Morgunblaðið - 01.03.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983
5
Líf og friður:
Höfuðbiskupar Norðurlanda
boða til friðarráðstefnu
DAGANA 20.—24. apríl verður hald-
in í Uppsala i Svíþjóð mikil friðar-
ráðstefna, sem boðað er til af höfuð-
Óskarsverðlaunin:
*
Islendingur
höfundur
útnefndrar
heimilda-
myndar
MEÐAL þeirra fimm heimilda-
kvikmynda, sem útnefndar hafa ver-
ið til Oskarsverðlauna, er kvikmynd-
in After The Axe eftir Sturla Gunn-
arsson og Steve Lucas, en framleið-
andi er National Film Board of
Canada.
Sturla Gunnarsson er sonur
Snorra Gunnarssonar og Ásthild-
ar Tómasdóttur, en þau hjón
fluttu til Kanada fyrir um 20 ár-
um.
Framboðslisti
Alþýðubandalags
á Reykjanesi:
Geir Gunnars-
son skipar
efsta sætið
Á FUNDI kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins í Reykjaneskjördæmi
á laugardag var ákveðinn framboðs-
listi flokksins fyrir komandi Alþing-
iskosningar.
Efstu fimm sæti listans skipa:
1. Geir Gunnarsson alþingismað-
ur, Hafnarfirði. 2. Elsa Kristjáns-
dóttir oddviti, Sandgerði. 3. Guð-
mundur Árnason kennari, Kópa-
vogi. 4. Þorbjörg Samúelsdóttir
verkakona, Hafnarfirði. 5. Gylfi
Guðmundsson kennari, Keflavík.
Sérframboð
kvenna
ákveðið
í Reykjavík
I undirbúningi á
Norðurlandi eystra
og til athugun-
ar á Reykjanesi
Á FUNDI sem áhugamenn um fram-
boð kvennalista héldu að Hótel Borg
í Reykjavík á laugardaginn var
ákveðið að bjóða fram kvennalista í
Reykjavíkurkjördæmi fyrir komandi
Alþingiskosningar. Listinn verður
væntanlega boðinn fram undir heit-
inu „Kvennalistinn“, að sögn Krist-
ínar Ástgeirsdóttur, framkvæmda-
stjóra hjá Kvennaframboðinu.
Kvennaframboðskonur á Akur-
eyri gengust fyrir tveimur fundum
um helgina, á Akureyri og Dalvík,
til að athuga undirtektir við
kvennaframboði í Norðurlandi
eystra. Á báðum fundunum voru
samþykkar tillögur þess efnis að
ganga frá undirbúningi uppstill-
ingarlista.
Þá hafa verið boðaðir þrír fund-
ir í Reykjaneskjördæmi á næst-
unni, þar sem kannaður verður
áhugi kvenna þar á sérframboði.
biskupum Norðurlanda. Efni ráð-
stefnunnar verður friður og afvopn-
unarmál, en ráðstefnan hefur verið
kynnt undir heitinu Líf og friður. Á
ráðstefnuna munu koma fulltrúar
kirkjunnar og kirkjuhreyfinga vítt
og breitt um heiminn, og mun herra
Pétur Sigurgeirsson biskup fara af
íslands hálfu.
í fréttabréfi sem aðstandendur
ráðstefnunnar sendu frá sér, segir
að tiigangur ráðstefnunnar sé að
leggja áherslu á vilja og samstöðu
kirkjunnar um að berjast fyrir
friði á jörð. Með því að sýna slíka
samstöðu geti kirkjan þrýst á
ráðamenn að taka raunveruleg
skref í átt til slökunar og afvopn-
unar. Þá verður það verkefni
ráðstefnunnar að reyna að ná
samkomulagi um ákveðnar kröfur
stílaðar til helstu stjórnmálaleið-
toga heimsins um raunhæfar að-
gerðir til takmörkunar vopna í
heiminum. Einnig verður leitast
við að komast niður á sameigin-
legan grundvöll sem kirkjunnar
menn um allan heim geta staðið á
varðandi framtíðaraðgerðir í þágu
friðar og afvopnunar. Sú spurning
verður einnig rædd á ráðstefnunni
hvort notkun, framleiðsla og hót-
un á notkun kjarnorkuvopna sé í
samræmi við eða brjóti gegn vilja
guðs.
Morgunblaðið hafði samband
við biskup íslands, herra Pétur
Sigurgeirsson, og innti hann eftir
því hvort íslenska þjóðkirkjan
mundi ganga til þessa fundar með
einhverjar fastmótaðar hugmynd-
ir eða tillögur. „Ekki aðrar en
þær,“ sagði Pétur, „sem komu
fram í samþykkt okkar á Presta-
stefnunni á Hólum í júlí í fyrra.
Þar fordæmdum við geigvænlegan
vígbúnað í heiminum, og bentum á
að friðar- og afvopnunarmál séu
ofar flokkssjónarmiðum stjórn-
málaflokkanna, og því hljóti allir
menn — kirkjunnar menn ekki
síst — að vera kallaðir til ábyrgð-
ar og aðgerða.
En það er eitt mál sem mér er
ofarlega í huga í sambandi við
friðarbaráttuna, en það er barna-
uppeldi. Hvernig staðið er að upp-
eldi barna í dag hlýtur að hafa
mikil áhrif á það hvort friðvæn-
legt verði á jörðinni í framtíðinni.
Ég vil nota tækifærið og minna á
að fyrsta sunnudaginn í mars er
árlegur æskulýðsdagur kirkjunn-
ar, og ber hann einmitt yfirskrift-
ina Uppeldi til friðar. Og við skul-
um hafa hugfast það sem Jóhann-
es Páll páfi II. sagði: Nú verðum
við öll að byggja upp friðinn, stein
eftir stein eins og dómkirkju.
Sérframboö sjálfstæöis-
manna á Vestfjördum:
Skodanakönnun
um röðun á lista
5.—6. marz nk.
ÁKVEÐIÐ hefur verid að efna til
skoðanakönnunar um frambjóðend-
ur á lista sérframboðs sjálfstæð-
ismanna á Vestfjörðum dagana 5.-6.
marz nk.
Frambjóðendur í skoðanakönn-
uninni eru: Guðjón Kristinsson
skipstjóri ísafirði, Halldór Her-
mannsson skipstjóri ísafirði,
Hjálmar Halldórsson rafvirki
Hólmavík, Jöna Kristjánsdóttir
húsfreyja Alviðru, Dýrafirði, Jón-
as Eyjólfsson lögreglumaður
Hnífsdal, Kolbrún Friðþjófsdóttir
kennari Litlu-Hlíð, Barðaströnd,
Sigurlaug Bjarnadóttir mennta-
skólakennari Reykjavík og Þórar-
inn Sveinsson búnðarráðunautur
Hólum, Reykhólahreppi.
Hafskiphfopnar
* ' ‘ ’ónustuskrifstofu í
manna
höfh l.mars
Hafskip — Danmark A/S.
Færgehavn Nord
Skudehavnsvej 2,
2100 Köbenhavn Ö
Sími: (01) 185455 Telex: 19745
Forstöðumaður: Árni Árnason,
viðskiptafræðingur.
Nýr áfangi er nú í þjónustustarfi Hafskips hf.
Frá 1. marsopnum viöeigin þjónustuskrifstofu í
Norðurhöfninni í kóngsins Kaupmannahöfn, en
þangað koma skip félagsins vikulega.
Við flytjum einnig vöruafgreiðslu félagsins úr
Fríhöfninni, á sama stað. Hvorutveggja til mikils
hagræðis fyrir viðskiptavini okkar.
Tilgangur Hafskips hf. með eigin þjónustuskrif-
stofum erlendis er margþættur:
• íslenskir aðilar gæta íslenskra hags-
muna erlendis.
• Beinni og persónulegri þjónusta.
• Aukin hagkvæmni, - þ.e. lækkun
erlends tilkostnaðar.
— Þessu starfi höldum við áfram.
Okkar menn-þínir menn
HAFSKIP HF.