Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 Svavar Jón Baldvin Svavar hafnaði að sitja kappræðufund með Jóni Baldvin Á FIMMTUDAG í fyrri viku gekk Jón Baldvin Hannibalsson, efsti maður A—listans í Reykjavík, á fund Svavars Gestssonar, efsta manns G—listans, Alþýðubandalagsins, og afhenti hon- um bréf, þar sem Jón Baldvin skorar á Svavar að mæta sér á kappræðufundi um þau málefni, sem efst eru á baugi í kosningabaráttunni. Fundurin var ákveðinn í bréfinu fimmtudaginn 7. aprfl kl. 20.30 í Sigtúni við Suðurlands- braut. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá A—listanum, en þar segir einnig: „Svavar tók sér umhugsunar- frest til laugardags. Svar Svavars barst hins vegar ekki fyrr en á mánudag. Þá kvaðst Svavar hafna því að mæta til kappræðunnar á um- ræddum stað og tíma. Rækileg könn- Kynning á stjórn- málaflokkunum á opnum fundi f MH OPINN fundur verður í Menntaskól- anum við Hamrahlíð í kvöld og hefst hann klukkan 20.30. Fulltrúar stjórn- málaflokkanna kynna þar flokka sína og stefnu þeirra. Flutt verða 7 mínútna framsöguerindi og í síðari umferð fær hver flokkur 5 mínútur, en síðan verða leyfðar fyrirspurnir. Ólafur Ragnar Grímsson mætir af hálfu Alþýðubandalags, Elín G. Ólafsdóttir og Ingibjörg Hafstað af hálfu kvennaframboðs, Bjarni Guðnason fyrir Alþýðuflokk, Vil- mundur Gylfason fyrir Bandalag jafnaðarmanna, Haraldur Ólafsson fyrir Framsóknarflokk og Friðrik Sophusson fyrir Sjálfstæðisflokk. un leiddi í ljós, að hvergi væri fáan- legt fundarhúsnæði, sem rúmaði væntanlegan fjölda fundargesta, á heppilegum fundartíma. Þegar það lá fyrir, ítrekaði Jón Baldvin áskor- un sína til Svavars, það annað tveggja að hliðra til með fundaáætl- un sína, og mæta í Sigtúni á tilsett- um stað og tíma, en senda ella f sinn stað einhvern annan frambjóðanda Alþýðubandalagsins í Reykjavík." Þá segir að A—listinn muni halda fundinn í Sigtúni nk. fimmtudags- kvöld, en spurning sé hins vegar hvort Svavar mæti eða tilnefni ann- an í sinn stað. Subbuskapur og skortur á dreng-skap, segir Svavar Gestsson „Jón Baldvin er með þessu að reyna að kaupa sér athygli á kostnað annarra og svífst einskis til þess, auglýsir jafnvel fundi og menn á þá, sem ekki hafa samþykkt að mæta á viðkomandi fundi,“ sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins er Mbl. bar efni fréttatil- kynningarinnar undir hann. Hann sagði einnig: „Ég svaraði bréfi hans neitandi, sagði að það væri of seint fram komið þar sem svo margt er að gerast núna í kosn- ingabaráttunni. En ég bauð honum þó upp á það í símtali að athuga þessi mál nánar. Þessi kveðja ber því vott um subbuskap, sem maður hef- ur ekki kynnst að undanförnu í þeim pólitísku átökum sem hér eiga sér stað. Ég tel að þarna komi fram skortur á drengskap og heiðarleika af hálfu þessa manns og þarna sé hann á örvæntingarfullan hátt að kaupa sér athygli á kostnað annarra í erfiðri kosningabaráttu." Sjálfstæðisflokkurinn: Efnt til fjársöfnunar vegna kosninganna SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN efn- ir til fjársófnunar meðal stuðnings- manna sinna til að standa undir kostnaðinum af kosningabaráttunni vegna alþingiskosninganna. Verður hún með þeim hætti að flokks- bundnum Sjálfstæðismönnum og stuðningsmönnum flokksins er sendur gíróseðill að upphæð 300 krónur, sem þeir eru vinsamlegast beðnir um að greiða. Þetta kom fram hjá I)avíð Oddssyni, borgar- stjóra, formanni Landssöfnunar- nefndar Sjálfstæðisflokksins 1983 og Kjartani Gunnarssyni fram- kvæmdastjóra flokksins. Þá kom einnig fram hjá þeim, að stutt er síðan síðustu kosningar voru haldnar eða tíu mánuðir og að alþingiskosningarnar nú eru fimmtu kosningarnar á fimm ár- um. Fyrir þessar kosningar verður ekki efnt til sérstaks kosninga- happdrættis, en Sjálfstæðistæðis- flokkurinn efnir til vorhappdrætt- is að venju í júní. „Við vonum að söfnunin endur- spegli það að Sjálfstæðisflokkur- inn er fjöldaflokkur og að styrkur hans kemur best í Ijós þegar hann leitar eftir stuðningi fjöldans. Jafnframt er það ljóst, að ef söfn- unin gengur vel er það vottur um að fólk hefur trú og traust á flokknum, en gerir jafnframt kröfu um að hann standi vörð um sjónarmið þess," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri. f ávarpi sem fylgir gíróseðlun- um segir meðal annars: Ágæti Sjálfstæðismaður, ákveðið hefur verið að gera sér- stakt átak til þess að styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins fjárhagslega í þeim mikilvægu þjóðfélagsátök- um, sem framundan eru. Sveita- stjórnarkosningar eru ný afstaðn- ar og þar færði samtakamátturinn okkur víða sigur. Nú blasa við al- þingiskosningar í apríl og líklega aðrar kosningar síðar á árinu.... Við leitum til fólks um landið allt og vonum að undirtektir endurspegli þann samtakamátt sem býr með því fólki á fslandi, sem vill setja frelsið í öndvegi, jafnt hjá atvinnulífi sem einstakl- ingum. Ef við sameinumst ekki, verða skoðanir okkar undir með Fjársöfnun Sjálfstæðisflokksins vegna kosninganna kynnt. Davíð Oddsson, borgarstjóri, formaður landssöfnunarinnar, og Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Morpinbimaií / kee ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir land og þjóð.“ Undir þetta ritar stjórn Lands- söfnunarnefndarinnar, Davíð Oddsson, borgarstjóri, Katrín Eymundsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, Húsavík, Steinþór Gestsson, alþingismaður, Hæli, Theódór Blöndal, framkvæmda- stjóri, Seyðisfirði, Jón Páll Hafl- dórsson, forstjóri, ísafirði, Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður, Mosfellssveit, Jósef H. Þorgeirs- son, alþingismaður, Akranesi, Gísli ólafsson, forstjóri, Seltjarn- arnesi, Gunnar Gíslason, fyrrv. prófastur, Glaumbæ og Ragnhild- ur Helgadóttir, lögfræðingur, Reykjavík. Sameiginlegir fram- boðsfundir á Austur- landi og Vestfjörðum Á næstu dögum verða haldnir sam- eiginlegir framboðsfundir á Austur- landi og Vestfjörðum og verða þeir sem hér segir: Vestfirðir: Stjórnmálaflokkarnir, Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur, Bandalag jafnaðarmanna.Framsóknarflokk- ur, Sjálfstæðisflokkur og T-listi, efna til sameiginlegra framboðs- funda í Vestfjarðakjördæmi sem hér segir: í Árnesi 7. apríl kl. 14.00 í Sævangi 7. aprfl kl. 20.30 á Borfteyri 8. aprfl kl. 15.00 á Króksfjarðarnesi 8. aprfl kl. 20.30 á Patreksfirói 9. aprfl kl. 15.00 á Tálknafirói 9.aprfl kl. 15.00 á Bfldudal 10. aprfl kl. 15.00 á Pingeyri 10. aprfl kl. 15.00 á Flateyri 10. aprfl kl. 20.30 14. apríl halda fundirnir áfram og verður nánar tilkynnt um þá síðar. Austurland: Bakkafjördur 8. aprfl kl. 14.00 Vopnafjörður 8. aprfl kl. 21.00 Borgarfjöróur 9. aprfl kl. 14.00 Seydisfjörður 9. apríl kl. 21.00 Neskaupstaður 10. aprfl kl. 21.00 Kskifjörður 10. aprfl kl. 14.00 Reyðarfjörður 11. aprfl kl. 21.00 Egils.staðir 12. aprfl kl. 21.00 Fáakrúðafjörður 13. aprfl kl. 21.00 Stöðvarfjörður 14. aprfl kl. 21.00 Breiðdalur 15. aprfl kl. 21.00 Djúpivogur 16. aprfl kl. 14.00 Öræfi 18. aprfl kl. 14.00 Höfn 18. aprfl kl. 21.00 „Festa — sókn — framtíð“, kosningakjörorð Framsóknar: Taka þarf á efnahagsmálunum með meiri festu, en undanfarið — sagði Steingrímur Hermannsson aðalframtíðarverkefnið „VIÐ TELJUM ekki hjá því koraist að taka á efnahagsmálunum með meiri festu en á undanförnum mán- uðum,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins, í upphafi blaðamanna- fundar í gær, þar sem stefnuskrá Frmsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar var kynnt. Auk Steingríms sátu fundinn af hálfu Framsóknarflokksins Tómas Árna- son, viðskiptaráðherra, og Haukur Ingibergsson, framkvæmdastjóri flokksins. Kosningastefna Framsóknar er lögð fram undir kjörorðunum Festa — sókn — framtíð og gerði Stein- grímur grein fyrir henni. Hann kvað Framsóknarflokkinn boða þjóðar- átak til efnahagslegs jafnvægis og framfara, hann vildi sterka og sam- henta stjórn sem stýrt gæti þjóðfé- laginu inn á braut velmegunar, vax- andi frjálsræðis, félagshyggju og minnkandi ríkisafskipta. Steingrím- ur sagði að ýmislegt hefði tekist vel í núverandi ríkisstjórn, tekist hefði að ná niður verðbólgunni með niður- talningaleið Framsóknar árið 1981, sem því miður hefði farið úr böndun- um á ný. Hann kvað mikilvægt að á næstu árum yrði sýnd festa í stjórn landsmála svo unnt yrði að hefja nýja sókn til betri framtíðar. Steingrímur sagðist ekki hafa neitt á móti því, eins og sumír hefðu haldið fram, að kosið yrði tvisvar á árinu, en á milli kosninga yrði að koma lagi á efnahagsmálin. í stefnuskrá Fram- sóknarflokksins varðandi efnhags- málin er efst á blaði að lögbundið verði til tveggja ára þak á hækkun verðlags, opinberrar þjónustu, vaxta, launa, búvöruverðs og fiskverðs. Þá verði opinberar fjárfestingar minnk- aðar til að skapa aukið svigrúm fyrir atvinnuvegina. Aðspurður sagði Steingrímur að hér væri átt við að grundvallaratvinnuvegunum, svó sem landbúnaði og sjávarútvegi, yrðu sköpuð lífsskilyrði, verkefni eins og kísilmálmverksmiðja i Reyðarfirði mættu bíða síðari tíma. Þeir kynntu stefnu Framsóknarflokksins fyrir kosningar. Ilaukur Ingi- bergsson, framkvæmdastjóri, lengst til vinstri, þi Steingrímur Hermannsson og Tómas Árnason. i.jösm. Mbi. Emflfa. Þá segir að breyta eigi viðmiðun- arkerfi launa þannig að verulega dragi úr víxlverkun verðlags og launa. Höfðu ráðherrarnir á orði í því sambandi, að síðustu kjarasamn- ingar hefðu leitt af sér 12—14% hækkun launa, en kaupmáttur hefði á sama tíma dregist saman um 7% samkvæmt útreikningum. Þá er fjallað um utanrikisviðskipti og sögðu ráðherrarnir að draga þyrfti úr óþarfa innflutningi og nefndu pizza- og tertubotnainn- flutning sem dæmi um óþarfa. Ekki er minnst á stefnu Framsóknar- flokksins í utanríkismálum í kosningastefnuskránni, en aðspurður sagði Steingrímur Hermannsson að hún væri óbreytt og sú hin sama og Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra hefði framfylgt. Framsóknar- flokkurinn væri hlynntur aðild okkar að NATO og veru varnarliðsins. Hann væri fylgjandi byggingu nýrr- ar flugstöðvar og væri undirbúningi að henni svo til lokið, en vegna neit- unarvalds Alþýðubandalagsins væri ekki unnt að hefja framkvæmdir á meðan núverandi ríkisstjórn sæti. Ríkisstjórnarsamstarfið var nokk- uð til umfjöllunar og hugsanlegt stjórnarmynstur að loknum kosning- um. Steingrímur var m.a. spurður, hvort hann væri enn þeirrar skoðun- ar, að „allt væri betra en íhaldið", en þau orð viðhafði hann fyrir síðustu stjórnarmyndun. Hann kvaðst enn þeirrar skoðunar, en í stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar hefði hann komist að raun um að íhaldsmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.