Morgunblaðið - 01.03.1983, Page 1
68 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI OG 20 SÍÐNA ÚTSÝNARBLAÐI
49. tbl. 70. árg.
ÞRIÐJUDAGUR I. MARS 1983
Prentsmidja Morgunblaðsins
Olíuverð kann að
lækka í 20 dollara
Manama, Bahrain, 28. febrúar. AP.
FULLTRÚAR olíuframleiðsluríkjanna við Persaflóa tilkynntu í dag, að
þeir biðu niðurstöðu fundar annarra olíuframleiðsluríkja í París áður en
þeir tækju ákvörðun um hversu mikið þeir lækkuðu verð á hráolíu sinni.
Það eru fulltrúar frá Venezúela,
Alsír og Kuwait, sem ræðast nú
við í París, en fundur þeirra í dag
um leiðir til þess að afstýra hugs-
anlegu verðstríði innan OPEC stóð
aðeins í um klukkustund. Engin yf-
irlýsing var gefin út að honum
loknum.
Háttsettur embættismaður í
Orðrómur
um byltingu
Aþenu, 28. febrúar. AP.
GRÍSKA ríkisstjómin harðneitaði í
dag sterkum orðrómi, sem verið
hefur á kreiki í höfuðborginni, þess
efnis að bylting af hálfu hersins
standi fyrir dyrum. Þetta var öðru
sinni á aðeins sólarhring, að ríkis-
stjórnin neitaði því að bylting væri
í aðsigi.
Forsíður grískra dagblaða
voru í dag undirlagðar af fréttum
þar sem sagði, að hópur hægri-
sinnaðra foringja innan hersins
hygði á byltingu í kjölfar æfinga
hers og lögreglu í Aþenu um
helgina.
Sterkur orðrómur þess efnis,
að Papandreou. forsætisráð-
herra, og Konstantin Kara-
manlis, forseta landsins, yrði
rænt barst eins og eldur í sinu
um höfuðborgina í gær. Staðfest
var af hálfu yfirvalda, að örygg-
isgæsla við heimili forsætisráð-
herrans og forsetasetrið í mið-
borg Aþenu hefði verið aukin.
Forskot Verka-
mannaflokksins
Lundúnum, 28. febrúar. AP.
ÞRÁIT fyrir innbyrðisdeilur og niður-
lægjandi ósigur í Bermondsey í síðustu
viku hefur breski Verkamannaflokkur-
inn iirugga forystu í skoðanakönnun
fyrir aukakosningarnar í Darlington í
næsta mánuði.
Samkvæmt könnuninni hefur
flokkurinn 38% fylgi þeirra er taka
afstöðu, á móti 32% kosningabanda-
lagsins og 30% íhaldsflokksins.
Kuwait varaði við því í dag, að
olíuframleiðsluríkin við Persaflóa
gripu til eigin aðgerða til þess að
vernda hagsmuni sína ef ekki næð-
ist eining innan OPEC um lækkun
á verði og framleiðslukvótum.
Sagði embættismaðurinn, að
ríkin við Persaflóa myndu ekki
standa aðgerðarlaus gagnvart
þeim meðlimum OPEC, sem ekki
hlíttu ákvörðunum samtakanna.
Átti hann þar augljóslega við Níg-
eríumenn, sem lækkuðu olíuverð
sitt um 5,50 dollara.
Kuwait-menn vöruðu í gær við
því, að verð á olíu kynni að lækka
niður í allt að 20 dollara tunnan.
Sögðu embættismenn þarlendis, að
34 dollara verðið á olíunni nú stæði
völtum fótum og grípa yrði til
áhrifaríkrar lækkunar til þess að
svara verðlækkunum keppinaut-
anna.
Gullverð lækkaði mjög í dag
vegna óttans um lækkandi olíu-
verð. Verð á únsu lækkaði um 48,53
dollara á mörkuðum í Lundúnum
og var við lokun 415,25 dollarar. í
Zurich var verðið enn lægra, eða
405 dollarar og hefur lækkað um
20% á 6 dögum.
Símamynd AP.
Drottning á meöal stjarna
Elísabet II Bretadrottning heilsar hér George Bums eftir sérstaka sýningu, sem hann ásamt öðrum frægum
leikurum setti sérstaklega á svið fyrir drottningu í Hollywood. Lengst til vinstri er Frank Sinatra, þá söngkonan
Dionne Warwick.
Viðurkenna andstöðu
pólskra menntamanna
Varsjá, 28. febrúar. AP.
WOJCIECH Jaruzelski, leiðtogi
pólska kommúnistaflokksins, sagði f
ræðu um helgina, að óheillavænleg
þróun hefði átt sér stað innan raða
pólskra menntamanna á undanförn-
um árum og viðurkenndi jafnframt,
að yfirvöld mættu þráfaldlegri and-
stöðu þess hóps.
Nefndi Jaruzelski sérstaklega
hópa vísindamanna, svo og háskóla-
Líkurnar á víðtækari
átökum aukast að mun
Tel Aviv, 28. febrúar. AP.
HEIMILDIR innan ísraelska hersins hermdu í gær, að komið hefði verið
fyrir fjórum eldflaugsveitum, alls 24 skotpöllum, með sovéskum SA-5 eld-
flaugum í Sýrlandi. Sagði einnig, að nokkur hundruð Sovétmanna væru í
Sýrlandi í tengslum við fiaugarnar. Tvær sveitanna eru rétt utan Damskus og
hinar tvær eru norðan landamæranna við Líbanon.
Caspar Weinberger, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
sagði í dag, að mikil hætta stafaði
af sovésku SA-5 langdrægu eld-
flaugunum í Sýrlandi. Sagði ráð-
herrann í viðtali við NBC-sjón-
varpsstöðina, að eldflaugarnar og
vera Sovétmannanna í Sýrlandi
yki líkurnar á viðtækari átökum í
Miðausturlöndum að mun.
Philip Habib, sérlegur sendi-
maður Bandaríkjastjórnar í Mið-
austurlöndum, kom í dag til ísrael
með nýjar tillögur frá Líbönum til
lausnar deilunnar um brottflutn-
ing erlendra herja úr landinu.
Habib neitaði að tjá sig um tillög-
urnar, en sagði, að í þeim fælist
e.t.v. lausn á vandanum.
Shafik Wazzan, forsætisráð-
herra Líbanon, lýsti því yfir í gær,
að hann teldi sig vongóðan um
lausn á deilunni um brottflutning
erlendra hermanna frá landinu.
Sagði Wazzan tillögur Banda-
ríkjamanna hafa glætt vonir þar-
lendra ráðamanna.
Bandarískir hernaðarsérfræð-
ingar vinna nú að gerð tillögu um
hvernig tryggja megi norður-
landamæri ísraela fyrir árásum
úr suðurhluta Líbanon með tilliti
til þess, að fulls öryggis banda-
rískra friðargæsluliða í landinu
verði gætt. Inntakið í tillögunni er
sagt vera á þá leið, að Bandaríkja-
menn noti könnunarflugvélar og
ómannaðar vélar til þess að fylgj-
ast með hræringum í suðurhluta
Líbanon.
prófessora. Sagði hann breyt-
ingarnar í röðum þeirra á stundum
óskaplegar og greinileg merki væru
víða um afturför í hugsanagangi.
Þá sagði leiðtoginn í ræðu fyrir
viku, að hin nýju verkalýðsfélög
landsins ættu í erfiðleikum vegna
undirróðursstarfsemi á vegum fyrr-
um félaga Samstöðu. Aðeins um 1,2
milljónir manna hafa gengið í nýju
verkalýðsfélögin frá því þau voru
sett á laggirnar í ársbyrjun, en
meðlimir Samstöðu voru 9,5 millj-
ónir.
Tilkynnt var í dag, að fimm
manns hefðu verið handteknir fyrir
utan kirkju í gær, sökuð um að færa
sér trúarathafnir í nyt til þess að
koma á óeiningu. Atburður þessi
gerðist í norðurh'uta Varsjár í
kjölfar mjög fjölmennrar guðsþjón-
ustu til minningar um Samstöðu,
sem talið er að 5—8.000 manns hafi
sótt. Slíkar guðsþjónustur hafa ver-
ið síðasta sunnudag í hverjum mán-
uði allt frá því starfsemi Samstöðu
var bönnuð.
Allt virtist með felldu að guðs
þjónustunni lokinni, en þegar fólk
rölti af stað heimleidis mættu þeim
um 200 óeirðalögregiumenn með
öfluga vatnsdælu að baki sér. Er
þetta í fyrsta sinn frá áramótum,
að vatnsdæla sést á götum úti. Voru
fimm handteknir sem fyrr sagði.
Hitnar f kolunum í v-þýsku kosningabaráttunni:
Vogel höfðar mál vegna
ærumeiðandi ummæla Bild
Bonn, 28. fcbrúar. AP.
T/EP VIKA er nú til þingkosninga í V-Þýskalandi og tekið er að nitna
heldur bctur í kolunum í kosningabaráttunni.
Hans-Joachim Vogel höfðaði í
dag mál á hendur stórblaðinu Bild
fyrir ærumeiðandi ummæli. Blað-
ið sagði í frétt um helgina, að
Vogel hefði verið foringi í ung-
liðahreyfingu Hitlers í Giessen á
unglingsárum sínum.
Staðfest hefur verið af flokki
Vogels, Sósíaldemókrötum, SPD,
að bæði hann og Helmut Kohl,
kanslari V-Þýskalands, hafi verið
meðlimir í ungliðahreyfingu Hitl-
ers á sínum tíma, en af og frá sé
að þeir hafi verið foringjar innan
hennar.
Willy Brandt, formaður SDP og
fyrrum kanslari, sagði í dag, að
ummælin um Vogel í Bild væru
einungis til þess að eitra and-
rúmsloftið fyrir kosningarnar á
sunnudag.
Kohl lagði aðaláhersluna á
hættuna sem stafaði af sovéskum
eldflaugum í ræðum sínum í kosn-
ingabaráttunni um helgina. Vogel
brýndi hins vegar fyrir mönnum
hættuna á kreppu.
Kohl sagði í útvarpsviðtali, að
óþarfi væri fyrir V-Þjóðverja að
láta slá ryki í augu sér varðandi
sovéskar eldflaugar. Ekki mætti
gleyma því, að yfir 300 SS-20
eldflaugum væri beint að Evrópu
og þar með V-Þýskalandi.
Þá lagði kanslarinn áherslu á,
að hann væri reiuðubúinn til við-
ræðna við Yuri Andropov, leið-
toga Sovétmanna, eftir kosn-
Hans Joachim Vogel
ingarnar á sunnudag, fari svo að
hann nái kjöri.
Atti að myrða
Lech Walesa?
Róm. 28. fcbrúar. Al*.
BÚl.GARINN, sem sakaöur er um að-
ild aó morðtilræöinu við Jóhannes l’ál
páfa II í maí 1981, er nú einnig grunað-
ur um aðild að samsæri um að ráða
Lech Walesa af dögum. Skýrt var frá
þessu í tveimur ítnlskum fréttastofum í
dag.
Samkvæmt heimildum frétta-
stofanna mun Tyrkinn, sem skaut
páfa, hafa átt viðræður við Búlgar-
ann um að ráða Walesa af dögum. Er
nú veriö að rannsaka hugsanlegan
þátt ítalska verkalýðsleiðtogans,
Luigi Scricciolo, i samsærinu.
Verkalýðsleiðtoginn átti þátt i að
undirbúa heimsókn Walesa til ítaliu
nokkrum mánuðum eftir að Sam-
staða var stofnuð. Scriccolio situr nú
í fangelsi vegna ákæra um njósnir og
hryðjuverkastarfsemi.
T