Morgunblaðið - 01.03.1983, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.03.1983, Qupperneq 40
^^skriftar- síminn er 830 33 Demantur ædstnfedaisteina - éuU Sc é>iifur Laugavegi 35 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983 Flugráð um ráðningu flugmálastjóra: „Dæmalaus lítils- virðing á lýðræðis- legum hefðum“ „KJARNI málsins er sá , aö lög- um samkvæmt er flugrád tilgreint sem eini umsagnaraðili ráðherra í málinu, enda er ráðið hér að velja sér sinn framkvæmdastjóra. Að- dróttunum samgönguráðherra í Sjö bflar í árekstrum á Hellisheiði í gærkvöldi SJÖ bílar skemmdust töluvert í þremur árekstrum á Hellisheiði í gærkvöldi, en þá gekk mikið dimm- viðri yfir með miklu roki og éljum, samkvæmt upplýsingum lögreglunn- ar. Árekstrarnir urðu skammt frá Skíðaskálanum í Hveradölum skömmu fyrir kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Eins og áður sagði urðu nokkrar skemmdir á bílunum og var einn þeirra talinn ónýtur. Ekki var um aivarleg meiðsl á fólki að ræða. viðtali við Morgunblaðið í gær um meinta „einkennilega" umfjöllun málsins í flugráði er með öllu vís- að á bug. Flugráð fordæmir þá fá- dæma valdníðslu er felst í vinnu- brögðum samgönguráðherra í máli þessu,“ segir m.a. í niðurstöðum greinargerðar flugráðs vegna þeirrar ákvörðunar samgöngu- ráðherra, aö ráða Pétur Einarsson í stöðu flugmálastjóra, gegn ein- róma tillögu flugráðs um ráðningu Leifs Magnússonar í starfið. í bréfi, sem flugráð ritar til alþingismanna og fjölmiðla, segir ennfremur: „Með ákvörðun sinni, föstudaginn 25. þ.m., um skipun í stöðu flugmálastjóra, þvert gegn samhljóða og ein- dreginni tillögu flugráðs, hefur Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, sýnt í verki dæmalausa lítilsvirðingu á lýð- ræðislegum hefðum." Ljosmynd Mbl. RAX. Auðhumla og mjaltastúlkan eyfirska Auðhumla heitir höggmynd sem Ragnar Kjartansson myndhöggvari hefur lokið við í gips fyrir mjóikursamlag KEA á Akureyri, en höggmyndin verður steypt í kopar erlendis. Auðhumla á að standa fyrir utan hina nýju Mjólkurstöð á Akureyri, en Auðhumla hefur verið í merki fyrirtækisins frá upphafi. í samtali við Mbl. sagi Ragnar að þótt hugmyndin að kúnni væri sótt í forn fræði, væri mjaltastúlkan af eyfirskum uppruna þótt heldur væri hún af stærri gerðinni, en kýrin sjálf er 3 metra há og 6 metra löng. Listamaðurinn stendur þarna hjá verkinu. Flutningabíll fauk og lokaði Vesturlandsvegi í gærkvöldi MIKIÐ óveður gekk yfir Suð- vesturland í gærkvöldi, sem m.a. varð þess valdandi að stór flutn- ingabíll fauk á veginum fyrir sunnan Botnsá í Hvalfirði og lokaði hann veginum um tíma. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar urðu ekki slys á mönnum, en bíllinn skemmdist töluvert. Niðurstöður skoðanakönnunar um jafnan kosningarétt: 82,9% þátttakenda vildu jafiia kosningarétt að fiillu 42,8% þátttakenda utan Reykjavíkur og Reykjaness vildu að fullu jafnan kosningarétt HEILDARFJÖLDI svara, sem barst í skoðanakönnun um jafn- an kosningarétt var 14.968, þar af vildu 12.407 eða 82,9% jafna kosningarétt að fullu. Aðallcga fór skoðanakönnun þessi fram í Reykjavík og á Reykjanesi, en engu að síður bárust svör frá 458 aðilum utan þessara tveggja kjördæma, 42,8% þeirra vildu jafna atkvæðisrétt að fullu og 28,8% að hluta. Óbreytt hlutfall atkvæða vildu hafa 24% utan- bæjarmanna. Fyrir þá, sem sendu inn svör, voru lagðar þrjár spurningar. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar eru að 3% þátttakenda vildu fjölga þingmönnum, 61,9% vildu fækka þeim, en 34% þátttakenda vildu hafa þingmannafjöldann óbreyttan. Eins og áður sagði vildu 82,9% þátttakenda jafna atkvæðisrétt að fullu, 10,6% vildu jafna atkvæð- isrétt að hluta til, 4,1% kusu að hafa hlutfall milli atkvæða í kjör- dæmum óþreytt og 2,4% skiluðu auðu við þessari spurningu. Halldór Jónatansson, aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvirkjunar: Skuldir væru liðlega 100 milljónum dollara lægri ef raforkuverð hefði fylgt byggingarvísitölu frá árinu 1971 Þriðja spurning var um kjör- dæmaskipan. 20,7% þátttakenda vildu halda núverandi kjördæma- skipan, 11,6% vildu fá einmenn- ingskjördæmi og 61,8% vildu að landið allt yrði gert að einu kjör- dæmi. Önnur svör veittu 1,3% og spurningu um kjördæmaskipan svöruðu ekki 4,5%. Fjöldi þeirra, sem þátt tóku í skoðanakönnuninni var 14.968 eða 10,1% af kjörskrárfjölda á árinu 1982. Þátttakan í Reykjavík varð 16,3% af kjörskrá og 15,7% í Reykjaneskjördæmi. Þátttaka manna úr öðrum kjördæmum var 0,8%. Sjá nánar um niðurstöður skoð- anakönnunarinnar á bls. 30. „ÞAÐ hefur nýlega verið reiknað úl að hefði rafmagnsverð Landsvirkjun- ar til almenningsrafveitna fylgt bygg- ingarvísitölu 1971 — 1982 hefðu skuldir Landsvirkjunar um síðustu áramót verið 101,7 milljónum dollur- um lægri en þær í raun voru,“ sagði Halldór Jónatansson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Landsvirkjunar, m.a. í samtali við Mbl. er hann var inntur eftir því hver fjárhagsstaða Landsvirkjunar væri í dag, ef raf- magnsverð til almcnningsrafveitna hefði fylgt verðlagi frá árinu 1981. „Skuldirnar námu samtals 341 milljónum dollara og hefðu því orð- ið um 30% lægri ef verðið og bygg- ingarvísitala hefðu fylgst að. Jafn- framt mundi þá lækkun vaxta- gjalda í ár hafa numið um 12,4 milljónum dollara og lækkun af- borgana um 4,1 milljón dollara. Greiðslubyrðin í ár hefði þá sam- tais orðið 16,5 milljónum dollara lægri í ár en fyrirsjáanlegt er nú,“ sagði Halldór Jónatansson enn- fremur. Þá var Halldór inntur eftir því hvort það hefði ekki haft áhrif til lækkunar á verðhæhkunarþörfina framundan, ef verðið hefði fylgt al- mennum verðlagsbreytingum und- anfarinn áratug. „Hefði rafmagns- verðið fylgt byggingarvísitölu um- rædd ár mundi verðið til almenn- ingsrafveitna aðeins þurfa að hækka um 9,1% á þessu ári til að tryggja rekstrarjöfnuð á árinu miðað við 50% verðbólgu og 50% gengissig, en miðað við það, sem á undan er gengið, er hækkunarþörf þessi 47,2%. í fyrra tilvikinu yrði meðalverð ársins 55,20 aurar á KWst, en í því síðara 74,48 aurar á KWst. Þá er einnig fróðlegt að gera sér ljóst að hefði verðið fylgt byggingarvísitölu og héldi áfram að gera það út þetta ár, miðað við fyrrnefndar verðlags- forsendur, færi meðalverðið í ár í 60,58 aura á KWst. og yrði hagnað- ur þá 61,6 milljónir króna og greiðsluafgangur 155,5 milljónir króna, sem yrði að sama skapi til að draga úr lántökum á árinu vegna framkvæmda. Slík þróun mundi síðan fyrr en seinna verða almenningi til hagsbóta í lægri rafmagnsverði en ella," sagði Hall- dór Jónatansson. Viðtal sem Mbl. átti við Halldór Jónatansson um málefni Lands- virkjunar verður síðan birt í heild á morgun, miðvikudag. 29.128 hafa tekið þátt í próf- kjörum Sjálf- stæðisflokksins Sjálfstæðisfiokkurinn hefur efnt til prófkosninga í sjö af átta kjör- dæmum landsins. Samtals hafa 29.128 tekið þátt í prófkjörunum sem er um 66% af þcim fjölda sem veitti fiokknum stuðning í alþing- iskosningunum í desember 1979, en tæp 70% af kjósendum flokks- ins í þeim sjö kjördæmum þar scm efnt hefur verið til prófkosninga. Það er einungis á Vestfjörðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki efnt til prófkjörs. Sjá forystugrcin blaðsins í mið- opnu og fréttir á bls. 2 og um- mæli prófkjörsþátttakenda í Austurlands- og Reykjaneskjör- dæmi á bls. 46 og 47.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.