Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakiö. Ofsóknum haldið áfram Verðlagsstofnun hefur nú sigað Rannsóknarlög- reglu ríkisins á yfirvöld Reykjavíkurborgar vegna fargjalda strætisvagna borg- arinnar. Borgarstjóri, borg- arfulltrúar og embættismenn verða líklega kallaðir til skýrslugerðar og yfir- heyrslna hjá rannsóknarlög- reglumönnum vegna þess að þeir hafa í krafti þess umboðs sem kjósendur hafa veitt þeim tekið ákvarðanir sem verðlagsyfirvöldum eru ekki þóknanlegar en miða að því að endar nái saman hjá borg- arsjóði Reykjavíkur. Með síð- ustu aðgerðum sínum gengur Verðlagsstofnun út fyrir skynsamleg mörk. Rök stofn- unarinnar eru þau, að hún sé „að vernda almenning gegn því að einhver aðili, hvort sem það er einstaklingur eða opinber aðili, áskilji sér greiðslu fyrir vöru eða þjón- ustu úr vasa almennings án þess að eiga löglegt tilkall til greiðslunnar“. Þessi rök eru ekki einhlít. Það er alls ekki unnt að halda því til streitu, að almenningi sé betur borgið undir ofstjórn verðlagsyfirv- alda en þeim ákvörðunum sem kjörnir fulltrúar taka. Skýrt dæmi um það hvernig unnt er að eyðileggja rekstr- argrundvöll opinbers þjón- ustufyrirtækis eru þrenging- ar Hitaveitu Reykjavíkur. Hitaveitunni hefur verið bannað að hækka gjaldskrá sína og nú er dreifikerfi hennar farið að gefa sig vegna fjárskorts til eðlilegs viðhalds. Ríkisstjórnin sem enn lafir hefur gefist upp í baráttunni við verðbólguna sem var þó hennar helsti óvinur. Verð- lagsmálaráðherrann og sá sem ber pólitíska ábyrgð á ofríki Verðlagsstofnunar er Tómas Árnason, viðskipta- ráðherra og ritari Framsókn- arflokksins. Formaður verð- lagsráðs er skrifstofustjórinn í ráðuneyti Tómasar og hann hefur ekki frumkvæði að lögregluaðgerðum gegn borg- arstjórn Reykjavíkur nema með fullum stuðningi Tómas- ar Árnasonar. Ritari Fram- sóknarflokksins, núverandi viðskiptaráðherra, er frægur fyrir hvatvíslegar yfirlýs- ingar og aðgerðir sem hann vill svo ekki kannast við þeg- ar á hólminn er komið. Tóm- as Árnason hefur ekki heldur gengið opinberlega fram fyrir skjöldu til stuðnings Verð- lagsstofnun, en hann ber hina pólitísku ábyrgð á því að nú á að sigrast á verðbólgunni með lögregluaðgerðum! Fyrir liggur að það er beinlínis rangt sem segir í yf- irlýsingu Verðlagsstofnunar, að vilji hennar í fargjalda- málum Strætisvagna Reykja- víkur komi sér betur fyrir þá sem með vögnunum ferðast en það sem borgaryfirvöld hafa ákveðið. Þvert á móti má segja, að afskipti þessar- ar stofnunar af fargjöldunum á liðnum árum, sem miða öll að því að falsa vísitöluna með einum eða öðrum hætti, hafi komið farþegum SVR í koll. Og eitt er víst að þótt Verð- lagsstofnun yrði veitt óskor- að lögregluvald sigrar Tómas Árnason ekki frekar verð- bólguna með þeim vopnum en samstarfi við kommúnista. Hjörleifi fórnað Fyrir liggur að meirihluti þingmanna vill svipta Hjörleif Guttormsson, iðnað- arráðherra, forræði á samn- ingum við Alusuisse. Tillaga um þetta er á ferðinni í al- þingi. Þingflokkur Alþýðu- bandalagsins fundaði um málið á miðvikudag og sýnd- ist sitt hverjum. í frásögn Morgunblaðsins var sjónar- miðum þannig lýst: „Samkvæmt heimildum Mbl. vildu sumir að ráð- herrarnir tilkynntu brottför úr ríkisstjórninni, ef fram- sóknarmenn yrðu meðflutn- ingsmenn, þar sem tillaga þessi væri ótvírætt vantraust á iðnaðarráðherra. Aðrir töldu að nægilegt væri að ráðherrarnir „brýndu raust- ina“ eins og það var orðað — ekki væri hagstætt að ganga út á þessum punkti. Þá var og á það bent, að lífdagar ríkis- stjórnarinnar væru hvort eð er taldir, og því rétt að reyna að þrauka. Engin ályktun var gerð á fundinum, en reiknað með að ráðherrarnir „létu í ýmislegt skína með vel völd- um orðum“ í ríkisstjórninni, án þess þó að festa sig í „ótímabærum" yfirlýsingum, eins og einn heimildarmanna Mbl. orðaði það.“ í þessari stuttu frásögn er í hnotskurn lýst þeim rökum sem beitt er í æðstu valda- stofnunum Alþýðubandalags- ins þegar vegtyllurnar eru til umræðu. Stefnumálum hefur verið fórnað með þessum rök- um og nú stendur til að fórna Hjörleifi Guttormssyni, til að Svavar Gestsson geti setið áfram sem ráðherra. Yfirlýsing Ingólfs Jónssonar, Jóhannesar Nordal og Steingríms Hermannssonar: Nettóhagnaður íslendinga í beinum greiðslum 6,5 millj. dollara frá 75 í umræðum um álsamningana að undanförnu hefur að hálfu iðnað- arráðherra verið vegið að þeim, sem áður fyrr hafa staðið að samningum um álbræðsluna við Straumsvík, bæði upphaflega og við endurskoð- un þeirra 1975. Margt er athugavert og villandi í því, sem haldið hefur verið fram í þessu máli, auk þess sem vandséð er, hverju það þjónar málstað íslendinga eða samstöðu þeirra í samningum við Alusuisse, að reynt sé að stofna til illdeilna um allt, sem aðhafzt hefur verið í þessu máli, áður en núverandi iðnaðar- ráðherra tók við völdum. Þess vegna þykir okkur undirrituðum ástæða til þess að láta frá okkur fara eftir- farandi athugasemdir varðandi þetta mál. Samingarnir 1966 Upphaflegu álsamningarnir voru gerðir á tímabili mjög lítillar verð- bólgu, og hafði verð á orku og áli verið stöðugt um langt árabil. Voru því ekki skilyrði til þess að ná í þeim samningum viðunandi hækk- unarákvæðum á þeim tíma. Erum við ekki í vafa um það, að flestir, ef ekki allir, sem skoða þessi mál af sanngirni, munu viðurkenna þetta, og er það reyndar gert í greinargerð fyrir nýframlögðu frumvarpi iðnað- arráðherra o.fl. um hækkun orku- verðs til ÍSAL. Nokkrum árum eftir gerð álsamn- inganna urðu veruleg umskipti í efnahagsmálum 1 heiminum, og fór verðbólga vaxandi, sérstaklega eftir hinar miklu olíuverðshækkanir á árunum 1973—1974. Var því brátt ljóst, að nauðsynlegt væri að leita eftir endurskoðun álsamninganna með tilliti til hinna breyttu við- horfa. Var málið fyrst tekið upp í viðræðum Magnúsar Kjartansson- Um endurskoð- un samninga við Alusuisse ar, iðnaðarráðherra, við forráða- menn Alusuisse haustið 1973. Leiddu þær viðræður ekki til niður- stöðu, enda olíuverðshækkunin þá enn á frumstigi. Haustið 1974 var málið tekið upp að nýju af Gunnari Thoroddsen, iðnaðarráðherra, og fól hann viðræðunefnd um orkufrekan iðnað að vinna að framgangi málsins i samráði við hann. Attum við undir- ritaðir drýgstan þátt í þessum við- ræðum, en auk okkar voru þá í við- ræðunefndinni þeir Ingi R. Helga- son, hrl., Ragnar ólafsson, hrl. og Sigþór Jóhannesson, verkfræðingur. Leiddi þetta starf til þess, að 10. desember 1975 var undirritaður samningur milli ríkisstjórnar ís- lands og Alusuisse um veigamiklar breytingar á fyrri samningum aðil- anna. Yfirlit um samningana 1975 Endurskoðun álsamninganna 1975 hafði þríþættan tilgang. í fyrsta lagi var samið um verulega hækkun á orkuverði og ákvæði um það, að orkuverð skyldi breytast í ákveðnu hlutfalli við hækkun verðs á áli. í öðru lagi var samið um breytingu á skattákvæðum, sem leiddi til jafnari og öruggari skatt- lagningar, jafnframt því sem kom- izt yrði hjá geysilegri aukningu á skattinneign ISAL hjá ríkissjóði. í þriðja lagi var samið um sölu á orku til stækkunar álversins um 20 MW, 60% af þeirri orku var afgangsorka. Var forgangsorkuverðið mun hærra en í eldri samningnum. f greinargerð, sem fylgdi frum- varpi til Alþingis um þessa breyt- ingu samningsins, kemur fram, að beinn fjárhagslegur hagur af samn- ingnum gæti orðið mismunandi mikill, eftir því hverjar ytri aðstæð- ur yrðu. Einnig yrði ávinningurinn minni, ef verðbólga á samningstím- anum yrði mjög mikil eða afkoma áliðnaðarins mjög hagstæð. Hins vegar tryggði samningurinn jafnari tekjur og meira öryggi á erfiðleika- og samdráttartímum. Nú er því hins vegar haldið fram af iðnaðarráð- herra, að samningurinn hafi bein- línis haft í för með sér fjárhagslegt tjón fyrir íslendinga. Hér er um villandi og einhliða niðurstöðu að ræða, svo sem nú mun nánar rakið. Beinar tekjur af raf- orkusölu og sköttum Það var alltaf ljóst við samnings- gerðina 1975, að á móti hækkun orkuverðs mundi koma lækkun á skatttekjum, mismunandi eftir ár- ferði. Svo hefur einnig orðið raunin á. Eins og tölur liggja nú fyrir, hef- ur tekjuaukning af raforkusölu vegna þessara samninga orðið 24,9 milljónir dollara fram til ársloka 1982, en lækkun skatttekna 18,4 milljónir dollara, svo að nettóhagn- aður íslendinga í beinum greiðslum hefur numið 6,5 milljónum dollara. Er þá hvorki tekið tillit til áhrifa lækkunar skattinneignar né tekju- auka vegna stækkunar álbræðsl- unnar, en að því verður vikið síðar. Um þessa tölulegu niðurstöðu er í sjálfu sér ekki ágreiningur. Hins vegar hefur ráðherra látið reikna þetta út að nýju miðað við þá for- sendu, að allar kröfur ráðuneytisins Ingólfur Jónsson um hækkun tekna á undanförnum árum vegna of hás verðs á súráli, rafskautum og fl., nái fram að ganga. Með þ- im reikningi tekst að fá þá niðurstöðu, að tekjur íslend- inga hafi á þessu tímabili orðið lægri en samkvæmt eldri samning- unum. Það væri gáleysi af okkur að leggja mat á það, hvaða líkindi eru til þess, að allar kröfur um hækkun skatttekna ÍSALs naí endanlega fram að ganga, enda lítur nú út fyrir, að það mál fari í alþjóðlegan gerðadóm, og er niðurstaða þess því enn í óvissu. Hins vegar er það í samræmi við upphaflegt mat á samningunum, að mjög mikil tekju- hækkun hjá ÍSAL í góðæri gæti leitt til þess, að þessar greiðslur yrðu í einstökum árum minni en samkvæmt eldri samningunum. Hins vegar er athyglisvert, hve miklu hagstæðari nýju samningarn- ir eru, þegar á móti blæs, eins og undanfarin tvö ár. Þannig hafa Jóhannes Nordal samanlagðar skatttekjur og tekjur af raforkusölu orðið meira en 9 milljónum dollara hærri á árunum 1981 og 1982 en þær hefðu orðið samkvæmt upphaflegu samningu- num. Allt útlit er fyrir, að niður- staðan verði svipuð á þessu ári. Þannig hefur endurskoðunin 1975 náð þeim tilgangi að tryggja örugg- ari og jafnari tekjur og koma í veg fyrir mikla tekjulækkun á erfiðleik- atímum, en það skiptir þjóðarbú Is- lendinga ekki litlu máli, eins og nú standa sakir. Hækkun lág- marksskatta Samkvæmt upphaflegu samning- unum voru skatttekjur mjög háðar verði á áli og afkomu ÍSAL, og var lágmarksskattur aðeins 240 þús. dollarar á ári. í samningunum 1975 var lágmarksskattur, sem er óháður Steingrímur Hermannsson afkomu, hækkaður í 20 dollara á tonn, sem er um 1,6 millj. dollara á ári miðað við meðalframleiðslu ÍSAL. Var þessi breyting í samræmi við þá meginstefnu, sem hefur verið fylgt í samningum um álverð, að tryggja sem bezt öryggi teknanna, þótt á móti blési í rekstri ÍSAL. * Ahrif á skattinneign Það var einn af göllum þess skattkerfis, sem samið var um í upphafi, að ÍSAL reyndist eignast mjög mikla skattinneign hjá ís- lenzka ríkinu. Þótt um það sé deilt milli aðila, hvort slíka skattinneign mætti nota til annars en skattajöfn- unar, var tvímælalaust mikilvægt, að þannig yrði frá samningum gengið, að ekki myndaðist óhóflega mikil inneign af þessu tagi. Þeim tilgangi var náð með samningunum 1975, enda er skattinneign nú, að ófrádregnum umdeildum skatta- kröfum, rúmlega 6 milljónir dollara, en hefði verið yfir 26 milljónir doll- ara samkvæmt eldri samningunum. Munurinn er um 20 milljónir doll- ara, og er enginn vafi á því, að þessi lækkun getur verið Islendingum mjög mikið í hag við vissar aðstæð- ur, t.d. í öllum samningum um endurskoðun síðar meir, svo og við kaup Islendinga á álverinu eða hluta þess. Stækkun álversins Það var hluti samninganna 1975, að samið var um heimild til stækk- unar álversins um 20 MW og raf- orkusölu til þeirrar stækkunar. Kom þessi stækkun í rekstur vorið 1980. I samanburðinum hér að framan hefur ekki verið tekið tillit til þess, hver tekjuaukning hefur orðið þegar af þessari stækkun, en beinar tekjur af raforkusölu og sköttum vegna hennar nema nú 1,3 milljón dollara á ári, en auk þess hafa Islendingar að sjálfsögðu haft miklar gjaldeyristekjur bæði vegna byggingar og rekstrar þessa hluta álversins, og er hér um að ræða verulega tekjuaukningu fyrir þjóð- arbúið til frambúðar. Þessi viðbót- arorkusala er að 60 hundraðshlut- um afgangsorka, en meðalverð sama og á annarri orkusölu til ÍSAL. Sé afgangsorkan reiknuð á sama verði og til Járnblendifélags- ins, þýðir það, að forgangsorka til þessa hluta álversins er nú seld á um 12 mill á kWh. Viðurkenning á endurskoðunarrétti Einn mikilvægasti ávinningur samninganna 1975 var, að þá var viðurkennt af hálfu Alusuisse, að breyttar aðstæður í umheiminum svo sem veruleg hækkun orkuverðs, gætu verið tilefni til þess að endur- skoða samninga, jafnframt því sem beinlínis var samið um hækkunar- ákvæði í sambandi við orkuverð. Enginn vafi er á því, að þetta hefur verulega lagalega þýðingu fyrir ís- lendinga, ef til málaferla kynni að draga við Alusuisse út af endur- skoðun samninganna. Jafnframt gefur það íslenzkum stjórnvöldum ástæðu til þess að taka upp viðræð- ur við Alusuisse, hvenær sem hægt er að sýna fram á verulegar breyt- ingar á forsendum. Slík breyting á forsendum átti sér stað á árunum 1978 og 1979, er önnur stórhækkun á olíuverðlagi átti sér stað. Gagnstætt því sem átti sér stað eftir olíu- verðshækkunina 1973—1974 var að þessu sinni ekki þegar í stað efnt til samninga við Alusuisse með skír- skotun til breyttra aðstæðna. Eftir slíkum samningum var ekki leitað, fyrr en í sambandi við ákærur ráðu- neytisins á hendur Alusuisse um of hátt verð á súráli í árslok 1980. Er enginn vafi á því, að samningsað- staða hefði verið mun betri, ef haf- izt hefði verið handa strax í kjölfar hækkunar orkuverðs og á meðan ál- iðnaðurinn átti við blómlega af- komu að búa. Lokaorð AUir samningar eru háðir þeim aðstæðum, sem ríkjandi eru, þegar þeir eru gerðir, og engir samningar eru jafn hagstæðir, hvernig sem ytri aðstæður þróazt. Þetta á vita- skuld við um samningana 1975, eins og reyndar alla aðra samninga, sem íslendingar hafa gert í þessum efn- um. Engu að síður teljum við aug- ljóst, að með endurskoðun samning- anna 1975 hafi fengizt verulega mikið öryggi um auknar og jafnari tekjur af starfsemi ÍSAL en áður voru. Hins vegar var ætíð ljóst, að nauðsynlegt gæti reynzt að endur- skoða þá samninga að nýju, ef að- stæður breyttust verulega, eins og raun hefur reyndar á orðið. Það var því mikilvægt, að með þessum samningum var brotinn ís að því leyti, að íslendingar fengu í hendur betri rök og traustari rétt til þess að krefjast endurskoðunar, hvenær sem verulegar breytingar yrðu á ytri aðstæðum þeim í óhag. Þann rétt teljum við unnt að sækja með samningum og byggjum þar m.a. á reynslunni frá 1975. Jafnframt er það skoðun okkar, að málstað Is- lendinga sé ekki vel þjónað með því að leggja megináherzlu á deilur um þá samninga, sem gerðir hafa verið í fortíðinni við allt aðrar aðstæður, í stað þess að reyna með jákvæðum huga að læra af reynslunni og marka stefnu, er geti sameinað ís- lendinga um árangursríka samn- ingagerð í þessu máli. Reykjavík, 2. marz, 1983, Ingólfur Jónsson, Jóhannes Nordal, Steingrímur Hermannsson. Óttast birgðasöfn- un í frystingunni Fyllt upp í samning við Sovétmenn í þessum mánuði FORYSTUMENN í frystiiðnaði óttast, að vandamál kunni að skap- ast er líða tekur á árið vegna mikill- ar frystingar og erfiðleika á ýmsum mörkuðum. Ekki er útlit fyrir að hægt verði að selja mikið af skreið í ár, þungt virðist vera fyrir fæti í saltfísksamningum, pundið stendur illa gagnvart dollar og loks er langt komið með að fylla upp í samninga um framleiðslu á Rússlandsmarkað. Allt hefur þetta í för með sér, að mun meira af afla er unnið fyrir Bandaríkjamarkað og sagðist Eyj- ólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, óttast að þetta leiddi til birgðasöfn- unar. Eyjólfur sagði að ef gengið væri út frá því, að herzlan yrði í algjöru lág- marki og aðeins neyðartilvikum, hlyti mikið af aflanum að fara í söltun og frystingu. Ástandið á saltfiskmörkuð- um væri hins vegar þannig, að nú væru Portúgalir komnir með veiðiheimildir við Kanada og keyptu einnig fisk af veiðiskipum til að salta sjálfir um borð í skipum sínum. Þá krefðust þeir veiði- heimilda við Noreg gegn saltfiskkaup- um af Norðmönnum. — Ég get ekki séð annað, en að þetta beini fiskverkuninni í frystinguna í mjög auknum mæli og ekki aðeins í frystingu heldur að verulegu leyti inn á einn freðfiskmarkað, það er Bandarík- in, vegna þess hve illa pundið hefur far- ið gagnvart dollar, sagði Eyjólfur. — Við hefðum getað tekið við talsverðri aukningu í frystingunni ef við hefðum getað nýtt markaðina, en nú er öllu stefnt á Bandaríkin og salan þar verður ekki aukin í einu vetfangi. Það leiðir aftur til birgðasöfnunar. Aðspurður um Rússlandsmarkað sagði hann, að í fyrrahaust hefði verið samið um 17 þúsund lesta sölu til Sov- étríkjanna i ár. Nú væri langt komið með að fylla upp í þann samning, bæði vegna þess að mikið hefði veiðst af karfa og eins vegna þess, að birgðir safnast fram á haustið. — Ef ekki verð- ur viðbótarsamningur við Rússa liggur á borðinu að þar skapast vandamál og ég reikna ekki með, að samningurinn frá í haust endist nema út þennan mán- uð, sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson. Smiójugata 5 i ísafirói. Þarna hefur 170 manna tónlistarskóli aðsetur sitt, auk þess sem skólastjórahjónin, Sigríóur Jónsdóttir og Ragnar H. Ragnar, búa í húsinu. MorgunblaAiA/Úirar. ísafjörður: er nú svo komið að kennt er á 14 öðrum stöðum í bænum. í skólaslitaræðu á síðastliðnu vori skoraði Ragnar H. Ragnar á ísfirzkar konur að taka bygg- ingarmál skólans á sínar herð- ar og koma þeim í höfn. Nokkr- ar konur tóku sig þá þegar til og hófu undirbúning og árang- urinn er þegar farinn að koma í ljós. Á síðastliðnu hausti voru stofnuð samtök um byggingu tónlistarskóla, jafnframt því að Tónlistarfélagið, sem hafði allt frá stofnun þess aðeins talið tólf félagsmenn, var opnað al- menningi. Nokkrar nefndir hafa unnið að undirbúningi og er nú svo komið að fé er farið að safnast og undirbúnings- vinna við hönnun skólahúss er hafin. Söfnun vegna bygging- ar nf s tónlistarskóla Isafírrti. 3. mar/.. ^ ísafírdi, 3. marz. Tónlistarskólinn á ísafírði mun eignast fullnægjandi skólahús fyrir starfsemi sína innan fárra ára ef nýstofnuð- um samtökum um byggingu tónlistarskóla á ísafirði tekst að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Tónlistarskólinn er 35 ára á þessu ári og hefur alla tíð verið undir stjórn hins þekkta tón- listarfrömuðar Ragnars H. Ragnar. Upphaflega keypti Tónlistarfélag ísafjarðar húsið að Smiðjugötu 5 undir starf- semina og sem skólastjórabú- stað, en starfsemin var fljót- lega mikið meiri en svo, að hún kæmist fyrir í skólahúsinu og Á morgun, föstudaginn 4. marz, er ákveðin almenn fjár- söfnun meðal ísfirðinga og munu félagar í byggingar- nefndinni ganga í hús og safna fé. Ef söfnunin tekst vel gera menn sér vonir um, að bygg- ingarframkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári. — Úlfar. Enn skeyti frá Hjörleifi Guttormssyni: Tilkynnir Alusuisse um frumvarp frá Alþýðubandalaginu HJÖRLEIFUR Guttormsson, iðnaðarráðherra, sendi Alu- suisse skeyti miðvikudaginn 2. mars þar sem iðnaðarráðu- neytið tilkynnir fyrirtækinu, að lagt hafi verið fram á al- þingi frumvarp til laga um leiðréttingu á orkuverði til ál- versins í Straumsvík. Hér er um að ræða frumvarp nokk- urra þingmanna Alþýðu- bandalagsins með iðnaðar- ráðherra í broddi fylkingar, en frumvarpið nýtur hvorki stuðnings ríkisstjórnarinnar né meirihluta á þingi. Hvergi kemur fram í skeyti ráðherra, að umrætt lagafrumvarp sé flutt af honum og flokks- bræðrum hans og sé því ekki stjórnarfrumvarp. I skeytinu mótmælir Hjörleif- ur Guttormsson því harðlega, að hann hafi neitað samningavið- ræðum, þvert á móti hafi iðnað- arráðuneytið alltaf verið tilbúið til að semja um alla þætti sam- skiptanna við Alusuisse. Hvetur Hjörleifur Alusuisse til þess að sýna vilja til samkomulags með því að svara með áþreifanlegum hætti réttmætum kröfum sínum um skilyrðislausa hækkun á orkuverði til álversins. Segist ráðherrann í því sambandi vilja benda Alusuisse á það að laga- frumvarpið hvetji til samninga milli Alusuisse og ríkisstjórnar Islands. Frumvarpið geri ráð fyrir að til bráðabirgða hækki raforkuverðið úr 6,45 mills í 12,5 mills og gildi það verð þar til samkomulag hafi tekist. Náist það hins vegar ekki fyrir 1. janú- ar 1984 komi frekari verðhækk- un til framkvæmda. Eins og kunnugt er hefur Hjörleifur Guttormsson lýst því yfir að ekki sé annað til ráða en að grípa til einhliða aðgerða gegn Alusuisse. Sem svar við því hefur svissneska fyrirtækið skýrt ráðherranum frá því að það hafi í undirbúningi að hefja málsókn fyrir alþjóðlegum gerð- ardómi vegna eldri deilumála. Þá hefur dr. Paul Múller, aðal- samningamaður Alusuisse, hvatt til þess að sérfræðingar aðila hittist og ræði um raforku- verðið með hliðsjón af stöðu ál- iðnaðarins almennt og álversins í Straumsvík sérstaklega. Þeim tilmælum hefur Hjörleifur hafn- að en sagt að hann vilji fá skrif- lega greinargerð um þetta mál frá Alusuisse og segir í þessu síðasta skeyti ekki skilja hvers vegna hann hafi ekki fengið skýrsluna. Enn hefur dr. Múller sagst reiðubúinn til að leggja fyrir stjórn Alusuisse tillögu um hækkun á raforkuverði til ál- versins að uppfylltum tveimur skilyrðum. Því hefur iðnaðar- ráðherra hafnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.