Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 5 Fjöldi fólks var á skíðura f Skálafelli og á skfðasvæöum í nágrenni Reykjavíkur um helgina og lyfturnar óspart notaðar. Nýja stólalyftan í notkun í Skálafelli STÆRSTA skíðalyfta lands- ins var tekin í notkun í Skálafelli á sunnudag. Fjöldi fólks var á skíðum í Skála- felli þennan dag og lyftan óspart notuð eftir að þeir Þórir Jónsson og Einar Þor- kelsson, formaður rekstrar- nefndar skíðasvæðis KR, höfðu fyrstir farið upp með lyftunni. Formlega verður lyftan vígð um miðjan febrú- ar. Þórir Jónsson sagði í gær, að skíðalyftan, framkvæmdir vegna hennar, þjónustumið- stöð, vegagerð og þær fram- kvæmdir aðrar, sem KR-ing- ar standa fyrir í Skálafelli kostuðu hátt i 11 milljónir króna. Hin nýja skíðalyfta KR-inga er tveggja sæta stólalyfta, 1200 metra löng, og getur flutt 1200 manns á klukkustund. Hæðarmis- munur er 272 metrar. Lyftan er af gerðinni Doppelmeier. Þórir Jónsson og Einar Þorkelsson fara fyrstir upp með nýju stólalyft- unni í Skálafelli. Fjársöfnun vegn nauð- staddra á Patreksfirði Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi: Vegna hinna þungu og válegu atburða, sem urðu á Patreksfirði laugardaginn 22. janúar, þegar flóðbylgjur runnu þar yfir byggð- arlagið með þeim afleiðingum að fjórir létust og fjöldi fólks missti heimili sín, höfum við undirritaðir ákveðið að hafa forgöngu um fjár- söfnun meðal almennings til styrktar þeim og hjálpar, sem sár- asta nauðina hafa orðið að þola og þyngstar raunir. Við gerum okkur það ljóst, að svo þungt böl sem þetta, svo snögg og óvænt svipting eigna og ást- vina, og yfirþyrmandi röskun í einkalífi fólks, sem nú hefur orðið á Patreksfirði, verður alrdei að fullu bætt þeim, sem orðið hafa að þola. En heilög skylda býður hverjum þegni þjóðar að koma til hjálpar nauðstöddu samferðafólki, Iétta því eftir megni þungar byrð- ar svo að það megi finna og sann- reyna að Ijósið skín í myrkrinu, að heit hjörtu samúðar og mannkær- leika bærast í brjósti þeirra, sem fjær standa og finna sárt til með þeim, sem hlotið hafa hvað þyngstan skapadóm. Við heitum því á alla, skylda og vandalausa, brottflutta Patreks- firðinga og héraðsmenn, að taka saman höndum við okkur. Við heitum á almenning að gefa þessu málefni verðugan gaum, að við megum einu sinni enn rétta hlýja hjálparhönd þeim, sem við þyngst bölið búa. Góðir samborgarar. Þið sem viljið og getið sinnt þessu brýna erindi, leggið vinsamlegast fram- lag ykkar inn á gíróreikning nr. 17007-0 á pósthúsum, í bönkum og sparisjóðum. Patreksfjarðarsöfnunin: Póstgíró 17007-0 Reykjavík, 30. janúar 1983. Sigfús Jóhannsson, Svavar Jóhannsson, Tómas Guðmundsson, Steingrímur Gíslason, Hannes Finnbogason, Grímur Grímsson. Útfararathöfn á Patreksfirði ÍITFARARATHÖFN um þau, sem létust í snjóflóðunum á Patr- eksfirði laugardaginn 22. janúar síðastliðinn, fer fram í félags- hcimilinu á Patreksfirði í dag. Séra Þórarinn Þór prófastur ann- ast athöfnina, sem hefst klukkan 13. Félagsheimilið verður skreytt á viðeigandi hátt og altari verður flutt í félagsheimilið úr kapellu sjúkrahússins á staðnum. Okhormenn íNewYork Símínn er 901(516)423-7547 (ef þú hringir beint) -pw.ferða: _ Hatnborg Hotterdan1 Mánodaya MiðviKudeQ® " ... Fitnrotudaga Antwerpen SSUSST- Ménudaga Pnöiud./Mröv.d. Mtðv.d /^,ð'udrt ."nantw^d 3'ia vikna fresti 3,a viknafrest) ^ Fredrikstaa • ^r^fvaastervW/ Gdynra Hafskip hf. hefur flutt starfsemi markaðsdeild- ar sinnar að verulegu leyti til stærstu sam- gönguhafnanna erlendis. Hagraeðið er ótvírætt. Þú getur verið í beinu sambandi við þann stað sem þér hentar þeg- ar þér hentar. Okkar menn hafa sérþekkingu á flutningum hver á sínu svæði. Það sparar tíma og eykur öryggi. Slíkt er ómetanlegt því tíminn í vöru- flutningum er dýrmætur. Þá er ekki síður mikilvægt að vita að íslenskir aðilar gæta íslenskra hagsmuna erlendis. Éf þú þarft t.d. að fá upplýsingar frá fyrstu hendi varðandi flutninga til og frá Ameríku þá hringirðu beint í okkar menn í New York. Síminn er:901 (516) 423 - 7547 (svæðis- númeriðíBandaríkjunum er innifalið). Þau Baldvin Berndsen, Björgvin Björgvinsson, Finnbogi Gíslason eða Josephine Laforge munu svara og leysa strax úr erindi þínu. Viljirðu frekar nota telex, þá er númerið 0023-4758217. Þessi þjónusta er til þæginda fyrír þig. — Notfærðu þér hana. Okkar maður, - þinn maður. 22 HAFSKIP HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.