Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 40
----.............. ■— ^/Vskriftar- síminn er 830 33 ~7^uglýsinga- síminn er 2 24 80 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1983 Skreiðarinnflutningur Nígeríumanna: Verður um þriðjungi minni en á síðasta ári Það var margt um manninn í skíðalöndum Reykvíkinga um helgina, enda veður og skíðafæri eins og bezt verður á kosið á þessum árstíma. Meðfvlgjandi mynd er hins vegar tekin í Blá- fjöllum þar sem nokkrir skíða- áhugamenn losuðu af sér skíðin og köstuðu mæðinni í veðurblíö- unni. MorgunhlaAið, Kmilía — veldur óhjákvæmilegum samdrætti áður útreiknaðs gengishagnaðar STJÓRNVÖLD í Nígeríu hafa nú tekið ákvörðun um að heildarinnflutningur á skreið til landsins skuli nema að verðmæti um 20 milljónum naira, þar með taldar 8 milljónir, sem gefin voru út leyfi fyrir í fyrra en ekki nýtt þá. Samsvarar þetta um 120.000 til 125.000 pökkum af skreið. Heildarbirgðr hér á landi samsvara um 300.000 pökkum af skreið, en í helztu framleiðslulönd- unum munu birgðir samtajs vera um 750.000 pakkar, eða 6 á móti hverjum einum, sem flytja má inn. A síðasta ári nam heildarinnflutningur skreiðar til Nígeríu um 48 milljónum naira og fluttu íslendingar um 90.000 pakka þangað af um 350.000 pakka heildarinnflutningi skreiðar eða rúmlega fjórð- ung. Samkvæmt heimildum Morgun- blaösins hafa stjórnvöld reiknað út, að gengishagnaður af skreið- arbirgðum, miðað við gengisfell- inguna 21. ágúst síðastliðinn, verði um 87 milljónir. Af þeirri upphæð voru komnar inn um 6,5 milljónir um síðustu áramót og eiga þá rúm- ar 80 milljónir eftir að skila sér. Akveðið hefur verið að nota hluta gengishagnaðar frá því 21. ágúst til aðstoðar bágstöddum fiskvinnslu- fyrirtækjum eða um 60 milljónum. Alls varð gengishagnaður áætlaður um 140 milljónir í haust, en um miðjan desember var hann áætlað- ur 231 milljón eða 90 milljónum meira en í upphafi. Um miðjan des- ember voru komnar 102 milljónir inn og reiknað með því að til við- bótar kæmu inn 17 milljónir vegna saltfisks, 31 vegna freðfisks og 81 vegna skreiðar. 1 framhaldi af ákvörðun Nígeríu- stjórnar um samdrátt á skreiðar- innflutningi kom fram í samtölum Mbl. við skreiðarútflytjendur, að þar sem ljóst er að horfur á inn- flutningi eru mjög litlar, telji þeir mjög varhugavert að reikna með gengishagnaði af skreiðarbirgðum auk annarra álaga hins opinbera. Kom fram hjá þeim, að framleiðsla ársins 1981 var skattlögð um 23,5% (7% og 6,5% gengismunur og 10% útflutningsgjald) og framleiðsla ársins 1982 um 22% (6,5% geng- ismunur, 5,5% útflutningsgjald og allt að 10% í verðjöfnunarsjóð). Auk þessa væru vextir af afurða- lánum 43% en þau væru undir 50% af nettó skilaverði. Þá bentu þeir á, að allt að þriðjungur skreiðar- birgða hefur að undanförnu verið metinn niður úr astra-flokki í pól- ar, eða úr 287 dollurum í 225 og 225 í 179 eftir fisktegundum; að skreið- in rýrni um allt að 6% við langa geymslu og auk þess hafi eitthvað verið dæmt óhæft til útflutnings. Þá benda skreiðarútflytjendur á, að aðeins verði hægt að flytja um 120.000 pakka af skreið til Nfgeríu; um aðra markaði sé ekki að ræða. Birgðir okkar samsvari um 300.000 pökkum af skreið og færi svo að við fengjum fjórðung innflutningsins eða um 30.000 pakka, yrði gengis- hagnaður til stjórnvalda aðeins um 9 milljónir eða um 10% af því, seiVi áður var áætlað. Það væri því út i hött að reikna með þessu fé til lána til bágstaddra fiskvinnslufyrir- tækja, sérstaklega þegar tillit væri til þess tekið, að vandkvæði þeirra flestra stöfuðu af erfiðleikum í skreiðarútflutningi. Með því væru birgðir fyrirtækjanna skattlagðar til þess eins að lána þeim aftur á háum vöxtum. Skreiðarútflytjendur munu því ekki ráðleggja framleiðendum að verka fisk í skreið á þessu ári mið- að við óbreyttar aðstæður. Þar sem búast má við samdrætti í útflutn- ingi saltfisks, er ljóst að mikil aukning verður að verða í vinnslu freðfisks. Búist við ákvörðun um afstöðu til hvalveiðibanns í dag: íslendingum boðið að veiða við Bandaríkin Skilyrði að hvalveiðibanninu verði Athyglisvert en óviðeigandi tilboð Á FUNDI utanríkismálanefndar Al- þingis í gær var lagt fram bréf frá aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Kenneth Dam, sem nú gegnir störfum ráðherra í fjarveru Schulz, til Ólafs Jóhannessonar, utanríkisráðherra. í bréfinu voru meðal annars reifaðar þær hug- myndir, að mótmæltu íslendingar ekki hvalveiðibanni Alþjóðahval- veiðiráðsins gætu komið á móti veiðiheimildir íslenzkra fiskiskipa innan bandarískrar lögsögu. Sjávar- útvegsráðherra, Steingrímur Her- mannsson, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að þetta væru athyglis- ekki mótmælt segir Steingrímur verðar hugmyndir, en breyttu í engu þeirri afstöðu sinni að mótmæla bæri hvalveiðibanninu. Steingrímur sagði ennfremur, að Bandaríkjamenn hefðu nýlega boðið upp á þannig samninga að íslendingar veiddu innan banda- Bráðabirgðalögin: Afgreiðslu enn UMR/EÐUNNI í neðri deild Alþingis um bráðabirgðalögin var frestað síð- degis í gær og tilkynnti forseti deild- arinnar að málið yrði tekið til umfjöll- unar á ný kl. 14 á miðvikudag og væri þá stefnt að lokaafgreiðslu. L'mræð- unni, sem hófst kl. 14 í gær og var frestað kl. 16, átti að halda áfram að afloknum þingflokksfundum kl. 18, en var frestað á ný eftir stuttan fund, þar sem utanríkismálanefnd þingsins þurfti að koma saman til umfjöllunar um hvalveiðimálin. Það ríkti spenna á Alþingi í gær vegna ósvaraðra spurninga um af- drif bráðabirgðalaganna, sem stjórnarandstaðan hefur lýst sig andvíga. Stjórnarandstæðingar hafa síðustu daga ítrekað fyrra til- boð sitt til stjórnarliða um að greiða úr ákveðnum þingmálum, svo sem afgreiðslu bráðabirgðalag- Tveir hafna sætum sínum SJÓ prófkjör, skoðanakannanir og for- völ fóru fram um hclgina. Þar sem úrslit lágu fyrir í gær gerðist m.a. það, að Ingólfur Guðna- son, alþingismaður Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, gekk út og hafnaði þriðja sæti á framboðslistanum, Olafur Ragnar Grímsson, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, féll niður í fjórða sæti úr þriðja, 8em Guðrún Helgadóttir vann af honum með einu atkvæði. Og Baldur Ósk- arsson, varaþingmaður Alþýðu- bandalagsins í Suðurlandskjördæmi, féll úr öðru sæti í fjórða og hafnaði því. Sjá úrslit og ummæli nokkurra frambjóðcnda á miðopnu. frestað anna, gegn samkomulagi um ákvörðun dagsetninga þingrofs, kosninga og nýs löggjafarþings að þeim loknum. Telja stjórnarand- stæðingar Alþingi óstarfíiæft og að greiða þurfi úr þeirri flækju sem þar er. Það verði ekki gert nema með úrskurði þjóðarinnar í kosn- ingum. Formenn stjórnmálaflokkanna fjögurra komu saman í gær, og samkvæmt heimildum Mbl. lýstu þeir Svavar Gestsson og Steingrím- ur Hermannsson því yfir, að þeim væri ekki unnt að tengja ákvarðan- ir um þingrof, kosningar og nýtt þing, afgreiðslu bráðabirgðalag- anna. Svavar og Steingrímur hafa báðir lýst þeim skoðunum sínum opinberlega að þeir vilji að efnt verði hið fyrsta til kosninga. rískrar lögsögu og aflanum yrði þá landað í Bandaríkjunum og hann unninn þar. Sér fyndist það at- hyglisverð staðreynd, en íslenzkir útgerðarmenn hefðu verið lítið hrifnir af veiðum á fjarlægum miðum og talið aflabrögð og verð lítt áhugavert. Sér fyndist það hins vegar ákaflega óviðunandi að láta kaupa sig með þannig samn- ingi til að hætta hvalveiðum. „Ég hef mikinn áhuga á að skoða þetta, en mér finnst ákaflega óvið- eigandi að þetta skuli bera svona að,“ sagði Steingrímur. Utanríkismálanefndin fjallaði á tveimur fundum í gær um hval- veiðimálin og ræddi við ýmsa hagsmunaaðila. Voru fulltrúar SH, Hvals hf., Flugleiða, Haf- rannsóknastofnunar, viðskipta- ráðherra, utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra mættir til fundanna. Ekki fékkst niðurstaða á þessum fundum og hefur nýr fundur verið boðaður á morgun og mun þá stefnt að því að komast að niðurstöðu til að leggja fyrir Al- þingi. Þá mun ríkisstjórnin fjalla um málið í dag. Frestur til að mót- mæla banninu er til morguns. Morgunblaðið hafði vegna þessa samband við utanríkisráðherra, Ólaf Jóhannesson, en hann vildi hvorki tjá sig um innihald bréfs- ins né ræða hvalveiðibannið. Að- spurður kvaðst hann þó hafa feng- ið talsvert af mótmælabréfum, bæði frá einstaklingum og félaga- samtökum og flest að utan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.