Morgunblaðið - 01.03.1983, Síða 21

Morgunblaðið - 01.03.1983, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983 29 Flokksleiðtogar um kjördæmamálið: Sátt og samkomulag Vilmundur Gylfason boðar breytingartillögur Steingrímur Hermannsson (F) fagnaði því í þingræðu í gær, að náðst hefði samstaða fjögurra þingflokka um frumvarp að stjórnskipunarlögum, sem tryggja aetti sæmilegan frið um framgang þess. Hann kvað Framsóknarflokkinn fylgjandi leiðréttingu á misvægi atkvæða, að því marki að svipað hlutfall kæmist á og var eftir kjördæma- breytinguna 1959. Svavar Gestsson (Abl) tók í sama streng og Steingrímur, hvað varðaði samstöðu í mikil- vægu máli, en taldi rétt að at- huga örfá efnisatriði betur i þingnefnd, m.a. varðandi rétt kjósenda til röðunar á fram- boðslista og reglur um úthlutun jöfnunarsæta. Hann lagði áherzlu á, að fram færu tvennar kosningar 1983, hinar síðari helzt fyrir lok júnímánaðar nk. Ef dregið yrði að kjósa eftir nýrri skipan til ársins 1987 væru forsendur kerfisbreytingar, sem nú væri rædd, orðnar 8 ára gamlar er til framkvæmda kæmu. Breytingin speglar veru- leika á líðandi stund og á því að koma þegar til framkvæmda. Magnús H. Magnússon (A) taldi fjölgun um þrjá þingmenn léttvæga. Virtist gleymt að bankastarfsmönnum hefði fjölg- að um hvorki meira né minna en 1800 frá árinu 1960. Einnig, að samþykkt Alþingis um breyttar orlofsreglur kölluðu á 250—300 nýja starfsmenn í ríkiskerfinu. Sama gilti um ýmsar hliðstæðar breytingar í starfsmannahaldi. Þrír þingmenn til eða frá, ef þann veg mætti ná fram mikil- vægri leiðréttingu í vægi at- kvæða, væru ekkert aðalatriði máls. Fjölmörgum finnst hér of skammt gengið í jöfnun at- kvæða, öðrum of langt. Hér er farin sáttaleið, sem er mikil- vægt, og ber að fagna. Vilmundur Gylfason (BÍ) kvaðst andvígur frumvarpinu, sem væri samkomulag um ekki neitt, utan nokkra þingmannafjölgun. Hann boðaði breytingartillögur: m.a. um skarpari skil milli fram- kvæmda- og löggjafarvalds, óbreytta kjördæmaskipan, eftir- litsskyldu Alþingis, breytt kosn- ingakerfi (rýmra persónuval, rétt til kjósa frambjóðendur af fleirum en einum lista). Umræðu lauk ekki, en þing- flokkafundir hófust kl. rúmlega fjögur. Ráðgert var að halda henni áfram kl. 9 í gærkveldi. ræði {landinu I heiðri. 2. Ljóst er, að ágreiningur ríkir á Alþingi innan allra þingflokka, hvort miða skuli við jafnt vægi atkvæða manna án tillits til búsetu þeirra. Hins vegar er þingmönnum allra flokka ljóst að misvægi atkvæða eftir bú- setu er nú svo mikið að leiðrétt- ingar er þörf. Samstaða hefur náðst, að lágmark leiðréttingar væri sú viðmiðun, sem niður- staða varð um við kjördæma- breytinguna 1959. Þær tillögur, sem þetta frv. gerir ráð fyrir, hafa í för með sér, að misvægi atkvæða milli íbúa í Reykjavík og fámennasta kjördæmisins minnkar úr 1 á móti 3,67 1979 í 1 á móti 2,56 og milli íbúa á Reykjanesi og fámennasta kjördæmisins úr 1 á móti 4,111979 í 1 á móti 2,18. Ef með- alvægi atkvæða í Reykjavík og á Reykjanesi miðað við lands- byggðina er tekið 1959 og sam- kvæmt þessu frv. er meiri jöfn- uði náð nú en þá. Hins vegar má vissulega um það deila, hvort þessi árangur er viðun- andi og verður vikið að því síð- ar. 3. Áhersla hefur verið lögð á, að efla persónutengsl frambjóð- enda og kjósenda, þingmanns og umbjóðenda. Kannað hefur verið, hvort samstaða næðist um sameiginlegt prófkjör allra flokka um frambjóðendur á sama tíma til þess að koma i veg fyrir, að aðrir en flokks- menn eða stuðningsmenn flokks gætu haft áhrif á fram- boð flokksins. Mismunandi af- staða flokka til prófkjörs og fyrirkomulags þess á hverjum tíma kemur í veg fyrir sam- stöðu að þessu leyti. Því er lagt til að auka áhrif kjósenda á val frambjóðenda með því að þeir tjá vilja sinn i kosningunum sjálfum og merkja við þann eða þá frambjóðendur sem þeir leggja áherslu á að nái kosn- ingu. f þessum tillögum er gert ráð fyrir að vilji hvers kjósanda vegi jafnmikið og framboðsað- ila, í stað % eins og nú er. Hér kunna ýmsar aðrar leiðir að vera færar og koma væntanlega til umræðu og ákvörðunar við frekari meðferð málsins. Vegna þeirrar styttingar sem er gerð á framboðsfresti er nauðsyn- legt að stytta kosningatíma utan kjörfundar. Bættar samgöngur valda því að hagsmunum kjósenda þykir ekki hætta búin af þessum sökum. f fylgiskjali II eru birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sveitarstjórnarkosn- ingar. Jöfnunarákvæði ,f lögum um sveitarstjórnar- kosningar er nú vísað til laga um kosningar til Alþingis um það hvernig listar fái menn kjörna þegar um hlutfallskosningar er að ræða. Nái frv. til laga um breyt- ingu á síðarnefndu lögunum fram að ganga á þessi tilvísun ekki lengur við. Því er lagt fram frv. um breytingu á lögum um sveitar- stjórnarkosningar. Samkvæmt því yrði engin efnisbreyting á núver- andi kosningafyrirkomulagi nema sú að áhrif kjósenda á röð frambjóð- enda yrðu aukin. Lagt er til að tek- in verði upp sama skipan um röð- un frambjóðenda á lista og lögð er til i 29. gr. frv. til laga um breyt- ingu á lögum um kosningar til Ál- þingis. Sú regla sem gildir um úthlutun þingsæta í kjördæmum skv. drög- um að frv. að kosningalögum til Alþingis á ekki við um sveitar- stjórnarkosningar. f alþingiskosningum er tekið til- lit til úrslita á landsvísu gagn- stætt því að sveitarstjórnir eru sjálfstæðar einingar og ástæðan til þess að meðaltalsreglan er tek- in upp i alþingiskosningum í kjör- dæmaúthlutun er bæði sú, að með henni fæst á landsvísu meiri jöfn- uður milli fylgis flokka og þing- styrks þeirra og meðaltalsreglan nýtur sín betur, þar sem kjósa á færri menn eins og er í 5—6 manna kjördæmum gagnstætt 9—15 manna sveitarstjórnum. Þannig verður bæði að víkja frá reglu d’Hondts við úthlutun í kjör- dæmum og láta hluta sæta hvers kjördæmis vera háðan jöfnunar- ákvæðum til að tryggja jöfnuð á milli flokka á landsvísu í alþing- iskosningum. Ljóst er, að sé ekki hreyft við núverandi 49 kjördæmasætum og þeim úthlutað skv. reglu d’Hondts, þarf a.m.k. 18 uppbótarsæti eða 67 þingsæti alls til að ná ámóta jöfn- uði milli flokka og er í frv. Þá er og mikilvægt að þingsæti utan SV-lands, Reykjavíkur og Reykjaness, séu nýtt til jöfnunar á milli flokka. Ella fengi flokkur, sem sækir fylgi sitt hlutfallslega mikið í strjálbýli ekki eðlilegan skerf þingmanna í SV-landi, en flokkur eða flokkar, sem hafa jafndreift fylgi um allt land, fengju óeðlilega marga þingmenn á SV-landi. Jafnari kosningaréttur Rétt er að víkja nokkru nánar að misvægi atkvæða eftir búsetu. Ég hlýt að ítreka þá persónulegu skoðun mína að fylgja beri þeirri reglu, sem svo hefur verið orðuð: Einn maður — eitt atkvæði, þótt ég vitiað meðal flutningsmanna frumvarpsins og þingmanna míns flokks og annarra flokka séu um það skiptar skoðanir. En við hljótum að gera okkur grein fyrir, að jafn kosningaréttur hefur aldrei verið til staðar hér á landi, en mikilvægt er að nálgast það markmið. Það er verulegur áfangi fyrir SV-land að fá 29—30 þingmenn á móti 33—34 þingmönnum lands- byggðarinnar í stað þess að hafa 22 þingmenn á móti 38. Hér er þó ekki rétt að halda því fram, að menn taki afstöðu til mála sam- kvæmt þessari skiptingu á Al- þingi. Mismunandi stjórnmála- skoðanir svo sem mismunandi af- staða til minni eða meiri skatt- lagningar og afskipta rikisvalds- ins af málefnum borgaranna eru þar þyngri á metunum. Ég skil sjónarmið strjálbýlis- fólks, sem telur rétt að vægi at- kvæða i strjálbýli sé meira en i þéttbýli þar sem löggjafarsam- koman og flestar stjórnarstofnan- ir starfa, þótt ég fallist ekki á þau. Eins og stendur höfum við íslend- ingar ekki efni á því að efna til stórstyrjaldar milli strjálbýlis og þéttbýlis, þegar efnahagsvanda- mál okkar eru nú alvarlegri en verið hefur um áratuga skeið, svo að ekki sé meira sagt. Við þurfum tíma til að leiða strjálbýlisfólki fyrir sjónir, að hagsmunum þeirra er ekki hætta búin með jöfnun kosningaréttar, einkum ef vegur sveitarstjórna og tekjustofnar eru auknir pg valdið flutt heim í hér- uðin til einstaklinga, heimila, fyrirtækja og stofnana þar. Sú leið að gera landið allt að einu kjördæmi er ekki leið vald- dreifingar heldur miðstýringar og aukins flokksræðis. Vissulega hefði verið æskilegt að kanna betur möguleika á því að koma á einmenningskjördæmum, en hljómgrunnur hefur ekki reynst fyrir því. Þá er og vissulega íhugunarefni hvort unnt væri að jafna að fólksfjölda stærð kjör- dæma með hlutfallskosningum en hvort veggja hefur komið fram að þá yrðu kjördæmin sum svo stór yfirferðar að erfitt væri fyrir þingmenn að sinna þeim sem skyldi og rofnar væru um leið þær einingar, sem núverandi kjördæmi eru þrátt fyrir allt, en þau hafa fest sig í sessi á 3. tug ára. Fámennustu kjördæmin Við heyrum stundum að við ís- lendingar séum ekki fjölmennari en eitt kjördæmi í útlöndum, og víst kann það að vera satt. En við skulum hafa það í huga, að við höldum hér uppi sjálfstæðu ríki og fjölbreytni þess og vandamál eru sambærileg við önnur þjóðríki mun fjölmennari en okkar. Vandamál okkar eru því fjöl- breyttari en hvert og eitt kjör- dæmi i útlöndum hefur við að glíma. Þjóðkjörnir fulltrúar hér á landi verða að endurspegla og skilja þá fjölbreytni og ráða við þau viðfangsefni, sem til úrlausn- ar eru á hverjum tíma á hverjum stað. Ég hygg, að þetta sé ástæðan fyrir því, að samstaða er ekki um það að fækka þingmönnum í fá- mennustu kjördæmunum meira en þessar tillögur gera ráð fyrir. Fjögur fámennustu kjördæmin hafa haft nær 6 þingmenn hvert að meðaltali frá 1959, en munu nú oftast fá 5 þingmenn hvert. Því er um nokkra fórn að ræða af þeirra hálfu. Sé hins vegar nauðsynlegt að viðurkenna 5 þingmenn hið fæsta í Vesturlands-, Vestfjarða-, Norðurlandskjördæmi vestra, og Austurlandskjördæmi, þá er sam- ræmis vegna miðað við kjósenda- fjölda eðlilegt að 6 komi frá Suð- urlandi og 7 frá Norðurlandi eystra. Auðvitað mætti hér halda áfram og segja eðlilega fjölgun umfram það, sem ráðgert er á SV-landi, en hvort tveggja er að menn vilja halda heildartölu þing- manna í skefjum og standa að málamiðlun, sem felur í sér að fullur jöfnuður atkvæða er enn ekki viðurkenndur í raun, þótt mikilvægum áfanga séð náð í þeim efnum. Mintcx-rallið, Englandi: Frábær árangur Hafsteins og Birgis við erfiðar aðstæður ur myndaðist fyrir framan þá og gerði erfitt fyrir í akstri. „Á þessu tímabili var hræðilegt að fylgjast með því hvernig við pompuðum niður keppendalistann og eftir nokkrar af fyrstu leiðunum vorum við komnir í 62 sæti! En þá hugs- uðum við; rallið er ekki búið ennþá ... síðan klifruðum við hægt og „VIÐ crum mjög ánægðir með ír- angurinn, sérstaklega ef tekið er mið af aðstæðunum,“ sagði Birgir Viðar Halldórsson í samtalí við Morgunblaðið, en hann og Haf- steinn Hauksson luku keppni í Mintex rallinu í Englandi um helg- ina í 25 sæti á Ford Escort RS. Að- stæðurnar sem þeir þurftu að glíma við voru vægast sagt hræðilegar. Vegirnir voru ýmist klakabrynja, drulla eða snjólagðir og veðrið enn verra. Svarta þoka var meiri hluta keppninnar og síðan úrhellisrigning undir lokin. Mestum vandræðum lentu þeir Hafsteinn og Birgir í vegna þok- unnar, sem lagðist yfir skóga Yorkshire, þar sem rallið fór fram. Var skyggnið stundum að- eins 15 til 20 metrar að sögn Birg- is. Þurftu þeir jafnframt því að aka með fullum ljósum í þokunni fyrstu leiðirnar vegna bilunar í rafkerfi bílsins. Þetta gerði það að verkum að einskonar hvítur vegg- sígandi upp aftur og enduðum i 25 sæti,“ sagði Birgir. Allir ökumenn sem urðu fyrir framan þá Haf- stein og Birgi voru alvanir skóg- arleiðunum og árangur íslend- inganna því mjög lofsverður, að mati Englendinga. Allir efstu öku- mennirnir óku eftir fyrirmælum aðstoðarmanna sinna, sem höfðu leiðirnar merktar hjá sér og óku þeir því nánast blint í þokunni. Sigurvegari í Mintex-rallinu varð Stig Blomqvist á Audi Quattro með tímann 232.17 mín., annar Jimmy McRae á Ascona 400 á 238.23 mín og þriðji Per Eklund á Toyota Corolla á 243.22 mín. Haf- steinn og Birgir fengu tímann 294.35 mín. og voru þeir rúmlega 7 mínútum á undan næsta bíl. Nán- ar verður sagt frá Mintex-rallinu á morgun. Hér aka þeir Hafsteinn og Birgir á einni af lokaleiðunum. Framhlutinn er nokkuð bevgl- aður eftir skell er þeir hlutu í klakalagðri beygju fyrr í keppn- inni. Ljósm. Mbl. Martin Holmes.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.