Morgunblaðið - 07.04.1983, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.04.1983, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 Sjúkranuddstofa Hilke Hubert Hverfisgötu 39 Klassískt nudd og sérstakt nudd — leirbakstrar og sólarlampi — stakir tímar og 10 tíma afsláttarkúrar. Eingöngu útlæröir og viöurkenndir sjúkranuddarar. Opiö mánudaga til föstudaga kl. 8.00—11.00 og 13.30—19.00. Pantanir í síma 13680 kl. 14—18. jazzBaLLectskóLi bópu Jazzballettskóli Báru Suðurveri uppi J AZZ-MODERN — CLASSICAL TECHNIQUE — PASDEDUX-SHOW Jazzballettnemendur ath.: Síöasti hluti vetrarnámskeiös hefst 11. apríl. Ekki tekiö í yngsta aldursflokk 7—11 ára. Tökum í byrjendaflokka 13—15 ára og 16—18 ára. Framhaldsflokkar mæta eins og venjulega. Uppl. og innritun í síma 83730. z=>1D<= Sjálfboðaliðar á kjördag D-listann vantar fólk til margvíslegra sjálfboöastarfa á kjördag. Sérstaklega vantar fólk til starfa sem fulltrúa listans í kjördeildum auk margvíslegra annarra starfa. Þeir sem vilja leggja D-listanum liö meö starfskröftum sínum á kjördag, 23. apríl, hringi vinsamlegast í síma 85730. V.____________ [ ) 11-listinn Bladburóarfólk óskast! ! i l r N y Ai j Austurbær Lindargata 39—63 ;Ctf AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON Menjfunin leggst yfir miðborg Prag Tékkóslóvakía senn óbyggi- leg af völdum mengunar Sósíalísk hugmyndafreði og háar hagvaxtartölur hafa leitt til slíkrar mengunar og umhverfisskemmda í Tékkóslóvakíu, ad dæmi slíks finnast ekki annars staðar. Þar í landi eru nú nœr 35% allra skóga skemmd eóa algerlega ónýt af þessum sökum og hvergi annars staðar má mannfólkið þola jafn mikla mengun lofts og vatns. Svo mikil er mengunin orðin, að aliar upplýsingar varðandi hana verða faldar í framtíðinni sem ríkisleynd- armál. Mengunarvaldarnir eru framar öðru kolaryk og brennisteinstvísýr- ingur, sem skapast þegar brúnkolum er brennt til þess að framlciða raforku. Úrbóta er ekki að vænta. Tékkóslóvakía getur ekki án raforkuver- anna verið og annað getur ekki komið í stað brúnkolanna sem orkugjafa, því að þau eru unnin í landinu sjálfu. Fjórðungur allra lands- manna, eða um fjórar millj- ónir manna, Tékkar jafnt sem Slóvakar, búa við svo mikla mengun, að þeir sjá sólina helzt ekki nema að baki móðu af bronslituðum gasskýjum. Um þriðjungur af öllum ám og vötn- um landsins er svo mengaður orð- inn, að þar þrífst ekki lengur neitt líf. Um 500.000 hektarar skóglendis í landinu eru stór- skemmdir eða ónýtir af mengun og árið 1990 verður ein milljón hektara orðin menguninni að bráð. í Prag, sem einu sinni hafði viðumefnið „Gullna borgin", inniheldur hver rúmmetri and- rúmslofts 0,13 milligrömm af sóti, en samkvæmt þeim alþjóða- reglum, sem miðað er við á þessu sviði, má þetta magn ekki vera yfir 0,04 milligrömmum. Magnið af brennisteinstvísýringi er nær þrisvar sinnum meira en hæst er leyft annars staðar. Þetta bitnar mjög á gömlum, fögrum bygging- um, sem nóg er af í borginni. Þær láta stöðugt meira á sjá og gildir einu, þótt þeir, sem að varðveizlu þeirra vinna, starfi nú undir há- marksálagi. Þessar gömlu bygg- ingar, hvort heldur í barokk- eða gotneskum stíl, skemmast miklu hraðar en svo, að unnt sé að gera við þær jafnóðum. í Bratislava, höfuðborg Slóv- akíu, drúpir himinninn einnig af eitri. Stundum koma fótbolta- áhorfendur nær svartir sem hrafnar af vellinum. Mikill skort- ur á neyzluhæfu drykkjarvatni er þegar fyrir hendi í borginni. Það gerist æ oftar, að vatnið sé brún- litað, sem úr leiðslunum kemur. Ástandið mun vera engu betra í bæjunum úti á landi. Brúnkolin eru skaðvaldurinn Það eru brúnkolin, sem bera meginábyrgðina á allri ógæfunni. Þau eru undirstaða alls iðnaðar í Tékkóslóvakíu og svo hefur raun- ar verið um langt skeið. Þau eru að mestu unnin í Norður-Bæ- heimi og úr þeim er framleiddur nær helmingur allrar raforku i landinu. Hinar dökku lýsingar hér að framan eru ekki ýktar að neinu leyti. Vínarbúinn og kommúnist- inn Otto Janacek lýsir ástandinu þannig fyrir skömmu í blaðinu „Volksstimme", málgagni austur- ríska kommúnistaflokksins: „Þegar farið er um svonefnd „hlið“ á milli risavaxinna kola- gryfjanna, þar sem engin skýr mynd af fjöllunum umhverfis er framar fyrir hendi og þegar mað- ur sér reykinn úr skorsteinum raforkuveranna stíga 'upp milli tröllslegra kolaturnanna, fæst glögg mynd af þvf, hvernig mað- urinn er þess megnugur í sókn sinni eftir orkunni að eyðileggja umhverfi sitt.“ Rannsóknir lækna hafa leitt í ljós uppgötvanir, sem fyllt geta hvern og einn skelfingu. Börn á hinum „sýktu" svæðum hafa meira en 20% fleiri rauð blóð- korn en eðlilegt er. Beinvöxtur hægist sem nemur 12 mánuðum á uppvaxtarskeiði þeirra. Hvít- blæðistilfellum fjölgar hjá ungu fólki. Allt frá þrítugasta aldurs- ári má búast við hjartakvillum og hættan á krabbameini vex. Líflík- ur minnka um þrjú ár að meðal- tali. Það er þannig dýrt það verð, sem Tékkóslóvakía fær að greiða fyrir þungaiðnað sinn. Nú þegar státa stjórnvöld þar í landi af því að framleiðslan er eitt tonn af stáli á hvern íbúa á ári og með því sé Tékkóslóvakía að magni til í þriðja sæti á listanum yfir mestu framleiðsluþjóðir heims á stáli. En samtímis verður það Ijóst, að heilsu landsmanna jafnt sem náttúru landsins er stofnað í bráða hættu í þágu framleiðslu- aukningar og hagvaxtar. Tékkóslóvakía getur ekki án brúnkolanna verið til orkufram- leiðslu. Þegar á miðjum síðasta áratug var farið að skírskota til mikiliar raforkunotkunar sem eins konar sönnunar fyrir mikilli iðnaðargetu landsins, enda þótt skýringin væri m.a. sú, að vélar verksmiðjanna voru látnar ganga tómar á nóttunni. Nú er það orðið of seint að byrja að spara orkuna. Eftir að lönd Austur-Evrópu hafa ratað í verstu efnahagskreppu, sem yfir þau hefur dunið, hefur Tékkóslóvakía ekki efni á því að draga úr heimafenginni orku, heldur verður að auka hana enn til þess að fuilnægja orkuþörf- inni. Því veldur framar öðru, að Sovétríkin selja leppríkjum sín- um nú olíuna á hærra verði en áður. Háskalegur vítahringur Afleiðingin er háskalegur víta- hringur. Með enn meiri orku- framleiðslu heima fyrir kann að verða kleift að bæta úr efnahags- ástandinu um skeið en þegar til lengdar lætur verður það ekki gert nema á kostnað náttúrugæða landsins með æ neikvæðari af- leiðingum fyrir efnahagslífið, þegar fram í sækir. Ef svo fer sem horfir, á Tékkó- slóvakía eftir að þola enn eitr- aðra og skítugra andrúmsloft en þegar er orðið, því að gæði þeirra brúnkola, sem enn finnast í jörðu þar í landi, fara minnkandi. Þau brúnkol, sem nú eru grafin úr jörðu, innihalda aðeins 3000 hita- einingar á hvert kíló í stað 4.500 áður. Hitaorkan minnkar að sama skapi og óæskileg efni í kol- unum aukast svo sem brenni- steinn. En stjórnvöld í Tékkóslóvakíu hafa þá reglu að leiðarljósi, að það sem ekki hentar getur ekki verið satt. Því hefur heilbrigð- ismálaráðuneytið þar gefið út reglugerð, þar sem umhverfis- verndarmál eru gerð að ríkis- leyndarmálum. Eftirleiðis má ekki birta opinberlega neinar upplýsingar um súrt regn, gráan himin né menguð vötn. (Heimild: Der Spiegel.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.