksfjarðarnesi: Dansad fram í birtu og síðan 5 tíma barning- ur heim í ófærð Miðhúsum, 31. janúar. SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld var haldið þorrablót í Króksfjaröarnesi, en það má segja að þau séu aðalhá- tíð ársins í flestum sveitum landsins og telja margir, að menningarástand hverrar sveitar megi sjá á því hvern- ig að þorrablóti er staðið. Samkvæmt upplýsingum frá einum þorrablótsgesta, Lilju Þór- arinsdóttur, fór Vestfjarðaleið með fólk frá Reykhólum og Reykjanesi í Króksfjarðarnes. Ferðin inneftir gekk sæmilega, en þá fór veður versnandi. Dans- hljómsveitin komst til dæmis ekki úr Stykkishólmi í Króksfjarðarnes fyrr en um klukkan 1.30 um nótt- ina. Var þá komið versta norð- austan hríðarveður. Dansað var til klukkan 7, en þá fór að birta af degi og var lagt af stað frá Króksfjarðarnesi. Jarðýta hjálp- aði rútunni yfir verstu skaflana og tók heimferðin nær 5 klukku- stundir, en venjulega er um hálf- tíma verið að fara þessa 30 kíló- metra. Að sögn Lilju var góður andi á þorrablótinu og skemmti fólk sér hið bezta. Kennsla var felld niður í grunnskólanum á Reykhólum í dag vegna ófærðar, en reynt verð- ur að ná börnunum saman á morg- un. Skafrenningur er núna og hríðarveður. — Sveinn 31 Sölutækni — Starfsþjálfun Námskeiö eru aö hefjast í starfsþjálfun og sölutækni. Námskeiöið fjallar um: 1. Hvernig á að muna mannanöfn — sem hjálpar þér aö ná betra sambandi við fólk. 2. Að skilja sjálfan sig og aðra betur — læra hvernig viö getum stýrt okkar viðhorfi. 3. Að gera starfið skemmtilegra — til þess aö veröa ánægöari einstaklingar. 4. Að ákveða þarfir viðskiptavinarins og draga fram staðreyndir og kosti vörunnar. 5. Að verða þakklátari einstaklingur — gera sér grein fyrir verðmæti jákvæörar hugsunar. 6. Að bregðast vinsamlega við kvörtunum — aö leysa úr vandamálum viöskiptavinarins á réttan hátt. 7. Að hjálpa viðskiptavininum að taka jákvæða ákvörðun — beina sölunni í réttan farveg. 8. Að skilja verðmæti eldmóðsins og setja sér markmið til að auka söluna. 9. Að Ijúka sölunni á öruggan hátt. 10. Að lifa og starfa árangursríkara meö ööru fólki. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upp- AAJ J ^ lýsingar í síma Æ H Einkaleyfi á íslandi STJÓRNUNARSKÓLINN dale carnegie Konráö Adolphsson nAmskeiðin Skartgripir í miklu úrvali Sendum í póstkröfu sími 28640 Útsölumarkaðurinn í kjallara Kjörgarös Útsölu- markaður í Kjörgarði (kjallara) Góðar vörur á lágu verði Fatnaður fyrir alla fjölskylduna Barnaúlpur verö frá kr. 390. Dömuúlpur verö frá kr. 490. Herraúlpur verö frá kr. 490. Flauelsbuxur verö frá kr. 195 stæröir 2—12. Flauelsbuxur stæröir 26—40 kr. 295. Ðarnapeysur frá kr. 90. Fullorðinspeysur frá kr. 150. Vynilstígvél verö frá kr. 295—395. Sokkar — vetlingar — húfur og margt margt fleira. Gerið svo inn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.