Morgunblaðið - 04.03.1983, Page 1

Morgunblaðið - 04.03.1983, Page 1
56 SÍÐUR 52. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jóhanncs Páll páfi 2. dvaldi í gær í Costa Rica á fyrsta degi heimsóknar sinnar til Miðameríku. Páfi verður viku í þessum heimshluta og mun á næstu dögum m.a. heimsækja Nicaragua, Guatemala, El Salvador, Honduras og Panama. Sex hryðjuverkamenn voru líflátnir í Guatemala í dag þrátt fyrir óskir páfa um að þeim yrði þyrmt. A myndinni sést Jóhannes Páll páfi aka um götur San Jose í Costa Rica í gær. (Símamynd AP) Páfi á ferð í Miðameríku Samkomulag í aug- sýn hjá OPEC? I.ondon, 3. marz. AP. ALLT benti til þess í kvöld að olíumálaráðherrar átta OPEC-ríkja, sem sátu í dag á fundi í London, hafi færzt nær samkomulagi um verðlagningu olíu á heimsmarkaði á næstunni. Pegar fundi ráðherranna lauk eftir rúmlega fimm tíma fundarsetu sagði Calderon Berti vonaðist til þess að samkomulag náisl Náist samkomulag á fundi ráð- herranna má búast við því að boð- að verði til aukafundar allra aðild- arríkja OPEC, en nokkur ríkj- anna, þ.á m. Iran og írak, hafa ekki tekið þátt í hinum óformlegu fundahöldum, sem nú fara fram í London. Olíumálaráðherra Líbýu, Kamal Hassan Maghur, kom óvænt til London í dag og sat fundinn. Áður var Yamani, olíumálaráðherra Saudi-Arabíu, kominn til fundar- ins, en Saudi-Araba og Líbýu- menn hefur löngum greint á um olíuverð. Meirihluti OPEC-ríkjanna vill reyna að ná samkomulagi við olíu- framleiðslulönd utan samtakanna um minnkun framleiðslu og til- olíumálaráðherra Venezuela, að hann á fundi á morgun, fóstudag. tölulega litla verðlækkun. Þau lönd utan samtakanna sem rætt hefur verið við, að því er heimildir herma, eru Mexíkó, Bretland og Noregur. Ekkert liggur fyrir um hvaða áhuga þessi lönd hafa á samstarfi við OPEC í þessum efn- um. Að loknum fundinum í dag létu olíumálaráðherrar Líbýu og Alsír í ljós ánægju með þann árangur sem fundurinn hefði borið. Hermt var í London í dag að Calderon Berti og olíumálaráðherra Sam- einuðu arabísku furstadæmanna hefði gengið á fund Nigel Law- sons, orkumálaráðherra Breta, en ekkert hefur verið látið uppi um hvað þeim fór á milli. Tarsis látinn Bírn. 3. marz. AP. RÚSSNESKI rithöfundurinn V’alery Tarsis lézt í Sviss í dag 76 ára að aidri. Tarsis var í hópi þeirra rithöf- unda sem fyrstir fordæmdu sovét- skipulagið í verkum sínum og fyrir það létu sovézk stjórnvöld m.a. loka hann inni á geðveikrahæli í átta mán- uði. Um dvöl sína á geðveikrahælinu skrifaði Tarsis bókina Deild 7, sem komið hefur út á íslenzku. Engar af bókum þeim sem Tarsis skrifaði eftir stríð fengust útgefnar í Sovétríkjunum og um árabil var Tarsis meinað að fara til útlanda og þiggja boð um að flytja þar fyrirlestra. Á árinu 1966 fékk hann þó vegabréfsáritun og fór úr landi og ákvað að snúa ekki aftur. Alfred Dregger, formaður þing- flokks kristilegra demókrata, sak- aði jafnaðarmenn um að bera ábyrgðina á þessu mikla atvinnu- leysi. Sagði hann, að þessar tölur kæmu í rauninni ekki á óvart, því að það hefði verið ljóst sl. haust hvert stefndi, þegar samsteypu- stjórn jafnaðarmanna og frjálsra demókrata sat enn að völdum, með öðrum orðum þá væri þetta mikla atvinnuleysi arfur rangrar efnahagsstefnu stjórnar Helmuts Schmidts, fyrrverandi kanslara. Dregger sagði, að um árstíða- bundnar ástæður væri að ræða fyrir því, hve mikið atvinnuleysið hefði vaxið í febrúarmánuði. Stjórn Kohls kanslara hefði hins vegar gert margt til þess að sporna við vaxandi atvinnuleysi og mætti þar nefna aðgerðir í byggingariðnaðinum, sem myndu leiða til þess að mörg hundruð þúsund atvinnuleysingjar fengju aftur vinnu með vorinu. Wolfgang Roth, varaformaður þingflokks jafnaðarmanna, var hins vegar á allt öðru máli. Hann lýsti yfir því í dag, að kristilegir demókratar bæru ábyrgð á at- vinnuleysisþróuninni, enda hefðu þeir alla tíð verið á móti aðgerðum af hálfu stjórnvalda, sem hefðu í för með sér aukna atvinnu. At- vinnuleysið í febrúarmánuði. hefði ekki verið hlutfallslega eins hátt, Helmut Kohl kanzlari á fundi kristilegra demókrata í Miinchen, einum síðasta fundi þeirra fyrir kosningarnar i sunnudaginn. Ljósm. Skúli Sigurðsson. i Arthur Koestler og kona hans látin London, 3. marz. AP. HINN heimskunni ungverski rithöfundur Arthur Koestler og Cynthia kona hans fundust látin i stofunni heima hjá sér í dag og höfðu bæði svipt sig lífi með því að taka of stóran lyfjaskammt, að því er talsmaður brezku rannsóknarlögreglunnar Scotland Yard greindi frá í dag. Koestler var 77 ára og hafði um nokkurt skeið verið illa haldinn heilsufarslega, m.a. verið með svokallaða Parkinson-veiki. Að sögn lögreglunnar skildu Koestler-hjónin eftir miða fram- an við íbúð sína í Londin, sem þvottakonan í húsinu rakst á og kvaddi síðan til lögreglu. Lög- reglan hefur ekki skýrt frá því hvað á þennan miða var ritað. Koestler er þekktastur fyrir bók sína Myrkur um miðjan dag, sem út kom 1940. Þar er lýst ástandinu í Sovétríkjunum á tímum hreinsana Stalíns. Bókin hafði mikil áhrif á félaga í kommúnistaflokkum og allan almenning á Vesturlöndum. Koestler var kommúnisti á yngri árum en varð seinna ákafur and- stæðingur kommúnismans og sovétskipulagsins. Koestler var barnlaus. Cynthia, sem var á sextugsaldri, var þriðja eiginkona hans. Þau hjón bæði voru aðilar að félags- skapnum Exit, sem styður hugmyndir um rétt manna til að fyrirfara sér, og hafði Koestler skrifað formála að leiðbein- ingabæklingi félagsins um hvernig fremja skyldi sjálfs- morð. Vestur-Þýzkaland: Koestler og Cynthia kona hans. allt frá því á atvinnuleysistímabil- inu 1967. Leiðtogar þýzku þingflokkanna áttu í kvöld kappræður í sjónvarpi um helztu kosningamálin en lítið nýtt bar á góma í þeim umræðum. í skoðanakönnun sem þýzka sjón- varpið birti í kvöld kemur fram að 11% kjósenda eru enn óákveðnir í afstöðu sinni til flokkanna, 56% þeirra telja að atvinnuleysið sé að- alkosningamálið, en 37% nefndu skuldir ríkissjóðs í því sambandi. Rúmur helmingur kjósenda spáir því að græningjar nái mönnum inn á Sambandsþingið en aðeins 40% telja að frjálsir demókratar nái inn. Sjá nánar fréttir frá blaða- manni Mbl. á bls. 14 og 15. Bonn, 3. marz, frá Val Ingimundarsyni, fréttaritara Morgunbladsins. SAMKVÆMT upplýsingum, sem vinnumálastofnunin i Bonn birti f dag, er fjöldi atvinnuleysingja í Vestur-Þýzkajandi nú um 10,4% af vinnuaflinu, alls 2,5 milljónir manna. í febrúarmánuði einum jókst atvinnuleysið í landinu um 0,2%. Eins og vænta mátti ollu þess- ar tölur talsverðu fjaðrafoki á meðal stjórnmálamanna í Bonn, enda er kosningabaráttan í algleymingi. Atvinnuleysi veldur íjaöra- foki í kosningabaráttunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.