Morgunblaðið - 07.04.1983, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
AFINNLENDUM
VETTVANGI
Atvinnuleysi
Tólf til þrettán hundruð ný atvinnutæki-
færi þurfa að verða til árlega næstu 20 árin
Þaö er ein af frumþörfum hvers einstaklings aö hafa verk að vinna, finna sjálfan sig þátttakanda í önn dagsins, —
hljómkviðu samfélagsins. Starf er ekki “bara“ brauðstrit. Það er ómissandi þáttur í lífsfyllingu hvers heilbrigðs
manns. Fámenn þjóð hefur og þörf fyrir vinnuframlag hverrar manneskju, til að auka á tilurð verðmæta — efnislegra
og andlegra — og treysta lífskjör og menningu í landinu. Atvinnuleysi er því hvorttveggja í senn: persónulegt böl og
þjóðfélagslegt vandamál. En atvinnuþörf vaxandi þjóðar verður ekki mætt nema með markvissri stefnumörkun í
atvinnuuppbyggingu þar sem orkuiðnaður skipar sinn sess við hlið hefðbundinna atvinnugreina.
Atvinnuleysi ber að
dyrum í þjóðarbúskapnum
Atvinnuöryggi!
etta orð hefur verið títt á
tungu íslenzkra stjórnmála-
manna.
Um langt árabil og til skamms
tíma speglaði það þjóðfélagslegan
veruleika, eða svo gott sem.
En stenzt þetta orð sem slíkt á
líðandi stund?
Skráðir atvinnuleysisdagar á sl.
ári vóru rúmlega tvö hundruð þús-
und. Þetta var nálægt 100% aukn-
ing atvinnuleysis milli áranna
1981 og 1982.
í janúarmánuði sl. vóru skráðir
atvinnuleysisdagar tæplega 51
þúsund, 25.391 hjá konum en
25.441 hjá körlum. Þessar tölur
jafngilda því að 2.346 manns hafi
verið á atvinnuleysisskrá allan
mánuðinn og svarar til 2,2% af
áætluðum mannafla á vinnumark-
aði.
í febrúarmánuði sl. vóru skráðir
rösklega 36 þúsund atvinnuleys-
isdagar í landinu öllu. Þetta jafn-
gildir því að 1.676 manns hafi ver-
ið skráðir atvinnulausir allan
mánuðinn og svarar til 1.6% af
mannafla. í febrúarmánuði 1982
vóru skráðir atvinnuleysisdagar
rösklega 20 þúsund eða 16 þúsund
færri. Meðaltal skráðra atvinnu-
leysisdaga í febrúarmánuði
1975—1982 er um 14 þúsund dagar
— í samanburði við 36 þúsund nú.
Skráðir atvinnuleysisdagar á
höfuðborgarsvæðinu vóru 8.719 í
janúar og 8.914 í febrúar líðandi
árs.
Framangreindar tölur eru
byggðar á yfirlitum Vinnumála-
deildar Félagsmálaráðuneytisins
— og spanna svokallað „skráð“ at-
vinnuleysi. Þær þúsundir íslend-
inga sem eru við nám og störf er-
lendis eru ekki inn í myndinni. í
yfirlitinu er hluti atvinnuleysisins
í janúarmánuði skýrður með
stöðvun fiskvinnslu vegna rekstr-
arvanda í sjávarútvegi. Það vekur
þó athygli að í Reykjavík, þar sem
fiskvinnsla var með eðlilegum
hætti í janúar sl. eru skráðir um 9
þúsund atvinnuleysisdagar þann
mánuð, sem þýðir meðaltals-
atvinnuleysi 400 manna og kvenna
dag hvern allan mánuðinn.
Atvinnuleysi er mismunandi
eftir atvinnugreinum. Það segir
ekki sízt til sín í byggingariðnaði
og húsgagnaiðnaði, en þó er „áber-
andi“, segir í mánaðaryfirliti
vinnumáladeildar, „hve verzlunar-
fólki og fólki úr ýmsum þjónustu-
greinum hefur fjölgað á atvinnu-
leysisskrá síðustu tvo mánuði. Ef
taka má mið af þeim tilkynning-
um, sem borizt hafa um uppsagnir
í janúarmánuði, eru horfur á að
þessi þróun geti haldið áfram á
næstunni."
Hvaðan koma ný
atvinnutækifæri?
Þegar vöxtur atvinnuleysis síð-
ustu mánuði og misseri er
skoðaður má ljóst vera, að þessi
vágestur hefur komið fæti milli
stafs og hurðar í þjóðarbúskapn-
um.
Atvinnuöryggi, sem við höfum
státað okkur af, á í vök að verjast,
svo notuð séu hófsöm orð. Og hvað
um þær þúsundir ungra lslend-
inga sem koma á vinnumarkað á
næstu árum? Geta þeir tekið sér
orðið atvinnuöryggi í munn sem
lýsingu á viðblasandi veruleika?
— Gert er ráð fyrir að á 20 ára
tímabili, 1980—2000, bætist rúm-
lega 25 þúsund einstaklingar á ís-
lenzkan vinnumarkað, þar af um
13—14 þúsund á þessum áratug.
Rekstraröryggi atvinnuveganna
er hin hliðin á atvinnuöryggi al-
mennings. Rekstrarstaða þeirra er
verri en nokkru sinni, því miður.
Hér skal ekki farið út í vangavelt-
ur um pólitíska ábyrgð vafasamr-
ar stefnu stjórnvalda í atvinnu—
og efnahagsmálum. Ljóst er þó að
verðbólgan er höfuðvandi atvinnu-
rekstrar I landinu, einkum út-
flutningsframleiðslu. Taprekstur,
tryggjum al
skuldasöfnun og viðvarandi verð-
bólga eru farin að segja til sín í
atvinnusamdrætti, stöðnun þjóð-
arframleiðslu, samdrætti þjóðar-
tekna — með tilheyrandi áhrif á
atvinnuöryggi og lífskjör í land-
inu.
Þjóðarátak til að ná niður verð-
bólgu í landinu er lykilatriði til að
tryggja starfsemi þeirra atvinnu-
Ólafsvík:
Vorboðar
engir, nema
aukin dags-
birta
Ólafsvík, 5. aprfl.
HÉR HEFUR veturinn enn ekkert
gefið eftir og vorboðar engir nema
aukin dagsbirta. Á skírdag var
Fróðárheiði sem jökull yfir að líta
og varla sá í dökkan díl í Staðar-
sveit og Miklaholtshreppi. Þá
mátti segja að verslunarhúsin á
Vegamótum litu út eins og heim-
skautakofar með snjógöngum og
tilheyrandi. Á laugardag fyrir
páska gerði svo hörkubyl hér á
nesinu og urðu allar götur ófærar
í Ólafsvík og vegir á nesinu teppt-
ir, þar á meðal ólafsvíkurenni
vegna snjóskriða. Margir ferða-
langar lentu í erfiðleikum t.d. sér-
leyfisbílarnir sem komust hingað
kl. 6 að niorgni páskadags, 12
klukkustundum síðar en venjulega
á laugardögum.
Allt var þó slysa- og óhappa-
laust hér um slóðir og mátti mildi
heita. f dag er hér mikill skinn-
klæðaþerrir og skafhríð til fjalla
og Fróðárheiði orðin ófær enn
einu sinni.
Helgi.
Jón Magnússon, formaður Neytendasamtakanna:
Sættum okkur ekki við að eggja-
framleiðendur myndi einokunarsamtök
„Við munum ekki sætta
okkur við það að samtök
eggjaframleiðenda myndi
einokunarsamtök, sem eru
fyrst og fremst til þess ætluð
að halda uppi verði á eggj-
um,“ sagði Jón Magnússon
lögfræðingur, formaður Neyt-
endasamtakanna, í samtali
við Morgunblaðið, en tilefni
samtalsins var tillögur um
einkasölu framleiðenda á
eggjum, sem þýða mun 80%
verðhækkun tii neytenda.
„í sambandi við fram-
leiðslu og sölu á eggjum
hefur gilt frjáls samkeþpni,
Jón Magnússon
sem hefur verið til hags-
bóta fyrir neytendur og
verðlag hefur því verið
lægra en ella hefði orðið.
Þetta er því tilraun þessara
framleiðenda til þess að
mynda einokunarsamtök til
þess að halda uppi verðinu.
Það verður keyrt á móti
þessu af fullu afli,“ sagði
Jón.
„Það hafa farið fram um-
ræður í Neytendasamtök-
unum einmitt um eggja-
framleiðslu og það er ekki
nýtt fyrirbrigði að talað sé
um að taka upp einokun um
sölu á þessari vöru. Þegar
við í Neytendasamtökunum
ræddum þetta síðast voru
menn sammála um það að
það yrði að taka á þessu af
fullri hörku, til þess að
fyrirbyggja það að hin
takmarkaða samkeppni á
þessu sviði líði undir lok,“
sagði Jón Magnússon.
Jón sagði að því mætti
bæta við að þetta gilti víða
við framleiðslu og sölu á
landbúnaðarvörum, samtök
framleiðenda réðu meira og
minna öllum hlutum varð-
andi framboð og verðlagn-
ingu.
Gunnar Guðbjartsson um eggjaeinkasölu:
Verðlagning á eggjum
færist til sexmannanefndar
„FRAMLEIÐSLURÁÐ landbún-
aöarins hefur samþykkt að veita
leyfi til einkasölu á eggjum að
vissum skilyrðum uppfylltum,
sem aðallega felast í því að komið
verði upp dreifingar- og pökkun-
armiðstöð í Reykjavík og tryggt
verði að minni sveiilur verði á
framleiðslunni milli ára og miss-
era,“ sagði Gunnar Guðbjartsson
framkvæmdastjóri ráðsins í sam-
tali við Mbl. Hann kvað framan-
greindum skilyrðum ekki enn
hafa verið fullnægt, og væri því
ekkert hægt um það að segja,
hvenær einkasölunni yrði komið
á.
Gunnar sagði að breytingin
fæli meðal annars í sér að verð-
lagningin á eggjum færðist til
sex manna nefndar eins og aðr-
ar landbúnaðarafurðir. Rætt
hefði verið um að Osta- og
smjörsalan tæki að sér dreif-
ingu, en ekkert hefði verið
ákveðið enn. Gunnar sagði
helstu kosti þess að taka upp
einkasölu vera þá, að neytend-
um væri tryggð betri vara, og
einnig yrði tryggt að egg yrðu
hér til allan ársins hring, en á
því hefði orðið misbrestur und-
anfarin ár eins og kunnugt
væri.
„Sexmannanefnd mun síðan
ákveða verðið," sagði Gunnar,
„og það er ómögulegt að segja
hvað út úr því kemur. Hún fer
ekkert eftir því sem eggjasölu-
samlagið hefur ákveðið, hún
metur það sjálfstætt. Hingað
til hefur stjórn Sambands
eggjaframleiðenda ákveðið
verðið, en síðan eiginlega aldrei
farið eftir því. Þær tölur sem
Gunnar Jóhannsson hefur
nefnt um hækkun eggjaverðs
við þessa breytingu eru því ekki
raunhæfar."