Morgunblaðið - 07.04.1983, Page 27

Morgunblaðið - 07.04.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 27 Korchnoi — Portisch SV2—V2: Heppnin fylgir þeim sterkari Skák Margeir Pétursson FÁTT GETUR nú komið i veg fyrir sigur Viktors Korchnoi í einvígi hans við ungverska stórmeistarann Lajos Portisch í Bad Kissingen í Vestur-Þýzka- landi. Að fjórum skákum lokn- um hefur Korchnoi unnið þrjár en einni lokið með jafntefli, þannig að hann vantar aðeins tvo vinninga til að tryggja sér sigur. Fram að þessu hefur Korchnoi teflt mjög vel, en fyrir- fram var hann sízt talinn sigur- stranglegri í einvíginu vegna slakrar frammistöðu sinnar á mótum upp á síðkastið. Þá gekk heppnin í lið með honum á sunnudaginn er fjórðu skákinni var haldið áfram. Portisch var af flestum talinn standa betur í biðstöðunni, en lék herfilega af sér i 52. leik og Korchnoi náði óstöðvandi mátsókn. Einvígið hefur í alla staði far- ið mjög sómasamlega fram, en eins og frægt er orðið, hefur Korchnoi oft átt í brösum við sovézka skákmenn, bæði við tafl- borðið og utan þess, þegar hann hefur mætt þeim í einvígjum. Sigurvegarinn í einvíginu mætir hinum 19 ára gamla sovézka stórmeistara Garry Kasparov, en hann vann landa sinn Belja- vsky 6—3 í Moskvu nýlega. í fyrstu skákinni í Bad Kiss- ingen vann Korchnoi mjög dæmigerðan sigur. Hann náði fram hagstæðara hróksendatafli og vann síðan smátt og smátt á þar til Portisch gafst up í 55. leik. Annarri skákinni lyktaði síðan með jafntefli, en í þeirri þriðju sló Korchnoi andstæðing sinn út af laginu strax i byrjun. 11. leikur hans kom Portisch svo mikið á óvart að hann hugsaði sig um í 40 mínútur áður en hann svaraði. Þetta bendir til þess að Korchnoi sé mjög vel undirbúinn, því Portisch er frægastur fyrir mikla byrjana- þekkingu sína. 2. skákin Hvítt: Viktor Korchnoi Svart: Lajos Portisch Enski leikurinn I. c4 — c5, 2. Rf3 — Rf6, 3. Rc3 — Rc6, 4. d4 — cxd4, 5. Rxd4 — e6, 6. Rdb5 — d5, 7. Bf4 — e5, 8. cxd5 — exf4, 9. dxc6 — bxc6 , 10. Dxd8+ — Kxd8, 11. Rd4! Áður hefur hér jafnan verið leikið 11. Hdl+ - Bd7,12. Rd6. II. — Kc7, 12. g3 — Bc5, 13. Hcl! Valdar riddarann óbeint, því 13. — Bxd4, má svara með 14. Rb5+. 13. — fxg3, 14. hxg3 — Ba6? Betra var 14. — Bd7, 15. Bg2 — Hab8. Nú kemur þruma: 15. Rxc6! — Bb7, Eftir 15. — Kxc6, 16. Ra4 fær hvítur manninn til baka með vöxtum. 16. Ra4 — Bxf2+!?, 17. Kxf2 — Re4+, 18. Kgl! 18. Ke3 — Hae8 gefur svörtum möguleika á mótspili. 18. — Bxc6, 19. Bg2 — Hae8, 20. Hh4 — f5, 21. g4! Nú tapar svartur liði vegna hræðilega klaufalegrar innbyrð- is afstöðu manna sinna. Ef t.d. 21. — g6, þá 22. gxf5 — gxf5, 23. Hh6. 21. — f4, 22. Hxc6+! - Kxc6, 23. Rc3 — Kc5, 24. Bxe4 — Kd4, 25. Bf3 — Hb8, 26. Ra4 — Hb4, 27. Hh5! - Hd8 Svartur fellur ekki í gildruna 27. - Hxa4?, 28. Hd5+ - Kc4, 29. b3+. 28. b3 - h6, 29. Kf2 — Hd6, 30. Hf5 - g5, 31. Hf7 — Ke5, 32. Hxa7 — Hd2,33. Rc5 — Hbd4, 34. Ha6 — Hd6, 35. Ha5 og svartur gafst upp. { fjórðu skákinni náði Portisch heldu+ þægilegri stöðu með hvítu. í 33. leik fórnaði hann síð- an skiptamun fyrir tvö peð og stóð nokkru betur þegar skákin fór í bið, því kóngsstaða Korchnois var ótrygg. En þar með var ekki öll sagan sögð: 3. skákin Hvítt: Lajos Portisch Svart: Viktor Korchnoi Griinfeldsvörn Portisch 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — d5, 4. Rf3 - Bg7, 5. cxd5 — Rxd5, 6. e4 — Rxc3, 7. bxc3 — c5, 8. Be3 — Bg4, 9. Hcl — Da5, 10. Dd2 — Rd7, 11. d5 — b5, 12. Be2 — 04), 13. c4! Þarmeð fær hvítur sterkan peðafleyg á miðborðinu og rýmri stöðu. 13. — b4, 14. 0-0 — Hac8, 15. h3 — Bc3, 16. Dc2 — Bxf3, 17. Bxf3 — Rb6,18. Be2 — Da4, 19. Dbl — Da3, 20. Hc2 — Bg7, 21. Bcl — Da4, 22. Bg4 — f5!? Svartur veikir kóngsstöðu sína í þeirri von að ná mótspili. 23. exf5 — gxf5, 24. Bf3 — Dd7, 25. Bb2 — Bxb2, 26. Dxb2 — Ra4, 27. De5 — Dd6, 28. De3 — Rc3, 29. Dg5+ - Kh8, 30. Hel - Hf6, 31. De3 — Hc7, 32. a3 — a5 33. Hxc3! — bxc3, 34. Dxc3 Nú hótar hvítur bæði 35. He6 og 35. Dxa5. 34. — Hb7, 35. Dxa5 — Kg8, 36. Dc3 — Kf8, 37. g3 — Hb6, 38 a4 — Db8,39. De3 — Dc7,40. Dc3 — Korchnoi Db8 (hér fór skákin í bið), 41. Kg2 - Ha6, 42. Bdl - Hab6, 43. a5 — Hbl, 44. a6 — Hbb6, 45. Bc2 - f4! Lakara var 45. — Hxa6?, 46. Bxf5! - Hxf5, 47. Dh8+ o.s.frv. 46. g4 - Í3+, 47. Kgl — Hxa6, 48. Bf5 — Df4, 49. He4 — Dh6, 50. Kh2 — Dh4, 51. Dxf3 ótrúleg yfirsjón. Portisch hefði getað haldið vinnings- möguleikum eða 52. He3 þó hrókakaup létti nokkuð á svörtu stöðunni. Eftir 52. Dxa3? — Dxf2+ þráskákar svartur, en leikur Portisch fer með skákina alla leið niður i tap. 52. — Hxh3+! Svo einfalt var það. Eftir 53. Dxh3 — Dxf2+, 54. Dg2 — Hh6 er hvítur hreinlega mát. 53. Kgl — Hh6, 54. Kfl — Ha6, 55. Hel — Ha2, 56. Be4 og Port- isch gafst upp um leið án þess að bíða eftir að verða mátaður með 56. - Hhl+!, 57. Dxhl - Dxf2. Hótel Borg seld fyrir 50 mílljónir króna: „Reksturinn verður í svip- uðu formi til að byrja með“ — segir Pálmar Magnússon, annar tveggja hinna nýju eigenda NÝIR eigendur munu taka við rekstri Hótel Borgar 1. maí nk., en í sl. viku var gengið frá sölu hótelsins. Hinir nýju aðaleigendur eru Pálmar Magnússon og Sigurður Kárason og umsamið kaupverð er 50 milljónir króna. Við undirritun samnings greiddu þeir félagar 10% kaupverðs, eða 5 milljónir króna, en eftirstöðv- ar eru til 12 ára á verðtryggðum kjörum. „Við reiknum með að reksturinn verði í svipuðu formi og hann hef- ur verið til að byrja með, en ef- Borgarnes: Námsstefna um nýsköpun og hugmyndaúrvinnslu Borgarnesi. 6. aprfl. SAMTÖK sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi standa fyrir Leitar tveggja stolinna bfla Rannsóknarlögreglan ( Hafnarfirði leitar nú tveggja bifreiða, sem stolið var ( Hafnarfirði fyrir skömmu. Viti einhverjir eitthvað um ferðir þeirra frá því þeim var stolið, eru þeir beðnir að gefa lögreglunni upplýsingar um það. Að morgni 5. apríl var bifreiðinni P 1670 stolið frá Hverfisgötu 19. Bif- reiðin er sendiferðabifreið af Chevrolet-gerð, blá að lit með hvft- um röndum. Fyrir um það bil þrem- ur vikum hvarf Cortina, árgerð 1974, af Hvaleyrarholti. Bifreiðin er núm- eralaus, rauð og svört að lit. námsstefnu um „Nýsköpun og hugmyndaúrvinnslu“ á Hótel Borgarnesi 8. aprfl, kl. 10 árdegis. Námsstefnan er haldin í sam- vinnu við Iðntæknistofnun ís- lands, Framkvæmdastofnun ríkisins og Upplýsingaþjónustu rannsóknaráðs. Hún er ætluð öllum áhugamönnum um nýja framleiðslu. Um endurbætur á núverandi framleiðslu með til- liti til upplýsingaöflunar, um leyfisframleiðslu, vélaframleið- endur og hráefnisöflun. Einnig er ætlunin að ofangreindar stofnanir kynni starfsemi sína. Mönnum gefst tækifæri á að koma með fyrirspurnir varðandi ýmis vandamál og geta fengið upplýsingar um hvernig þau megi leysa. — Helgi laust mun hann taka einhverjum breytingum í framtíðinni," sagði Pálmar Magnússon í samtali við Mbl. „Við munum taka okkur tíma í að skoða reksturinn þar sem við rennum nokkuð blint í sjóinn, þar sem við höfum ekki staðið í rekstri, sem þessum áður. Það er hins vegar ljóst, að hótelrekstur- inn og veitingareksturinn verður á einni hendi framvegis, en eins og kunnugt er var rekstrinum skipt upp á sínum tíma,“ sagði Pálmar ennfremur. Aðspurður sagði Pálmar, að á Hótel Borg væru 54 herbergi og ekki væri að vænta mikilla breyt- inga á þeim rekstri. „Við gerum okkur hins vegar vonir um að breyta megi veitingarekstrinum til betri vegar og erum sannfærðir um það.“ Jónas Ingimundarson píanóleikari, til vinstri, og séra Gunnar Björnsson sellóleikari. Ljósm. Mbi. Fyrstu tónleikarnir í Menn- ingarmiðstöð við Gerðuberg TÓNLEIKAR verda haldnir ( Menn- ingarmiðstöóinni við Gerðuberg í Breiðholti í kvöld. Verða þetta fyrstu tónleikarnir sem haldnir eru í hús- næðinu. Þar leika þeir séra Gunnar Björnsson sellóleikari og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari. Á dagskránni eru verk eftir J.S. Bach, Gionani Battista Sammart- ini, Max Bruch, Felix Mendels- sohn-Bartholdy, Gabriel Fauré, Camille Saint-Saens og Davið Popper. Verkin verða kynnt jafn- óðum og þau verða leikin. Tónleikarnir verða sem fyrr segir haldnir í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 7. apríl, kl. 21.00. Kjósendur athugiö hvort þiö eruö á kjörskrá. Kærufrestur er til 8. apríl. Ef þiö finnist ekki á kjörskrá, vinsamlegast hafiö samband viö kosningaskrifstofuna, Kjörgaröi, Laugavegi 59. Símar: 11179, 21201. A-listinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.