Morgunblaðið - 07.04.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.04.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 23 Tuttugu munkar hand- teknir fyrir páskana Róm, 6. apríl. AP. YFIRVÖLD í Tékkóslóvakíu hand- tóku 20 munka í vikunni fyrir páska. Aö sögn yfirmanna rómversk-kaþ- ólsku kirkjunnar voru handtökurnar hluti skipulagðra aögerða yfirvalda gegn henni þar í landi. Að sögn yfirmanns munkaregl- unnar hefur 15 munkanna þegar Vestur-Þýskaland: Atvinnulausum fækkaöi í mars Niirnberg, Vestur-Þýskalandi, 6. aprfl. AP. TALA atvinnulausra í Vestur-Þýska- landi lækkaöi nokkuð í mars, eða úr 2.536 milljónum manna í febrúar niður í 2.386 manns, að því er segir í fregnum frá vinnumálastofnuninni í dag. Fjöldi atvinnulausra var 10,8 af hundraði í febrúar, en lækkaði niður í 9,8 af hundraði í mars. Töl- urnar fyrir mars eru samt talsvert hærri en þær voru fyrir ári síðan, en þá voru 1.811 milljónir manna atvinnulausar eða 7,6 af hundraði. Þetta er í fyrsta skipti frá því í maí 1982 sem atvinnulausum fækkar í Vestur-Þýskalandi. Veður víða um heim Akureyri +1 snjókoma Amsterdam 7 rigning Aþena 20 heiðskirt Barcelona 18 heiðrtkt Berlín 9 skýjað BrOasel 8 skýjað Chicago 5 rigning Dublin 9 rigning Feneyjar 11 skýjað Frankturt 10 skýjað Fmreyjar 6 skýjað Genf 8 rígning Hong Kong 20 skýjað Jerúsalem 28 heiðskírt Jóhannesarborg 27 heiðskírt Kaupmannahöln 8 heiðskírt Kairó 32 skýjað Las Palmas 19 skýjað Lissabon 17 skýjað London 10 akýjað Los Angeles 20 skýjað Madrid 19 heiðskírt Malaga 20 heiðrfkt Mallorca 19 lóttskýjað Mexíkóborg 27 heiðskirt Miami 26 skýjað Moskva 18 skýjað Nýja Delhí 31 heiðskírt New York 17 skýjað Ósló 5 skýjað París 11 skýjað Peking 21 heiðskirt Perth 21 rigning Reykjavík 1 skýjað Rio de Janeiro 33 heiðskirt Rómaborg 16 heiðskirt San Francisco 18 heiðskfrt Stokkhólmur 4 rigníng Tel Aviv 26 heíðskirt Tókýó 20 heiðskfrt Vancouver 13 skýjað Vínarborg 9 skýjað verið sleppt, en fimm eru enn í haldi fyrir meintar ólöglegar trú- arathafnir. Þrátt fyrir mótmæli reglunnar var munkunum haldið í fangelsi yfir páskahátíðina. John Vaugn, yfirmaður regl- unnar, sagðist eiga erfitt með að fá einhvern botn í þessar ofsóknir yfirvalda, en einna helst mætti ætla, að þær stæðu í tengslum við nýlegt skjal frá Páfagarði, þar sem tékkneskum prestum er bann- að að taka höndum saman við samtök, sem styðja stjórnvöld í Tékkóslóvakíu og nefna sig „Frið- ur á jörðu". Það var í mars í fyrra, að Páfa- garður lagði blátt bann við því, að prestar legðu samtökum, sem „væru menguð af pólitískri hug- myndafræði" lið sitt. Áhöfn geimferjunnar „Challenger", sem skotið var á loft sl. mánudag. Frá vinstri eru þeir Donald H. Peterson, Paul J. Weitz, áhafnarstjóri, Story Musgrave og flugstjórinn, Karol J. Bobko. AP. íranir krefjast af- sökunarbeiðni íraka Kuwait, 6. aprfl. AP. ÍRÖNSK stjórnvöld kröfðust þess í dag að írakar bæðust afsökunar á endurteknum árásum á íranskar olíuborholur, en þær hafa leitt til þess að mikil olía hefur lekið í Persaflóa. Ráðherrar átta ríkja við Persa- flóann komu saman í dag til að reyna að vinna að því að vopnahlé náist meðal hinna tveggja stríð- andi ríkja a.m.k. um stundarsakir, þannig að hægt verði að hreinsa upp þá olíu sem þegar hefur lekið og gera við skemmdir sem orðið hafa á borholunum. Leki þessi kom að borholunum þegar írakar vörpuðu að þeim sprengjum 2. mars síðastliðinn, en þær eru ná- lægt Kharg-eyju í norðurhluta fló- ans, þar sem ein helsta olíuút- flutningsstöð írana er. Áður en fundur ráðherranna hófst í dag ræddu þeir við frétta- menn og sagði þá Áli Shams Ard- ekani, sendiherra írans í Kuwait, að stjórnvöld í Theran myndu ekki senda menn til að vinna við hreinsun olíunnar nema trygging fengist fyrir því að írakar myndu ekki ráðast á j)á. „Allt sem Irakar þurfa að gera er að segja að þeir séu leiðir yfir Hörð átök í mót- mælum atvinnu- lausra í Sao Paulo Sao Paulo, Brasilíu, 6. aprfl. AP. ÓEIRÐALÖGREGLA varð aö beito táragasi til þess að sundra hópi 2.000 mótmælenda, sem gerðu at- lögu að bústoð ríkisstjórans í Sao Paulo, í reiði sinni yfir verðhækkun- um og atvinnuleysi. Ríkisstjórinn, Montoro að nafni, hefur aðeins verið í embætti í rúmar þrjár vikur. Verðbólga er nú 104% á árs- grundvelli í Brasilíu og hefur at- vinnuleysi farið stigvaxandi. Er tala atvinnuleysingja nú um 60.000 í Sao Paulo-ríki einu. Múgnum tókst að brjótast í gegnum girðingu umhverfis ríkis- stjórabústaðinn, en þegar inn í garðinn var komið mætti honum fjölmennur hópur vel búinna lög- reglumanna. Varð múgurinn að hopa þegar táragasskotum var pundað á hann. Þá bárust í gær fregnir af frek- ari gripdeildum víða um borgina, sem er sú stærsta í allri Suður- Ameríku. Þjófnaðir hafa verið tíð- ir þá tvo daga, sem mótmælin hafa staðið yfir. Fólkið vildi fá að tala við Mont- oro, en hann neitaði og sagðist ekkert vilja ræða við það. Eftir að átökin brutust út skipti hann um skoðun og kvaðst reiðubúinn til viðræðna við atvinnulausa um hugsanlegar úrbætur í þeirra mál- um. Hann lýsti því ennfremur yf- ir, að öllum fjármunum ríkisins yrði varið til þess að styrkja at- vinnulífið. árásinni 2. mars og þeim hafi orð- ið á mistök," sagði sendiherrann. Sendinefnd íraka vildi ekki tjá sig um málið opinberlega, en einn háttsettur starfsmaður fundarins í Kuwait sagði það vera stórt skref í rétta átt að hafa ráðherra ríkj- anna tveggja undir sama þaki til að ræða þessi málefni. Kondorsungi klakktist í útungunarvél San Diego, Kaliforníu, 6. aprfl. AP. NÁTTÚRUFRÆÐINGAR líto nú bjartori augum á framtíð Kaliforníu- kondórsins, en sú fuglategund hefur verið í gereyðingarhættu um langt skeið, enda skreið um helgina ungi úr kondórseggi í fyrsta skipti svo vitoð sé í dýragarði. Eggið var numið úr kondórshreiðri í Kaliforníu og klakið út í útungunarvél. Hugmynd- in er sú, að koma upp tíu varpfugl- um, fimm pörum, í garðinum og sleppa ungum þeirra á hálendinu í miðhluta ríksins. Aðeins er vitoð um 19 lifandi kondóra af þessari teg- und. Þeir voru aðeins um 60 tolsins á sjöunda áratugnum, en af ókunn- um ástæðum fækkaði þeim enn síð- ustu árin. Takist ekki tilraun náttúrufræðingana, er fátt líklegra en að tegundin deyi út. Bristol: Lögreglumaður særður eftir skothríð ræningja Bristol, 6. aprfl. AP. ÓVOPNAÐUR lögreglumaður var skotinn og mikið særður er hann reyndi að stöðva tvo vopnaða bankaræningja í Bristol í dag, að því er segir í fregnum lögreglunn- ar. Annar lögreglumaður og mjólkurbílstjóri voru teknir sem gíslar af ræningjunum meðan á eftirför lögreglunnar stóð, en þeim var báðum bjargað heilum á húfi. Mennirnir tveir sem voru vopnaðir og með hettur á höfði rændu allar lausafjárhirslur í Lloyds-bankanum í Bond Street og komust á brott með „stórar fjárfúlgur", að því er talsmaður lögreglunnar sagði í dag. Óvopnaðir lögreglumenn stöðvuðu síðan bifreið þeirra á flóttanum og tóku þeir þá upp skammbyssur að nýju og hófu skothríð með fyrrnefndum af- leiðingum. Lögreglumaðurinn var fluttur á næsta sjúkrahús, þar sem hann liggur á gjörgæslu eftir að gert var að sárum hans sem voru mest á höfði. Eftir mikinn eltingarleik náð- ust ræningjarnir, en annar þeirra var þá særður af skotsár- um og var fluttur á sjúkrahús. Myrt vegna ímynd- \}A Q ¥ f l \ adra auðæva? - * h i w r Taplow, Englandi, 5. aprfl. AP. * t 11 KONA EIN, 69 ára gömul og undar- leg í háttum, fannst myrt á heimili sínu í þorpinu Taplow skammt frá Lundúnum. Árásarmaðurinn, eda mennirnir, skildi við heimili hennar í rjúkandi rústum. Hún hafði verið Harin til Hona oA Hví <>r taliA or moA 7 ö a Uailll lll Ualla, aU pvi ci LallU cl, IUcO skófhi. STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORONA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI ULLARLEISTAR DÖKKBLÁIR KLOSSAR SVARTIR OG BRÚNIR VINNUFATNAÐUR SJÓFATNAÐUR REGNFATNAÐUR • GARÐYRKJUÁHÖLD GREINAKLIPPUR RISTUSPAOAR KANTSKERAR GARÐHRÍFUR SKÓFLUR ALLSKONAR Járnkarlar Jarðhakar Sleggjur • GÚMMÍSLÖNGUR allar stærðir PLASTSLÖNGUR glærar meö og án innleggs SLÖNGUKLEMMUR • HANDFÆRAVINDUR Venjulegar og með stöng HANDFÆRAÖNGLAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRASÖKKUR PIKLAR M. ÚRVAL SIGURNAGLAR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULÓÐARÖNGLAR KOLANET SILUNGANET RAUÐMAGANET GRÁSLEPPUNET NETAFLOT • ÁRAR ÁRAKEFAR BJÖRGUNARVESTI fyrir börn og fulloröna. BÁTADÆLUR VÆNGJADÆLUR • PLÖTUBLÝ 1 _ i'/2 _ 2 m/m YALE KRAFT- BLAKKIR Y« TONN Vh TONN t TONN Kynleg hegðun Mary Willmore, en svo hét konan, hófst fyrir tveimur árum að telja . Þá varð hún fyrir þeirri reynslu, að gerð var tilraun til innbrots á heimili hennar. Því gleymdi hún aldrei og gekk hún frá dyrum hússins með fjölda lása og branda, en skreið inn og út úr húsinu um eldhús- gluggan, eða sömu leið og 15 kettir hennar notuðu. Hún svaf og neytti fæðu í eldhúsinu, og svaf á daginn, en ráfaði um húsið alla nóttina og þá loguðu þar öll ljós. Lögreglan taldi ekki ólíklegt að furðulegt líferni hennar hafi orðið til þess að fólk teldi hana hýsa og fela mikið auðæfi. En það var al- rangt. RYOEYÐIR — RYOVÖRN • VÉLATVISTUR í 25 KG BÖLLUM HVÍTUR OG MISL. GRISJUR Í RÚLLUM Ananaustum Simi 28855 Opið laugardag 9—12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.