Morgunblaðið - 07.04.1983, Side 34

Morgunblaðið - 07.04.1983, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 Framleiðni starfs- manna Flugleiða mikil miðað við önnur félög MEÐFYLGJANDI töBu er aö finna í ársskýrslu Flugleiða, þar sem fjallaö er um starfsmanna- mál félagsins. Á töflunni sést, að Flugleiðir eru í 2. sæti flugfélaga í Evrópu, þegar skoðaðir eru seldir tonn-km á hvern starfsmann, þ.e. það magn af framboðnum tonn- km, sem greitt er fyrir. Aðeins hollenzka flugfélagið KLM stend- ur sig betur á þessu sviði. í öðrum dálki eru skoðaðir far- þegar í áætlunarflugi á hvern starfsmann og kemur þar ennfr- emur í ljós, að Flugleiðir eru í öð- ru sæti með 474 farþega. í þessu efni er það aðeins skandinavíska flugfélagið SAS, sem kemur betur úr með 523 farþega á hvern starfsmann. Loks eru skoðaðir arðbærir far- þega-km á hvern starfsmann og kemur þá í ljós, að Flugleiðir eru í 1. sæti með 1.052.639 arðbæra far- þega-km í áætlunarflugi. í 2. sæti kemur síðan brezka flugfélagið British Airways með 866.208 far- þega-km. Heildarvelta Búvöru- deildar SÍS jókst um 43,9% á síðasta ári UM 942 þúsund fjár var slátrað á landinu á síðasta ári, að því er segir í nýjasta hefti Sambands- frétta. Þar af var slátrað um 679 þúsund fjár í sláturhúsum kaup- félaganna eða um 72%. í Sambandsfréttum segir, að heildarvelta Búvörudeildar Sam- bandsins hafi numið um 602,3 milljónum króna á síðasta ári, og hafi aukizt um í kringum 43,9%. Umboðslaun deildarinnar námu um 1,87% á síðasta ári, borið sam- an við 2,03% árið á undan, og hækkuðu þau um 32,3%, eða mun minna en veltan. Útflutningur minnkaði í magni á milli áranna, en útflutnings- magn deildarinnar nam 4.440 lest- um á móti 6.640 lestum á árinu 1981. Var því um liðlega 32% sam- drátt að ræða milli ára. Munar þar mestu um útflutning á dilka- kjöti, sem dróst saman um 36%. í Sambandsfréttum segir, að áfram sé stöðugt unnið að mark- aðsleit erlendis fyrir dilkakjötið, og eru nokkrar vonir bundnar við markaðsmöguleika í Bandaríkjun- um og Japan. Áætluð útflutnings- þörf af haustframleiðslunni 1982 nemur 3.000—3.300 lestum, og fer það eftir því hvemig sala á heima- markaði gengur. Dilkalifur hefur um árabil verið seld til Bretlands, en sá markaður lokaðist nú í ár. Talsverðar birgðir eru því af henni í landinu, og verð- ur af þeim sökum efnt til söluher- ferðar á næstunni hér innanlands og reynt að vekja áhuga fólks á hollustu þessarar fæðutegundar, jafnframt því sem gefnar verða leiðbeiningar um matreiðslu hennar. Útflutningur til EFTA- landa hefur farið stöð- ugt vaxandi síðustu ár ÚTFLUTNINGUR íslendinga til landa innan EFTA hefur farið stöð- ugt vaxandi síðustu árin, en á síðasta ári var útflutningur til þeirra, sem hlutfall af heildarútflutningi lands- manna, 19,07%. Hafði vaxið úr 17,60% árið 1981. Hlutfallið var 15,18% árið 1980 og 13,64% árið 1979. Útflutningur til landa innan EBE hefur hins vegar heldur farið minnkandi á síðustu árum. Á síðasta ári var hlutfall útflutnings til EBE-landa 32,68%. Það var 31,32% árið 1981, 37,42% árið 1980 og 38,6% árið 1979. Útflutningur til landa í Austur- Evrópu hefur verið nokkuð stöðug- ur sem hlutfall af heildinni. Á síð- asta ári var hlutfallið 8,42%, árið 1981 var það 7,93%, árið 1980 8,86% ogárið 1979 8,11%. Útflutningur íslendinga til Norður-Ameríku, Bandaríkjanna og Kanada, hefur verið nokkuð breytilegur sem hlutfall af heild- inni. Á síðasta ári var hlutfallið 26,35%, en var 21,5% árið 1981, ár- ið 1980 22,17% og árið 1979 var það 28,51%. Velta KEA um 1.220,8 milljónir króna 1982 HEILDARVELTA Kaupfélags Eyfírð- inga á Akureyri var á síðasta ári um 1.220,9 milljónir króna og hafði hún aukizt um 54% frá árinu á undan. Laun og launatengd gjöld námu 164,7 milljónum og höfðu þau hækkað um 53,25% frá árinu á undan. Þessar upp- lýsingar koma fram í síðasta hefti Sambandsfrétta. Þar segir ennfremur að vöru- birgðir félagsins hafi aukizt mikið milli ára, sem stafi bæði af verð- bólgunni, og einnig af því að magn- aukning hafi orðið í birgðum í verzlunardeildum og í sjávarafurð- um, m.a. vegna sölutregðu á skreið. Nettó-fjárfestingar félagsins á síð- asta ári námu um 30,2 milljónum króna, en miðað við verðbólguþróun er það heldur minna en árið 1981. „Vegna þeirrar óvissu, sem ríkir um þróun efnahagsmála, svo og óðaverðbólgu, virðist nauðsynlegt að draga mjög úr fjárfestingum eða jafnvel að stöðva þær að mestu. Stjórn félagsins hefur þó heimilað að unnið verði að verklegum fram- kvæmdum og fjárfestingum er kosta munu 14—15 milljónir króna á verðlagi í ársbyrjun, og verður unnið að þeim eftir þvf sem aðstæð- ur leyfa og þróun efnahagsmála gefur tilefni til. Af sömu ástæðum mun félagið á næstunni ekki auka vörubirgðir sínar, og einnig draga úr útlánum sem aukizt hafa hröð- um skrefum undanfarin misseri." Álafoss seldi Sovétmönn- um fyrir 15,3 milljónir kr. Uppistaða samningsins 250.000 treflar SENDINEFND frá Álafossi hf. gekk á dögunum frá samningi í Moskvu um sölu á rúmlega 250.000 treflum, ásamt nokkru magni af ullarflíkum, segir í fréttatilkynningu frá Álafossi. Heildarverðmæti samningsins er um 720.000 Bandaríkjadollarar, sem jafngildir liðlega 15,3 milljón- um króna. Með þessum samningi og samningi, sem gerður var í des- ember sl., munu viðskipti Álafoss við Sovétríkin næstum þrefaldast milli áranna 1982 og 1983. f frétt Álafoss segir ennfremur, að íslenzkar ullarvörur njóti mik- illa vinsælda í Sovétríkjunum og eftirspurn eftir gæðavörum sé mjög mikil. Þar á meðal séu ís- lenzkar ullarflíkur, treflar og værðarvoðir. umciriDTi VllfölVli 11 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Portúgalir sýna í Hannover HIN árlega iónaðarsýning í Hannover mun vera hin stærsta sinnar gjörðar í heimi. Hún verður að þessu sinni hald- in dagana 13.—20. apríl. Sýningar- svæðið nær yfír eina milljón fermetra og á síðustu sýningu voru þátttakend- ur 5.500 fyrirtæki og gestir urðu um hálf milljón. Portúgölum hefur nú ver- ið boðið að taka þátt i sýningunni og verður sýningardeild þeirra 1.800 fer- metra stór og 50 portúgölsk fyrirtæki sýna þar aðskiljanlegar framleiðslu- vörur sínar. Mest áberandi verða alls konar rafmagns- og rafeindatæki, byggingarbúnaður og vélar til notkun- ar í byggingariðnaði, gerð orkuvera, auk þess sem nefna mætti samgöngu- tæki. Einnig verða kynntar ýmsar rannsóknir og niðurstöður þeirra sem unnið er að á rannsóknarstofum stór- fyrirtækja. Þar sem Portúgalir hafa lagt á það aukna áherzlu að íslendingar kaupi meira frá Portúgal, m.a. vegna saltfiskhagsmuna okkar þar í landi, er sérstaklega vakin athygli á þessari sýningu, ef einhverjir aðilar hérlendis kynnu að hafa áhuga á að skoða sýningardeild Portúgala. Má þá hafa samband við portúgalska viðskiptafulltrúann í Reykjavík eða Osló til að fá nánari upplýsingar. Það má taka fram að forsvars- menn sýningarinnar í Hannover hafa síðan 1980 boðið þeim ríkjum, sem hafa þótt sýna miklar framfar- ir í framleiðslu varnings af þessu tagi, aðild að sýningunni og er þetta í fyrsta skipti sem Portúgalir sýna þar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.