Morgunblaðið - 07.04.1983, Page 5

Morgunblaðið - 07.04.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 5 (íthlutun kvikmyndasjóðs: Fimm milljónir til skipt- anna, 42 umsóknir bárust Stjórn KvikmyndasjóAs. Frá vinstri talið: Formaóurinn Knútur Hallsson, skipaður af menntamilaráðherra án tilnefningar, Hinrik Bjarnason, til- nefndur af Félagi kvikmyndagerðarmanna og Helgi Jónsson, tilnefndur af Námsgagnastofnun. Morgunbla9i9/RAX. STJÓRN Kvikmyndasjóðs tiF kynnti úthlutun sína fyrir árið 1983 í gær. Alls bárust 42 um- sóknir til sjóðsins, en fjárveiting til Kvikmyndasjóðs á fjárlögum 1983 er 5 milljónir króna, en var í fyrra 1,5 milljónir króna. Út- hlutuninni var þannig háttað, að 80% af fjárveitingunni var út- hlutað til leikinna mynda, 10% til heimildamynda og 10% til kynningarstarfsemi. Styrki til gerða leikinna kvikmynda hlutu: Völuspá sf. fyrir Á hjara veraldar (850.000), F.I.L.M. hf. fyrir Einu sinni var (850.000), Óðinn hf. fyrir Atómstöðina (600.000), UMBI fyrir Skilaboð til Söndru (600.000), Jón Her- mannsson og Þráinn Bertels- son fyrir Nýtt líf (600.000) og Saga Film hf. fyrir Húsið (350.000). Til handritagerðar hlutu 50.000 hver: Ágúst Guð- mundsson (skáldsaga), Lárus Ýmir Óskarsson (Fjalla-Ey- vindur) og Viðar Víkingsson (Vikivaki). Styrki fyrir heimildamyndir hlutu: Vilhjálmur Knudsen: Mývatnseldar (150.000), Hjálmtýr Heiðdal o.fl.: Síldar- ævintýrið á Djúpuvík (75.000), Njála sf.: íslenski hrafninn (75.000), Páll Steingrímsson: Saga hvalveiða á íslandi (75.000), Sigurður Snæberg Jónsson: Miðnesheiði (75.000), Heiðar Marteinsson: Línuveið- ar frá Vestfjörðum (40.000) og Þorsteinn U. Björnsson: Sig- urjón Ólafsson myndhöggvari (40.000). Þá var ákveðið að verja 470.000 til kynningar á ís- lenskri kvikmyndagerð, en formaður stjórnar Kvik- myndasjóðs, Knútur Hallsson, sagði að eftir því sem meira væri af íslenskum kvikmynd- um á hátíðum erlendis væri þörfin vaxandi á því að styðja við bakið á kynningu þessara mynda. En því fylgdi talsverð- ur kostnaður, m.a. við texta- gerð. Ýmislegt á döfínni í kvikmyndamálum Fyrir forgöngu stjórnar Kvikmyndasjóðs og Mennta- málaráðuneytisins verður haldin ráðstefna um kvik- myndamál hérlendis um mánaðamótin september- október nk. Hlutverk ráð- stefnunnar verður að gera nokkra úttekt á íslenskum kvikmyndamálum og fjalla um mótun stefnu í þeim mál- um í framtíðinni. Þá er væntanlegur hingað til lands Klas Olofsson, for- stjóri sænsku kvikmynda- stofnunarinnar. í för með honum verður Bengt Fors- lund, sem stjórnar kvik- myndaframleiðslu á vegum stofnunarinnar, en sænska kvikmyndastofnunin er einn stærsti kvikmyndaframleið- andi í Evrópu. Munu þeir ræða við íslenska kvikmyndafram- leiðendur og stjórnvöld, m.a. um möguleika á samvinnu um kvikmyndaframleiðslu. Þeir verða hér á landi dagana 15. til 18. þ.m. Kvikmyndahátíðin í Cannes verður haldin dagana 6. til 18. maí og er fyrirhugað að fjórar íslenskar kvikmyndir verði sýndar þar að þessu sinni. Þær eru: Okkar á milli, Með allt á hreinu, Húsið og Á hjara ver- aldar. Kynningarrit um islen.sk kvikmyndamál á ensku Kvikmyndasjóður hefur í samvinnu við Kvikmyndasafn- ið gefið út kynningarrit á ensku um íslensk kvikmynda- mál og nefnist ritið „Icelandic Films 1980—1983“. í ritinu eru kynntar allar leiknu kvik- myndirnar sem gerðar hafa verið frá stofnun kvikmynda- sjóðs árið 1979. Kynntar eru leiknar myndir sem eru í framleiðslu og væntanlega verða frumsýndar á þessu ári. Þá er gerð grein fyrir nokkr- um heimildakvikmyndum sem erðar hafa verið á sl. áratug. ritinu eru upplýsingar um 30 kvikmyndagerðarfyrirtæki og 10 kvikmyndastofnanir og samtök. Fyrirhugað er að dreifa kynningarritinu á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem haldin verður í þessum mánuði, og á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í vor og víðar. í ráði er að gef^útjcynningarrit um íslenskar kvikmyndir á eins til tveggja ára fresti í framtíðinni. Sinfóníuhljómsveit íslands: Bandaríski sellóleik- arinn endurráðinn FYRR í vetur tók stjórn Sinfóníuhljómsveitar íslands þá ákvörðun að endur- ráða ekki bandarískan sellóleikara, Josehp Breines, sem leikið hefur með hljómsveitinni undanfarin þrjú ár. Starfsmannafélag Sinfóníunnar fór þess á leit við stjórnina að hún endurskoðaði þessa afstöðu sína og hefur niðurstað- an orðið sú, að sellóleikaranum var gefinn kostur á að vera hér eitt ár í viðbót. Hákon Sigurgrímsson, stjórn- arformaður Sinfóníunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að Bandarikjamaðurinn hefði ekki verið endurráðinn í upphafi vegna þess að tveir íslenskir sellóleikar- ar hefðu sótt um stöðu í hljórn^ sveitinni og staðist hæfnisprófrög það væri stefna stjórnarinnar að velja frekar íslenska hljóðfæra- leikara í hljómsveitina svo fremi sem þeir væru sambærilegir við þá erlendu sem völ væri á. Hins vegar væri þetta alltaf erfitt gagnvart útlendingunum í hljóm- sveitinni, og í þessu tilfelli hefði verið farið eftir óskum starfs- mannafélagsins og sellóleikarinn endurráðinn eitt ár í viðbót. Það hefði fyrst og fremst verið gert á þeirri forsendu að svo áliðið væri á starfsárið að sellóleikarinn ætti tæpast kost á því að fá stöðu hjá annarri hljómsveit næsta vetur. En íslensku sellóleikararnir hefðu verið ráðnir engu að síður sem þýðir að sjö sellóleikarar verða í hljómsveitinni næsta vetur og ein- um færra í fiðludeildinni, en það mun vera nokkur hörgull á fram- bærilegum fiðluleikurum. Annars hefur Sinfóníuhljómsveit Islands fengið fjárveitingu til að ráða 1 sex nýjar stöður frá og með 1. "sfe’þffefhber-. Hákon tók það skýrt fram að höfuðmarkmið stjórnarinnar væri að hafa alltaf í hljómsveitinni það besta fólk sem völ væri á, hvort sem væri um íslending eða útlend- ing að ræða. Það væri aðeins þeg- ar viðkomandi hljóðfæraleikarar væru tiltölulega jafn góðir að ís- lendingum væri hyglað. „Þessi stefna stjórnarinnar, að hafa hljómsveitina alltaf sem besta, þýðir það líka að óhjákvæmilegt er annað en að ráða aðeins til eins árs í senn,“ sagði Hákon ennfrem- ur, en starfsmannafélagið hefur verið óánægt með þá tilhögun vegna þess hve starfsöryggið er lítið. Keflavík: Sinfóníutónleikar í íþróttahúsinu í kvöld Sinfóníuhljómsveit fslands heldur tónleika í íþróttahúsinu í Keflavík í kvöld, fimmtudaginn 7. aprfl, og hefjast þeir kl. 20.30. Efnisskráin verður sem hér seg- ir: Rossini: Forleikur að óp. Rakar- anum frá Sevilla, Vieuxtempts: Ballaða og pólónesa, Mascagni: Intermezzó úr óp. L’Amico Fritz, Puccini: Aría úr óp. Gianni Schicchi, Aría úr 6p. La Boheme, Joh. Strauss: Forleikur að óperett- unni Sígaunabaróninum, Árni Thorsteinsson: Vorgyðjan kemur, Josef Strauss: Dynamiden, vals, Lehar: Söngur úr óperettunni Kátu ekkjunni, Joh. Strauss: Donner und Blitz. Stjórnandi tónleikanna verður Páll P. Pálsson, einsöngvari ólöf K. Harðardóttir í forföllum Sieg- linde Kahmann, en einleikari á fiðlu verður Unnur Pálsdóttir. Unnur tók burtfararpróf frá Tónlistarskólanum í Keflavfk vor- ið 1980 og hefur stundað fram- haldsnám í Belgfu sfðan og lýkur þar námi að ári. HÁTÍÐIN sem hefur svo sannarlega slegiö í gegn verður enn framhaldiö í BCCAE) WAY nk. föstudagskvöld. ALLIR KOMA í ROKKSTUÐI OG DJAMMA EINS OG GERT VAR í ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA. UM 2JA TÍMA STANSLAUST STUÐ MED: Harald G. Haralds, Guðbergi Auöunssyni, Þorsteini Eggerts- syni, Astrid Jenssen, Berta Möller, Önnu Vilhjálms, Mjöll Hólm, Sigurdór Sigurdórssyni, Garöari Guðmundssyni, Stefáni Jóns- syni, Einari Júlíussyni, Siguröi Johnny og Ómari Ragnarssyni. Hver man ekki eftir þessum kempum? STÓRHLJÓMSVEIT BJÖRGVINS HALL- DÓRSSONAR LEIKUR ROKKTÓNLIST Hljómsveitina skipa: Björn Thoroddsen, Hjörtur Howser, Rafn Jónsson, Pétur Hjalte- sted, Haraldur Þorsteinsson, Rúnar Georgsson og Þorleifur Gíslason. Á Broadway hittir þú gömlu djammfólagana sem þú hefur ekki séö síðan í Glaumbæ forð- um daga og rifjar upp gömul kynni. Annaö eins hefur ekki sést hórlendis í áraraðir — eitt mesta stuð sem um getur. SÆMI OG DIDDA ROKKA. SYRPUSTJÓRARNIR ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG PALL ÞORSTEINSSON KYNNA. GÍSLI SVEINN DUSTAR RYKIO AF GÖMLU ROKKPLÖTUNUM. Matseöill Létlreykt lambasneið nieð rjóniaspergilsósu. Ostakaka með jarðaberjuni. Verð kr. 300 - Borðhald hefsf kl. 20. Pantið miða tímanlega. Aðgangseyrir kr. 150. Miðaaala er f Broadway daglega kl. 9—5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.