Morgunblaðið - 07.04.1983, Page 1

Morgunblaðið - 07.04.1983, Page 1
48 SÍÐUR 77. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1983 ■. Prentsmiðja Morgunblaðsins Vettvangur ógnaratburðar. Þessi mynd er af bjórstofunni í bænum Delft í Hollandi, þar sem sex i fjórir aðrir særðust. Sjá frétt í bls. 22. i voru skotnir til bana á þriðjudagskvöldið og Um 350 Sovétnjósnarar starfandi í Frakklandi Parísarblaðiö Liberation birtir „innanhússskjal“ frá frönsku gagnnjósnaþjónustunni París, 6. aprfl. AP. FRÖNSK STJÓRNVÖLD hafa ekki enn gefið neina skýringu opin- berlega á brottrekstri fjölmargra sovézkra sendistarfsmanna frá Frakklandi á þriðjudag. Blaðið „Liberation“ í París birti hins vegar í dag „innanhússkjal" frá gagnnjósnaþjónustu Frakklands, þar sem sagt var, að 350 af 521 sovézkum þegn, sem gegndi opinberum störfum fyrir land sitt í Frakklandi í desember sl., hefðu verið njósn- arar. Áköf leit aÖ brezku ræn- ingjunum London, 6. aprfl. AP. GAGNLEGAR upplýsingar varðandi stórránið, sem framið var í London í gær, eru þegar teknar að berast til brezku lögreglunnar. Er þeim heitið háum verðlaunum, sem látið geta í té upplýsingar, er leitt gætu til hand- töku ræningjanna. „Við höfum feng- ið talsverðar upplýsingar,“ sagði Frank Cater, einn af yflrmönnum Scotland Yard í dag, en hann stjórn- ar leitinni að ræningjunum sex. Peningageymslan, þaðan sem 7 milljónum punda var rænt, var tryggð hjá tryggingafyrirtækinu Lloyd’s. Það hefur heitið 500.000 pundum fyrir upplýsingar, sem gætu orðið til þess, að ræningj- arnir næðust. Ránið er hið mesta á reiðufé, sem átt hefur sér stað í Bretlandi frá árinu 1963, er lest- arránið mikla var framið. Ronald Edwards, einn þeirra 11 manna, sem tóku þátt í lestarrán- inu mikla, sagði í dag, að ræningj- arnir nú stæðu frammi fyrir tveimur vandamálum. I fyrsta lagi ættu þeir á hættu að verða fórnarlömb þeirra, sem létu lög- reglunni í té upplýsingar. I öðru lagi gæti farið svo, að þeir kæmu upp um sjálfa sig með því að ausa út fé. „Þjófar hafa yndi af því að eyða peningum, en þessir geta það ekki enn,“ sagði Edwards, sem sat 9 ár í fangelsi fyrir þátttöku sína í lestarráninu. Hann gat þó ekki stillt sig um að segja: „Eg vildi bara, að ég hefði verið með nú.“ Lögreglan hefur ekki enn fund- ið neina tiltæka skýringu á því, hvernig ræningjunum tókst að flytja á brott fimm tonn af eins, fimm og tíu punda seðlum úr byggingunni, sem var rammlega umgirt og búin nýtízku öryggis- búnaði, er átti að geta komið í veg fyrir öll rán. Liberation varð fyrst til þess af frönsku blöðunum að skýra frá brottrekstri Rússanna í gær. Blaðið heldur því fram í dag, að stjórnmálaástæður hafi legið að baki brottrekstrinum nú, því að frönsk stjórnvöld hafi haft vitneskju um það um langt skeið, að Rússar stunduðu um- fangsmiklar njósnir í Frakk- landi. Blaðið „Le Matin“, sem er hlynnt jafnaðarmönnum, sagði i dag, að þegar á stjórnartíma Valery Giscard D’Estaing, fyrr- verandi forseta, hefði verið á- stæða til þess að reka 40—50 sovéska sendistarfsmenn frá Frakklandi fyrir njósnir. „Það varð þó vinstri stjórn, þar sem sæti eiga ráðherrar frá komm- únistum, sem tók af skarið og bauð Sovétstjórninni byrginn á þann hátt, sem engin hægri stjórn hefur þorað að gera,“ segir Le Matin. Núverandi stjórn Mitterands Frakklands- forseta er skipuð 43 ráðherrum og af þeim eru tveir ráðherrar og tveir aðstoðarráðherrar úr röðum kommúnista. Blaðið „Figaro", sem er hægri sinnað, heldur því fram, að brottrekstur Rússanna hafi orð- ið bandarískum stjórnvöldum fagnaðarefni. „L’Humanitie", blað franska kommúnista- flokksins fjallaði ekki um brott- reksturinn í leiðara sínum í morgun, en á öðrum stað í blað- inu var því haldið fram, að brottreksturinn gæti orðið til þess, að sambúð Sovétríkjanna og Frakklands versnaði mjög í framtíðinni. Sovétstjórnin hefur þegar mótmælt brottrekstri sendi- starfsmannanna harðlega og heldur hún því fram, að hér sé um skyndilega geðþóttaákvörð- un frönsku stjórnarinnar að ræða, sem sé byggð á tilbúnum en ekki raunverulegum ástæð- um. Noregur: Rússneskur togari tekinn í landhelgi Staðinn aö veiðum með smáriðinni vörpu óslo, 6. aprfl. Frá fréttariUra Morfpinblaösins, J»n Krik Laure. í fyrsta sinn í sögu norsku landhelgisgæzlunnar hefur það tekizt að standa sovézkan tog- ara að verki við veiðar með smá- riðinni, ólöglegri þjófavörpu. Togarinn „Mtsensk“ frá Murm- ansk var tekinn, er hann var að veiðum í norskri landhelgi um 100 sjómílur fyrir sunnan Bjarn- arey með þjófavörpuna innan í venjulegri vörpu. Togarinn var dæmdur í sekt að fjárhæð 30.000 n. kr. og afli og veiðar- færi, sem samanlagt voru metin á 100.000 n.kr., voru gerð upp- tæk. Togarinn er nú farinn frá Noregi. Taka sovézka togarans er á margan hátt fagnaðarefni fyrir norsku landhelgisgæzluna. „Togaranum var komið á óvart, er hann var að veiðum með þjófavörpuna innan í hefð- bundnu vörpunni og þar með höfum við fengið þá sönnun, sem okkur skorti fyrir því, að Rússar stunda ólöglegar veið- ar,“ sagði John Aarst, yfirmað- ur norsku landhelgisgæzlunnar í dag. „Við í landhelgisgæzlunni höfum haldið því fram lengi, að sovézkir togararar stundi veið- ar með allt of smáriðnum vörp- um,“ sagði Aarst ennfremur. „En okkur hefur vantað sann- anir. Við höfum séð það hvað eftir annað, að skorið var á togvíra, er varðskip nálgaðist sovézkan togara og við höfum mörgum sinnum fundið þjófa- vörpur með sovézku merki fljót- andi í sjonum. Nú höfum við loksins fengið endanlega sönn- un fyrir því, sem við höfum staðhæft allan tímann." Renndu sér á línu yfir Berlínarmúrinn Einstæður flótti tveggja Austur-Þjóðverja yfir f frelsið Berlín, 6. apríl. AP. TVEIR ungir Austur-ÞjóAverjar flýóu vestur yfir Berlínarmúrinn með mjög djarflegura hætti f síó- ustu viku. Skutu þeir fyrst línu yfir múrinn meó ör og boga frá efstu hæó í sex hæóa húsi austan vió múrinn. Aðstoóarmaóur þeirra beió svo vestan megin á þaki fimm hæóa húss og tók þar á móti lín- unni og festi hana. Síðan renndu mennirnir tveir sér á ská niður eft- ir línunni niður á þak hússins fyrir vestan múrinn. Línan var um 90 metra löng og hékk í 20 metra hæó. Þaó tók hvorn manninn 30 sekúndur aó fara hina hættulegu fiir á línunni yfir múrinn. Þetta þykir einhver mesta dirfskuför, sem austur-þýzkir flóttamenn hafa nokkru sinni farið yfir Berlínarmúrinn. í við- tali við blaðið Bild Zeitung í dag, sagði annar flóttamannanna, Michael B. að nafni, sem er 23 ára: „Við vorum búnir að fá nóg af Austur-Þýzkalandi. Við vild- um fá að búa í frelsi." Eftirnafn hans og félaga hans, Holgers, sem er 24 ára, voru ekki gefin upp af öryggisástæðum. Þeir fé- lagar biðu i 15 klukkustundir uppi á efstu hæð hússins fyrir austan múrinn og fylgdust með ferðum varðanna fyrir neðan. Síðan notuðu þeir tækifærið, er verðirnir tóku sér hlé frá gæzl- unni. Flóttamennirnir eru báðir þeirrar skoðunar, að verðirnir hafi aldrei litið upp og því ekki orðið varir við aðgerðir né flótta þeirra, enda ekki átt von á slíku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.