Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983
Leið til sparnaðar
í ríkisrekstrinum
— eftir Jóhönnu Sig-
urðardóttur, alþm.
Þó aukið aðhald og eftirlit í
ríkisrekstrinum séu kunn orð í
stjórnmálaumræðu — þá er ekki
að sjá á ríkisumsvifum og rekstri
ríkisstofnana, að tekist hafi að
tryggja nægilegt eftirlit, aðhald
eða sparnað í ríkisrekstrinum.
Og þá vaknar spurningin.
Hvernig er eftirlitshlutverki Al-
þingis með opinberu fé háttað? —
Gr Alþingi í stakk búið til að
halda uppi aðhaldi og eftirliti sem
því ber með fé skattborgaranna og
fjármunum ríkissjóðs? — Því fer
fjarri að svo sé. — Á því sviði sem
öðrum vill Alþýðuflokkurinn fara
nýjar leiðir — sem gætu leitt til
raunverulegs sparnaðar og að-
halds í ríkisrekstrinum. — En
þetta eru ekki bara orðin tóm, því
á Alþingi í aprílmánuði 1982 og nú
fyrir þinglok hafa verið samþykkt
fimm lagafrumvörp frá Alþýðu-
flokknum, sem öll munu hafa
mikla þýðingu og geta opnað nýjar
leiðir til að halda uppi eftirliti og
koma á auknum sparnaði i ríkis-
fjármálum og rekstri einstakra
ríkisstofnana og ráðuneyta.
Skýringar vantar
á umframeyðslu
Ríkisreikningur sem lagður er
fram á Alþingi og sýnir raunveru-
leg útgjöld og tekjur einstakra
stofnana og ráðuneyta í ríkis-
rekstrinum hefur fram til þessa
aðeins haft að geyma saman-
dregna stærstu útgjaldaliði og
fjármunahreyfingar samanborið
við fjárveitingar sem ráð var fyrir
gert á fjárlögum. Með slíku fyrir-
komulagi er ógerningur fyrir fjár-
veitingavald eða alþingismenn að
sjá í hverju umframeyðsla ráðu-
neyta eða einstakra ríkisstofnana
er helst fólgin.
Ekki koma fram í ríkisreikn-
ingnum neinar teljandi skýringar
á hækkunum sem urðu á útgjöld-
um fjárlaga ársins frá samþykkt-
um fjárveitingum Alþingis hjá
einstökum stofnunum eða ráðu-
neytum. — Engu að síður er al-
þingismönnum gert að samþykkja
útgjöld ríkisstofnana og ráðu-
neyta í þessari mynd og bera
þannig ábyrgð á honum.
Stór frávik
Til þess að fjárlögin geti verið
virk sem hagstjórnartæki er það
grundvallaratriði, að í gerð ríkis-
reiknings, sem sýnir raunveruleg
útgjöld liðins fjárlagaárs, komi
fram glöggar upplýsingar um öll
frávik frá fjárlögum, og greinar-
góðar skýringar á öllum hækkun-
um og öðrum breytingum sem orð-
ið hafa á einstökum fjárlagaliðum
frá því sem Alþingi samþykkti
fjárlögin.
ítarlegar skýringar á frávikum
myndu líka auðvelda áætlanagerð-
ir og mat við gerð og afgreiðslu
hverra fjárlaga. Ekki síst er slíkra
skýringa þörf þegar fjárlögin eru
oft reist á hæpnum forsendum og
spám um verðlagsþróun og rennir
ríkisreikningurinn í mörgum til-
fellum stoðum undir það. Sýna
niðurstöður útgjalda margra
stofnana og verkefna svo stór frá-
vik, að það sætir furðu hve lengi
alþingismenn hafa látið bjóða sér
að bera ábyrgð á ríkisreikningi án
þess að á öllum frávikum komi
fram fullnægjandi skýringar og
breytt fyrirkomulag ríkisreikn-
ings. Ekki er óalgengt að sjá
100—200% frávik hjá einstökum
stofnunum og verkefnum í ríkis-
rekstrinum, án þess að á þeim séu
gefnar sérstakar skýringar.
Skýringar geta vitaskuld verið
margvíslegar. Fjárlagagrunnur-
inn er oft stórlega vanmetinn, auk
ýmissa annarra þátta sem áhrif
geta haft á niðurstöður útgjalda í
ríkisreikningi. Nefna má áhrif
ýmissa heimildarákvæða í fjárlög-
um, áhrif nýrra lagasetninga auk
þess sem lánsfjárlög hafa áhrif á
nokkra þætti í niðurstöðum ríkis-
reiknings.
Þó framangreindir þættir geti
m.a. skýrt að einhverju leyti
niðurstöður rikisreiknings, þá
geta líka komið inn fleiri þættir,
eins og útgjaldaliðir sem ekki
liggja heimildir fyrir. — Grund-
vallaratriði og kjarni í þessu máli
er þó að fá fram fullnægjandi
skýringar og rök fyrir öllum
hækkunum sem verða frá af-
greiðslu fjárlaga.
„Ráóherrafjárlög“
Aukafjárveitingar eru mjög
miklar á hverju ári, og hafa þær
verið rétt nefndar „ráðherrafjár-
lög“, en það eru fjárveitingar sem
framkvæmdavaldið ákveður, sem
Alþingi er síðan eftirá, þegar fjár-
veitingum hefur verið ráðstafað,
gert að staðfesta. — Og hvaða
skýringar fær svo Alþingi á þess-
um aukafjárveitingum eða ráð-
herrafj árlögum ?
Jú, lagt er fram frumvarp til
fjáraukalaga löngu eftir að fjár-
mununum hefur verið ráðstafað
og þar er einungis gerð grein fyrir
hvað hvert ráðuneyti hefur fengið
í sinn hlut i aukafjárveitingar, án
sundurliðunar hvernig hvert og
eitt ráðuneyti hefur ráðstafað
þessum aukafjárveitingum.
Hér er ekki um neinar smá-
upphæðir að ræða og má nefna í
því sambandi, að á fyrstu 10 mán-
uðum ársins 1982 voru þessar
aukafjárveitingar framkvæmda-
valdsins 550 milljónir króna.
Sundurliðun á launa-,
bifreiða-, risnu- og
ferðakostnaði
Þau frumvörp, sem Alþýðu-
flokkurinn hefur fengið samþykkt
og nú eru orðin að lögum, geta
markað þáttaskil að því er snertir
sparnað og aðhald í ríkisrekstrin-
um, og möguleikum fjárveitinga-
valdsins til að halda uppi virku
eftirliti.
Þau fela í sér eftirfarandi:
1) Með ríkisreikningi skal leggja
fram greinargerð Fjárlaga- og
hagsýslustofnunar um forsend-
ur fjárlaga ársins og breyt-
ingar á þeim forsendum. Einn-
ig skal gerð grein fyrir þróun
verðlags, launa og annarra
helstu þátta í efnahagslffinu
sem áhrif höfðu á niðurstöður
ríkisreiknings.
„í ríkisfjármálum sem
og öðrum þáttum efna-
hagslífsins er nauðsyn-
legt að fram fari upp-
stokkun og komiö á ger-
breyttum vinnubrögöum
og nýjum leiðum, sem
feli í sér aöhald, fyrir-
hyggju og sparnað á öll-
um sviðum sem viö
verður komið. Þannig
skapast svigrúm til að
beina fjármagni í fram-
kvæmdir og verkefni
sem mestum arði skila í
þjóðarbúið.“
2) Yfirlit skal fylgja með ríkis-
reikningi er felur í sér sundur-
liðun á aukafjárveitingum til
einstakra stofnana og ráðu-
neyta ásamt fullnægjandi skýr-
ingum á öllum aukafjárveiting-
um.
3) Sýna skal sérstakt yfirlit um
allar hækkanir og frávik ríkis-
reiknings og samþykktra fjár-
veitinga, þ.e. fjárlaga ásamt
aukafjárveitingum. Frávikin
skulu skýrð sérstaklega og
sundurliðuð eftir einstökum
ráðuneytum, stofnunum og
verkefnum í ríkisrekstrinum.
4) Með ríkisreikningi skal fylgja
sundurliðað yfirlit um launa-
greiðslur, bifreiðakostnáð,
risnu- og ferðakostnað hjá
hverju einstöku ráðuneyti og
hverri stofnun í ríkisrekstrin-
um. —
Frá úrslitakeppni íslandsmótsins í bridge sem fram fór um bænadagana. Sveit Karls Sigurhjartarsonar spilar
gegn sveit Aðalsteins Jörgensens. Fjöldi áhorfenda fylgist með.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Hreyfill —
Bæjarleiðir
Tveimur umferðum er lokið í
12 sveita Board-A-Match-keppni
sem stendur yfir hjá bílstjórun-
um, en alls verða umferðirnar
fjórar.
Staða efstu sveita:
Cyrus Hjartarson 138
Birgir Sigurðsson 129
Anton Guðjónsson 125
Guðjón Hansson 109
Daníel Halldórsson 109
Kristján Jóhannesson 103
Meðalárangur 96.
Næst verður spilað 11. apríl í
Hreyfilshúsinu kl. 20.
Bridgedeild
Skagfiröinga
Lokið er keppni í Butler, með
sigri þeirra Björns Hermanns-
sonar og Lárusar Hermannsson-
ar, en þeir fengu 193 stig, næstu
pör urðu sem hér segir:
Baldur Andrésson —
Magnús Halldórsson 179
Guðrún Hinriksdóttir —
Haukur Hannesson 173
Bjarni Pétursson —
Ragnar Björnsson 167
Hildur Helgadóttir —
Karolína Sveinsdóttir 166
Þriðjudaginn 12. apríl hefst
þriggja kvölda tvímenningur.
Spilað er í Drangey, Síðumúla
35.
Bridge-keppni Lög-
mannafélags íslands
Tvímenningskeppni Lög-
mannafélags íslands i bridge er
nýlokið. Alls tóku 10 pör þátt í
keppninni. Sigurvegarar urðu
Jón Arason, hdl., og Sigtryggur
Sigurðsson með 362 stig. í 2. sæti
urðu Jón Steinar Gunnlaugsson,
hrl., og Björgvin Þorsteinsson,
hdl., með 353 stig og í 3. sæti
Sveinn Sveinsson, hdl., og Guð-
mundur Sophusson með 350 stig.
Meðalskor var 324 stig.
Bridgesamband
Vesturlands
Helgina 9. og 10. apríl nk.
verður Vesturlandsmótið í
tvímenningi haldið í Hótel
Stykkishólmi. Spilaður verður
barómeter og keppnisstjóri verð-
ur Guðmundur Hermannsson.
Mótið er opið öllum bridgespil-
urum á Vesturlandi.
Keppnisgjald verður kr. 800 á
hvern mann og er innifalið í því
gisting og matur og kaffi á hót-
elinu.
Þátttökutilkynningar berist
til Eggerts Sigurðssonar, Stykk-
ishólmi, sími 8361, eða til Þorg-
eirs Jósefssonar, Akranesi, sími
1600, fyrir fimmtudaginn 7. apr-
II.
Spilað verður um silfurstig.
Stórir útgjaldaliðir
Rétt er að skýra þennan lið nán-
ar, því þessir þættir eru oft stórir
liðir í útgjöldum ríkisins, — og
mikilvægt að haldið sé uppi fyllsta
aðhaldi og eftirliti með þessum
kostnaðarþáttum.
f fyrsta lagi er lagt til að sund-
urliða beri launagreiðslur þannig:
a) heildarlaunagreiðslur b) föst
yfirvinna c) önnur yfirvinna. Slík
sundurliðun er nauðsynleg þegar
meta þarf hagkvæmni þess í ríkis-
rekstrinum hvort aðhald í stöðu-
veitingum skapi óeðlilega mikla
yfirvinnu hjá einstökum stofnun-
um eða ráðuneytum. Auk þess sem
nauðsynlegt er að fá fram hve föst
yfirvinna er ákvarðandi þáttur í
launakerfi ríkisins.
í öðru lagi er lagt til að bifreiða-
kostnaður verði sundurgreindur
eftir: a) fjölda ríkisbifreiða og
rekstrarkostnaði, b) notkun bíla-
leigubifreiða, c) notkun leigubif-
reiða, d) greiðslum fyrir afnot af
bifreiðum starfsmanna. — Þessar
upplýsingar eru brýnar, því nauð-
synlegt er t.d. að gera samanburð
á hagkvæmni í rekstri ríkisbif-
reiða á móti greiðslum fyrir notk-
un bílaleigubifreiða, leigubifreiða
og greiðslna fyrir afnot af bifreið-
um starfsmanna.
1 þriðja lagi er lagt til að helstu
útgjaldaliðir í risnu- og ferða-
kostnaði hjá einstökum ráðuneyt-
um verði sundurliðaðir, en slíkt er
nauðsynlegur þáttur i öllu aðhaldi
og eftirliti með fjármunum ríkis-
ins.
Uppstokkun í ríkisfjármálum
Með lögum sem samþykkt voru
á nýloknu þingi, ná ofangreind at-
riði einnig til allra ríkisbankanna,
svo og er ríkisbönkunum einnig
gert að gera ítarlegri reikningsskil
á allri fjármunamyndun, sem gefi
gleggri mynd af áhrifum ein-
stakra þátta í eignabreytingu á
reikningsskil og hag bankanna.
í ríkisfjármálum sem og öðrum
þáttum efnahagslífsins er nauð-
synlegt að fram fari uppstokkun
og komið á gerbreyttum vinnu-
brögðum og nýjum leiðum, sem
feli í sér aðhald, fyrirhyggju og
sparnað á öllum sviðum sem við
verður komið. Þannig skapast
svigrúm til að beina fjármagni í
framkvæmdir og verkefni sem
mestum arði skila i þjóðarbúið.
Þær nýju leiðir, sem hér hefur
verið greint frá um eftirlit og að-
hald með fjármunum rikissjóðs,
opna nýja möguleika til sparnaðar
í ríkisrekstrinum auk þess sem ör-
uggara eftirlit og aðhald er tryggt
með skattfé því sem fjárveitinga-
valdinu er treyst fyrir.
Námsstefna
um samhæf-
ingu i almenn-
um skólum
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjilp
gangast fyrir nimsstefnu (symposi-
um) í umboði Norrænu samtakanna
NFPU (Nordiska Förbundet Psykisk
Utvecklingshiimning) um efnið „En
skola lor alla“, dagana 18.—22. apríl
nk. að Hótel Ix>ftleiðum.
Sérfræðingar í kennslumálum
þroskaheftra á öllum Norðurlönd-
unum munu sækja þessa náms-
stefnu, en þar verður fjallað um
samhæfingu á námi þroskaheftra í
hinum almenna skóla og samræmd-
ar aðgerðir f þeim málum á Norður-
löndum.
Fjöldi þátttakenda er takmark-
aður við 40—50 manns. Þarf að
sækja um þátttöku fyrir 7. apríl nk.
á skrifstofu Þroskahjálpar í Nóa-
túni 17.
NFPU samtökin eru 20 ára á
þessu ári. Bæði einstaklingar og fé-
lagasamtök á öllum Norðurlöndun-
um eiga aðild að þeim. Þau hafa frá
upphafi haft 6—8 námsstefnur um
málefni vangefinna á hverju ári,
gefa út tímarit — Psykisk Utveckl-
ingshamning — og halda Norður-
landaþing 4. hvert ár. Síðasta þing
var í Reykjavík 1979. Það næsta
verður í Stavanger, Noregi í ágúst
nk.
(FrétUtilkynning.)