Morgunblaðið - 04.03.1983, Page 19

Morgunblaðið - 04.03.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 19 Séð yfir lciktækjasalinn í hinu nýja Billagrilli að Hverfisgötu 46 í Reykjavík, þar sem er opið alla daga vikunnar frá kl. 11—23.30. Billagrill á Hverfisgötu: Knattborðsstofa, leik- tæki og skyndibitastaður BILLAGRILL nefnist nýtt veit- ingagrill, lciktækjasalur og knatt- borðstofa, sem opnað hefur verið á Hverfisgötu 46 í Reykjavík. Eigandi staðarins er Hreiðar Svavarsson. I Billagrilli er hægt að fá hvers kyns smárétti, sagði Hreiðar í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins: Kjúklinga, hamborgara, samlokur og fleira. Sæti eru fyrir mi.li 50 og 60 manns í grillinu. HELGINA 5.—6. mars stendur kjötmatsnefnd fyrir sýningu á nauta- kjöti í Afurðasölu SÍS á Kirkjusandi. Samtímis sýningunni fer fram skoð- anakönnun meðal sýningargesta hvernig þeir vilja hafa nautakjötið. Sýndir verða 24 kjötskrokkar af gripum á mismunandi aldri, bæði af íslenskum gripum og blending- um undan Gallowaynautum úr Hrísey. Vonast er til að hægt verði að sýna það besta eða með því besta kjöti sem framleitt er í þess- ari búgrein og með sýningunni er ætlunin að kynna þá fjölbreytni sem orðin er í nautakjötsfram- leiðslunni hér á landi. Sýningin, sem er öllum opin, verður á laugardag frá kl. 15 til 18 Þorgrímur ráð- inn á frétta- stofu útvarpsins ÞORGRÍMUR Gestsson, blaðamaður á Helgarpóstinum, hefur verið ráðinn til starfa á Fréttastofu útvarps í sex mán- uði frá miðjum þessum mánuði. Auk Þorgríms sóttu Atli Steinarsson, Birna Þórðardóttir og Stefanía Sigríður Bjarna- dóttir um starfið. Þá eru á staðnum átta billiard- borð, og tæp 20 leiktæki af ýmsum gerðum. Starfsemin er öll rekin undir sömu stjórn, en er þó niður- stúkuð þannig að knattborðsstof- an er sér, grillið aflokað og leiktækjasalurinn einnig, en inn- angengt á milli allra staðanna. Billagrill er opið alla daga vik- unnar, frá klukkan 11 árdegis til 23.30 á kvöldin. og sunnudag frá kl. 13 til 18 í af- greiðslusal Afurðasölunnar en einnig verður á sama tíma opin kynning á framleiðsluvörum Af- urðasölunnar á 2. hæð sama húss. Patreks- fjarðar- söfnunin NÚ ER mánuður liðinn síðan fjár- söfnunin hófst vegna nauðstaddra Patreksfirðinga eftir náttúru- hamfarirnar, sem þar urðu þann 22. janúar síðastliðinn. Með þessu stutta ávarpi viljum við, sem að söfnuninni höfum staðið, færa alúðarþakkir þeim fjölmörgu víðsvegar um landið, sem þegar hafa lagt þessu málefni lið með rausn og myndarskap. Við viljum leggja áherslu á það að með fjársöfnun þessari er um skyndihjálp að ræða, sem hvergi nær til að bæta nema lítið eitt af skaða fjölda fólks, en mun koma sér vel fyrir þá, sem njóta, þrátt fyrir mikinn sársauka og marg- háttað óbætanlegt eignatjón. Söfnunin nemur nú á fimmta hundrað þúsund króna. Og verður það fé nú þegar sent vestur og af- hent hinum mætustu mönnum á Patreksfirði til úthlutunar í sam- ráði við hreppsnefnd, sem öllum hnútum er kunnugust. Við höfum ákveðið að halda söfnuninni til 15. þ.m. — 15. marz — og væntum þess að við bætist og enn fleiri verði sem sjá sér fært að leggja með okkur hönd á plóg- inn. í þeirri von, kæru samborgarar, kveðjum við ykkur að sinni og minnum á Patreksfjarðarsöfnun- ina, gíróreikning nr. 17007-0 á pósthúsum, f bönkum og sparisjóó- um landsins. Virðingarfyllst, Sigfús Johannsson, Steingrímur (öslason, Svavar Jóhannsson, ilannes Finnbogason, Tómas (•uómundsson, Grímur (írímsson. RAIIÐ.4 húsið sendir frá sér í dag, fostudag, teiknibók eftir Kristján Stein- grím. f bókinni, sem heitir Riddarasögur, eru átta blekteikningar. Þetta er þriðja bókin sem bókaforlag Rauða hússins gefur út. Bækur forlagsins fást í Bókaverzlun Máls og Menningar, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Bóka og blaðasölunni og Fróða á Akureyri. Kynning á nautakjöti í Afurðasölu SÍS Dularfulla húsið í Bíóhöllinni KÍÓHÖLLIN hefur frumsýnt kvik- myndina Dularfulla húsið, sem Charl- cs B. Pierce framleiddi og leikstýðri. í aðalhlutverkum eru Vic Morrow, Dennis Fimple og Twyla Taylor. Myndin fjallar um hjón, sem koma til smábæjar í Louisiana og hyggjast kaupa þar búgarð. Þeim er ráðið frá því á þeim forsendum að upprunalegir eigendur, liðnir vænt- anlega, geri allt sem þeir geti til þess að ekki verði búið á búgarðin- um. En hjónin gefa sig ekki og fara þá margir og óhugnanlegir atburðir að gerast. Myndin er sögð byggð á sannsögulegum atburðum. HVAÐ ER AÐ GERASTÁ ÍSLANDI ? Aldrei fyrr höfum við getaö boðið upp á annaö eins úrval af samkvæmisefnum frá heimsfrægum gæðaverksmiðjum eins og Colsman og Zurrer. Sjón er sögu ríkari. Dömu- og herrabúðin, Laugavegi 55, sími 18890.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.