Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 19 Frá sundmótinu þar sem nemendur úr 9. bekk sjást takast á við verkefni sitt. Dalvík: Safna fé í ferðasjóð NÝLEGA fór fram sundmót í sundlauginni á Dalvík. Á sundmóti þessu var ekki keppt við tíma, met, verðlaun eða annað sem tíökast í flestum mótum. vinnuöryggi. vega sem fyrir eru. Án þess siglum við óhjákvæmilega inn í atvinnul- eysi. En meira þarf til að koma. Nýt- ingarmörk fiskistofna og sölu- mörk búvöru bjóða ekki upp á um- talsverða aukningu atvinnutæki- færa á þeim vettvangi í fyrir- sjáanlegri framtíð, þó að þessar hefðbundnu atvinnugreinar verði áfram hornsteinar í þjóðarbú- skapnum, sem skapa þarf batn- andi rekstrargrundvöll. Iðnaður margskonar, stór og smár, feiur hinsvegar í sér marga matarholuna, ef rétt er að málum staðið. En þá dugar ekki að hann verði áfram hornreka í þjóðar- búskapnum. Það þarf að rækta þann akur sem uppskeru á að gefa. En tuttugu og fimm þúsund ný atvinnutækifæri á líðandi og kom- andi áratug, þ.e. 1.250 ný atvinnu- tækifæri að meðaltali á ári, fást hvergi nærri nema jafnframt komi til stóraukinn orkuiðnaður. Sofandaháttur á þessum vettvangi er e.t.v. stærsta og dýrkeyptasta vanrækslusynd stjórnvalda á næstliðnum árum. Samátak og samstaða tvinnuöryggi, — efnahagslegt sjálfstæði, — þjóðartekjur og lífskjör almennings: allt byggir þetta á sama grunni, verðmæta- sköpun og viðskiptakjörum. Það er því sameiginlegt keppikefli þjóð- arinnar — eða ætti að vera — að búa atvinnuvegunum sem jákvæð- astan rekstrargrundvöll og að skjóta nýrri stoð orkuiðnaðar und- ir þjóðarbúskapinn. Állir þættir þjóðlífsins: heil- brigðiskerfi, almanna tryggingar, fræðslukerfi, menning, listir o.sv.fv. sækja kostnaðarlegan þátt sinn til umræddrar verðmæta- sköpunar, þjóðarteknanna, sem til skipta koma hvert sinn. Við höfum ekki treyst þessa undirstöðu næstliðin ár. Ávinn- ingurinn af útfærslu fiskveiði- landhelginnar, sem var mikill, er uppetinn, og við höfum á ýmsum sviðum lifað á „slætti" í útlöndum, sem að sjálfsögðu fellur í gjald- daga. Nú er mál að snúa við blaði og hefja uppbyggingu. Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, leggur megináherzlu á það að skapa atvinnurekstrinum, und- irstöðunni í þjóðarbúskapnum, jarðveg til vaxtar og uppskeru, sem skili sér í vaxandi þjóðartekj- um. Hann leggur jöfnun höndum áherzlu á starfsskilyrði hefðbund- inna atvinnuvega og tilkomu ný- iðnaðar, þ.á m. orkuiðnaðar, er taki við bróðurpartinum af því viðbótarvinnuafli sem kemur á is- lenzkan vinnumarkað á næstu ár- um og áratugum, ásamt þjónustu- greinum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, ef tryggja á atvinnu- öryggi til frambúðar. Fólk og flokkar, sem neita að horfast i augu við þá staðreynd, að atvinnurekstur þurfi að standa á traustum fótum, rekstrarlega, að ekki sé talað um steinaldarsjón- armið þröngsýnna úrtöluafla gagnvart orkuiðnaði, getur aldrei orðið vegvísar um eðlilega fram- vindu til framtíðar atvinnuörygg- is. Ný atvinnutækifæri fyrir 25 þúsund einstaklinga á tveimur ártugum verða ekki til af sjálfu sér. Það að hafa verk að vinna er sem fyrr segir ein af frumþörfum hverrar heilbrigðrar manneskju. Þeirri þörf verður að mæta. Það hlýtur að vera meginmarkmið allrar pólitískrar viðleitni að skapa þau þjóðfélagslegu skilyrði, að einstaklingurinn, manneskjan, hafi sem bezt skilyrði til að skapa sinn eigin lífsstíl, persónulega vel- ferð. Sjálfstæðisflokkurinn, sem setur einstaklinginn í öndvegi stefnumörkunar sinnar, gerir sér grein fyrir því að án atvinnutæki- færa er einstaklingurinn heftur. Þess vegna m.a. telur hann að starfstéttir þjóðfélagsins eigi sameiginlega vegferð í því að treysta sameiginlega undirstöðu, atvinnuvegina,— skapa grósku í þjóðarbúskapnum. Það voru nemendur 9. bekkjar Dalvíkurskóla sem stóðu fyrir þessu sundmóti, en það var í því fólgið að synda í heilan sólar- hring. Hófst sundið kl. 17 á föstu- dag og lauk á sama tíma á laug- ardag. Höfðu nemendur þá skipst á að synda látlaust í heilan sól- arhring. Þetta var liður í fjáröflun fyrir ferðasjóð 9. bekkjar. Höfðu nemendur safnað áheitum hjá bæjarbúum og safnaðist þannig álitleg upphæð í ferðasjóð. Um næstu helgi verður haldin árshátíð skólans og munu nem- endur flytja þar ýmis gamanmál. Yfirskrift hátíðarinnar er „sveit- in“. Jafnframt verður haldin skólasýning, þar sem fólki gefst kostur á að skoða ýmislegt sem nemendur hafa unnið að nú í vet- ur. Aðalefni sýningarinnar er þó afrakstur vettvangsviku, sem haldin var í lok febrúar en þá unnu nemendur að verkefnum er tengdust sveit og sveitarstörfum. Unnin voru upp líkön, línurit og ýmislegt sem forvitni er á að skoða. Á sýningunni gefst fólki kostur á að kaupa veitingar hjá 9. bekk og verður m.a. á boðstólum góðgæti unnið úr landbúnaðaraf- urðum. Fréttaritarar. /teúl- í aprílmánuði bjóðum við hinar traustu og stílhreinu Rafha- eldavélar á ótrúlega lágu verði: - Staðgreiðsluverð kr. 8.975.-. — Greiðsluskilmálar kr. 1.900.-við útborgun og eftirstöðvar á 6 mánuðum. Samtals kr. 9.497.-.___________ Einu sinni voru allar Rafha- eldavélarnar hvítar. En nú bjóðum við upp á gular, brúnar, rauðar, og grænar eldavélar á tilboðsverði.______ Rafha- eldavélar eru alkunnar fyrir gæði, — en verðið hefur aldrei verið hagstæðara en einmitt nú. 1 Verslunin Rafha, Austurveri, Háaleitisbraut 68. Símar: 84445, 86035. Hafnarfjörður, símar: 50022, 50023,50322. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.