Morgunblaðið - 01.03.1983, Síða 19

Morgunblaðið - 01.03.1983, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983 19 Tveir njósnarar flúðu frá Ítalíu Hóm, 28. Tebniar. AP. TVEIR sovéskir sendiráðsstarfsmcnn, sem fóru frá ftalíu eigi alls fyrir löngu, eru grunaðir um að hafa njósnað í vitorði með Sovétmönnunum tveimur sem hand- teknir voru í febrúar, eftir því sem ítalskt vikurit telur sig hafa heimildir fyrir. Blaðið Panorama segir, að Sovét- mennirnir, Ghennadi Tchufyrey og Youri Missiouk, hafi flýtt sér úr landi eftir handtöku Victors Pronine og ítalans Azelio Negrino. Skömmu eftir handtökurnar var síðan annar Rússi hnepptur í varðhald eins og frá hefur verið greint, Victor Koni- aev. Panorama segir þá Tchufyrey og Missiouk vera félaga í umfangs- miklum njósnahring Sovétmanna á Ítalíu og starf þessa hrings hafi ver- ið og sé að afla upplýsinga um hern- aðarmannvirki NATO í landinu og áform hernaðarbandalagsins í land- inu, liðsflutninga, vopnabúr o.fl. Panorma nafngreindi ekki heim- ildarmenn sína, en sovéska sendiráð- ið staðfesti að umræddir Rússar hafi farið til Sovétríkjanna á dögunum. Sendiráðið neitaði hins vegar að tjá sig um ásakanir blaðsins og það gerði ítalska utanríkisráðuneytið einnig. Mannréttindi fótum troðin (■«111, 28. rehrúar. Al*. FYRSTA skýrsla Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttinda í íran birtist í dag og var þar að finna ógnvekjandi tölur um aftökur og pyntingar, svo og yfirlýsingar íranskra stjórnvalda, sem segja tölurnar rangar og vestrænan áróður. Skýrslan, sem er sextíu blaðsíðna löng, var lögð fyrir fund í mannrétt- indanefnd SÞ. Þar kemur fram að sannanir liggi fyrir um „fjölda aftaka og pyntinga" og séu konur og börn þar ekki und- anskilin. Einnig var minnst á með- limi Baháí-safnaðarins sem fórnar- lömb stjórnvalda. I skýrslunni er haft eftir Mas’Ud Radjavi, útlægum leiðtoga, að u.þ.b. 50.000 pólitískir fangar hafi verið í haldi í írönskum fangelsum í sept- ember síðastliðnum og alls hafi 20.000 manns verið teknir af lífi af núverandi valdhöfum, „flestir vegna skoðana sinna". Wales: Námumenn í verkfalli ( ardiff, Wales, 28. febrúar. AP. I’KJII HUNDKUf) námuverkamenn lögðu undir sig aðalstöðvar kolaráðs ríkisins í Wales í morgun og námuvcrkamcnn í Suður-Wales gengu úr störfum sínum til að mótmæla fyrirhugaðri lokun á námu sem ekki ber sig. I dag hófst verkfall 23.500 námu- verkamanna í Wales og stóðu mót- mælendur á þaki hinnar þriggja hæða háu byggingar aðalstöðvanna og tóku yfir skrifstofur og skipti- borð. „Tilgangurinn með verkfallinu í dag er að sýna þeim sem völdin hafa í þessum málum að við erum ekki lengur reiðubúnir til að leika síg- auna iðnaðarins sem eru fluttir frá einni námu til annarrar," sagði leið- togi námuverkamannanna, Hugh Edwards. NÁMSKEIÐ í JAPANSKRI STJÓRNUN FYRIR STJÓRNENDUR FYRIRTÆKJA OG STOFNANA — HYGGINDI SEM í HAG KOMA — J. INGIMAR HANSSON Fyrirlesari Ingimar fór nýlega i námsferð til Japan Ferðin var skipukjgð af Bandaríska Iðnaðar- verkf ræðingafélaginu. Auk námskeiða í japanskri stjómun var farið i heimsóknir til iðnfyrirtækja J. Ingimar Hansson er rekstrarverkfræðingur að mennt og stofnaði Rekstrarstofuna 1974 GUNNAR H. GUÐMUNDSSON Fyrirlesari Gunnar hefur annast athuganir þær sem Rekstrarstofan hefur staðið fyrir á |apanskn iðnaðaruppbyggingu og áhrifum hennar i Bandaríkjunum og á vesturiöndum. Gunnar K. Guðmundsson er rekstrarverk- fræðingur að mennt og er ráðgjafi á sviði stjórnunar, skipulags, upplýsingakerla og tölvumála. BOLLI MAGNUSSON Fundarstjón Bolli starfaði um skeið í Japan sem fulltrúi togarakaupenda og kynntist starfsháttum við skipasmiðar þar í landi. Bolli Magnússon er skipatæknifræðingur að mennt og er ráðgjafi á sviði skipasmiða og útgerðar Lærum af forystuþjóð á sviði stjórnunar. Veist þú: • Hvaö núllgallastefna er? • Hvers vegna aukin gæöi leiöa til lægri framleiðslukostn- aðar? • Hvaö er Poka Yoke? • Hvers vegna blönduð framleiösla er hagkvæmari en fjölda- framleiösla? • Af hverju verkföll eru nær óþekkt í stærri iðnfyrirtækjum í Japan? • Hvernig staðiö er aö starfsmenntun í Japan? • Hvernig unnt er aö ná og viðhalda miklum afköstum? • Hvaö núllbirgöastefna er? • Hver eru tengsl iðnfyrirtækja og banka í Japan? • Er allt sem sýnist? Fimmtudaginn 3. mars n.k. veröur haldið námskeiö í japanskri stjórnun. Námskeiðið ferfram aö Hótel Loftleiðum, Kristalsal kl. 13.30 til 18.00. Þátttökugjald kr. 2500 - Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 44033 sem fyrst. Fjöldi takmarkaður. Ráögjafaþjónusta Stjórnun — Skipulag Skipulagning — Vinnurannsóknir Flutningatækni — Birgðahald Upplýsingakerfi — Tölvuráðgjöf Markaðs- og söluráðgjöf Stjómenda- og starfsþjálfun REKSTRARSTQFAN — Samstarf sjálfstæðra rekstrarráðgjafa á mismunandi sviðum — Hamraborg 1 202 Kópavogi Sími 91 - 44033 Hryðjuverka- menn dæmdir (ienoa, Ítalíu, 28. febrúar. AP. IXIMSTÓLL í Genóa dæmdi í gær 10 félaga úr Rauðu herdeildunum ítölsku til ævilangrar fangelsisvistar. Umræddir tíu hryðjuverkamenn voru uppvísir að sex morðum á árun- um frá 1978 til 1980. Sex hinna dæmdu voru auk þess viku áður dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar fyrir morðið á Aldo Moro árið 1978. 99 bílar skullu saman Munrhen, 28. febrúar. AP. SEX manns slösuðust alvarlega og nokkrir til viðbótar hlutu minni hátt- ar meiðsli er eigi færri en 99 bifreið- ir skullu saman í einu og sama óhappinu sem átti sér stað á Nurn- berghraðbrautinni skammt frá Ing- olstadt. Bílahrúgan náði yfir 4 kíló- metra svæði og öll umferð tepptist í rúmar þrjár klukkustundir. Hálka var talin slysvaldurinn. Höfðabakka 9, Reykjavík. S.85411 Hvítir, svartir og kornóttir Kúlulampar, og allt í Stíl — skermar, kertastjakar, vasar, skálar og öskubakkar. Austurstræti 8, Reykjavík. S. 14220

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.