Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 7 Innilegar þakkir sendi ég öllum sem glöddu mig með heimsókn- um. gjöfum og skeytum á afmceli mínu 22. marz sl. Lifið heil. Bjarni Pétursson H'alen. Furugrund 34, Kópavogi. 3ja STJÖRNU A EGG ** Eggjabúiö á Vallá Kjalarnesi Simar 66033 og 66032 Combi Gamp 3 útgáfur '83 CC150 Háfættur fjallavagn, sem kemst um allt há- lendlð. Svefnpláss fyrir 4. Verð kr. 29.775.- CC 200 Sá reyndasti i fjöl- skyldunni. Svefnpláss fyrir 5—8. Gott farangursrými. Verö kr. 41.600.- CC 202 Lúxusútgáfan sem tek- ur viö af hinum vinsæla Easy. Svefnpláss fyrir 5—8. Gott farangursrými. (Fæst einnig með 2 öxlum til fjallaferða.) Verö kr. 53.435- BENC0 Bolholti 4, sími 91-21945/84077. Helsti fundurinn Herstöðvaandstæöingar héldu helstu baráttusamkomu sína við al- þingishúsið 30. mars síðastliðinn. Þessar samkomur herstöðva- andstæöinga eru alltaf merkilegastar áöur en þær fara fram, því aö það er miklu betra að tala um mikilleik þeirra fyrirfram eins og augljóst er fyrir hvern þann sem lítur á þá mynd sem hér fylgir. Þjóöviljinn reyndi aö vísu aö hugga lesendur sína með því aö birta Svavar í broddi hinnar „miklu" fylkingar á þessum fámenna og misheppnaða fundi og sjónvarpið hljóp líka undir bagga í fréttatíma sínum. Áfallíð 30. mars 1983 S'umarið 1982 urðu her- stöðvaandsbeðingar fyrir því áfalli að halda litinn og misheppnaðan kjarnorku- fund á Miklatúni og var því þó tjaldað þá sem til var og m. nn drifnir upp í ræðustólinn til aö sanna „þjóðarsamstöðuna". 30. mars ár hvert er baráttu- hátíðisdagur herstöðva- andstæðinga og minnast þeir þess þá að grjóti var kastað í alþingishúsið 30. mars 1949 þegar þingmenn samþykktu aðild Islands að Atlantshafsbanda- laginu. Með töluverðu brambolti í Þjóðviljanum var boðað til baráttufundar við alþingishúsið 30. mars 1983 og var greinilegt að fundurinn átti bæði að þjappa herstöðvaandstæð- ingum saman og vera fyrsta skref þessarar sam- einuðu fylkingar í sigur- göngu í kosningabarátt- unni nú fyrír kjördag, 23. aprfl nestkomandi. Sá mikilvægi áfangasigur í sameingarstarfl á vinstri kantinum hafði náðst, að samtök trotskyista á fs- landi, Fylkingin, höfðu ákveðið að styðja stalínista og aðra í Alþýðubandalag- inu í komandi kosningum. Samtök herstöðvaandstsð- inga hugðu því gott til glóð- arinnar 30. mars en þá kom reiðarslagið: „Áfall fýrir _ friðarbaráttuna,“ sagði Árni Hjartarson, formaður miðnefndar Sam- taka herstöðvaand- stæðinga í fjögurra dálka fyrírsögn í 1‘jóðviljanum. Hvaða áfall? spurðu les- endur. Jú, það kom nefnilega í Ijós, að Þórhildur Þor- leifsdóttir, sem skipar 4. sæti á Kvennalistanum í Reykjavík, hafði samþykkt að tala á baráttufundi herstöðvaandstæðinga við alþingishúsið en hringdi svo og sagðist ekki geta það, þar sem |>að væri ekki talið Kvennalistanum „til framdráttar að hún legði nafn sitt við þennan fund okkar herstöðvaandstæð- inga“ eins og Vigfús Geir- dal sagði í Þjóðviljanum 29. mars. Af þessu tilefni taldi Árni Hjartarson að friðarbaráttan hefði orðið fyrir áfalli og sagði graf- alvarlegur í Þjóðviljanum: „l»etta þýðir, að sá and- blær sem stafar af Kvenna- listanum í garð friðarsinna er nú andblær tortryggn- innar. I*essi afstaða kemur okkur mjög f opna skjöldu." Herfræði herstöðvaand- stæðinga er ekki upp á marga flska úr því að þeir áttuðu sig ekki á því fyrr en á þessari úrslitastundu, að nú er Kvennalistinn bú- inn að bjóða fram og þá er það bara gert sem talið er passa hverju sinni með hliðsjón af því skammtíma- markmiði að ná í sem flest atkvæði. Það passaði ekki að l>órhildur Þorleifsdóttir sýndi rétt andlit með því að sækja baráttufundinn við alþingishúsið. En skyldi fámenniö á fundinum stafa af því að þar talaði engin frá Kvennalistanum? Hrollvekjan Steingrím Hermanns- son, formann Framsóknar- flokksins, hryllti við þeirri tilhugsun að þurfa að sitja áfram í þessari ríkisstjórn að kosningum loknum. Þetta var það helsta sem kom fram þegar forvígis- menn Framsóknarflokks- ins boðuðu stefnu sína á fundi með blaðamönnum á þriðjudaginn. Þessi hroll- vekja hafði þó önnur áhrif á Tómas Árnason, við- skiptaráöherra, og ritara Framsóknarflokksins. Hann sagöist vel geta setið áfram í þessari stjórn en hins vegar hryllti sig við þeirri hugmynd Steingríms að embættismannastjórn tæki við strax að kosning- um loknum ef ekki lægi þá fyrir skýr meirihluti á al- þingi til stuðnings nýrri stjórn þingmanna. Hryllti þá Steingrím og Tómas þannig mest við skoðunum hvor annars á þessum blaðamannafundi og þótti framsóknar- mönnum því sem fundur- inn tækist vel. Þá sjálfa hryllti ekkert við niðurtaln- ingarstefnunni og sögöu að á árinu 1981 hefði bara tekist bærilega að hemja verðbólguna og því lægi Ijóst fyrir öllum, að niður- talning verðbólgunnar væri það sem koma skyldi i ís- lenskum stjórnmálum. Framsóknarmenn hefðu þá skoðun að niðurtalning verðbólgunnar mundi tak- ast undir þeirra forystu, hvað svo sem liði þeirri staðreynd að þeir hefðu setið í öll þau ár sem bólg- an hefði þanist stjórnlaus. Það eina sem vantaði, sögðu þeir Steingrímur og Tómas, væri að lögfesta niðurtalninguna. Tækist að samþykkja um þaö lög á alþingi að verðbólgan skyldi hverfa í áfongum samkvæmt töfraformúlu Framsóknarflokksins, þá mundi hún gera það. Föstudagshádegi: Glæsikg Kl. 12.30 -13.00 á morgun að Hótel Loftleiðum íslenskur Heimilisiðnaður og Rammagerðin sýna helstu nýjungar í bráðfallegum ullar-og skinnavörum í Blómasal hótelsins. Módelsamtökin sýna. ‘P Hótel Loftleiðir bjóða um leið upp á gómsæta rétti af hinu sívinsæla Víkingaskipi með köldu borði og völdum heitum réttum. Verið velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR MetsöluHad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.