Morgunblaðið - 01.03.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983
25
• Hverju sem um er að kenna þá viröist sem íslensku landsliðsmennirnir í hand
knattleik »tli ekki að ná sér neitt i strik í B-keppninni í Hollandi.
• Jóhannes Stefánsson batt íslensku vörnina vel saman og átti góöan leik gegn
Sviss. Hér sést hann skora með liöi sínu KR.
1. deild kvenna:
Sigurganga KR óslitin
EKKERT virðist getað stöðvað sigurgöngu
KR-steipnanna í 1. deild kvenna í körfubolta.
Þær hafa nú þegar tryggt sér íslandsmeistara-
titilinn þrátt fyrir að þær eigi enn þrjá leiki eftir.
Yfirburðir þeirra í vetur hafa verið ótrúlega
miklir og hefur ekkert liö náð að ógna veldi
þeirra.
ÍS vann Hauka
ÍS VANN Hauka í 1. deild kvenna í körfubolta á
sunnudaginn. Hauka-stelpurnar höföu yfir 9—8
þegar 8 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik en
þá fannst ÍS-dömunum nóg komiö og skoruöu 8
stig í röð. Staöan í hálfleik var síðan 22—11 fyrir
ÍS,
í síðari hálfleik var aldrei spurning hvort liöið
væri sterkara og ÍS-dömurnar unnu öruggan
sigur, 42—29.
Hjá ÍS sýndu þær Kolbrún og Elísabet
skemmtileg tilþrif, en hjá Haukum voru þær
bestar Sóley og Sólveig.
Stig ÍS: Kolbrún Leifsdóttir 12, Ragnhildur
Stainback 8, Elísabet Sveinsdóttir 5, Þórdís Krist-
jánsdóttir 5, Kristjana Gunnarsdóttir 5, Guðbjörg
Þórisdóttir 5 og Margrét Eiríksdóttir 2 stig.
Stig Hauka: Sóley Indriöadóttir 10, Svanhildur
Guðlaugsdóttir 7, Sólveig Pálsdóttir 6, Ragnheið-
ur Júliusdóttir 4 og Anna Guðmundsdóttir 2.
Á sunnudagskvöldið bættu þær
enn einum sigri við í safnið og urðu
ÍR-dömurnar að þessu sinni fyrir
baröinu á KR. KR haföi 8 stiga for-
ystu þegar fyrri hálfleikur var
hálfnaöur og staöan í leikhlé var
síðan 31—20 fyrir KR. Seinni hálf-
leikur var frekar jafn og lokatölur
urðu síðan 53—42.
Emilía Siguröardóttir lék ekki
með KR og Linda Jónsdóttir fór út
af á 10. mínútu s.h. En það haföi
engin áhrif á íeik KR og sýnir það
hversu góö breidd er í liöinu.
Hjá KR voru þær Linda Jóns-
dóttir meö 20 stig og systir hennar
Erna Jónsdóttir, sem var meö 10
stig, bestar, en einnig var Kristjana
Hrafnkelsdóttir ágæt. j liöi ÍR voru
þær Guðrún Gunnarsdóttir meö
14 stig og Þóra Steffensen meö 12
stig bestar.
Staðan í 1. deild
kvenna:
KR 13 13—0 864:504 26
ÍR 12 6—6 515:541 12
UMFN 12 6—6 523:666 12
ÍS 12 4—8 488:557 8
Haukar 13 2—11 550:669 4
Alfreð Gíslason:
„Þetta var úrslitaleikur
fyrir íslenskan handknattleik“
Frá Skapta liallgrímssvni Hollandi.
VIÐ GERÐUM okkar místök í
þessum leik en við erum mjög
ánægðir með sigurinn. Það var
allt annar andi í liðinu núna en
gegn Spáni. Þá var komin upp-
gjöf í menn fyrir leikinn. Þá voru
einn eða tveir aö berjast en nú
voru allir meö sagði Alfreö Gísla-
son eftir leikinn gegn Sviss. — Ég
var aldrei hræddur um tap í þess-
um leik, mér fannst leikmenn
Sviss vera mjög taugatrekktir í
leiknum.
Það háði mér nokkuð í leiknum
að mér var vikiö tvívegis af leikvelli
strax í upphafi leiksins, ég gat ekki
beitt mér eins og skyldi í varnar-
leiknum, sagöi Alfreö. Upplýsingar
danska landsliðsþjálfarans Leif
Mikkaelsen um að það ætti að
skjóta uppi á svissneska mark-
vörðinn komu okkur í koll. Þær
sýna að svona upplýsingar má
aldrei taka of alvarlega, bætti Al-
freð við.
— Við gerðum okkur grein fyrir
því að þessi leikur var úrslitaleikur
fyrir íslenskan handknattleik á
næstu árum. Það var hætta á því
að við færum niður í C-riðil ef leik-
urinn tapaöist. Sigur í leiknum
þýddi að við vorum öruggir í
B-riðlinum og nú getum við andaö
léttar.
Jóhannes Stefánsson:
„Báðir leikir okkar
liafa verið mjög slakir"
Frá bladamanni Mbl. á HM-keppninni
í handknattleik í Hollandi.
— ÞAO er snöggtum skárra að fá
að taka þátt í leíknum en aö þurfa
að sitja fyrir utan. Leikinn unnum
við miklum baráttuvilja okkar.
Eins og baráttan var á móti Spáni
vinnum við ekki leik. Þetta
svissneska lið er ekkert sérstakt.
Þriggja til fimm marka sigur
gegn þeim er bara eðlilegur. Báðir
leikir okkar hafa verið slakir
hingað til. Við erum ekki farnir að
sýna okkar rétta andlit og góðan
handknattleik í ferðinni. Ef við
vinnum einn leik í keppni efstu liða
gæti farið svo að við höfnuðum í 3.
til 4. sæti. A góðum degi eigum viö
aö geta unnið þessi liö, þau eru
Handknattlelkur
V_________________/
ekki ofjarlar okkar. Ég trúi til
dæmis ekki öðru en að við getum
staðið í sænska liðinu. Við höfum
allt að vinna úr þessu.
Steindór Gunnarsson sagði, aö
sigurinn gegn Sviss væri ánægju-
leg úrslit. Uppskera mikils erfiöis.
Það var mikil spenna hjá báðum
liðum. Við unnum á því að Sviss-
lendingarnir voru yfirspenntir.
Þessi landsliðshópur er einn sá
besti sem ég hef verið í, sagði
Steindór.
B-keppnin í Hollandi:
íslenska lióið þurfti ekki
að sýna neinn stórleik til
þess að sigra Svisslendinga
Sóknarnýting íslenska liðsins var 38,7%
Frá blaðamanni Morgunblaðsins Skapta Hallgrimssyni í Hollandi:
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik þurfti ekki að sýna neinn
stórleik til að leggja Svisslendinga að velli í íþróttahöllinni hér
í Visslingen á sunnudag. En sigur vannst í leiknum; þeim leik
sem menn vissu að kæmi til með að verða sá þýðingarmesti
fyrir ísland í riðlinum. Svisslendingar áttu ekki mikla mögu-
leika gegn íslendingum þrátt fyrir að enn væru okkar menn
nokkuð frá sínu besta, og einhvern veginn fannst manni sigur-
inn aldrei vera í neinni hættu. Þegar upp var staðið hafði
ísland sigrað með 19 mörkum gegn 15, eftir að staðan í hálfleik
hafði verið 10—8 fyrir ísland.
Það sem einkenndi leik liðanna hvað mest var mikil tauga-
spenna. íslensku leikmennirnir vissu að ef leikurinn tapaðist,
væru þeir í mikilli hættu og baráttan yrði hörð um áframhald-
andi veru í B-riðli. Fyrir Sviss þýddi tap gegn íslandi, að þeir
yrðu að vinna Spán til þess að komast í keppni efstu liða. Telja
verður næsta litla möguleika á því eftir tapið gegn íslandi. Því
að svissneska liðið er alls ekki gott.
ísland haföi ávallt forystuna:
íslenska liðið hafði nær alltaf
forystuna í leiknum gegn Sviss.
Sviss skoraði fyrsta markið en Al-
freð jafnaöi strax og var það i eina
skiptið, sem jafnt var í leiknum.
ísland komst yfir, 2—1, og var síö-
an yfir allt til leiksloka.
Mestur var munurinn fjögur
mörk nokkrum sinnum í leiknum
og svo í lokin. I hálfleik var staðan
10—8 fyrir Island. Fyrri hálfleikur-
inn einkenndist af taugaspennu og
mikilli baráttu. Greinilegt var að
leikmenn beggja liða gerðu sér
grein fyrir því hversu þýðingarmik-
ill leikurinn var.
I upphafi siðari hálfleiksins náði
Sviss að minnka muninn niöur i
eitt mark, 10—9. En sú dýrð þeirra
stóð ekki lengi. Með góöum leik-
kafla náði Island öruggri forystu,
13—9, og eftir það var aldrei nein
hætta á að leikurinn tapaöist.
Það var athyglisvert að fyrstu 13
mínútur leiksins klúðraði islenska
liðið átta skotum, markvörður
Sviss varöi sex skot og eitt fór
framhjá og eitt í stöng.
íslenska liðið:
Allt annað var aö sjá til íslenska
liðsins í þessum leik en gegn
Spánverjum. Leikmenn börðust af
krafti og voru grimmir i vörninni.
Brynjar Kvaran stóð í markinu og
varði ágætlega og nokkrum sinn-
um mjög vel, á mikilvægum augna-
blikum. Jóhannes Stefánsson sem
var einn þeirra fjögurra sem hvíldi
gegn Spáni, spilaði nú með að
mestu leyti í varnarleiknum og var
mjög góður. Hann hvatti menn
V
i J
• Brynjar Kvaran varði vel gegn
Sviss.
afram og batt vörnina saman. Auk
þeirra átti Páll Ólafsson ágætan
leik ásamt Guðmundi Guðmunds-
syni. Alfreð átti góða spretti inn á
milli.
Svisslendingar eru engin stór-
þjóð i handknattleik. Þeir eru með
léttleikandi lið, en ekki góðar
skyttur. Vörn þeirra er slök og
sóknarleikur frekar fálmkenndur.
Þaö er athyglisvert að í öðrum
landsleiknum i röð er sóknarnýting
íslenska liðsins afspyrnu slök eða
aðeins 38,7% á móti Sviss.
Ekkert til að hrópa hurra fyrir.
Mörk Islands i leiknum skoruðu
þessir leikmenn: Kristján Arason 5,
3 v, Guðmundur Guðmundsson 4,
Alfreð Gíslason 4, Páll Ólafsson 3,
Sigurður Sveinsson 2, 1 v, og
Bjarni Guðmundsson 1.